Alþýðublaðið - 11.03.1997, Page 2

Alþýðublaðið - 11.03.1997, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 1997 MNHBIMB Brautarholti 1 Reykjavík Simi 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaösútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guömundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuöi. Davíð sigrar Golíat Gæfa fslands hefur frá upphafi vega byggst á duttlungum hafs- ins. Einu leiðir samgangna og verslunar við önnur ríki lágu allt fram á þessa öld um hafið, sem jafnframt var helsta fæðulind þjóð- arinnar gegnum myrkar og erfiðar aldir. Þessi lífsbjörg hefur hins- vegar kostað þungbærar fómir. Frá fyrstu dögum byggðar hafa hörmuleg sjóslys og mannskaðar sett mark sitt á þjóðlífið, einsog annálar og íslendingasögur bera ótæpilega vott um. Jafnvel fram á síðustu áratugi hefur mannfall íslendinga í viðureign við Ægi kon- ung verið í meðalári álíka og þegar stórþjóðimar hafa átt í illvígum styrjaldarátökum. A síðustu dögum hafa Islendingar verið minntir illþyrmilega á hvað nábýlið við hafið kostar. En einsog Davíð gat á sínum tíma notað hugvitið til að sigrast á Golíat, þá sannaðist einnig í hildar- leik liðinna daga að hugvit, hugrekki og þjálfun íslensku björgun- armannanna getur með vissum hætti snúið á þær nomir, sem sitja á mótum lífs og dauða og kjósa mönnum örlög. Það sýndu einstæð afrek þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar, sem með örfárra daga millibili bjargaði áhöfnum Vikartinds og Dísarfellsins frá vísum bana. Fyrir þá sem sitja fjarri vettvangi og hafa fregnir af gangi at- burða í gegnum fjölmiðla er algerlega ómögulegt að skilja þá mannraun, sem felst í því að síga úr þyrlu niður í kolsvart haf, þar sem átta til tíu metra háar öldur rísa og hníga og tröllaukinna brota er að vænta án nokkurs fyrirvara. Það er ekki hægt að finna nægi- lega sterk orð til að lýsa því þakklæti sem slíkir menn eiga skilið, og það gildir vitaskuld um alla meðlimi hinnar frækilegu áhafnar björgunarþyrlunnar. Menn skulu heldur ekki gleyma líðan ástvina þeirra og fjölskyldna, sem horfa á eftir feðmm og eiginmönnum út í sortann, án þess að nokkur vissa sé fyrir að þeir komi til baka heilu og höldnu. Engum blandast hugur um, að hin nýja björgunarþyrla réði úr- slitum um afdrif skipbrotsmannanna, sem lífs komust af í báðum sjóslysunum. Hún kostaði að vísu mikið á sínum tíma, en sem bet- ur fer lögðu menn í þann kostnað. Þyrlan hefur nú sannað sig með ótvíræðum hætti, og búin að margborga sig. Hinn æðrulausi flug- stjóri þyrlunnar, Benóný Ásgrímsson, hefur sagt að hún hafi ekki aðeins reynst betur en menn höfðu upphaflega vonað, heldur einnig sýnt það, að líklega er ekki betri björgunarþyrlu að finna við norð- anvert Atlantshafið. íslendingar era einfaldlega þannig í sveit sett- ir, að þeir eiga að ráða yfir besta björgunarbúnaði, sem er fáanleg- ur hverju sinni. Svo einfalt er það. Andspænis hildarleiknum, sem í tilviki Vikartinds var nánast í beinni útsendingu, gerast óneitanlega ýmsar spumingar áleitnar. Hvemig getur nýlegt skip einsog Dísarfellið sokkið á tiltölulega ör- skömmum tíma? Hvað kann það að segja um öryggi annarra skipa, sem við höfum talið að uppfylli kröfur um siglingahæfni? Gleym- um ekki að fyrir aðeins örfáum dögum var upplýst á Alþingi að hundrað íslenskra skipa fullnægja ekki gildandi öryggiskröfum. Er ekki óhjákvæmilegt í ljósi síðustu atburða, að gerð verði úttekt á öllum skipum íslenska flotans, fiskiskipum jafnt sem farmskipum? Atburðarásin, sem leiddi til strands Vikartinds við suðurströnd- ina, kallar einnig á tafarlausar lagabreytingar, sem gera íslenskum yfirvöldum kleift að grípa í taumana þegar ljóst er að vankunnátta og þvermóðska erlendra skipstjómarmanna er í bókstaflegri merk- ingu að sigla mannslífum í strand. Umbúðalaust, þá sýnist það helsta orsökin fyrir því hversu illa tókst til með Vikartind. Af fregn- um virðist, sem hið útlenda fyrirtæki hafi lengi dags haft mestan áhuga á því að semja um björgunarlaun. Það er dapurleg niðurstaða. skoðanir Heyrnarlausir og samfélagið Þegar núgildandi lög um málefni fatlaðra voru sett fyrir 5 árum voru lögfest ný þjónustu og stuðningsúr- ræði fyrir fatlaða. f lögunum var m.a. opnað á liðveislu og ný búsetuform og horfið var frá uppbyggingu stofnana- þjónustu. Framtíðarsýn laganna var að fatlaðir ættu möguleika á stuðningi við að lifa sem sjálfstæðustu lífi. Strax á þeim tíma var leitað eftir því af hálfu aðstandenda heymarlausra að réttur heymarlausra, heymarskertra og daufblindra til túlkaþjónustu yrði tryggður með þessum lögum. Það var hinsvegar nýbúið að setja á laggir Samskiptamiðstöð heymarlausra sem heyrði undir menntamálaráðuneyti og verkaskipting milli ráðuneyta gerði það að verkum að ekki var tekið á táknmálstúlkun í lögunum um málefni fatlaðra. Á þeim tíma sem liðinn er hefur öllum sem um málefni fatlaðra fjalla orðið ljóst hve réttur heymar- lausra og daufblindra til túlkaþjónustu er mikilvægurog því miður takmark- aður. Þannig em brotin mannréttindi á hópi sem ætti að eiga stuðning okkar vísan. Pallborð L-.' Rannveig Guömunds- dóttir L skrifar Aðgengi heyrnarlausra að samfélaginu Það hefur skort skilning á því í okk- ar þjóðfélagi að táknmálið er í raun rödd heymarlausra og daufblindra og að það er aðgengi þeirra að því samfé- lagi sem þau búa í. Við höfum ekki viðurkennt táknmálið sem tungumál þeirra og meðan það er ekki gert nýt- ur þessi þjóðfélagshópur ekki sömu mannréttinda og aðrir. Hin Norðurlöndin hafa bragðist við og lögfest réttindi heyrnarlausra og daufblindra. Það er rekin opinber túlkaþjónusta bæði í Danmörku og Svíþjóð og í Finnlandi er réttur heym- arlausra og daufblindra festur í stjóm- arskrá eins og annarra minnihluta- hópa. Á Alþingi hefur réttur til túlkaþjón- ustu verið lögfestur í lögum um fram- haldsskóla og í framvarpi um réttindi sjúklinga er sama ákvæði að finna. Að öðra leyti er heymarlausum og daufblindum ekki skapaður réttur með lögum. Fyrstu skref Frá því ég fór að vinna með málefni fatlaðra hafa þessi mál hafa verið mér hugstæð og þegar ég um skamma hríð starfaði sem félagsmálaráðherra fékk ég tækifæri tii að hrinda fyrstu skref- um til úrbóta fram. Á vettvangi ríkis- stjómar náðist samkomulag um að setja á laggir nefnd milli ráðuneyta sem fékk það verkefni að koma með tillögur að framtíðarskipan túlkamála. . En það var brýnt að taka strax á mál- um og þessvegna gripið til þess ráðs að veita styrk af ráðstöfunarfé ráð- herra og í framhaldi af því náðist sam- komulag um að Framkvæmdasjóður fatlaðra veitti framlag til túlkaþjón- ustu, tvær milljónir króna. Sam- skiptamiðstöð var falið að annast framkvæmd. Eg var alveg sannfærð um að með þessum ákvörðunum tækist að festa í sessi stuðning við táknmálstúlkun fyr- ir heymarlausa, heymarskerta og daufblinda þar til framtíðarskipan væri komin á framkvæmdina og treysti því að með því að hefjast handa yrði ekki aftur snúið. Það virtist ætla að ganga eftir þar sem félagsmálaráð- herra tryggði áfram tvær milljónir á sl ári en svo fór hann að spara. Fyrir jól upplýsti ráðherrann að ekki yrði veitt framlag með þessum hætti áfram. Fyrir jói upplýsti ráð- herrann að ekki yrði veitt framlag með þessum hætti áfram. Ekki bætir úr skák að ekkert bólar á að ráð- herrann ætli að hrinda tillögum túlkanefndar- innar í framkvæmd. Ekki bætir úr skák að ekkert bólar á að ráðherrann ætli að hrinda tillögum túlkanefndarinnar í framkvæmd. Tillögur túlkanefndar- innar I nefndaráliti túlkanefndarinnar kom fram að til þess að heymarlausir, heymarskertir og daufblindir geti not- ið allrar almennrar lögbundinnar þjón- ustu og aðgengis að íslensku samfé- lagi verði opinberir aðilar sem bera ábyrgð á þjónustu við einstaklinga að líta svo á að túlkaþjónusta sé hluti af þeirri þjónustu og sömuleiðis ábyrgð- in á því að tryggja þann rétt og kostn- að við túlkunina. I umræðum á Alþingi í lok janúar staðfesti félagsmálaráðherra þá af- stöðu nefndarinnar að skýrt verði kveðið á um rétt til túlkunar fyrir heymarlausa, heymarskerta og dauf- blinda þar sem það á við í öllum al- mennum lögum er varða réttindi og skyldur og í lögum um málefni fatl- aðra og að þetta verði haft í huga við endurskoðun laganna í framtíðinni. Félagsmálaráðherra kom með fram- varp um nauðsynlegar breytingar á lögunum um málefni fatlaðra fyrir jól en þar var ekkert um þessi brýnu mál, þau era látin bíða allsherjar endur- skoðunar laganna. I umræðunum benti ráðherrann jafnframt á að sam- kvæmt lögum um Samskiptamiðstöð heymarlausra verði ekki annað séð en að henni hafi verið ætlað að sjá um nauðsynleg túlkaþjónustu og hún heyrir undir menntamálaráðuneytið. Hvað það varðar að Samskiptamið- stöð var staðsett undir menntamála- ráðuneyti verður að hafa í huga að á þeim tíma var ekkert námsefni til og brýnustu úrræðin á vettvangi fræðslu- mála. Staðan er gjörbreytt nú. En af- staða félagsmálaráðherra sýnir að málin eru komin í sömu pattstöðuna og þau hafa verið í undanfarin 5 ár. Félagsmálaráðherra sparar 2 milljónir Frá því í apríl í fyrra hafa legið fyr- ir tillögur þeirrar nefndar sem skipuð var til að fjalla um framtíðarskipan túlkaþjónustu. Það virðist hinsvegar ekki forgangsverkefni hjá núverandi félagsmálaráðherra að skipa rétti til túlkunar með lögum. Á áranum 1995 og 1996 var heymarlausum, heymar- skertum og daufblindum tryggður réttur til túlkunar með 2 milljóna króna framlagi félagsmálaráðuneytis og Samskiptamiðstöð var falin fram- kvæmd þjónustunnar. Þetta var ekki há upphæð en hún skipti sköpum fyrir heymarlausa. Félagsmálaráðherra til- kynnti fyrir jól að ekki yrði áfram veitt fé með sama hætti til túlkaþjónustu. Það hefur hann staðið við. Engu fjár- magni er nú veitt til þessa mikilvæga félagslega verkefnis og þar með spar- ar félagsmálaráðuneytið 2 milljónir króna. Bráðabirgðaúrræði upp á 2 milljónir króna sem gilda átti þar til varanlegar lausnir hefðu verið lögfest- ar hefur þannig verið kippt úr sam- bandi og tillögur um framtíðarskipan túlkaþjónustu rykfalla í hirslum fé- lagsmálaráðuneytisins. Á meðan eiga heymarlausir, heym- arskertir og daufblindir ekki kost á túlkaþjónustu og í þessum efnum ríkir nú neyðarástand. Höfundur er formaður þingflokks jafnaðarmanna

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.