Alþýðublaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 1
MPÍDMMA Miðvikudagur 5. mars 1997 Stofnað 1919 30. tölublað - 78. árgangur Vilja ná /Esu af hafsbotni Þurfa 18 milljónir getum þetta og þeir sem halda öðru fram vita ekki hvað þeir segja, segir Stefán Víðir Martin, fram- kvæmdastjóri Djúpmynd ehf. hafa sent sam- gönguráðherra umsókn um styrk til að ná m.b. Æsu IS af hafsbotni, þar sem skipið liggur í mynni Arnar- fjarðar. Djúpmyndir gera ráð fyrir að verkið taki hið minnsta 30 daga, mið- að við að unnið verði allan sóiar- hring. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að sinna verkefninu í aprfl og maí, það er fáist styrkurinn. "Við bíðum eftir viðbrögðum ráð- herrans, en nokkrir þingmenn hafa sýnt málinu áhuga, en þar vil ég nefna Margréti Frímanndóttur og Sighvat Björgvinsson. Við ráðum vel við þetta verkefni. Stærri skipum hefur verið náð upp. Ég trúi ekki öðru en ráðherra veiti okkur þennan styrk. Það eru til menn sem segja þetta ekki hægt, en ég segi á móti, að þeir vita ekki hvað þeir að segja. Þeir sem þannig tala hafa sennilega aldrei migið í saltan sjó," sagði Stefán Víð- ir Martin framkvæmdastjóri Djúp- myndar. Áætlanir Djúpmyndar gera ráð fyrir að verkið kosti 18 milljónir króna, og að helmingur fjárhæðar- innar, það er 9 milljónir verði greidd- ar þegar skipið er komið upp á 20 metra dýpi og 9 milljónir við verk- lok. I umsókninni segir að Djúp- mynd geri ráð fyrir að skila skips- flakinu í slipp á ísafirði. Að lokinni rannsókn á skipinu bjóðast forráða- menn Djúpmyndar til að koma skip- inu í brotajárn eða farga því og að flakið verði þeirra eign að lokinni rannsókn. Við verkið þarf að notast við drátt- arbátinn Orion 11, ásamt sjö manna áhöfn, neðarsjávarmyndavélar, öfl- ugar dælur, tvo vinnupramma, kafara og fleira. ¦ Finnur Ingölfsson Meirihlut- inn okkur einskis virði "Það hefur aldrei verið íslend- ingum nokkurs virði að eiga meirihluta í Málmblendisverk- smiðjunni á Grundartanga, því það felur ekki í sér virk yfirráð," sagði Finnur Ingólfsson, í umræðu á Alþingi sem Gísli S. Einarsson efndi til vegna þess að slitnaði upp úr viðræðunum við Elkem í síð- ustu viku. Svavari Gestssyni þóttu um- mæli ráðherrans furðuleg, og sagði að með þessu væri hann í raun að verðfella hluta fslendinga og "gefa Elkem óhóflega marga milljarða á einu bretti." Finnur sagði í svari til Gísla Einarssonar, að það hefði ekki verið reiknað hve mikið íslendingar töpuðu á því að ekki náðist saman um að stækka verksmiðjuna. "Það er þó ljóst, að séu bæði álverið á Grund- artanga og stækkun Málmblendis- ins tekin saman hefði það skapað 1.600 störf á framkvæmdatíma og fjárfestingu upp á 26 milljarða, séu virkjanirnar teknar með." Gaui litli og grænmetisréttirnir Borðar kjúklinga á laugardögum Gaui litli og Sólveig Eiríksdóttir, hafa sent frá sér bókina "Mataræði - Gaui litli á grænum kosti". í bókinni eru á sjöunda tug uppskrifta án kjöts og fiskjar, fitusnauðar og ger- og sykurlausar. "Ég borða kjúklinga á laugardög- um," sagði Gaui litli þegar hann var spurður hvort hann væri hættur að borða kjót. í bók þeirra Gaua og Sóvleigar er uppskriftunum raðað saman í fjórtán máltíðir þannig að saman standa að- alréttir, salöt og salatsósur. "Bókin er fyrir alla. f henni eru innkaupalistar, kryddlisti og orðskýnngar," sagði Gaui litli. ¦ Valgerður Stefánsdóttir hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra Hafa ekki aðgang að samfélaginu "Það eru engin lög á Islandi sem tryggja heyrnarlausum túlkunarþjón- ustu. Þær tvær milljónir sem við höf- um haft, koma úr Framkvæmdasjóði fatlaðra, en sjóðnum er æflað að styðja framkvæmdir fyrir fatlaða. Þannig að þetta hefur verið bráða- birgðalausn," sagði Valgerður Stef- ánsdóttir, hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskerta, en Samskiptamiðstöðin hefur ekki leng- ur neina peninga til greiða fyrir al- menna túlkunarþjónstu heyrnar- lausra. Valgerður segir að lög um málefni fatlaðra eigi einnig að ná til heyrnar- lausra, en í lögum sé fjallað um að- gengi fatlaðra, en hvergi sé tekið fram í lögum að heyrnarlausir eigi að fá túlk. Hún segir að lögin leysi ekki þarfir heyrnarlausra fyrir þjónustu. Búið er að leita til félagsmálaráðu- neytis, menntamálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis vegna þess ástands sem nú hefur skapast, en þrátt fyrir það er ekkert sem bendir til að úr rætist. í gjaldskrá sem Sam- skiptamiðstöðinni er sett, segir að rukka eigi fyrir túlkunarþjónstu, en klukkustundin er verðlögð á 2.300 krónur. "Heyrnarlausir hafa ekki aðgang að þjóðfélaginu. Sumir hafa túlkað lög og reglur rúmt, og því er það undir velvilja yfirmanna á hverjum stað sem ræður hvernig gengur, en ekki neinn réttur. Við greiddum túlk- um laun af þessum peningum, en nú eru þeir búnir. Það alvarlegasta er að heyraarlausir hafa ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu. Sem dæmi get ég nefnt mæðraskoðun, sem er ókeypis fyrir allar íslenskar konur, en heyrnarlausar konur fá ekki túlk, og hafa því lítið sem ekkert gagn af skoðuninni, nema þær borgi túlki fyrir. Það vantar að tekin verði af- staða í lögum að heyrnarlausir eigi rétt á túlkun." Valgerður sagði vandræðaástand vera að skapast. Það hafi áður komið til þess að vandræði hafi hlotist af peningaskorti. "Eg get nefnt dæmi af konu sem var að fara í uppskurð og átti að fasta, en ekki hægt að skera hana þegar til kom, þar sem hún hafði ekki skilið hvað hún átti að gera. Heyrnar- lausir sem eiga við geðræn vandamál eiga að stríða og verða að hafa túlk við meðferð, verða þá greiða túlkun- ina sjálfír, en flestir heyrnarlausir eru láglaunafólk, svo það sést að þetta er fólkinu erfitt. Þetta gildir reyndar um alla heilbrigðisþjónustu, það er nauð- synlegt að skilja og tjá sig um hvað er að. Eins má nefna aðra hluti svo sem að kaupa bfla, fasteignir, fara til bankastjóra, fara á foreldrafundi í skóla og svona má lengi telja. Þetta snertir allt daglegt líf þessa fólks." ¦ Kvennaverkfall í Japan íslensk hugmynd Hópur kvenna í Japan lagði niðnr vinnu í fyrradag, en það var fyrsta skipulagða kvennaverkfall- ið í Japan. Kveikjan að því var viðtal sem japanska blaðakonan Mariko Mitsui átti við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarsfjóra árið 1994. Mariko er virkur fem- inisti og skrifaði meðal annars bók um þessa ferð sína til lands- ins. f bókinni sagði hún meðal annars frá Kvennaverkfallinu, árin 1975 og 1985. Sú frásögn varð kveikjan að því að japanskar konur fóru að undirbúa sitt eigið kvennaverkfall og í fyrradag lagði hópur þeirra niður vinnu og hittist á útifundum til að leggja áherslu á mótmæli sín vegna lágra launa og bágrar stöðu á vinnumarkaði. ¦ Niðurskurður á sjúkrahúsum lands- byggðar í uppnámi Ráðherrann nær ekki sparnaðinum - segir Hjálmar Jónsson. Landlæknir segir aö tillög- urnar skapi óöryggi og skeröi þjónustu Ég sé engar forsendur til þess að ráðherrann nái 60 milljón króna sparnaði á sjúkrahúsum dreifbýlisins á þessu ári. Við þurf- um meira tilhlaup," sagði séra Hjálmar Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi á Grand Hótel fyrir helgi. Fundur- inn var um afar umdeildar tillög- ur Ingibjargar Pálmadóttur um niðurskurð á tólf dreifbýlissjúkra- húsum. Áætlanir ráðherrans voru harð- lega gagnrýndar á fundinum, sem var sóttur af fjölda þingmanna. Það er til marks um hversu alvar- lega staðan í málinu er álitin inn- an ríkisstjórnarinnar, að auk heil- brigðisráðherra, sem sat fyrir svörum, mættu ráðherrarnir Páll Pétursson og Halldór Ásgrímsson á fundinn, og sátu lengi dags und- ir umræðum. Mesta athygli vöktu ummæli Kristjáns Erlendsson, læknis, en hann er sá embættismaður heil- brigðisráðherra, sem hefur yfir- umsjón með niðurskurðinum. í lok ræðu sinnar lét hann svo um mælt, að þó það væri ef til vill ekki viðeigandi að embættismað- ur léti uppi persónulega skoðun sína á máli sem þessu, þá myndi hann ekki gráta það þó niður- skurðurinn næðist ekki á árinu. Umræða spannst um staðhæf- ingar ráðherrans um að niður- skurðurinn muni ekki leiða til skertrar þjónustu. Landlæknir drap á það í ræðu sinni og sagði: "Þessar hugmyndir munu draga úr þjónustu og skapa óöryggi." Sjá fréttaskýringu bls. 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.