Alþýðublaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Ossur og Jón Olafsson til bjargar Aiþýðublaðinu! r v i t i m e n n “Við munum reyna að flytja inn mjólk, ef til verkfalls kem- ur hjá Mjólkursamsölunni.” Óskar Magnússon forstjóri Hagkaups í DV í gær. Hver stóratburðurinn hefur rekið annan í fjölmiðlaheiminum undan- fama mánuði. Það nýjasta er hjóna- band, að minnsta kosti trúlofun, Morgunblaðsins gegnum Stöð III, við Stöð II/Sýn/DV sem áður hafði tekið Tímann og Dag í nefið. Eru þeir atburðir allir, í senn kómiskrar náttúru og nokkuð teygðir út í hið tragíska. Hér eru þó á ferð hreinir smámun- ir hjá því að sjálft Alþýðublaðið var næstum í dauðateygjunum á dögun- um. Svo var komið að við, sem til- Pallborð i Steingrímur J. Sigfússon skrifar heyrum hinni útvöldu stétt manna, lesendur Alþýðublaðsins, biðum á hverjum morgni með öndina í hálsin- um eftir því hvort blaðið kæmi yfir- leitt út. Útlitið var orðið svart, ekki síst þar sem sjálfur Sighvatur for- maður var kominn með ljáinn á loft. Hann stóð brúnaþungur í hlutverki hins slynga sláttumanns yfir þessu grasi, þessu stakstæða strái á engi ís- lenskrar fjölmiðlunar. Hafnarfjarðar- kratar sýndu að vísu tilburði til að taka við rekstri blaðsins. Þar fóru vanir menn eftir að hafa rekið bæinn með tilþrifum, nóg húsnæði til reiðu í nýja miðbænum og svo framvegis. Ekki varð þó af þessu, enda stóð meira til. Sighvatur formaður réð nú stærri ráðum en þeim að leita á náðir Hafnarfjarðarkrata, og fyrrum keppi- nautar síns Guðmundar Ama, Al- þýðublaðinu til framhaldslífs. Til voru kallaðir þeir menn tveir sem er bæði Tumer og Murdock íslands í einum og sama manninum. Afrek Össurar em einnig ólítil. Doktors- gráða í kynferðismálum fiska og for- tíð við ritstjóm Þjóðviljans, era ef- Takist ritstjóranum Össuri að virkja til verksins alþekktan frískleik sinn, blanda hann nægjan- lega sanngirni og deila circa með 2 í strákskap sinn, auðnast lionum ef til vill að koma Alþýðu- blaðinu í hold þó sjálfur gangi hann heldur sam- an um þessar mundir eins og kunnugt er. Sighvatur formaður treysti best og einum til þrekvirkisins það er að segja sjálfum Jóni Ólafssyni sem orðinn er ókrýndur fjölmiðlamógúll fslands, og honum Össuri okkar Skarphéðinssyni. Um veldi Jóns Ólafssonar þarf ekki að fara mörgum orðum. Hann laust þyngst á metunum í þessu sam- bandi. Nú er að bíða og sjá hvemig vini vorum Dr. Össuri gengur að skrifa nýtt líf í Alþýðublaðið undir handar- jaðri, ef svo má að orði komast, Jóns Ólafssonar. Forðum var reiknað bam í konu og þó sá þungi reyndist ekki endingar- góður ætti líf sem skrifað er í blað að geta orðið það. Þegar öllu er á botn- inn hvolft þá hefur það þá og því að- eins gildi að blað komi út að í því standi eitthvað sem skiptir máli. Tak- ist ritstjóranum Össuri að virkja til verksins alþekktan frískleik sinn, blanda hann nægjanlega sanngimi og deila circa með 2 í strákskap sinn, auðnast honum ef til vill að koma Al- þýðublaðinu í hold þó sjálfur gangi hann heldur santan um þessar mund- ir eins og kunnugt er. Pistli þessum fylgja óskir um gott gengi, það mun- ar um hvert einasta strá á fjölmiðla- enginu, ekki síst nú þegar flestöll grösin eru hlaupin saman á eina rót. Nú ef illa fer má alltaf snúa sér að öðram skrifum, af ástum fiska eða fari hvítabjama. Höfundur vill taka fram að pistill þessi er skrifaður f kjölfar tilboðs þar um frá ritstjóranum sem hann, það er pistillinn, fjallar um. Tilviljanirnar eru oft merkilegar f stjórnmálum. í fsrael er um- deildur hægri sinnaður stjórnmála- maður sem heitir Benjamin Net- anyahu, og gengur undir gælu- nafninu Bíbí. Hann langaði lengi til að verða forsætisráðherra og náði því loks fyrir skömmu. Annað áhugamál hans er að ganga á milli bols og höfuðs á ísraelska ríkisút- varpinu. Hér heima á Fróni er líka hægri sinnaður stjórnmálamaður, sem hefur lengi haft horn í síðu rík- isútvarpsins, og enn lengur langað til að verða forsætisráðherra. Það er Björn Bjarnason menntamála- ráðherra. Þegar hann vann á Morgunblaðinu kölluðu starfsmenn- irnir hann sín á milli Bibi, og vel- unnarar hans i þinginu kalla hann stundum Bíbí frænda... r IAIþýöuflokknum hefur Amundi Ámundason auglýsingastjóri um árabil veriö álitinn kraftaverkamað- ur þegar kemur að kosningum í fé- laginu. Hann sýndi síðastliðið mið- vikudagskvöld að hann hefur engu gleymt, þegar Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur hélt aðalfund. Þar hélt Ámundi magnaða ræðu, þar sem drepið var á helstu svið þjóðmál- anna með þeim hætti sem honum er einum lagið. í lok ræðu sinnar vék hann aðeins að tilefni fundar- ins, sem var að kjósa nýja stjórn, húðskammaði alla þá sem höfðu mælt með því að leggja niður Al- þýðublaðið og kvaðst að lokum myndu styðja Rúnar Geirmunds- son útfararstjóra til formennsku. Því næst stakk hann upp á því að Kolbrún Bergþórsdóttir blaða- kona yrði kosin í stjórnina, en hún var að sjálfsögðu ekki á lista upp- stillinganefndar. Þegar kom aö kosningu höfðu aðrir frambjóðend- ur en Rúnar dregið sig til baka, og Kolbrún hlaut næstbesta kosningu í stjórnina. Ámi er því enn á góðu lífi þrátt fyrir háan aldur... Eitt af þeim málum sem gætu orðið erfið í sameiningarum- ræðum á vinstri vængnum er ágreiningur um hvernig eigi að stjórna fiskveiðum, en veiðigjald er einsog menn vita einna mikilvæg- asta stefnuatriði jafnaðarmanna. I síðasta Vikublaðið nálgast Heimir Már Pétursson þennan ágreinin í athyglisverðri grein, þar sem hann reifar þá byltingarkenndu hugmynd að bjóða upp veiðiheimildir á mark- aði. Síðast var þeirri hugmynd hreyft innan Alþýðubandalagsins í viðtali við Þjóðviljann sáluga, og sá sem gerði það var enginn annar en herra Ólafur Ragnar Grímsson. Heimir er kjarkaður, því án efa munu margir úr forystunni kunna honum litlar þakkir fyrir aö setja fram jafn djarfa og umdeilda hug- mynd... Mikla athygli vakti þegar ís- lenska Útvarpsfélagið yfirtók Stöö 3, að það var fyrir forgöngu utanaðkomandi manna sem hún tókst. í upphafi var það Jón G. Zöega hæstaréttarlögmaður sem opnaði málið, en sá sem iauk því var kollegi hans Ragnar Tómas- son. Hann virðist reyndar vera ástríðufullur sameiningarsinni, því áöur hafði hann tekið upp hjá sjálf- um sér að hafa forgöngu að því að Bónus og Hagkaup runnu nánast í eina sæng, sem tókst farsællega. Nú ræða menn á vinstri vængnum að besta leiðin til sameina A-flokk- ana og búa til stóran, öflugan jafn- aðarmannaflokk væri auðvitað að fá Ragnar til að sjá um málið... Haukur Hauksson, ekki fréttamaöur. “Nei, kannski fer ég til Dan- merkur.” Katrín Guömundsdóttir, verslunarmaður. “Já, ég ætla til Mallorka eða Portúgal í þrjár vikur.” Birgir Olafsson, rafverktaki. “Nei, ég tek mér ekkert sum- arfrí.” Einar Þorleifsson, fuglafræö- ingur og leiðsögumaöur. “Nei, ég verð hér og starfa sem leiðsögumaður.” Karen Kristinsdóttir, verslunarstjóri. “Nei, ég ætla að ferðast inn- anlands.” “Lagið sem ég fer út er besta lagið sem ég hef samið um dagana, rís að mínu mati langt yfir meðalmennskuna sem hefur tröllriðið söngvakeppninni undanfarin ár.” Páll Óskar Hjálmtýsson veröur fulltrúi (s- lands í söngvakeppni e'vrópskra sjón- varpsstöðva í Dyflinni. Hann segist vera gallharöur aödáandi keppninnar og bera mikla virðingu fyrir henni. Mogginn í gær. “Hræsnin í þessu ríður ekki við einteyming. Hér sitja menn í mikilvægum embætt- um út um allt þjóðfélag, á þingi sem annars staðar, sem hafa auðgast á aðstöðu sinni í opinberum sjóðum. ‘Ég gæti talið upp langan lista af slíku. Mér vitanlega hefur Pétur Kr. Hafstein aldrei gerst sekur um neitt að því tagi.” Guðrún Helgadóttir tjáir sig um erindi Vífil- fells Hf um að fá Pétur Kr Hafstein dæmd- an vanhæfan til að dæma í nýgengnu dómsmáli fyrirtækisins. Dt í gær. Réttarhöld yfir manni frá New York sem ákærður hefur verið fyrir að standa að umfangs- miklu vændi urðu að fara fram utandyra á mánudag vegna þess að sakborningur er svo feitur að hann komst ekki inn i dómssalinn. Vegur dyggðarinnar er þröngur. Mogginn í gær. Lögreglumenn fóru á staðinn og fengu að fara inn í íbúð há- vaðavaldarins til að kanna hverju sætti. Upptök ónæðis- ins reyndust vera ískápur sem stóð við vegg á milii íbúðanna og gaf frá sér suð og torkenni- leg hljóð önnur, nægjanlega hávær til að trufla ró og svefn- frið þess sem kvartaði. Lög- reglan fór höndum um skápinn og lamdi hann rösklega með þeim afleiðingum að hann varð Ijúfur sem lamb á eftir. Nú er bara eftir að sjá hvort ísskápurinn fer fram á skaðabótakröfu. Mogginn f gær. Rafhitaðar nærbuxur geta bætt árangur barna og hannaðir hafa verið tölvuskór fyrir námsmenn framtíðarinnar. Skyldu þetta vera fermingargjafirnar í ár. Mogginn í gær. Ég sat pirruð og vælandi með barnið mitt því við vorum bæði að taka tennur, ég endajaxla og barnið auðvitað barnatenn- ur. Og þá er komið að þér les- andi góður; finnst þér það ekki svolítið “halló.” B.G skrifar lesendabréf um fræðslu til handa unglingamæörum í DV. Knpn T’i’M*’ umrrm “Titill hugleiðinga minna ber það einkennilega en vonandi frumlega nafn: “Lítil eyru heyra best,” en þögnin segi mest. Eg neita því ekki að dægurlagatextinn ágæti: “Lítil t____ lengjast mest,” á pínulítinn heiður að þessum titli.” Haraldur M. Kristjánsson sóknarprestur í Vík skrifar í Veru I merktan dálk sem nefn- ist Úr síðu Adams.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.