Alþýðublaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 7
FOSTUDAGUR 28. FEBRUAR 1997 : . m : / : gþwvvi# ER SKÖPUNARGAFAN VÆNLEGASTI VIRKJUNARKOSTURINN? Nýsköpunarþing Rannsóknarráðs Islands og Útflutningsráðs íslands í samvinnu við iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið Haldið í Loftkastalanum, Seljavegi 2 28. febrúar 1997 kl. 13.00- 17.30 DAGSKRÁ Ráðstefnustj.: Jón Asbergsson, framkvæmdastj. Útflutningsráös Islands 13.00 Skráning 13.15 Ávarp Iðnaðarráðherra, Finnur Ingólfsson setur ráðstefnuna 13.25 Designing a National Support Structure for Innovation in Ireiand Eugene Forde, aðstoðarforstjóri Vlsinda- og tækniskrifstofu Atvinnumálaráðuneytisins I Irlandi 14.00 Innovation Strategies of Firms — Irish Experience Dr. Sean McCarthy, framkvæmdastjóri Hyperion Energy Systems Ltd 14.35 Hvað gerist milli funda? — Er stoðkerfið staðnað? Vilhjálmur Lúðvlksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs 15.10 Afhending Nýsköpunarverðlauna Rannsóknarráðs og Útflutningsráðs Páll Siguijónsson, formaður Útflutningsráðs afhendir verðlaunin 15.25 Kaffihlé I 5.50 Útrás hugbúnaðarfyrirtækja - Veruleiki eða sýndarveruleiki Vilhjálmur Porsteinsson, próunarstjóri Coda ehf á íslandi 16.10 Að hasla sér völl — Ný vara og nýir markaðir Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marel hf 16.25 Þarf að læra að bulla? - Vangaveltur um uppruna hugmynda Sigurður Pálsson, skáld 16.40 Panelumræður Stjórnandi umræðna er Jóhann Hauksson, fréttamaður hjá Rlkisútvarpinu f panel: 1. Eugene Forde 2. Sean McCarthy 3. Hermann Kristjánsson, framkvæmdastj. Vaka 4. Gunnlaugur Sigmundsson, alþingismaður I 7.30 Niðurstöður ráðstefnu og ráðstefnulok 17.30 Móttaka i forsal Loftkastalans i boði iðnaðar- og -18.30 viðskiptaráðherra I forsal kynna eftirfarandi fyrirtæki afurðir slnar: íslenskt franskt hf • Snakkfiskur KP kjötvinnsla ■ Máki hf • Ostahúsið SKRÁNING Á RÁÐSTEFNUNA ER HJÁ RANNSÓKNARRÁÐI ÍSLANDS í SÍMA 562 1 320 OG HJÁ ÚTFLUTNINGSRÁÐI ÍSLANDS í SÍMA 511 4000 SKRÁNINGARGJALD KR. 1.500.- 0 /// ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS RAIHIUÍS IÐNAÐAR- OG VIÐSKIPTARAÐUNEYTIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ ■ íslensk Forritaþróun hf j Enskur hug- ; búnaðarisi Vilhjálmur Þorsteinsson: „Dæmi sem ekki var hægt að neita.“ “Fyrirtækið hefur 25 skrifstofur í 14 löndum. Þetta var mjög góður samningur, dæmi sem maður gat ekki neitað,” segir Vilhjálmur Þor- steinsson, einn af eigendum íslenskr- ar forritaþróunar hf, en nýlega keypti enskur hugbúnaðarrisi um þriðjung af fyrirtækinu og stofnaði nýtt hér á landi. íslensk forritaþróun hefur á undanfömum árum þróað hugbúnað fyrir stjómendur fyrirtækja, sem hægt er að tengja við bókhaldsforrit fyrirtækjanna og gefur stjómendum aukna yfrrsýn yfir reksturinn. Nýir eigendur munu dreifa hugbúnaðinum víða um lönd. Vilhjálmur var ófáan- legur til að gefa upp söluverðið, en talan 300 milljónir hefur verið nefnd en Vilhjálmur kvað hana ekki rétta. “í apríl í fyrra fengum við til okk- ar ráðgjafa, mjög vel þekktan á breska markaðnum, til að gefa okkur ráð í sambandi við markaðinn í Skotlandi og Englandi. Honum leist mjög vel á það sem við vomm að gera, einkum það sem við vorum að gera fyrir framtíðina. Hann sagðist mundu hafa samband við kunningja sinn, forstjóra í stóru bresku hugbún- aðarfyrirtæki, CODA, og þetta var einmitt það sem þá vantaði inn í hug- búnaðinn hjá þeim. Þeir sendu hing- að menn til að skoða þetta betur og smám saman vatt þetta upp á sig og endaði með því að í nóvember s.l. keypti CODA af okkur hugbúnaðinn og stofnaði nýtt fyrirtæki, CODA á Islandi. Það fyrirtæki réði okkur til sín, tíu manna þróunarteymi sem vann að þessum hugbúnaði. Hinn hlutinn af Islenskri forritaþróun hf, er að sameinast öðru hugbúnaðarfyr- irtæki sem heitir Hugur, í Kópavogi. Ur þeirri samsteypu verður stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins í einkaeign,” sagði Vilhjálmur. „Ö®# Allsherjar- atkvæðagreiðsla Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör fulltrúa á 12. þing Landssambands iðn- verkafólks, sem haldið verður á Hellu dagana 21. - 22. mars 1997. Tillögur skulu vera um 25 aðalmenn og 25 til vara. Tillögum ásamt meðmælum hundrað fullgildra félagsmanna, skal skila á skrifstofu félagsins, Skipholti 50 c eigi síðar en kl. 11 fyrir hádegi föstudaginn 7. mars 1997. Kjörstjórn Iðju BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Laugavegur 86 og 86B St.gr. 1.174 Breyting á skipulagi Samþykkt hefur verið í skipulagsnefnd breyting á skipulagi við Laugaveg 86 og 86B. Gert er ráð fyrir að húsið við Laugaveg 86 verði flutt en húsið nr. 86B verði rifið. Tillögur um uppbyggingu eru til sýnis í kynningarsal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa að Borgartúni 3. 1. hæð, kl. 9:00-16:00 virka daga ffá 28. febrúar - 26. mars. ýStjörnubíó, CJr pressu grannþjóðanna Bílþjófar stoppaðir með fjarstýringu. I Svíþjóð er nú verið að reyna nýjan tölvubúnað sem gerir lögreglunni mögulegt að stoppa bfla í umferðinni. Bún- aðurinn byggist á að móttöku- tæki á að vera í hverjum bfl en sendir í lögreglubflunum. Með hljóð- og ljósmerkjum gefur löggan ökumanni á bflnum sem hún vill stoppa til kynna að vélin í bfl hans stöðvist eft- ir 30 sekúndur. Þá er ekki kosta völ, ökumaðurinn verður að fara í næsta stæði eða útskot á veginum. Spilavíti í Svíþjóð Sterkar raddir eru nú uppi í sænska þinginu með hvatningu til ríkisstjómarinnar um að leyfa spilavíti í landinu. Nú meta menn að rökin með séu þyngri en en þau sem eru á móti og segja að lögleg spila- víti geri þeim ólöglegu erfiðara fyrir að starfa og dragi úr glæpum. Verðbréfamarkað- urinn er sprunginn Metár hjá verðbréfamörkuð- um í Oslo hefur skapað hreina gullgrafarastemningu hjá Óla og Kari Norðmann. Á þrem mánuðum hafa nær 190 þús- und Norðmenn kastað sér út í verðbréfakapphlaupið. Millj- arðar króna flytjast með met- hraða af öruggum bankareikn- ingum í gróðavænlega hluta- bréfasjóði. Norðmenn vilja ekki pólitíkusa Óli og Kari Norðmann em ekki í vafa um hvað þeim fell- ur best. Þau hrópa húrra fyrir íþróttafólki en niður með stjórnmálamenn. Nýleg skoð- anakönnun leiddi í ljós að ná- grönnum Norðmanna finnst þeir vera heilbrigðir, áreiðan- legir og að þeir hafi gott skop- skyn, en þeir séu ekki neitt sér- staklega sexy. Norskur landbúnaður mætir minnkandi útflutningi á mörgum sviðum með fæðingastyrk frá ríkinu. Ríkið leggur 50 milljónir króna í fjögra ára áætlun um að auka samkeppnishæfni greinarinnar, heima og heiman. Grænmeti hefur þar forgang. Margir Norðmennn á Svalbarða Nýjar tölur sýna að nú í fyrsta sinn em fleiri Norðmenn en Rússar á Svalbarða. Nú búa 1629 Norðmenn á eyjunum. Kanar í norskum peysum Keppnislið Bandaríkja- manna, um 600 keppendur og þjálfarar, á Ólympiuleikunum í Nagano ganga í peysum úr norsku Dalagami og Trikotasje.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.