Alþýðublaðið - 04.03.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.03.1997, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 4. mars 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 V í ð t Q I tæmdist af fólki á einu ári.” En flnnst þe'r ekki að viðhorfin hafl breyst núna á seinni árum? „Jú, það hafa þau gert, mjög mik- ið. Við lærðum báðir í skóla kvæði Guðmundar Friðjónssonar á Sandi, Bréf til vinar míns: Ertu á förum elsku vinur. Ég held að viðhorfin til þess að flytja vestur um haf komi þar mjög vel í ljós, að það sé verið að bregðast. Það er ekki nóg með að vinur Guðmundar bregðist bömum sínum, hann bregst líka kúnum sín- um, hann bregst öllu ef hann flytur. Enda fylgdi það sögunni þegar þetta kvæði var skýrt fyrir okkur í bama- skóla að vinurinn hafði ekki flutt. Þetta var kennslukvæði sem dugði, og þannig átti að bregðast við. En fólkið sem flutti þrátt fyrir allt hafði til þess æmar ástæður. Þetta var land- laust fólk. Um 1870 em heilbrigðis- mál á íslandi komin í það horf, eins og í þriðja heiminum í dag, að það er hægt að halda lífi í þeim sem fæðast, næstum öllum. Og þá er spumingin hvað á að gera við þetta fólk. Það em engin bæjarsamfélög, enginn at- vinnumarkaður, það er dorgað á opn- um bátum upp við landsteina og svo framvegis. Einar Ásmundsson í Nesi, sá merki maður sem stofnaði kaupfé- lag og fleira gott, hann gekkst fyrir því að athuga hvað væri hægt að gera fyrir þessi landlausu hjú, sem settu náttúrlega vinnumanns og vinnu- konukaupið niður á núll, og hann var stimplaður sem föðurlandssvikari af því að hann var að hjálpa þessu fólki um einhverja framtíð. Einu má held- ur ekki gleyma þegar talað er um viðhorfm til Vestur-íslendinga: þeir töluðu mjög fljótlega svolítið annað Sumál. Hér var í gangi grimm íreinsun, sem var hluti af þjóð- emisvakningunni og sjálfstæðisbar- áttunni. Meðal annars var bömum misþyrmt í skólum ef þau voru flá- mælt, eitthvert voðalegasta mann- réttindabrot sem um getur. Hins veg- ar hélst flámælið vestanhafs, eða jafnvel jókst, og samveran við fólk af öðm þjóðemi bætti nýjum orðum í Ég er búinn að viða að mér svo miklu af kunnáttu og heimildum, að mér finnst endilega að ég verði að gefa út myndarlegt safn af Am- eríkubréfum. Og það er nú minn draumur. málið. Það var hlegið að málfari þeirra á íslandi.” Útgáfa Ameríkubréfa En vikjum aftur að Ameríkubréf- um. I sumum löndum hafa verið gef- in út stór söfn slíkra bréfa. „Já, já. Það er til mjög veglegt sænskt bréfasafn. Norðmenn hafa af íturdugnaði sínum og ríkidæmi gefið út ein sjö eða átta bindi slíkra bréfa og útgáfan er enn í gangi. Norðmenn gefa þau auðvitað út stafrétt, því að í Noregi ríkir annað viðhorf til tungu- málsins en á íslandi. Ef flámæli kem- ur fram í stafsetningu á fslandi þykir það alveg óskaplega fyndið, en það þykir fínt í Noregi því að það er þá mállýska viðkomandi og sýnir sjálf- stæði hans gagnvart ytri áhrifum. Svo er til mjög fínt þýskt safn sem ég á og hef notað töluvert til að leita mér heimilda. Það hefur verið þýtt á ensku. Á íslensku er til eitt lítið kver sem heitir Vesturfarar skrifa heim I, gefið út af Finni Sigmundssyni sem gaf út mörg merk bréfasöfn. Hann hefur greinilega ætlað sér að halda áfram útgáfu Ameríkubréfa. í þessu fyrsta bindi hans eru bréf frá morm- ónunum í Utah sem fluttu þangað á árunum 1855 til 1870. En Finni ent- ist ekki aldur til að gefa út meira og það hefur ekkert komið út síðan.” En nú hefur mér skilist að þú hafir áhuga á að sinna þessu verkefni eitt- hvað íframtíðinni. „Það er öldungis rétt. Mér finnst ég geti ekki alveg skilið við þetta efni með því að setja punktinn aftan við skáldsöguna, ég hef lifað svo náið með því í nokkur ár og veit orð- ið svo mikið, er búinn að viða að mér svo miklu af kunnáttu og heimildum, að mér finnst endilega að ég verði að gefa út myndarlegt safn af Ameríku- bréfum. Og það er nú minn draumur. Bæði á ég sjálfur dálítið safn og svo er þetta náttúrlega til, bæði í einka- eign og svo eru sem betur fer héraðs- skjalasöfn um allt land og svo er auð- vitað handritadeild Þjóðarbókhlöð- unnar sem geymir töluvert safn. Og það vill svo til að nú ætla ég til fs- lands í apríl og vera þar í minnsta kosti í mánuð að viða að mér efni til útgáfu á Ameríkubréfum.” Nú átt þú það sameiginlegt með söguhetjum þínum að hafa flust úr landi og sest að erlendis. Hvað er eiginlega langt síðan það gerðist? „Ég flutti til Noregs árið 1983 og síðan hef ég átt lögheimili annars staðar en á íslandi, þar af í tíu ár hér í Danmörku. Það má vera að það sé engin tilviljun að mér hafa orðið hugleikin málefni útflytjenda, þótt ólíku sé saman að jafna því lúxus og letilífi sem ég lifi hér og harðbýli frumbyggjanna í Kanada.” Þú unir vœntanlega útlegðinni sœmilega vel, annars vœrirðu fluttur til Islands aftur. Hvemig flnnst þér að vera íslenskur rithöfundur í Dan- mörku? „Það skiptir eiginlega orðið voða- lega litlu máli. Samgöngur eru orðn- ar svo góðar, símatækni, fax og nú síðast tölvupóstur, allt þetta gerir það að verkum að þetta skiptir nánast engu máli. En ég held að ég hafi meira næði hér.” Já, það hefur hvarflað að mér að það sé ekki víst að þú hefðir haft nœði til að skrifa þetta langa og viðamikla bók efþú hefðir búið á Is- landi. „Jú, sú hugsun hefur hvarflað að mér líka. Við þekkjum það báðir að fólk á íslandi sem býr yfir einhverri sérstakri þekkingu og er að vinna að einhverju verkefni kvartar undan því að það sé sífellt verið að kvabba á því. í sjálfu sér er þetta gott, það þýð- ir að almenningur á íslandi hefur áhuga á einhverju öðru en að spila í lottói eða horfa á sjónvarp. En út af fámenninu á íslandi getur þetta áreiðanlega orðið nokkuð yfirþyrm- andi. Hér afturámóti er öllum sama, guði sé lof, um það sem ég er að gera. En ég hugsa nú samt að þó að Danmörk og mín kjör hér séu ólík Nýja íslandi og erfiði fólksins þar hafi dvöl mín hér gefið mér aukinn skilning á innflytjendum og þeirra vandamálum.” Friðarbandalagið ESB Mér verður hugsað til þess að fyr- ir rúmum þrjátíu árum, þegar við vorum ungir, var það afskaplega vin- sœl kenning á íslandi að skáldsagan vœri í andaslitrunum. Nú er enn ver- ið að skrifa skáldsögur á íslensku og reyndar miklu fleiri en var á þeim árum. Hvernig finnst þér íslenska skáldsagan standa þessi árin? „Það eru feiknamiklir skáldsagna- höfundar á Islandi sem stendur. Ég held að íslenska skáldsagan hafi aldrei átt sér annað eins blómaskeið eins og um þessar mundir. Þú minnt- ist á íslensku skáldsöguna sem var að deyja. Ég man þá tíð að það kom kannski skáldsaga annað hvert ár. Og ég man einmitt eftir því að árið 1965 komu út þrjár skáldsögur og það þótti alveg með ólíkindum. Þá komu þeir ágætu rithöfundar Jóhannes Helgi með Svarta messu, Ingimar Er- lendur með Borgarlíf og Jón frá Pálmholti með Orgelsmiðjuna. Þetta þótti stórviðburður. En nú á dögum koma að minnsta kosti tíu skáldsögur á ári. Og íslenska skáldsagan er meira að segja orðin útflutningsvara. Margir af okkar höfundum eru þýdd- ir nánast jafnóðum og bækumar koma út, eins og til dæmis Steinunn, Einar Kárason og Einar Már.” En hvemig líst þér á Ijóðlistina á Islandi? „Ég held nú að ljóðlistin hafi ein- hvem tímann staðið með meiri blóma á íslandi en hún gerir núna. Vissulega era til afburðagóð ljóð- skáld á íslandi, en það er ekki breið- ur straumur góðra ljóðabóka. Ég held það sé meira líf í skáldsögunni en ljóðinu um þessar mundir, og það er kannski tímanna tákn. Ljóðið hefur alltaf verið færri manna eign heldur en sagan.” Við getum kannski að lokum vikið aðeins að þjóðmálum og pólitík. Hvemig finnst þér íslensk stjórnmál hafa þróast síðan þú hœttir að skipta þér afþeim? „Ég held nú að það hafi skipt þró- un þeirra afar litlu máli að ég hætti afskiptum af þeim. Spor mín þar eru fá og grann. En mér finnst ég sjá það miklu betur eftir að ég fluttist utan að íslensk pólitík er bara hluti af heim- spólitíkinni. Það era sömu straumar í gangi á íslandi eins og alls staðar í heiminum, sömu deilmál um kaup og kjör, um umhverfisvemd. Eftir að kalda stríðinu lauk hafa og sjatnað séríslenskar deilur um amerískan her í landinu. En þó að það geti sjálfsagt bakað mér miklar óvinsældir á ís- landi ætla ég samt að lyfta þeirri skoðun minni að ég held að íslend- ingar ættu að athuga betur hugsan- lega þátttöku sína í Evrópusamband- inu. Ég held það væri Islendingum hollt að vera með í því. Vel má vera að það séu erfið samningsatriði í sambandi við fiskveiðamar, sem eru auðvitað lífæð íslendinga, en það kemur að því að Noregur verður hluti af ESB, það er ég alveg viss um og það eru Norðmenn sjálfir alveg viss- ir um. Hvenær það verður veit ég ekki, en eftir það held ég að Islend- ingar hljóti að verða aðilar að ESB. Og þeir ættu þegar að fara að búa sig undir það. Evrópusambandið er ekki bara af hinu illa eins og margir halda. Það er fjölþjóðasamstarf um til dæm- is samræmingu á lífskjöram, heil- brigði, menntun og ýmsu öðra þar sem íslendingar ættu auðveldlega á hættu að dragast aftur úr ef þeir eru einir sér að pukra úti í Ballarhafi.” Svona lagað hefðum við ekki látið út úr okkur, Böðvar, þegar við vorum ungir. „Nei, nei, nei. En guði sé lof að við eram ekki lengur ungir.” Það sem hefur auðvitað breyst er að þegar við vorum ungir var sjálf- stœðisbaráttan enn í fullum gangi í hjörtum þjóðarinnar. En telurðu þá að henni sé fyrir það löngu lokið að nú geti þjóðin farið að meta raunsœtt stöðu sína í heiminum? „Já, það held ég. Og ég held líka að þjóðemiskennd eins og sú sem við drukkum í okkur í frambemsku sé svolítið orðin liðin tími, ég er ekki að segja að hún hafi verið vond á nokkum hátt. Til dæmis merkir hug- takið sjálfstæði allt annað í dag en það gerði þegar við voram böm. Það er ekki lengur til nokkur sjálfstæð þjóð í þeim gamla skilningi - nema kannski Norður Kórea og gengur nú ekki sem best búskapurinn þar - því að þjóðir era guði sé lof orðnar háð- ar hver annarri. Og meginhugmyndin á bak við ESB er að flækja efnahags- kerfi Evrópulanda svo þétt saman að stríð verði óhugsandi - og þetta er sniðug hugmynd.” Hér fellum við talið og skreppum út í fjárhaga sauðfjárræktarfélagsins í NivU. Þar er Böðvar framarlega í flokki, enda kunnugur sauðkindinni frá æskuáram sínum í Hvítársíðu. Sauðfjárræktarfélagið nýtur reyndar styrks frá ESB svo það er kannski ekki nema von að Böðvari sé hlýtt til þessa sambands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.