Alþýðublaðið - 04.03.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.03.1997, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Steingervingar ónarmið Það heyrast oft þær raddir að ungt fólk í dag hafi ekki lengur áhuga á stjómmálum og í raun virðast stjóm- mál vera eins og einhvers konar sjúk- dómur sem leggst á fáa óheppna ein- staklinga. Við, sem stöndum í póli- tísku starfí, verðum oft vör við nei- kvætt viðhorf gagnvart því sem við erum að gera og þegar við reynum að draga fólk inn í þær hreyfingar sem við störfum í verður viðmótið oft á þá leið að ungt fólk sjái ekki tilgang- inn. Að stjómmálaflokkarnir hafi annað hvort ekki áhrif eða vilja til þess að koma þeim málum á fram- færi sem ungu fólki finnst hvað mik- ilvægust. Því virðast ýmis óflokksbundin Pallborð i - 5 Kobeinn I Stefánsson skrifar grasgrótarsamtök um einstaka mál- efni laða til sín það fólk sem hefur einhvem áhuga á því að vinna að slíkum málefnum fremur en að ungt fólk finni farveg fyrir hugmyndir sín- ar innan stjómmálaflokkanna. Einnig virðast þeir sem starfa innan ungliða- hreyfinga stjómmálahreyfinga hafa lítinn áhuga á því sem innan þeirra gerist. Þetta er mjög miður því stjóm- málaflokkamir em sá vettvangur sem er vænlegastur til árangurs ef fólk vill koma einhverju á framfæri. Það virðist eitthvað vera að, því einstaklingurinn, ungur sem gamall á að vera meðvitaður um umhverfi sitt og það vald sem fer með stjómsýslu landsins. Lýðræði gengur ekki upp nema að kjósendur hafi einhvern áhuga og þekkingu á þeim málefnum sem flokkamir standa fyrir. Það hefur loðað við Alþýðuflokk- inn að fólk upplifir sig ekki velkom- ið í hann. Þetta er lítill flokkur og hver höndin virðist vera upp á móti annarri. Fólk verður oft svo upptekið af baráttunni um áhrif að það gleym- ir því að stjórnmál snúast um fólk. Að þú verður að ná til mannsins á götunni og það gerir enginn nema með því að hafa eitthvað fram að færa og láta manninn á götunni vita að það sé pláss fyrir hann. Á meðan flokkurinn getur ekki staðið saman um stefnu sína er hann ekki trúverð- ugur og ekki líklegur til að fá at- kvæði. Út frá þessu sjónarhorni er sam- eining jafnaðarmanna praktísk nauð- syn. Á meðan tveir eða fleiri smá- flokkar em að bítast innbyrðis um sömu atkvæði er ekki hægt að búast við miklum árangri. Það að jafnaðar- menn í öllum flokkum skuli láta ein- hverja fortíðar vitund og útfærslur á smáatriðum standa í vegi fyrir því að hér verði myndaður sterkur flokkur er sorglegt og nokkuð víst að ísland mun hjakka í sama fari Sjálfstæðis- stefnunnar meðan ekki er boðið upp á trúverðugan kost á móti henni. En sameining stjómmálaafla er hæg, og að því virðist, kvalafull þró- un. Þegar menn líta til sameiningar virðast þeir oftast skoða fyrst hvaða áhrif það mun hafa á þeirra eigin stöðu. Slíkir menn búa ekki yfir mikilli hugsjónamennsku og maður getur skilið að ungt fólk laðast ekki að flokkum með slíka menn innan- borðs. Það er reyndar ótrúlegt að í nútíma stjómmálum skuli ennþá fínnast austantjalds kommar eins og þeir sem Alþýðubandalagið skartar. Þetta er hópur manna sem er fastur í draumsýn sem er fyrir löngu orðin að martröð en geta ekki horfst í augu við það sem þeir trúðu á, á sér enga stoð f raunveruleikanum. Þessir menn vinna gegn sameiningu Al- þýðuflokkanna sem er hugsanlega eitt af því besta sem gæti komið fyr- ir launafólk í landinu. Þó að maður sjái þá nauðsyn sem sameining A-flokkanna er getur maður ekki annað en efast um for- sendumar þegar manni verður hugs- að til manna eins og Hjörleifs Gutt- ormssonar og veltir því fyrir sér hvort sameining jafnaðarmanna get- ur orðið á meðan steingervinga eins og hans nýtur við. Þó að maður sjái þá nauðsyn sem sameining A- flokkanna er getur maður ekki annað en efast um forsendurnar þegar manni verður hugsað til manna eins og Hjörleifs Guttormssonar. »Ég var nafn... meiriháttar forstjóri... eigiö fyrirtaeki... o{ svo éinn daginn hrópaöi einhver: »Hey! Hann er bara stói Ur heimi bankanna heyrist æ oftar, að innan tíðar muni Sjálfstæðisflokkurinn þurfa að auglýsa eftir nýjum framkvæmdastjóra. í því emb- ætti er núna Kjartan Gunn- arsson, sem jafnframt er for- maður bankaráðs Landsbank- ans og sá sem Davíð Odds- son leitar helst til um ráð. En áður en Landsbankinn verður gerður að hlutafélagi er for- ysta Sjálfstæðisflokksins sögð hafa áhuga á því að koma góðum fulltrúa sínum fyrir á bekk bankastjóra. Eftir ára- langa setu í bankaráði Lands- bankans er Ijóst, að fáir trúrra flokksbrodda hafa jafn mikla þekkingu á bankamálum og Kjartan. Bankamenn ræða því fullum fetum, að skammt sé í að Sverrir Hermanns- son verði látinn rýma banka- stjórastólinn, og Kjartan setjist í stól hans. Kjartan er sem kunnugt er með efnuðustu mönnum landsins, þannig að hann ætti ekki að þurfa há laun... SSigríður Jóhannesdóttir úr Alþýðubandalaginu hóf utandagskrárumræðu fyrir nokkrum dögum, þar sem hún reifaði áhyggjur sínar af ónóg- um vörnum gegn búfjársjúk- dómum. í slíkum umræðum er Guðni Ágústsson jafnan í essinu sínu. Svona blasti framtíðin við honum þegar hann skyggndist í kristalskúlu landbúnaðarins: “Nú er ís- lenski smalinn í einhverjum til- fellum orðinn svo nútímalegur að flugvél færir honum pitsu inná fjöllin. Þar sem hann sit- ur á þúfu og snæðir pitsuna opnar hann poka með innflutt- um hundamat og gefur hundi sínum skammt á næstu þúfu. En því miður er hundamatur- inn framieiddur í Bretlandi, og hráefnið riðukjöt, sem fær ekki þá hitameðferð sem nauðsynleg er. Svo kemur sakiaust lamþ og kroppar gras af þúfunni. Þá er hætta á ferðum, hæstvirti forseti...” Fyrir helgi var harður fundur á Grand Hotel í Reykjavík um áform Ingibjargar Pálma- dóttur um að skera niður á næstu þremurárum 160 millj- ónir af fjárveitingum til sjúkra- húsanna á landsbyggðinni. Einn fundarmanna komst svo að orði, að það væri erfitt að halda jafnvægi sitjandi á stól, þar sem ein löppin væri lengri en hinar, og átti við að Reyk- víkingar fengju hlutfallslega meira fjármagn en aðrir, og þeirra löpp væri því lengri. Einn fundarmanna var hag- yrðingurinn góðkunni, séra Hjálmar Jónsson af Sauðár- króki. Honum hraut þá þessi staka af vörum: Skerðingin er þung og þröng, þó er hafin vinna, Reykjavíkurtöppin löng, lengist á kostnað hinna. Kaupfélag Árnesinga lenti í hremmingum fyrir nokkrum árum, en stefnir nú hraðbyri úr öllum erfiðleikum. Maðurinn á bak við upprisu félagsins er Þorsteinn Páls- son, sem gengur undir nafn- inu Þorsteinn betri, til aðgrein- ingar frá alnafna hans, ráð- herranum. Hann var helsti for- svarsmaður Hagkaups fyrir daga Óskars Magnússonar. Undir forystu Þorsteins betri hefur KÁ hafið mikla sókn, og meðal annars var það hans hugmynd að búa til einskonar Kringlu á Selfossi með því að bjóða tíu verslunum húsnæði undir þaki Kaupfélagsins. Þetta hefur mælst vel fyrir, og í vaxandi mæli hafa Reykvík- ingar, sem dvelja í hinum fjöl- mörgu sumarbústöðum Suð- urlands, snúið sér með helg- arinnkaupin til Vöruhúss KÁ. Velgengni þess hefur leitt til að í vaxandi mæli er rætt um það á Suðurlandi, að vel gæti farið svo, að fyrir næstu kosn- ingar taki Sjálfstæðismenn í héraðinu ákvörðun um að skipta um Þorstein... Hrund Hauksdóttir, nemi: Ég myndi kjósa R-listann, hann hefur staðið sig það vel. Magnús Ingimarsson, kennari: Ég myndi kjósa R-listann, þau hafa staðið sig vel, sérstaklega í dagvistar- og skólamálum. María Jónsdóttir, kennari: Ég get ekki gert upp hug minn í þeim efnum. Böðvar Böðvarsson, húsasmíðameistari: Ég myndi kjósa Sjálfstæðisflokk- inn, borgarstjórinn er að vísu ágætur, en í vondum félagsskap. Gerða Hafsteinsdóttir, bensínafgreiðslumaður: Ég myndi að sjálfsögðu kjósa Ingibjörgu Sólrúnu. v i t i m c n n “í þessu sambandi vil ég nefna að hörðustu keppinautar okkar eru ekki þeir sem stunda löglegan víninnflutning heldur þeir sem smygla eða selja brugg.” Árni Helgason, framkvæmdastjóri Catco hf., framleiðanda á íslensku brennivíni og fleiri áfengistegundum i Mogganum á sunnudaginn, 2. mars. “Já, já, hann er fínn í þetta, mér líst vel á þetta val. Hann er góður á sviði en ætti kannski að varast að taka allt of erótísk dansspor.” Gunnar Þórðarson, afi rokksins á íslandi, þegar hann var spurður hvort Páll Óskar Hjálmtýsson, sé rétti maðurinn til keppa fyrir hönd íslands í Eurovision. “Veldi kolkrabbans byggir á gömlum auði sem feðurnir söfnuðu þegar blessuð einok- unin ríkti í þjóðfélaginu og í versta falli helmingaskipti í nokkrum greinum. í dag föndra börn og barnabörn með hlutabréf fjölskyldunnar í hin- um ýmsu deildum kol- krabbans og sitja stjórnarfundi hver hjá öðrum eða klippa arðmiða í faðmi fjölskyidunn- ar á kvöldin.” Ásgeir Hannes Eiríksson, að fjalla átökin á fjölmiðlamarkaðinum í DT laugardaginn 1. mars. “Stéttin er búin að múra sig inni með sérlögum og mun með sama áframhaldi ein- angrast æ meir eins og ein- hvers konar sértrúarsöfnuður þar sem príorarnir boða sjálfsafneitun þegnanna og sjálfsagt fyrirgefningu synd- anna sjálfum sér til handa, í stað þess að stéttin takist á við lífið eins og það er.” Jón Eiríksson, bóndi á Arnarfelli í Eyja- fjarðarsveit, í umræðu um stöðu bænda- stéttarinnar í DV. “Við höfum verið í dálítið lok- uðu umhverfi, með sérlög, - reglur og miðstýringu undan- farna áratugi. Þetta var líka svona í Sovétríkjunum þegar Gorbatsjov ákvað að fleygja því öllu út í hafsauga og hver er niðurstaðan?, það hrundi allt.” Ari Teitsson, formaður Bændastamtak- anna, í sömu umræðu og sama blaði. Svo er borin út líkkista. Hlýtur að vera ung kona, því maður um þrítugt og sjö eða átta ára stelpa ganga fyrst. Þau draga fætuma eftir malbikinu. Útfararfólkið tínist úr kirkju og blandast kennurum og nemendum, sem eru famir að bíða eftir sömu at- höfn og ég. Skólasetningu. Ég er í rauðu kápunni og svörtu sokkunum og ég er hálfsjenert ef menn skyldu halda að ég haft verið í jarðarför svona mellulega búin. Tilvitnunin er gripinn úr bókinni Tímaþjóf- urinn, eftir Steinunni Sigurðardóttur en hún kom út áriö 1986, hjá bókaforlaginu Iðunni en Ugluklúbbur Máls og menning- ar, gaf bókina út í kilju I fyrra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.