Alþýðublaðið - 11.03.1997, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 1997
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
ónarmið
Oryggi sjómanna ábótavant
Það er staðreynd að skip hafa farist vegna
skorts á stöðugleika og gömium skipum verið
breytt þannig að ekki hefur verið hægt að upp-
fylla öryggiskröfur.
í Austurlandi, málgagni Alþýðu-
bandalagsins á Austurlandi, skrif-
ar Elma Guðmundsdóttir leiðara
um öryggi sjómanna:
Endalausar undanþágur frá eðli-
legum öryggiskröfum gera það að
verkum að hátt í 200 fiskiskip eru
stórhættuleg eða hreinar dauðagildr-
ur að mati Kristjáns Pálssonar al-
þingismanns. Þetta kom fram í um-
ræðum á Alþingi í síðustu viku. Það
var fyrir tilstilli ungrar sjómann-
sekkju að þetta mál var tekið upp á
Alþingi og hefur að vonum vakið
mikla athygii.
Þessar tölur eru skelfilegar ef
sannar reynast en samgönguráðherra
hefur sagt að ekki megi rangtúlka
þær upplýsingar sem fram koma í
nýlegri skýrslu Siglingastofnunar Is-
lands um stöðugleika íslenskra fiski-
skipa. Þrátt fyrir góðan vilja ráðheir-
ans til að bera blak af þessu ástandi
er ljóst að af þeim 728 skipum af
2525 á skipaskrá sem könnunin náði
til stóðst 191 skip ekki þær kröfur
sem gerðar eru til stöðugleika. Verst
virðist ástandið vera á tréskipum
undir 15 metrum, þar stóðust 80 pró-
sent skipanna ekki stöðugleikakröf-
ur.
Reglum um stöðugleika fiskiskipa
hefur ekki verið fylgt eftir. Það er
staðreynd að skip hafa farist vegna
skorts á stöðugleika og gömlum
skipum verið breytt þannig að ekki
hefur verið hægt að uppfylla öryggis-
kröfur, en það hefur ekki endilega
komið fram í haffæmisskírteinum
þeirra. Mörg þessara skipa voru
smíðuð til annarra veiða en þau
stunda nú og þá breytt til samræmis
við það og það er annað hvort Sigl-
ingastofnun eða viðkomandi ráðu-
neyti sem gefur undanþágumar.
Það hefur einnig komið fram í
tengslum við þessa umræðu að meira
fé er varið til rannsókna á jarðskjálft-
um hér á landi en til öryggismála sjó-
manna. Þó hafa ekki glatast hér
mannslíf í áratugi eða aldir af völd-
um jarðskjálfta en sjóslys em hér
alltof tíð. Það er staðreynd að sjó-
mennskan er litin öðrum augum en
ýmsar aðrar atvinnugreinar og má til
dæmis nefna að engin lög segja til
um aðbúnað sjómanna. Sjómennska
er hættulegri atvinnugrein en margar
ef ekki flestar aðrar atvinnugreinar
og er þá ekki á bætandi að sjómenn
þurfi að stunda vinnu sína á mann-
drápsfleytum. Leiki minnsti vafi á að
öryggi sjómanna sem og annarra sé
ábótavant ber að bregðast við því
áður en það er orðið of seint.
Maður skyldi ætla að það væri
allra hagur að öryggismálum, hvort
sem er sjómanna eða annarra stétta,
væri sem best borgið. Mannslíf verð-
ur aldrei metið til fjár og því vekja
ummæli skrifstofustjóra LÍÚ í einu
dagblaðanna síðast liðinn föstudag
furðu, en hann segir: „Ég sé ekki
meiri ástæðu í dag frekar en í fyrra að
gera stórátak í öryggismálum sjó-
manna. Þessurn málum er tiltölulega
vel skipað og þetta upphlaup í kring-
um Æsuna og þessi stöðugleikagögn
gefa ekki tilefni til að halda því fram
að hér sé stór hluti flotans ófær og
hættulegur lífi sjómanna”.
Það er ekki uppörvandi fyrir sjó-
manninn eða fjölskyldu hans þegar
einn af talsmönnum Landssambands
íslenskra útvegsmanna sér ekki
ástæðu til að gera átak í öryggismál-
um sjómanna. Hvemig skyldi ekkj-
unni ungu sem hratt þessari umræðu
af stað líða? Tilgangur hennar var
fyrst og fremst að vekja athygli á því
að eitthvað er við það bogið þegar
skip farast í logni og á spegilsléttum
sjó og vekja menn til umhugsunar,
svo fyrirbyggja megi slysin. Hún veit
að hún endurheimtir ekki föður sinn
eða maka, en hún telur að það megi
koma í veg fyrir að aðrar konur
standi í hennar sporum.
Pegar Stöð 2 fær ensku knatt-
spyrnuna til sýninga, það er
næsta haust, mun Arnar Björns-
son flytjast yfir frá RÚV. Ástæða
þess að Stöð 2 bauð Arnari vinnu
var að engir kostunaraðilar feng-
ust, nema skilyrðum um aö annað
hvort Arnar eða Bjarni Fel myndu
annast lýsingar á enska boltan-
um. íþróttafréttamönnum Stöðvar
2 var sem sagt ekki treyst í verk-
efnið.
r
Afimmtudaginn boðuðu trillu-
kallar þingmenn Reykvíkinga
á sinn fund á Kaffivagninn úti á
Grandanum í Reykjavík. Það
vakti óskipta athygli að Ólafur
Örn Haraldssson þingmaður
Framsóknar var of upptekinn til
að geta mætt á fundinn, en í
staðinn mættu þeir Magnús Stef-
ánsson, poppsöngvari og þing-
maður Vestlendinga, og Guöni
Ágústsson af Suðurlandi. Fund-
argestir höfðu á orði, aö útþenslu-
stefna Reykjavíkur væri komin út
í öfgar því Guðna mætti nýta í
margt annað betra en þing-
mennsku fyrir Reykjavík. En
Guðni kom, sá og sigraði. Eftir að
hafa haldiö þrumuræðu um
hvernig Framsókn myndi bjarga
trillukörlum klykkti hann út með
því að segja að nú talaði Magnús
Stefánsson, og ,,...heldur hina
ábyrgu ræöu fyrir hönd Fram-
sóknar."
Tíðrætt er um áhuga Árna
Johnsen um lýsingu á Hellis-
heiðina. Vitað er að framkvæmdin
er dýr, en nú þykjast menn hafa
fundið ódýra og umfram allt
snjalla lausn, en hún er sú að
Árni verði klónaður I nógu mörg-
um eintökum, svo eftirmyndirnar
geti staðið með jöfnu millibili á
heiðinni, og að hvert eintak verði
meö vasaljós í hendinni.
Umræðurnar um ástandið inn-
an Össurar hf., hafa verið há-
værar, en til eru fleiri sögur af
framkvæmdastjóranum umdeilda,
Tryggva Sveinbjörnssyni, en
hann var einn af eigendum Matar-
búrs Meistarans, en því fyrirtæki
hefur verið lokað.
Mótframboð kom gegn sitjandi
formanni í Barþjónaklúbbi ís-
lands, Herði Sigurjónssyni. Sá
sem bauð fram gegn formannin-
um var Niels Hafsteinsson, en
hann starfar á Hótel Sögu. Níels
fékk til muna fleiri atkvæði en
Hörður, og hefur því tekið við for-
mennskunni.
Biskupskosningar eru ofarlega
á baugi. Ýmsir gera því skóna
að sigurvegararnir í átökunum,
sem leiddu til þess að Ólafur
Skúlason ákvað að hætta séu
þeir Flóki Kristjánsson og Geir
Waage. Innan kirkjunnar er líka
opinbert leyndarmál, að sá sem
Ólafur Skúlason hefur mesta vel-
þóknun á er Gunnar Kristjáns-
son á Reynivöllum í Kjós. Þegar
hann gaf kost á sér í beinni út-
sendingu Dagsljóss á beininu hjá
Hrafni Jökulssyni varð formanni
Alþýðuflokksins, Sighvati Björg-
vinssyni að orði:
Biskup hröktu burtu þeir,
i bræðralagi Flóki og Geir,
og þegar friöar þókti von,
þá kom Gunnar Kristjánsson.
hinumcgin
"FarSide" eftir Gary Larson
fimm q förnum vcgi
Ætlar þú aö hamstra mjólk?
Inga Valborg Ólafsdóttir,
hjúkrunarnemi:
“Já, ég kaupi um 10 lítra og
G-mjólk í kaffið.”
Inga Valborg Einarsdóttir,
röntgentæknir:
“Já, ég er búin að byrgja mig
upp.”
Kristín Magnúsdóttir, nemi:
“Maðurinn nminn sér um það.
Ef verkfallið leysist næstu
daga getum við baðað okkur
upp úr mjólk.”
Eymundur Gunnarsson,
áfengisráögjafi:
“Nei, alls ekki.”
Ari Björnson, verkamaður:
“Nei, ég hef enga þörf fyrir
það.”
v i t i m q n n
“Karlmenn hafa verið fælnir
við blómin, það að mála blóm
hefur þótt svona kerlingaverk,
en þá má benda á marga stór-
málara listasögunnar sem
hafa farið í blómagarðinn.”
Tolli listmálari að ræða um blóm og list í
DT.
“Ég varð fyrir vonbrigðum
með þennan árangur minn á
HM. Ég átii að geta gert miklu
betur en ég gerði og því á ég
erfitt með að sætta mig við
það að hafa hoppað bara 4
metra.”
Vala Flosadóttir stangarstökkvari, í DV.
“Nú er svo komið að það flóir
út úr ríkiskassanum á fjóra
vegu. Þeir eru í vandræðum
með hvað þeir fái mikið inn í
hann, en þeim dettur samt
ekki í hug að hækka skattleys-
ismörkin í samræmi við það
sem gert var ráð fyrir í upp-
hafi.”
Pétur Sigurösson, á ísafirði, í Alþýðublað-
inu.
“Verkföll eru í raun jafn gam-
aldags og úrelt og verkalýðs-
félögin. Þau minna á fyrirbæri
sem okkur finnast grátbrosleg
í dag, eins og mjólkurbúðirn-
ar, gjaldeyrisskömmtunina og
innflutningsleyfin.”
Glúmur Jón Björgvinsson, í DV.
“Þegar ég kveiki í bókinni
verð ég að leyfa eldinum að
ráða ferðinni og get ekki lesið
setningar í samhengi.”
Elísabet Jökulsdóttir í ALþýðublaðinu.
Hún hafði verið með dólgslæti
og meðal annars bitið þjón í
bakið. Hún var færð á lög-
reglustöð en ekki sett í stein-
inn.”
Úr frétt í DV.
“Við vitum ekki hvort frum-
varpið er tilbúið. Málið virðist
standa þversum í hálsinum á
Birni.”
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, í Stúdentaráði,
að ræða um Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra í Alþýðublaðinu.
“Nei. Neytendur bera tjónið.
Hver er svo ábyrgð ráðherr-
ans, sem hefur beitt ólögleg-
um aðgerðum? Verður hann
látinn bera ábyrgð? Mun
verða höfðað refsimál á hend-
ur á honum? Mun hann þurfa
að líða með sama hætti og
sumir þeirra sem urðu harðast
fyrir barðinu á ólögmætum
aðgerðum af hans hálfu?
Svarið er einnig nei.”
Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og
varaformaður Neytendasamtakanna, í
Neytendablaðinu.
s
brostnum augum
horfir sviðakjamminn á mig
eins og það hafi verið ég
sem sagði honum
að vopndauðir færu í Valhöll
Úr Ijóðabókinni Bónusljóð efti
Andra Snæ ísaksson.