Alþýðublaðið - 04.03.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.03.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. mars 1997 V Í ð t Q ■ Sverrir Hólmarsson heimsótti Böðvar Guðmundsson og ræddi við hann um Vesturfara, útlegð, skáldskap, pólitík og Evrópusambandið Guði sé lof að við erum ekki ungir lengur Nýverið hlaut Böðvar Guð- mundsson fslensku bók- menntaverðlaunin fyrir skáldsögu sína Lífsins tré, sem er síðara bindi mikils sagnabálks um örlög íslensku Vesturfaranna. Böðvar hefur lagt stund á yrkingar og ritstörf frá unga aldri og áður en kom að Vesturfarasögum hafði hann sent frá sér fjölda ijóðabóka, auk leikrita, smásagna og einnar skáld- sögu. Böðvar hefur undanfarinn ára- tug helgað sig ritstörfum einvörð- ungu og búið í NivÚ á Norður Sjá- landi ásamt konu sinni, Evu Rode, og köttunum tveimur, Magnúsi og Soff- íu. Og nú er útsendari Alþýðublaðis- ins, sem býr hundrað kílómetfum sunnar á eyjunni, kominn í heimsókn til að ræða við skáldið um nýverð- launaða bók hans og fleira. Þessi tveggja binda skáldsaga þin er að þvi er ég best veit umfþngs- mesta epíska skáldrit sem hefur kom- ið út á íslensku síðan Ólafur Jóhann lauk við sína trílógíu. Fram að þessu hafðir þú hinsvegar fengist mest við styttri form, Ijóð, leikrit, smásögur. Hvernig gekk að söðla um yfir í þessa miklu lengd? „Það kom eiginlega eins og af sjálfu sér. Mér fannst efnið vera það yfirgripsmikið að það þyrfti verulega langa sögu til þess að gera því mak- leg skil. Annað sem kannski tengist þessu er að þegar ég var að skrifa leikrit í gamla daga, þá var eitt af því sem mér fannst erfiðast við að eiga nefnilega tíminn, hvemig á að koma tíma fyrir í leikriti. Þegar ég svo skrifaði skáldsögu sem heitir Bænda- býti og var einskonar æfing eða upp- taktur að þessari sögu, þá kom þetta vandamál með tímann alveg jafn- greinilega í ljós eins og í leikritunum. Að vissu leyti er miklu auðveldara að leysa það í langri skáldsögu og það fylgdi því töluverð frelsistilfinning að fá að skrifa svona langt mál, einmitt vegna tímans, að fá pláss fyr- ir allan þennan tíma.” Nú eiga Vesturfarasögumar sér auðvitað langan aðdraganda. Hver voru eiginlega tildrögin að því að þú fórst að vinna að þessum bókum? „Það var allt saman hrein tilviljun - eins og náttúrlega allt þetta líf er. Það var fyrir tilviljun að maður sem ég þekki lítillega og er prófessor í ensku við háskólann í Victoria á Vancouvereyju og heitir John Tucker, hann fékk mig til að koma þangað og halda sumamámskeið. Með því fylgdi sú kvöð að ég átti að halda opinberan fyrirlestur og ég valdi að tala um íslenskar bókmennt- ir síðasta áratuginn. Þegar ég var bú- inn að basla við að berja saman þennan fyrirlestur á ensku, sem var mikið átak fyrir mig því að ekki bara það að skrifa um íslenskar bók- menntir heldur er ég með öllu óvan- ur að skrifa langt mál á ensku, þá fannst mér alveg ómögulegt að nota þetta ekki í eitthvað meira, svo ég skrifaði vinkonu okkar hér í húsinu, Kirsten Wolf, sem er prófessor við íslenskudeildina í Manitobaháskóla í Winnipeg. Hún sendi mér fiugmiða eins og skot svo að ég fékk tækifæri >■ . Ég held að íslendingar ættu að athuga betur hugsanlega þátttöku sína í Evrópusambandinu. Ég held það væri íslendingum hollt að vera með í því. til að halda þennan fyrirlestur tvisvar. Og þá hitti ég í fýrsta skipti einhvem hóp af Vestur-íslendingum, fólki sem talaði nokkur orð í íslensku og var ættað frá undarlegustu stöð- um. Þegar ég kom heim rifjaðist svo upp fyrir mér að ég hafði átt langafa og langömmu í Winnipeg sem flutt- ust þangað vestur laust fyrir síðustu aldamót og þeirra börn. Afasystir mín var reyndar flutt á undan þeim og önnur afasystir mín, sem var sext- án ára gömul og flutti með þeim, var feiknamikill bréfritari og það var al- veg gífurlegur bunki af bréfum til, sem ég svo náði mér í og hef undir höndum. Þama vom bréf frá þessum langafa mínum, frá langömmu minni og þeirra bömum, svo og afasystrun- um tveim, til afa míns og síðar til föður míns og svo þegar þau dóu skrifaði þriðja kynslóðin, og sú fjórða hélt líka pínulitlu sambandi, sem síðan hefur alveg rofnað eftir að faðir minn dó. Ég fór að lesa þessi bréf og sá að þama var gífurlegur og óvæntur fjársjóður sem ég hafði ekki hirt um að glugga í. Og þetta var nú eiginlega kveikjan að sögunni.” Hvað er langt síðan þetta var? „Það var árið 1990 sem ég byrjaði að lesa þessi bréf. Samtímis gerðist það, og það var reyndar dálítið skemmtilegt, að ég gerðist nútíma- maður og fékk mér tölvu. Og það var ágæt æfing á tölvuskrattann að skrifa þessi bréf upp.” Skítugu börnin hennar Evu Nú hefurðu vœntanlega aflað þér heimilda víðar. „Já, mikil lifandis skelfing. Það byrjaði með því að ég fór að sanka að mér Ameríkubréfum, og það var áður en hugmyndin um að skrifa skáld- sögu varð raunverulega til, bara af því að mér fannnst þetta svo merki- Ieg bókmenntategund, og ég komst yfir nokkuð af bréfum frá öðmm en fjölskyldu minni. Síðar byijaði ég svo að lesa mér til í því mikla efni sem skrifað hefur verið um Vestur-ís- lendinga, og svo þegar þetta var orð- ið að hugmynd gafst mér tækifæri til að fara aftur vestur til Kanada og ferðast um þessar Islendingaslóðir, um Nýja Island og suður fyrir línu, suður til Norður Dakóta, þar sem mikið var af Islendingum, og Minnesóta, og fékk meðal annars að sjá með eigin augum innflytjenda- safnið mikla í New York, á Ellis Is- land, þar sem allir síðari tíma inn- flytjendur fóra í gegn, þar á meðal margir íslendingar. Þetta varð þannig töluvert viðamikil forvinna. Það em til afskaplega merk heimildarit um Vestur-Islendingana, meðal annars sex binda verk, Saga Islendinga í Vesturheimi. Svo er kanadískur sagnfræðingur, Wilhelm Kristinson, af íslensku bergi brotinn, sem hefur skrifað feiknamikinn doðrant sem heitir The Icelandic People in Man- itoba. Einnig var maður vestanhafs sem hét Ólafur Þorgeirsson og gaf út í nærfellt fjömtíu ár ársrit sem hér Almanak Ólafs Þorgeirssonar og innihélt minningargreinar og eins- konar annál yfir það sem gerst hafði í íslendingabyggðum og er gífurlega merkilegt heimildarit. Bókmenntir Vestur-Islendinga hef ég líka lesið, þar á meðal sögur Jóhanns M. Bjamasonar sem lýsa þessu fmmbýl- ingslífi.” Ég tek eftir því að allar þessar heimildir eru kanadískar. Hafa ís- lendingar ekkert sinnt þessum œtt- ingjum sínum vestanhafs? „Ég held þeir hafi lengi vel lítið sinnt þeim. Það er þó að breytast núna. Sem dæmi má nefna að í nýút- komnu þriðja bindi íslenskrar bók- menntasögu sé ég að í fyrsta skipti í íslenskri bókmenntasögu er sérstakur kafli sem fjallar um fslenskar bók- menntir vestanhafs. En það lá ein- hver hula yfir þessu fólki, þetta vom skítugu bömin hennar Evu.” Var ástœðan fyrir þessu sinnuleysi ef til vill sú að útflytjendumir voru litnir hornauga sem einskonar föður- landssvikarar? „Já, það held ég að sé ekki nokkur vafi. Þegar Islendingamir fara að flytja vestur fara þeir í hópum sem vom alveg með ólíkindum stórir miðað við íbúafjölda íslands á þeim ámm. Á tímabilinu frá 1870 til 1914, þegar allt stoppaði sökum stnðsins, þá flytjast vestur nær tuttugu þúsund manns. Eitthvað af því flutti til baka og eitthvað flutti án þess að vera nokkum tímann skráð, það er ekki al- veg ljóst hver talan var. Á þessu tímabili eru íslendingar 70-80,000 svo við getum séð að þetta er ansi stórt hlutfall. Eitt árið, mig minnir 1875, fluttust tæp tvö þúsund manns vestur. Ef við berum þetta saman við nútímaaðstæður væri það eins og bæjarsamfélag á stærð við Akranes

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.