Alþýðublaðið - 04.03.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.03.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 f r q t t i r ■ Við erum að rétta úr kútnum og atvinnuleysi minnkar Háskólinn hefur valdið mestum breytingum - segir Gísli Bragi Hjartarson, krataleiðtogi á Akureyri. “Hér er allt í blóma, atvinnulífið er að hressast og því fylgir gróska í mannlífinu og yfirleitt öllu öðru,” voru fyrstu orð Gísla Braga Hjartar- sonar, fulltrúi Alþýðuflokksins í bæj- arstjórn Akureyrar, þegar hann var spurður frétta þaðan að norðan. “Atvinnulífið hér hefur gengið í gegnum ansi mikla kreppu. Verk- smiðjur SIS lögðust af, en hafa nú verið endurreistar í annarri mynd, sem hefur tekist nokkuð vel. Skinna- iðnaðurinn stendur ágætlega og það er bjart framundan hjá Foldu. Mark- aðssókn þessara fyrirtækja hefur skapað fleiri störf. Hjá Slippstöðinni er mikill uppgangur. Þar var orðið af- skaplega dapurt, en nú vantar tilfinn- anlega jámiðnaðarmenn til þess að geta sinnt verkefnunum sem fyrir liggja og hefur þurft að flytja inn jámsmiði. Ég held að um 20 erlendir jámsmiðir séu komnir til starfa þar. Hálfgerður munaðar- leysingi Vissulega hafa fjárfestingar út- gerðarfélaganna erlendis skipt máli fyrir atvinnulífið, því að sum skipa Hochseefihserie hafa verið endurnýj- uð hér. Þau verkefni hafa fengist í samkeppni við erlendar stöðvar, þar sem tilboðin héðan hafa verið lægri en þeirra. Þá hafa sterkir eignaraðilar hafa komið inn í Slippstöðina, sem var í eigu ríkis og bæjar og var eigin- lega hálfgerður munaðarleysingi að eiga aðeins þá aðstandendur. Nú síð- ast kom Marel inn með 25% hlutafé í fyrirtækinu og hleypti nýju lífí í það. Það er auðvitað ljóst að uppgangur Slippstöðvarinnar er angi af því fræga ÚA-máli, þar sem sterkir aðil- ar komu inn sem hluthafar. Það sem hefur þó valdið mestum breytingum hér á Akureyri er tilkoma Háskólans. Hann hefur hleypt nýju lífi í nánast allt, ekki hvað síst atvinnulífið, því að hann hefur einkum einbeitt sér að því að mennta fólk til starfa í at- vinnulífinu, en ekki einhverra ann- arra, sérstaklega sjávarútvegsdeildin. Kerfið er letjandi Hvað nýsköpun í atvinnu áhrærir hefur ýmislegt gerst. Þúsunda fer- metra iðnaðarhúsnæði sem sam- bandsverksmiðjurnar voru í er nú orðið fullnýtt af minni einingum í ýmsum iðnaði, þannig að fljótlega fer að vanta iðnaðarhúsnæði. Nú er verið að skipuleggja byggingasvæði fyrir það, svo vissulega er ljóst að við erum að rétta úr kútnum. Það sem maður varð fyrst var við í batanum var að þeir sem höfðu vinnu fengu meiri vinnu, síðan fór að fækka á at- vinnuleysisskrá og fer stöðugt fækk- andi. Eigi að síður er hér enn at- vinnuleysi, ég held að hér sé eitthvað um 300 manns á skrá ennþá. Þetta kann að virðast mikið, en ég held að það kerfi sem þjóðin býr við nú kalli alltaf á slíkt atvinnuleysi. Maður sér til dæmis ekki ástæðu til þess fyrir einstæða móður með tvö böm að vera í vinnu, þegar hún hefur minna upp úr því heldur en að vera á at- vinnuleysisbótum, ef hún hefur rétt til þess. Kerfið er letjandi frekar en hitt. Ég held nú samt að þetta sem kallað er “hæfilegt atvinnuleysi” og suntir telja vera búbót, sé ekki það sem við ættum að sækjast eftir, og ég held ekki að þjóðin geri það, nema ef til vill einstakir menn í sérstakri að- stöðu. Ekkl miklar sviptingar á yfirborðinu Mannlíf að öðru leyti hefur alltaf Það sem maður varð fyrst var við í batanum var að þeir sem höfðu vinnu fengu meiri vinnu, síðan fór að fækka á atvinnuleysisskrá og fer stöðugt fækkandi. Eigi að síður er hér enn atvinnuleysi, ég held að hér sé eitthvað um 300 manns á skrá ennþá. VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR Vinnuskóli Reykjavíkur auglýsir eftir starfsmönnum í eftirtaldar stöður sumarið 1997: 1. Leiðbeinendum til að vinna með og stjórna vinnuflokkum unglinga. 2. Leiðbeinendum til að starfa með hópi fatlaðra ungmenna sem þurfa mikinn stuðning í starfi. 3. Starfsmönnun til að undirbúa og stjórna fræðslustarfi Vinnuskólans. 4. Yfirleiðbeinendum sem hafa umsjón með ákveðnum verkefnum og vinnusvæðum. Leiðbeinendur skulu vera 22 ára eða eldri og er æskileg uppeldis- eða verkmenntun og/eða reynsla af störfum með unglingum. Vinnuskólinn er reyklaus vinnustaður. Ráðning leiðbeinenda er frá 1. júní og stendur í 8 -10 vikur. Vinnuskólinn býður sumarstörf unglingum sem verið hafa í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla í Reykjavík (verða 14,15 eða 16áraáárinu). Athygli er vakin á því, að hluti 16 ára hópsins mun starfa á útmörk Reykjavíkur, við verkefni sem hingað til hafa verið í umsjón Skógræktarfélags Reykjavíkur. Er því einnig óskað eftir leiðbeinendum með reynslu af slíku starfi. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Vinnuskóla Reykjavíkur. Þar eru einnig veittar frekari upplýsingar um störfin. Umsóknarfrestur er til 21. mars. n.k. IEngjateigur 11 »105 Reykjavík Sími 588 2590 • Fax 588 2597 blómstrað hér á Akureyri og gerir enn með hefðbundnum hætti, og er í sjálfu sér ekki meira um það að segja, nema að við náðum þeim áfanga nýlega að verða 15.000 íbúar á Akureyri. Á vettvangi stjórnmál- anna eru ekki miklar sviptingar hér, að minnsta kosti ekki á yfirborðinu, og rnenn nota ekki pólitíkina til að vekja athygli á sér. Hér vinna menn sameiginlega að málum, hvort sem þeir eru í meiri- eða minnihluta. Við gerð fjárhagsáætlunar kemur meiri- hlutinn ekki fram með fjárhagsáætl- un og segir að þetta sé það sem þeir ætli að gera og svona eigi það að vera, heldur kemur minnihlutinn þar að og menn reyna að ná sáttum. Giljaskóli í gagnið f haust Bærinn er í miklum framkvæmd- um. Fráveitumálin eru stór og verða það á næstu árum. I þau fara um 50 milljónir á hverju ári, en verkefnið í heild kostar um einn milljarð. Við náum þeim áfanga í vor að ekkert skólp renni í Pollinn, því hefur þá verið komið öllu út fyrir Tanga. Það er mjög mikilvægt að fráveita sé í góðu standi, ekki síst fyrir Akureyri sem hefur verið að markaðssetja sig sem matvælamiðstöð. Hér hefur ver- ið mikil gróska í matvælaiðnaði og fyrirtæki hér hafa verið að sækja sig mjög á markaðnum. I vor ætlum við að ljúka öðrum áfanga í endurgerð sundlaugarsvæð- isins. I það fara hátt í hundrað millj- ónir á þessu ári. Það þýðir að ný sundlaug verður komin og grunnur lagður að nýjum búningsklefum. En stærsta verkefnið okkar í ár er bygg- ing nýs grunnskóla, Giljaskóla, sem kostar einn og hálfan milljarð þegar honum verður lokið. Stefnt er að því að taka fyrsta áfanga í gagnið í haust. Þessu til viðbótar erum við í miklurn gatnagerðarframkvæmdum og nú var ákveðið að verja 60 milljónum í sér- stakt umhverfisátak á næstu tveim árum, sem nýtist einkum til að gera fallegan bæ betri og fallegri. Þar verður sérstök áhersla lögð á göngu- stígakerfi í bænum og að ganga frá þeim svæðum sem kunna að hafa orðið á eftir. Síðan erum við að fara í framkvæmd með Vegagerðinni, sem mun kosta um 160 milljónir þegar hún verður búin. Það er svokölluð Borgarbraut, sem er tenging úr Gler- árhverfi inn í miðbæinn. A Akureyri er alltaf gott veður, eins og allir vita. Annars hefur verið nokkuð kalt hjá okkur, talsverð frost, allt síðan einhvem tfniann í nóvem- ber, en þó ekki mikið um stórviðri,” sagði Gísli Bragi Hjartarson á Akur- eyri. Arangur Reykjavíkur- listans Opinn fundur Regnbogans á Kornhlöðuloftinu þriðjudags- kvöldið 4. mars. Regnboginn, samtök um Reykjavíkurlista, heldur opinn fund um árangur Reykjavíkurlistans í borgarstjórn þriðju- dagskvöldið 4. mars á Kornhlöðuloftinu. Fundurinn hefst kl. 20.30. Framsögumenn: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri: Hverju hefur Reykjavíkurlistinn breytt? Umskipti í stjórnsýslu - nýjar áherslur í borgarstjórn. Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi: Nýtt aðalskipulag - hugmyndafræði og ásteytingarsteinar. Guðrún Ögmundsdóttir borgarfulltrúi: Velferðarþjónusta borgarinnar - ný vandamál, nýjar lausnir. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi: Breytingarnar í skólamálum og framtíðarsýn Reykjavíkurlistans. Framsögumenn svara fyrirspurnum eftir hverja framsögu og að þeim loknum verða almennar umræður. Kaffigjald 500 krónur. Fundarstjóri verður Stefán Jón Hafstein rit- Framkvæmdastjórn SUJ Miðvikudaginn 5. mars verður haldinn framkvæmdastjórn- arfundur SUJ, í Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 8-10. Fundur- inn verður settur klukkan 17.30. Frankvæmdastjóri SUJ Sambandsstjórn SUJ Sambandsstjórn Sambands ungra jafnaðarmanna heldur fund laugardaginn 8. mars, klukkan 14.00 í Alþýðuhúsinu, Hafnarfirði, Strandgötu 32. Seturétt eiga framkvæmdastjórnarmeðlimir, fulltrúar úr málstofum, formenn félaga og einn fulltrúi félags fyrir hverja 20 félagsmenn. Framkvæmdastjóri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.