Alþýðublaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 1
■ Valgerður Sverris- dóttir um LÍN Verður af- greitt fyrir vorið “Þetta mál verður leyst og þess er ekki langt að bíða,” sagði Valgerður Sverrisdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, þegar hún var spurð hvort stúdentar geti vænst að frumvarp um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna, verði afgreitt fyrir þinglok, þannig að samtíma- greiðslur taki gildi fyrir næsta skóla- ár. “Að sjálfsögðu verður málið af- greitt fyrir vorið. Það er búið að semja um þetta mál.” - En það er nú svo, að það hefur ekki verið staðið við allt, sem var lof- að í þessu máli. “Það er búið að semja um þetta milli stjómarflokkanna. Þetta mál verður leyst.” Tilefni er til að minnast orða Val- gerðar á þingi 14. maí 1992, en þá var hún og Framsóknarflokkurinn í minnihluta: “Verði það fmmvarp sem nú ligg- ur fyrir eftir 2. umræðu að lögum er stigið stórt skref aftur á bak í menntasögu þjóðarinnar. Það verður ekki lengur hægt að tala um jafnrétti til náms. Eftirgreiðslukerfið er ómanneskjulegt og byggir á hugar- fari sem er hættulegt okkar þjóðfé- lagi, hugarfari sem þekkir ekki að- stæður almennings í landinu, hugar- fari þeirra sem fæddir em með silfur- skeið í munni.” ■ Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar, um hug síns fólks vegna nýjustu kjarasamninganna Finnst þetta svik og lúaháttur - telur engann það víðáttuvitlausan að bjóða Dagsbrún upp á það sem Iðja skrifaði undir. “Það er ekki hægt að ganga að þess- um Iðjupakka, hann er nánast eins og það sem við höfum hafnað. Ef menn treysta ekki sjálfum sér og félögum sínum, þá lenda þeir í svona ógöng- um,” sagði Halldór Bjömsson, for- maður Dagsbrúnar, um þá kjarasamn- inga sem undirritaður hafa verið síð- ustu daga. “Við treystum bæði okkur og félög- um okkar. Þess vegna stöndum við vel, alla vega ennþá. Vonandi höldum við því áfram. Það er mjög góð þátt- taka í kosningunum um allsherjar verkfall, eða yfir 300 manns á fyrsta degi, en við þurfum 800 manns til að fylla kvótann, og kosningin mun standa í fjóra daga. Eg er bjartsýnn á að okkur takist að ná tilsettum fjölda félagsmanna og er viss um að niður- staðan verði á einn veg. Miðað við hug þeirra sem hafa komið, þá er ekki annað að sjá en okkar menn séu sem einn hugur og ein sál. Aðalmálið er að við náum lágmarkinu. Það er búið að setja það miklar girðingar á okkur varðandi verkfallsboðanir. Þessir nýgerðu samningar geta veikt stöðu okkar, ef ekki gerist það sem mér finnst, það er að fólk sé að herðast. Því fínnst þetta svik og lúa- hátt, að gera samninga, sem aðrir eru búnir að hafna. Undir venjulegum kringumstæðum væri hægt að ímynda sér að þessir samningar myndu tefja fyrir okkur, en það þarf ekki að vera, að svo verði. Atvinnurekendur telja sig vera búna að varða leiðina, og til að fara aðra leið kallar á átök. Það er vonlaust að við skrifum undir svipað og þeir hafa verið að gera. Eg held reyndar að menn séu ekki svo víðáttu- vitlausir að reyna að bjóða okkur upp á svipað og Iðja skrifaði undir.” Margir hafa gripiö til þess aö hamstra mjólk, enda er ekki útlit fyrir annaö en verkfall Dagsbrúnarmanna, hjá Mjólkursamsölunni, standi einhverja daga. i viötali viö Halldór Björnsson, formann Dagsbrúnar, hér ofar á síðunni, kemur fram aö Dagsbrún er ekki tilbúin aö skrifa undir viölíka samninga og hafa veriö und- irritaöir á siöustu dögum. Berjum á ráðherran- um “ sagði Guðni Ágústsson á fundi með trillukörlum “Það þýðir ekkert fýrir ykkur að tala við þessar hetjur frá A-flokkunum, sem engu ráða. Það lendir á okkur Fram- sóknarmönnum að berja á sjávarút- vegsráðherranum,” sagði Guðni Ágústsson á fundi með reykvískum trillukörlum á Kaffivagninum í síðustu viku. Fjölmennt var á fundinum og trillukarlar minntu suma þingmenn óspart á kosningaloforðin. Einar Oddur Kristjánsson kvaðst hafa afráðið að fara þá leið að reyna að hafa áhrif á af- stöðu ráðherrans, í stað þess að leggjast í víking gegn honum. Össur Skarphéð- insson og Svavar Gestsson töldu báðir að eina ráðið til að bæta hag smábáta á aflamarki væri að þeir fengju aukna hlutdeild úr þeirri viðbót sem væri að vænta í kvóta þegar á næsta fiskveiði- ári. Fundarmenn voru þó sammála um að ráð Guðna Ágústssonar væri líklega skásta leiðiii úl að liafa álnif á Þuisiein Pálsson. Fjórtán daga verk að dæla upp olíunni Magnús Jóhannesson: Þetta er ekki með öllu áhættulaust, það er stór- streymt í kvöld en ætla að það verði hægt að hefjast handa næstu daga. “Það er ekki hlaupið að þessu verki, svartolía er afar þykk og um leið og hún kólnar er ekki hægt að dæla henni með venjulegum dælum. Hluti þess búnaðar sem var nauðsynlegur til þess- arar aðgerðar kom erlendis frá svæðið í gær,” segir Magnús Jóhannesson ráðu- neytisstjóri í Umhverfisráðuneytinu. „Það var ekki fært út í skipið fyrr en í gær þegar menn réðust í að koma upp aðgangi út í skipið. Þetta er ekki hættu- laust og menn vilja ekki rísikera mannslífum í þessari aðgerð. Það er stórstreymt í kvöld en næstu daga á að draga úr straumi og þá skapast mögu- leikar á að vinna úr þessu. Það er áætl- að að þetta verði fjórtán daga verk, og því augljóst að þó verkið hefði verið hafið fyrr, værum við ekki komnir langt áleiðis.” I gær fundaði umhverfisráðuneytið um aðgerðir gegn mengun og forvam- ir, hreinsun á rusli og reka og brottnám skipsins þegar tímar líða. Fulltrúum eigenda var gerð grein fyrir þessum ■ Filippseyingarnir úr áhöfn Vikartinds sendir úr landi með hraði Vildu ekki láta tala við erlendu skipbrotsmennina - segir Borgþór Kærnested um útgerð Vikartinds: „Eimskip taldi þeirra ekki þurfa við sjópróf en sjódómur var ekki á sömu skoðun." Ég hef það sterklega á tilfinningunni að erlendu skipbrotsmennimir hafi ver- ið teknir með hraði úr landi af því að erlendu eigendumir sem Eimskip er fulltrúi fyrir vildu ekki láta tala við þá,” segir Borgþór Kæmested fulltrúi alþjóðlegra samtaka flutningaverka- matma. „Þeir báðu mig um kaþólskan prest á föstudagsmorguninn, og ég lof- aði að koma með hann samdægurs. Þegar ég mætti eftir nokkra klukkutíma var búið að fara með þá úr landi. Rétt fyrir tólf, þegar meira að segja var búið að leggja fyrir þá á borð á hótelinu vom þeir sóttir um borð án nokkurs fýrirvara. Þetta sagði Borgþór Kæme- sted þegar Alþýðublaðið innti hann eft- ir afdrifum Filipseyinganna sem vom um borð í Vikartindi þegar það strand- aði við suðurströndina. „Ég hafði verið beðinn um það af höfuðstöðvum sam- takanna, sem ég starfa fyrir í Lundún- um, að taka niður sögu Filipseying- anna af skipbrotinu. Ég hafði þá sam- band við ITF í Bremen, sem hafði fyr- ir þeirra hönd gert kjarasamninga fyrir eigendur skipsins. Þeir sögðust fyrir kurteisissakir ætla að láta útgerðaraðil- ann, Mid Ocean Shipping, vita af fyrir- ætlun minni og gerðu það.” Þegar Borgþór kom við tvo kaþólska presta austur á Selfoss sex klukku- stundum síðar vom Filipseyingamir famir. „Ég veit að Utlendingaeftirlitið sá annmarka á því að að flytja menn- ina skilríkjalausa úr landi nema Flug- leiðir ábyrgðust það. Ég ímynda mér að forstjóri Eimskipafélagsins hafi átt létt með að fá stjómarformann Flug- leiða til að gera það í hvelli.” Borgþór segir mennina hafa verið drifna úr landi án þess að athuga hvort þeir gætu borið vitni ef þurft hefði við sjópróf. Mér var tjáð hjá Eimskipafé- laginu, að fyrirtækið hefði gengið úr skugga um að þeirra þyrfti ekki við. En það kom annað á daginn. Þeir sem sáu um sjóprófin kvörtuðu undan því að þeir væm famir.” “{ fýrsta lagi emm við ekki fulltrúar útgerðarinnar, þó að við höfum leigt þeim skip. En þeirra var ekki saknað við sjóprófin enda var það frágengið við dómarann hverjir ættu að mæta, það vom til dæmis, fjórir úr áhöfn skipsins og fulltrúar frá Eimskip. Ef að þeirra væri saknað væri auk þess lítið mál að kalla þá til. Þessir menn em í vinnu og eiga fjölskyldur sínar erlend- is, þeim lá eðlilega á heim, enda vom þeir ekki í farbanni. Ég hafði strax samband við lækninn á staðnum og spurði hann álits á því hvort mennimir þyrftu áfallahjálp. Hann sagðist ekki telja svo vera á þessu stigi málsins.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.