Alþýðublaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 1997 5 ALP YÖUBLAÖIt) ■niHHTnrn Ingibjörg í kröppum dansi Vinnubrögð heilbrigðisráðherra um niðurskurð á sjúkrahúsum landsbyggðarinnar mæta harðri gagnrýni. Staða ráðherrans í hættu. Ráð- herrar jafnt sem stjórnarþingmenn mótmæla. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- ráðherra, er lent í kröppum dansi vegna tillagna um að skera niður fjárframlög til tólf sjúkrahúsa í dreifbýlinu. Upp- haflega var niðurskurðurinn ákveðinn 160 milljónir. Hörð andstaða á Alþingi og á landsbyggðinni leiddi til þess að hann var mildaður, og á í ár að verða aðeins 60 milljónir. Það nægir þó ekki til að lægja öldumar. Hörð gagnrýni mætir Ingibjörgu í liði stjómarsinna á Alþingi, landsbyggðin logar af reiði vegna vinnubragðanna og einn ráð- herra hefur í raun lýst vantrausti á vinnubrögð hennar með því að senda ásamt þremur öðmm þingmönnum op- inbera áskomn til Ingibjargar um að bæta vinnubrögð sín. A snörpum fundi síðastliðinn föstu- dag sem forsvarsmenn sjúkrahúsanna tólf efndu til á Grand Hotel í Reykjavík með fjölmörgum þingmönnum kvað séra Hjálmar Jónsson, Sjálfstæðis- flokki, engar forsendur fyrir því að ná fyrirhuguðum spamaði á þessu ári. Eft- ir að ráðherrann og starfsmenn hennar höfðu setið undir harðri gagnrýni sagði Kristján Erlendsson, læknir og sá starfsmaður Ingibjargar sem sér um niðurskurðinn, að hann gréti það ekki, þó niðurskurðurinn næðist ekki. Viðstaddir töldu að með þessum um- mælum væri farsinn í kringum vinnu- brögð ráðuneytisins fullkomnaður. “Var þetta þá alltsaman í plati?” spurði Sighvatur Björgvinsson í ræðu á fund- inum. Ingibjörg beygð Hugmyndin um niðurskurðinn til sjúkrahúsa dreifbýlisins fæddist hjá embættismönnum fjármálaráðuneytis- ins, sem lögðu til hálfs milljarðs skurðs á framlögum til sjúkrahúsa. Þar af átti að ná 160 milljónum af dreifbýlisspít- ölum. Ingibjörg Pálmadóttir reyndi í upphafi að streitast gegn hugmynd embættismanna Friðriks Sophussonar, en var kveðin í kútinn. Það er fróðlegt, að í greinargerð með frumvarpi til fjárlaga kemur fram, að innan ríkisstjómarinnar eru hugmyndir um miklu meiri niðurskurð en Ingi- björg Pálmadóttir hefur látið uppi. Þar er staðhæft, að talan 160 milljónir sé fengin á grundvelli úttekta á nokkrum sjúkrahúsum á landsbyggðinni . Auk þess hafi verið gerð áætlun um hag- kvæmustu nýtingu sjúkrahúsa miðað við þarfir á hverjum stað. Niðurstaðan í greinargerðinni er eft- irfarandi: “Athugunin leiddi í ljós að ná má fram verulegum árlegum spam- aði með breyttu fyrirkomulagi og er fyrirhugað að hrinda breytingunum í framkvæmd í áföngum á næstu 2-3 ámm. Áformað er að fyrstu aðgerðim- ar feli í sér 160 m. kr. spamað á árinu 1997.” Það er því alveg ljóst, að hinn upphaflegi 160 milljón króna spamað- ur var á áætlun Ingibjargar Pálmadótt- ur aðeins “fyrstu aðgerðir.” Úttektin sem ekki var til I umræðum á Alþingi var hart geng- ið eftir þeim úttektum og áætlunum sem greinargerð fjárlagafrumvarpsins sagði að hefði verið gmndvöllur niður- skurðarins. Ráðherrann var þráspurð um hvar þessar úttektir væri að finna. Þær komu aldrei í leitirnar. Forsvars- menn sjúkrahúsanna í dreifbýlinu gengu sömuleiðis hart eftir að fá að sjá þær, en án árangurs. “Eg hef ítrekað beðið um þessa úttekt,” sagði Friðfinn- ur Hermannsson, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Þingeyinga. “Eg fékk hana aldrei.” Að lokum höfðu framkvæmdastjórar sjúkrahúsanna samband við þingmenn í heilbrigðis- og trygginganefnd Al- þingis, sem kröfðust þess að fá gögnin. Þau reyndust þá vera þijár gamlar skýrslur og nokkur laus blöð. Niður- staðan var því sú, að greinargerð fjár- lagaframvarpsins var ósönn: Það vom engar úttektir til. í orðasennu þann 1. febrúar í frétta- auka RÚV milli Kristjáns Erlendsson- ar, embættismanns heilbrigðisráðherra, og Friðfinns Hermannssonar staðfesti Kristján þetta efnislega, þegar hann sagði ráðuneytið vera að taka saman skýringu á þessum gögnum, sem yrði send sjúkrahúsunum innan skamms. Varnaðarorð landlæknis Hörð mótmæli á Alþingi, meðal ann- ars úr liði stjómarþingmanna, leiddu til þess að ákveðið var að milda niður- skurðinn. Ákveðið var að ná honum á 3 ámm í stað eins, og á fyrsta árinu yrði aðeins skorið niður um 60 milljón krónur.I fyrstu var það gert með að lækka svokallaðan hagræðingarlið um 60 milljónir, og síðar á árinu á að sel- flytja hann út á sjúkrahúsin, þegar búið er að ganga frá því hvemig spamaðin- um fyrir sérhvert sjúkrahúsanna verður hrint í framkvæmd. Niðurskurðurinn er Jón Kristjánsson, formaður fjár- laganefndar: Lofaði samráði við sveitarstjórnir og stjórnir sjúkra- húsanna, sem ráðherrann efndi ekki. því ekki ennþá kominn fram í rekstri húsanna. Sérstök verkefnisstjóm á að útfæra niðurskurðinn, og í henni eiga meðal annars sæti þingmennirnir Jón Kristjánsson, Framsóknarflokki og Einar Oddur Kristjánsson, Sjálfstæðis- flokki. Ingibjörg Pálmadóttir staðhæfir að það sé mesti misskilningur að niður- skurðurinn muni leiða til verri þjón- ustu. Kristján Erlendsson, starfsmaður Ingibjörg Pálmadóttir: Ráðherrann er harðlega gagnrýnd fyrir óvönduð vinnubrögð gagnvart sjúkrahúsum á landsbyggðinni. niðurstöðuna í formi tilskipana út til forsvarsmanna viðkomandi spftala, sem mega einvörðungu gera tillögu að öðm vísi niðurskurði - ekki um minni spamað. Birgir Gunnarsson, framkvæmda- stjóri sjúkrahússins á Sauðárkróki seg- ir að þetta sé sambærilegt við það að búið sé að ákveða aftöku, og hinn dæmdi megi náðarsamlegast ráða hvort hann sé hengdur eða skotinn. Stjómarliðar gagnrýna Ingibjörgu Innan stjómaliðsins segja menn full- um fetum, að með þessum vinnubrögð- um hafi ríkisstjómin brotið loforðin, sem Jón Kristjánsson flutti fyrir henn- ar hönd við fjárlagaumræðuna. Séra Hjálmar Jónsson hefur sagt, að vinnu- brögð verkefhisstjómarinnar séu ekki í samræmi við samþykktir Alþingis, og engu samræmi við yfirlýsingar for- manns fjárlaganefndar. Sjómin starfar að sjálfsögðu á ábyrgð Ingibjargar Pálmadóttur, þannig að ummæli hans stappa nærri því að vera opið vantraust á ráðherrann. Páll Pétursson, flokksbróðir Ingi- bjargar og félagsmálaráðherra, sendi henni opinbera áskomn með þremur öðmm stjómarþingmönnum, þar sem hún var beðin um að vanda vinnubrögð sín. I því felst að sjálfsögðu ásökun um að vinna hennar að málinu hafi verið “Fantatök stjórnlauss ráðuneytis” Mikil reiði er víða á landsbyggðinni með vinnubrögð Ingibjargar Pálma- dóttur að málinu. Innan stjómarliðsins er málið álitið fallið, og gleggstur vitn- isburður þess em ummæli séra Hjálm- ars Jón»sonar á fundinum á Grand Hot- el á föstudag. En þar kvað hann málið þurfa lengra tilhlaup, og sagðist ekki sjá neinar forsendur til að skerðingu upp á 60 milljónir yrði náð á þessu ári. Reiðinni á landsbyggðinni er líklega best lýst með orðum Gísla G. Auðuns- sonar, læknis á Sjúkrahúsi Þingeyinga, sem hann lét falla í grein í Morgun- blaðinu í síðasta mánuði. “Þetta er ekki spamaður. Þetta em fantatök,” sagði læknirinn, og bætti því við heilbrigðis- þjónustan ætti að vera fyrir sjúklinga, en ekki “tilraunaverkefni stjómlauss heilbrigðisráðuneytis.” í innstu röðum stjómarflokkanna er sú skoðun útbreidd, að það væri alvar- legur dómgreindarbrestur hjá Ingi- björgu Pálmadóttur, ef hún fellur ekki frá tillögum sínum um niðurskurðinn á landsbyggðinni á þessu ári. Geri hún það ekki, er almennt álitið að staða hennar sem ráðherra sé komin í alvar- lega tvísýnu. Sjúkrahússins á Patreksfirði, segir að tillögumar séu rothögg. Hann telur ómögulegt að hrinda þeim í fram- kvæmd miðað við þá lágmarksþjón- ustu sem verði að veita á landsbyggð- inni. Á fundinum á Grand Hótel á föstu- dag vom áhrif niðurskurðarins á þjón- ustuna rædd. Landlæknir, sem lögum samkvæmt er ráðgjafi ríkisstjómarinn- ar um heilbrigðismál, velktist ekki í neinum vafa: “Þessar hugmyndir munu draga úr þjónustu og skapa óöryggi.” Brotin loforð Við afgreiðslu málsins á þingi lofaði formaður fjárlaganefndar, Jón Krist- jánsson, fyrir hönd ríkisstjómarinnar að haft yrði samráð bæði við sveitar- sjómir og stjómir sjúkrahúsanna um niðurskurðinn. Þau loforð hafa ekki verið uppfyllt. Þrátt fyrir yfirlýsingu Jóns Kristjánssonar virðist sem Ingi- björg Pálmadóttir hafi fallið frá þvf að gefa sveitastjómum tækifæri til að tjá sig um tillögur verkefnisstjómarinnar. Samráðið við stjómir sjúkrahúsanna er sömuleiðis í lágmarki. Vinnubrögð ráðueytisins gagnvart þeim þykja dæmafá. Samráðsferillinn er eftirfar- andi: Embættismenn ráðuneytisins ákveða upp á sitt eindæmi hvað sér- hvert sjúkrahús á að spara. Þeir senda óvönduð. Það er satt að segja afar óvanalegt, að einn ráðherra gagnrýni annan með svo afdráttarlausum hætti Séra Hjálmar Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Vinnubrögð verkefnisstjórnar eru í andstöðu við yfirlýsingar formanns fjárlaga- hennar, bætti um betur. í fyrmefndum útvarpsþætti kvað hann eiga að bæta skipulag og starfsemi sjúkrahúsanna í tengslum við spamaðinn, svo “að þjón- ustan skerðist ekki, jafnvel að hún batni með endurskipulagningu og hag- ræðingu.” Fáir taka þessi ummæli alvarlega. Friðfinnur Hermannsson segir að það sé óhjákvæmilegt að þjónustan skerð- ist. Ólafur Öm Ólafsson, í stjóm Ólafur Ólafsson landlæknir: Niður- skurðurinn mun leiða til verri þjón- ustu og skapa óöryggi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.