Alþýðublaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 3
MIÐVIKUAGUR 12. FEBRÚAR 1997 ALPVDUBLADD 3 s k o ð a n i r Lækkun orkuverðs hefurforgang Miklar og ítarlegar umræður um hið umdeilda Landsvirkjunarfrumvarp hafa verið á köflum býsna fróðlegar. Frumvarpið var í rauninni fremur óvanalegt sem þingmál. Það byggðist á samningi sem þrír eignaraðilar Landsvirkjunar, Reykjavíkurborg, Gestaboð - -rr * Einar K. Guðfinnsson skrifar Akureyrarbær og ríkisvaldið höfðu gert. Það var því ekki um það að ræða að menn gætu breytt efnisatriðum með sama hætti og gerist með flest þingmál. í stórum dráttum áttu menn þess kost að samþykkja gjörninginn eða hafna honum. Ýmsar spurningar vöknuðu við lestur frumvarpsins. Tvær voru áleitnastar í mínum huga. Orkuverð og arðgreiðslur Hin fyrri laut að orkuverðinu sjálfu. Það gefur auga leið að afstaða Lands- virkjunar til orkuverðlagningar skiptir miklu. Ekki síst fyrir íbúa landsbyggð- arinnar þar sem orkukostnaðurinn er mestur. f þeim efnum hefur Lands- virkjun að mínum dómi dregið lapp- imar allt of lengi og ekki tekið eðlileg- an þátt í því að kýla niður hið himin- háa orkuverð sem víða er að sliga heimilin á landsbyggðinni. Það er staðreynd að húshitun er stór liður í rekstrarkostnaði margra heimila úti urn landið og ekki óalgengt að menn þurfi að borga tíu þúsund krónur og vel það á mánuði í húshitunina eina. Ef Landsvirkjun yrði síðan gert að greiða aukinn arð til eigenda sinna þá gæfi auga leið að möguleikar fýrirtæk- isins til þess að taka þátt í því að lækka húshitunarkostnaðinn yrðu sem því næmi lakari. Þess vegna var á það lagt ofurkapp af mörgum að tryggja að arðgreiðslu- þátturinn yrði víkjandi, en markmiðið um lækkun orkuverðs ríkjandi í þessu samkomulagi. Bókun eignaraðila frá 10. febrúar sem kynnt var við þriðju umræðu málsins tryggði það. I um- ræðum á Alþingi gekk ég eftir því við iðnaðarráðherra hvort samkomulagið og bókunina bæri ekki að skilja þan- nig. Svar ráðherrans var mjög afdrátt- arlaust játandi. Það var grxðarlega mikilvægt að sú skýra niðurstaða fékkst. Eignamyndun hefur gerst í skjóli óeðlilegra taxta þessa einokunar- fyrirtækis og sem alls ekki gefur því tilefni til arðgreiðsluútreikninga af því tagi sem frumvarpið byggir á. Hæpnar forsendur Hitt er lakara að svokallað eigenda- framlag eigenda Landsvirkjunar hefur verið framreiknað á afar hæpnum for- sendum. Út frá þeim stofni er síðan fundið eigið fé, sem á að réttlæta eignamyndun og síðar arðgreiðslur sem hljóta að teljast afar vafasamar, svo ekki sé nú meira sagt. Á þetta hafa meðal annars bent Kristján Haralds- son orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða og Júlíus Jónsson forstjóri Hitaveitu Suðumesja í umsögnum sínum til iðn- aðamefndar Alþingis. Þannig segir Kristján orðrétt í um- sögn sinni: “Landsvirkjun hefur í skjóli einokunaraðstöðu á orku- vinnslusviðinu getað haldið uppi gjaldskrá sem hefur legið langt fyrir ofan langtímajaðarkostnað orkuverðs frá nýjum virkjunum (nú tæpum 50 prósent hærri) og er það hin raunveru- lega ástæða fyrir mjög hraðri eigna- myndun fyrirtækisins og góðri stöðu þess.” í skjóli óeðlilegra taxta Af orðum þeirra sést að eignamynd- un hefur gerst í skjóli óeðlilegra taxta þessa einokunarfyrirtækis og sem alls ekki gefur því tilefni til arðgreiðsluút- reikninga af því tagi sem frumvarpið byggir á. Þess vegna treysti ég mér ekki til þess að fylgja frumvarpinu þegar um það var greitt atkvæði á Alþingi, þó að ástæða sé til þess að árétta að niður- staðan hvað verðlagningarpólitíkina varðar hafi orðið skýr. Lækkun orku- verðs gengur fyrir. Arðgreiðslurnar em og verða afgangsstærð. Höfundur er alþingismaöur. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur staðið sig mjög vel j stríð- inu um bílatryggingarnar, en mörg- um gremst á hversu persónulegum nótum Árni Sigfússon rekur trygg- ingastríðið. Mörgum þótti augljóst, að hann hyggðist notfæra sér málið í pólitiskum tilgangi, og það þótti sannast þegar hann tók að birtast sjálfur í auglýsingum fyrir FIB. For- ystumenn FIB segja að fyrir bragðið hafi rignt inn nýjum viðskiptamönn- um, en margir af öðru pólitfsku sauðahúsi hafa haldið að sér höndum og leitað annað með trygg- ingar sínar. Þeir eru einfaldlega ósáttir við hversu grimmt Árni hefur notað málið fyrir sig í pólitíkinni. Sumir óttast því að FÍB sé hægt og hægt að breytast i einn væng Sjálf- stæðisflokksins, og verði notað grimmt í komandi prófkjörsslag fyrir Arna Sigfússon... Einn þeirra þingmanna Fram- sóknarmanna sem hefur aukist hvað mest að pólitískri þyngd á þessu kjörtímabili er Guðni Ágústsson. Engum dylst að lifið er honum stundum erfitt á stjórnar- heimilinu en meðan ýmsir af yngri spútnikum Framsóknar eru sem óð- ast að brenna sig upp í flaumi yfir- lýsinga, endurspeglar hann leifarn- ar af samvisku og sál Framsóknar. Eftir fátið sem greip flokkinn þegar hrunið í skoðanakönnunum birtist á dögunum er í vaxandi mæli gripið til Guðna. Honum var þannig teflt fram gegn Friðriki Sophussyni þegar hann ætlaði að beygja Fram- sókn undir hina nýju stefnu Sjálf- stæöisflokksins í brennivínsmálum. Guðni var ekkert að skafa utan skoðunum sínum. Hann kvað stjóm ÁTRV vera óábyrga, hún hefði mis- skilið hlutverk sitt og þekkti ekki til laga um heilbrigðismál. Hún ætlaði sér að “fara að gæla við kúnnann með smökkun og faglegri ráðgjöf svona einsog verið sé að selja jógúrt eða is f Bónus eða KÁ á föstudögum.” Guðni hallaði sér sfð- an ábúöarfullur í átt að forsætisráð- herra og sagði að það væri ekki á dagskrá Framsóknar að styðja þá sem höguðu sér “einsog skemmti- nefnd á gleðibar.” Þegar hann gekk þungur á brún úr ræðustól fannst nærstöddum ein- sog í augnaráðinu sem hann gaf Davíð Oddssyni speglaðist gam- alkunnugt orð úr tíð síðustu rík- Isstjórnar: Bermúdaskál! Frammistaða Ingibjargar Pálma- dóttur í embætti heilbrigðisráö- herra hefur leitt til þess að innan Framsóknarflokksins gera menn því skóna, að hart verði að henni sótt í næsta prófkjöri á Vesturlandi. Hún hefur þó talsvert skjól af ný- legri samþykkt Framsóknarflokks- ins sem Sif Friðleifsdóttir náði i gegnum sfðasta flokksþing þar sem slegið var föstu að tiltekið hlutfall kvenna yrði að vera f forystu flokks- ins. Eigi að síður er ungur maður af góðu kyni af Hvalfjarðarströndinni sem hægt en örugglega er byrjaður að undirbúa prjófkjör gegn Ingi- björgu. Það er Guðjón Olafur Jónsson, fyrnrerandi fram- kvæmdastjóri þingflokksins, fyrrum formaður ungra framsóknarmanna og núverandi aðstoðarmaður um- hverfisráðherra. Innan Framsóknar er sagt að hann hafi með eigin hendi fengið Guðmund Bjarnason umhverfisráðherra til að taka af skarið með flutning Landmælinga íslands á Akranes. Á því er talið að hann fljóti langt í höfuðvígi Ingi- bjargar, og fleiri skoðanakannanir af því tagi sem Ingibjörg hefur feng- ið á sig auka líkur á gengi Guðjóns. Þó er ekki talið að hann fái mörg at- kvæði starfsmanna Landmælinga... Annar ungur Framsóknarmaður er einnig líklegur til að velgja Ingibjörgu undir uggum. Það er fyrr- verandi sveitarstjóri á Grundarfirði, Magnús Stefánsson sem hefur gætt þess að spara við sig yfirlýs- ingarnar ólíkt ýmsum spútnikum sem komu á sama tíma og hann inn á þing, en er ótvírætt efni I landsföður þegar aldurinn færist yfir. Magnús er hægur en fastur fyr- ir, tekur I nefið þegar hann er með bændum, og Framsóknarmenn af þeirri gerðinni ganga vel á slóðum Egils.Hann þykir líklegur til að hrep- pa fyrsta sætið ef heilbrigðisráö- herrann heldur áfram að túlka stefnu Framsóknar í heilbrigðismál- um með sama hætti og hingað til. Magnús er stundum orðheppinn. Hann horfði á eftir nýjum ritstjóra Alþýðublaðsins ganga úr Alþingis- húsinu með traustum jafnaðar- manni úr Reykjavík, Rúnari Geir- mundssyni útfararstjóra. Þegar hann sá þá aka saman f líkbílnum frá þinghúsinu varð honum að orði: Sighvatur Björgvinsson vissi sannarlega hvað hann var að gera þegar hann gerði vin minn Össur að ritstjóra!" Nú er í bigerð að stofna á Akra- nesi sérstök samtök til stuðn- ings byggingu álvers á Grundar- tanga, til mótvægis við SÓL, sam- tökin sem berjast gegn álverinu. Stuðningssamtökin standa fyrir undirskriftasöfnun á Skaga, og hafa náð fjölda undirskrifta. Innan Fram- sóknarflokksins er úr vöndu að ræða, þvi þar á bæ hafa átökin um álverið komið mönnum gersamlega í opna skjöldu, og margir rekja fylgistap flokksins til flausturslegra taka ráðherranna á málinu. Hinir eldri og reyndari menn innan flokksins halda því fram fullum fet- um að þingmenn þeirra í Reykja- neskjördæmi, þau Sif Friðleifs- dóttir og Hjálmar Árnason séu ekki í neinum vandræðum með hvorum samtökunum þau eigi að fylgja. Þau muni að sjálfsögðu verða í báðum... W Iþinginu fyrr I vikunni var tilkynnt um forföll manna, og þar á meðal gat forseti þess, að sjúkur væri Halldór Blöndal samgönguráð- herra. -Er hann veikur, kallgreyið, muldraði þá Guðmundur Hall- varðsson einsog við sjálfan sig. Þetta heyrði samviska Framsóknar- flokksins, Guðni Ágústsson, hall- aði sér að Guðmundi og sagði stundarhátt: “Værir þú ekki lika veikur ef þú sætir i þessari rlkis- stjórn?” Vinir okkar á Helgarpóstinum geta ekki leynt ógleði sinni yfir framhaldslífi Alþýðublaðsins undir regnhlíf Frjálsrar Fjölmiðlunar. Það er ofurskiljanlegt, því vitaskuld höfðu forsprakkar HP vænst þess að fá meira svigrúm á markaðnum ef Alþýðublaðið hyrfi, ekki síst með tilliti til auglýsinga. Fyrir 15 árum komst Alþýöubandalagið að þeirri niðurstöðu að hagnaðarvonin væri ásættanlegur drifhvati í efnahagslif- inu. í HP í gær kemur hinsvegar fram nokkur biturð yfir því að Frjáls Fjölmiðlun skuli hætta fé sinu ( blaöaútgáfu með vinstri slagsíðu með hagnaðarvonina aðleiðarljósi. Þeir Páll Vilhjálmsson og félagar virðast þvi staddir að minnsta kosti 15 árum aftar í tímanum en til dæmis félagi Hjörleifur Guttorms- son og Svavar Gestsson sem eru fyrir löngu búnir að skilja hlutverk gróðans. HP spáir því líka að áður en hausthjóðið kemur í vindinn verði Alþýðublaðið runnið inn í DT. Well, we.ve got news for you, boys. Alþýðublaðið stefnir leynt og Ijóst að því að gleypa HP áður en árið er liðið og gera það að helgarannexíu sinni. Með tilliti tii hinnar nýju stefnu Frjálsrar fjölmiðlunar um að endurvinna gamla Þjóðviljaritstjóra er ekki ólíklegt að augu feðganna Sveins R. Eyjólfssonar og Eyjólfs muni þá staðnæmast við mann með fallegt messíasarskegg og rómantiskt blik í augum, Svavar Gestsson... „Hentu, Egilll... Hennnnnntu!... Hentu hentu hentu hentu hentul" Þórarinn Sævarsson sjómaður: “Mér er nákvæmlega sama. Það þarf að hafa fólk í ábyrgð- arstöðum á góðum launum.” Njáll Eysteinsson vegfarandi: “Já, auðvitað. Þetta em allt of há laun.” Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmaður: “Vom þeir einhvemtímann á einhveijum launum. Ég hélt að þetta væm sjálfboðaliðar.” Flosi Eiríksson nemi: “Nei, við eigum að ráða betri bankastjóra og á lægri laun- um.” Þorsteinn Jónsson umbrotsmaður: “Nei, það þarf að lækka laun þeirra um helming.” v i t i m q n n íranska hjálparstofninun ákvað fyrst 1989 að verðlauna þann sem dræpi Rushdie, en þá hafði Khomeini heitinn erkiklerkur kveðið upp yfir honum dauðadóm fyrir guðlast. Nú hefur upphæðin verið hækkuð um 35 millj króna og hana fær sá sem drepur Rushdie. Skiptir þá engu máli hvort banamaðurinn er múslimi eða annarrar trúar, “eða jafnvel lífverðir hans.” Þaö á ekki af Rushdie aö ganga. Nú eru settar 175 milljónir fyrir höfuðleöriö af honum. Mogg- inn í gær. Við getum brennt sinu á svo sem einni jörð og hrært upp í nokkrum haughúsum líka. Mengun er slæm hvort sem hún kemur frá álveri eða einstaklingi bjástrandi heima hjá sér. Jón Sigurösson hefur sínar skoðanir á álveri en hann skrifaði greinina Álver, já takk í Mogg- ann í gær. Andlitið sneri beint að dekkinu og ég horfði því í dekkið þegar bíll- inn tók af stað og jeppinn fór yfir andlitið. Eftir þetta man ég ekkert fyrr en ég vaknaði á sjúkrahús- inu.“ Ótrúleg Iffsreynsla ungs manns sem lenti meö höfuöiö undir jeppa á ferö en slapp meö heila- hristing, skurö yfir hægri augabrún og nokkrar bólgur í andliti. DT í gær. „Engum dettur í hug að Birgir ís- leifur Gunnarsson, Sverrir Her- mannsson og Steingrímur Her- mannsson hefðu komið til álita sem bankastjórar nema vegna stjórnmálatengsla sinna." Stefán Jón Hafstein í leiöara DT í gær. “Annaö sem fer í pirrurnar á kvöldsvæfum rýnanda er að það er nánast orðin regla að Ellefu fréttum seinki. Þetta er ekki gott og eins er þessi fréttatími orðinn allt of langur, rýnandi minnist þess að þegar farið var af stað með þennan bráðsniðuga frétta- tíma að þátturinn var styttri og markvissari.” Hver er þessi, “rýnandi DT?” “Þetta ástand lyktar að því að um sé að ræða hefndaraðgerðir Dana vegna þess að þeir fá ekki að flyt- ja inn svínakjöt til íslands. Það er mjög einkennilegt að við skulum ekki fá að njóta þorramatarins svo sem verið hefur frá því sögur hófust.” Pétur Kjartansson, Islendingur í Kaupmanna- höfn er óhress meö aö Danir skyldu snúa þorramatnum við til íslands. DV l gær. “Það gildir einu hve miklir pen- ingar eru í boði. Ég mun aldrei játa á mig glæp sem ég framdi ekki.” O.J Simpsson í yfirlýsingu eftir aö faðir Ronald Goldmans bauðst til að falla frá kröfu um miskabætur ef Simpsson játaöi sekt sína. Hún er fimmta eldabuskan sem yfirgefur Fergie. Þeim þykir ekki nógu spennandi að gera lítið ann- að en að skera niður grænmeti í salat og rista brauð. Vesalings Fergie, hún gæti tekiö undir meö dönsku Skáldkonunni Tove Ditlevsen sem sagöi, “Jafnvel hundarnir dóu í örmum mín- um.” Hvílir íböndum ísfoss Fjötraður affallþunga tímans Ljóöiö Öxarárfoss 1, er eftir Steinunni Ás- mundsdóttur og birtist í þriöju bók hennar, Hús á heiöinni, sem kom út hjá Andblæ, 1996.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.