Alþýðublaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS1997 skoðun Verkamannafélagið Hlff Auglýsing um ■ ■ ■■ ■ * kjorskra Kjörskrá Verkamannafélagsins Hlífar vegna atkvæða- greiðslu um vinnustöðvun liggur frammi á skrifstofu fé- lagsins. Um er að ræða skrá yfir fullgilda félagsmenn, félagaskrá. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér hvort þeir njóti at- kvæðisréttar samkvæmt kjörskránni. Kærufrestur er til loka kjörfundar, sem auglýstur verður síðar. Sambandsstjórn SUJ Sambandsstjórn Sambands ungra jafnaðarmanna heldur fund laugardaginn 8. mars, klukkan 14.00 í Alþýðuhúsinu, Hafnarfirði, Strandgötu 32. Seturétt eiga framkvæmdastjórnarmeðlimir, fulltrúar úr málstofum, formenn félaga og einn fulltrúi félags fyrir hverja 20 félagsmenn. Framkvæmdastjóri Framkvæmdastjórn SUJ Miðvikudaginn 5. mars verður haldinn framkvæmdastjórnarfund- ur SUJ, í Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 8-10. Fundurinn verður sett- ur klukkan 17.30. Frankvæmdastjóri SUJ Auglýsing um styrki úr Þróunar- sjóði grunnskóla Samkvæmt 1. gr. reglna um Þróunarsjóð grunnskóla (Stjtíð. B, nr. 657/1996) eru árlega veittir styrkir úr sjóðn- um til þróunarverkefna í grunnskólum landsins. Starfs- menn grunnskóla geta sótt um auglýst verkefni en aðrir aðilar geta einnig sótt um. Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um þátt- töku í þróunarverkefnum skólaárið 1997-98 á eftirtöldum sviðum. A. Sjálfsmat skóla - mat á skólastarfi Auglýst er eftir skólum/aðilum til að þróa aðferðir við mat á skólastarfi, þar á meðal kennsluhættir, samskipti innan skólans, stjórnunarhættir og tengsl við aðila utan skólans. B. Stærðfræði - náttúrufræði Auglýst er eftir skólum/aðilum til að þróa efni, aðferðir, skipulag í kennslu stærðfræði eða náttúrufræðigreina í grunnskólum. Æskilegt er að verkefnin feli í sér notkun tölvu- og upplýs- ingatækni svo og að þau snúist um stærri heildir en ein- stakar bekkjardeildir. Bent skal á að verkefni á báðum of- angreindum sviðum geta verið kjörin í samvinnuverkefni skóla. Nánari upplýsingar eru gefnar í menntamálaráðuneytinu. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu á sérstök- um umsóknareyðublöðum sem liggja frammi í ráðuneyt- inu og á skólaskrifstofum. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík í síðasta lagi 4. apríl 1997. ■ BJarni G. Tómasson málarameistari skrifar um kjör öryrkja og ellilífeyrisþega, einkavæðingu, skattheimtu og illa skipað Alþingi Dimmir dagar í orrustunni við ellina Vegna þess hvað Alþingi er illa skipað mönnum hliðhollum okkur megum við horfa ráðþrota á menn í háum stöðum hjá ríkinu keppast við að brjóta niður það sem aldraðir og öryrkjar hafa haft til afþreyingar í áraraðir. Það kjaftar á þeim hver tuska, því nú hefur Landssímanum verið breytt í hlutafélag og háværar raddir eru uppi um að ATVR hljóti sömu örlög. Ekki fara útvarp og sjónvarp varhluta af því að vera á milli tannanna á fólki sem vill breyta þeim í hlutafélög. Allt skal einkavæðast og það skal gert í skugga af óðum niðurskurði. Þá sjá þessir menn sér leik á borði Þetta eru allt stofnanir sem ríkið hefur rekið í áratugi og um þær hafa skapast hefðir sem öryrkjar og aldrað fólk hefur notið góðs af um langt skeið. Það er ekki mikill persónuleiki á bak við þá er hafa séð sér vinning í því að ráðast á það sem öryrkjar og aldraðir hafa haft sér til afþreyingar um langan aldur, og þeir hafa ekki möguleika á að fara út af heimilinu og verða sér úti um eitthvað sem styttir tímann og gleður hugann. Þá sjá þessir menn sér leik á borði, að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur án þess að gera sér grein fyrir því hvort þetta fólk er í stakk búið til að greiða fyrir afnotin þegar reikningurinn kemur. Ekki lækkar upphæðin á honum, hún hækkar, því mikið vill alltaf meira. Það er staðreynd að Pósti og síma hefur verið breytt í hlutafélag. Einkavæðingin á því miklu láni að fagna hjá núverandi ráðamönnum þjóðarinnar. Það er því ráð að spyma við fótum og spyija: Af hverju er Tryggingastofnuninni ekki breytt í hlutafélag? Er það ekki nógu arðvænlegt? Er saga aldarinn- ar ekki full af atvikum sem sýna að ríkið hefur orðið að hlaupa undir bagga með fyrirtækjum þegar illa hefur árað, en einstaklingamir hirt ágóðann þegar betur hefur árað? Um þetta eru skiptar skoðanir með- al þjóðarinnar. Ég svara þessu fyrir hönd láglaunafólksins, öryrkjanna og ellilífeyrisþeganna á eftirfarandi hátt: Enginn veit hvemig þessi mál varðandi öryrkja og ellilífeyrisþegar koma til með að verka, hvort það verður til ills eða góðs. Björtustu vonir um að laun okkar hækki em aðeins loforð, í mínum huga af fenginni reynslu, svikin loforð. Aldraðir og öryrkjar, þegar þessir ágætu menn þurfa á atkvæði ykkar að halda koma þeir og segja ykkur að þið séuð fólkið sem skapaði þjóðarauðinn með miklu erfiði þeg- ar þið breyttuð moldarflaginu í græna jörð. Þegar þeir segja þetta þá skuluð þið minnast loforðanna sem þeir hafa gefið og ekki staðið við, hafa þau geymd en ekki gleymd. Alþingi horfir ráðþrota á Þessar vanhugsuðu árásir á vesal- inga eins og okkur verka eins og óþokkaverk. En það sem verra er, Alþingi horfir ráðþrota á þessi sviknu loforð og Alþingi er naumast annað en það sem við höfum kallað yfir okkur með því að ganga sundmð að kjörborðinu. Yfirsjón okkar felst í því að við höfum veitt of mörgum kjörgengi sem bám van- hugsuð loforð fyrir okkur á silfur- fati. Það er meinið. Fólk á lágum launum hefur verið svikið Vegna þess hvað Alþingi er illa skipað mönnum hliðhollum okkur megum við horfa ráðþrota á menn í háum stöðum hjá ríkinu keppast við að bijóta niður það sem aldraðir og öryrkjar hafa haft til afþreyingar í áraraðir, því nú beina þeir spjótum sínum að sjónvarpi og útvarpi. Þess- ir máttarstólpar þjóðfélagsins vilja láta okkur halda að þeir séu tals- menn okkar, en líta á okkur sem ein- feldninga og vilja láta okkur halda að þeir séu að vinna okkur í hag, þó allir viti að þeir em að vinna að pólitískum áhugamálum sínum, sem felast meðal annars í því að fjármagnið streymir inn á fárra manna hendur, sem þýðir að vel- megun er víðsfjarri öllu almúga- fólki. Fólk á lágum launum, öryrkj- ar og ellilífeyrisþegar hafa verið sviknir, kjör þeirra batna ekki, þau versna. Kaldrifjaðastir allra kald- rifjaðra manna em þeir sem notfæra sér vesaldóm til að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Fyrir það má þessum launaflokkum blæða. Válegir tímar em framundan. Fólk vill að sultarlaun sín verði bætt. Það sem atvinnurekendur bjóða kalla viðsemjendur þeirra skít á priki og öðmm ljótum nöfnum. Það er urgur í fólki og allt virðist stefna í verkföll, sem er vondur kostur fyrir okkur, 35 þúsund ör- yrkja og ellilífeyrisþega, sem köll- um á það sem af okkur hefur verið tekið og auðvitað viljum við fá hækkun á launin okkar sem er sam- bærileg við það sem aðrir launa- flokkar fá. Við biðjum einnig um einn lífeyrissjóð fyrir alla lands- menn og vonum að stöðugt verðlag verði uppi á borðinu þegar friður er fenginn. Fyrir okkur er það ekkert mál hvað krónumar eru margar í umslaginu heldur hvað við fáum fyrir þær. Yrðu samningar sam- þykktir á þessum nótum væm þeir hagstæðir fyrir okkur og engin ástæða til að halda annað en þeim verði vel tekið af stjómvöldum. Buddan er ólygnust Ég skora á alla öryrkja og ellilíf- eyrisþega að halda fast um budduna sína, hún er ólygnust um það hvem- ig íjárhagur okkar stendur, og verð- um við óánægð með stöðuna að samningum loknum ber okkur að ■standa saman sem einn maður við kjörborðið næst og beita okkar skæðasta vopni, samtakamættinum við kjörborðið, það er aflið sem all- ir stjómmálaflokkar hræðast. Þegar aldurinn hækkar er pólitík ekki það sem við erum neydd til að bera virð- ingu fyrir. Ellilífeyrisþegar og 75 prósent öryrkjar em samtals 34,500 talsins. Inn í þessa tölu vantar þá sem em undir 75 prósent og þá sem em 100 prósent öryrkjar. Það væri ekki skotið hátt yfir hleinina þó sagt sé að hér sé um að ræða 36-37 þúsund atkvæði. Þetta er gott vopn og góð summa sem setti vemlega slagsíður á þá flokka sem ekki heimtu at- kvæði sín úr henni á kjördegi. Er ástæða til að örvænta? Vonandi verður tekið vel á okkar málum og sverðin slíðruð. Illu heilli var gengið að þessu tilboði Þegar Almannatryggingamar vom til umræðu á Alþingi árið 1947 er mér minnisstæðast að þeir sem börðust fyrir þeim ætluðust ekki til þess að þær yrðu jafnt til afnota fyr- ir fátæka sem ríka. En til að öðlast lagalegt gildi þurfti meirihluta at- kvæða fyrir þeim í þinginu. Þá buðu Sjálfstæðismenn að veita fmmvarp- inu brautargengi, ef skýlaust væri tekið fram í frumvarpinu að allir landsmenn væm gerðir jafn réttháir varðandi lögin. Illu heilli var geng- ið að þessu tilboði Sjálfstæðis- manna. Bjami Benediktsson var fyrstur manna til að leggja drög að stað- greiðslukerfi skatta og skattalög- reglu að þýskri fyrirmynd hér á landi. Ég kynntist þessari skatt- heimtu seinna hjá Þjóðverjum. Þeg- ar ég kom heim skrifaði ég í Al- þýðublaðið grein sem hét “Hreyfing er líf, kyrrstaða dauði”. Þar rakti ég öll skatta og framfærslumálin, allt frá Grágás til okkar daga á Islandi. I greininni lofaði ég staðgreiðslukerf- ið mjög, og lagði rfka áherslu á öfl- uga skattalögreglu til að innheimta skatta og stjóma kerfinu og láta rfk- issjóð blómstra. Ég dvaldi við þessi lög til að sýna að það má gera ýmislegt annað en að skera niður í óða önn. Það væri hægt að auka aflið hjá skattheimt- unni og uppræta skattsvikin. Öflug skattalögregla er það sem við þurf- um. Sama máli gegnir varðandi heilbrigðismálin. Þjóðin hefur ekki haft efni á að reka þau á velsæmandi hátt. Það mætti skipta þjóðinni í flokka innan kerfisins þannig, að þeir sem em verst settir fengju allt frítt. Þeir sem em í meðallagi vel settir greiddu að einhverju leyti fyr- ir sig, og þeir sem em vel settir greiddu allan brúsann. Það hefur enginn gott af því að liggja á pen- ingunum eins og ormur á gulli. Það tekur þá enginn með sér í gröfina því síðasta skyrtan hefur engan vasa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.