Alþýðublaðið - 11.03.1997, Page 4

Alþýðublaðið - 11.03.1997, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 1997 ■ Ólafía Jóhannsdóttir og frænka hennar uröu goösagnir í lifanda lífi. sér sögu þessara sérstæöu baráttukvenna Þóra Kristín Ásgeirsdóttir kynnti Ólafía Jóhannsdóttir þekktist á götu í Osló vegna peysufatanna og skotthúfunnar Hún var lágvaxin, ákaflega, fíngerö. dálítiö rauöbirkin, aö sögn haföi hún gefið frá sér allt skart eftir aö hún frelsaðist, peysufatahúfan haföi þó ekkert hagnýtt gildi. Þaö var hennar kóróna. Hvergi hef ég séð eins undar- lega sérmótað fólk og við “Va- terland.” Fari maður um Lakkagöt- una blasir það við manni hvar sem litið er. - Maður hlýtur að taka eftir því jafnvel langt álengdar, svo ólíkt er það öðru fólki. - Útlit þess allt og svipur er eins og rígskorðaður af ósýnilegu vægðarlausu ofurafli, eins og hvesst ör, er bendir að marki. Heljarfarg eymdarinnar hefur mót- að fólk þetta. Þannig hefst verk, Olafíu Jóhanns- dóttur, Aumastar allra, sem kom út í Noregi árið 1916, en höfundurinn var sérstœð baráttukona, trúuð, og starfaði ytra. Starf hennar meðal vœndiskvenna í Noregi, bar hróður hennar víða, og ritverk hennar, vakti mikla athygli, en það var gefið út á Islandi, í Noregi og Kandada. Ólafía var fædd að Mosfelli í Mos- fellsveit, 20 október árið 1863. Hún var prestsdóttir, faðir hennar var séra Jóhann K. Benediktsson og kona hans frú Ragnheiður Sveinsdóttir. Faðir hennar var drykkfelldur og um hann sagði Ólafía að hann hefði aldrei búmaður verið en ástúðlegur, hjálpsamur og nokkuð skáldmæltur em lýsingu sinni lýkur hún á þeim orðum að það hafi verið um föður sinn sem marga aðra presta: “Að þeir hafi verið kallaðir þangað af mönn- um og sjálfum sér en ekki Guði.” Ólafía lýsir móður sinni sem bú- forki, og leynir sér ekki í lýsingum hennar að henni hefur þótt meira til móður sinnar koma en föður síns. Þegar Ólafía var tveggja ára göm- ul fluttust foreldrar hennar frá Mos- felli en sjálfri var henni komið í fóst- ur til Ólafs Stephensen dómsmálarit- ara og frú Sigríðar konu hans í Viðey. Foreldrar Ólafíu fluttust í rýrt brauð þaðan sem var tveggja vikna leið í kaupstað, en móðir hennar veiktist á leiðinni yfir Hellisheiðina og bar aldrei sitt barr síðan. Ólafía dvaldi í Viðey í þrjú ár í góðu yfírlæti, þar til móðir hennar sótti hana og fór með hana nauðuga í burtu, þá var henni komið fyrir hjá Þorbjörgu Sveinsdóttur, móðursystur sinni, en henni hefur verið lýst sem einum mesta kvenskörungi Islend- inga. Um Þorbjörgu orti Matthías Jochumson kvæði eftir dauða hennar en þar koma fyrir þessi tvö erindi: Ertu dáin, aldna vina mín, - öskuhrúga sálarborgin þín, - liðin, búin þessi þunga raun? Þú varst eldborg nú ert’ orðin hraun. Hjartað blíða, heita, sterka sál hjarta þitt var eldur, gull og stál, ólíkt mér, en allt eins fyrir það ertu gróin við minn hjartastað. Ólafía og Einar Ben Eftir komuna til Þorbjargar, árið 1868, varð saga þessara tveggja sérstæðu kvenna samofin og er það vel. A heimilinu, að Skóla- vörðustíg 11, dvaldist einnig móðir Þorbjargar, amma Ólafíu, Kristín Jónsdóttir. Fyrsta sumarið voru þær einungis þrjár í húsinu, sem stundum var nefnt Tobbukot í höfuðið á hús- móðurinni. Annars hafði Þorbjörg sem var yfirsetukona, iðulega hjá sér ljósmæðranema og um þingtímann dvaldist Benedikt Sveinsson, sýslu- maður og alþingismaður, bróðir Þor- bjargar einnig þar, og á vetrum sonur Benedikts, Einar, ásamt öðrum skólapilti. Mest hafa ellefu manns verið í heimili auk þess sem stöðug- ur straumur var af gestum og gang- andi. Þessir mikilúðlegu feðgar, Bene- dikt Sveinsson og Einar Benedikts- son skáld létu sér annt um Ólafíu þótt ekki kæmu þeir henni í föður og bræðrastað. Sagt er að kvæði Einars, Snjáka, sé ort um Ólafíu og munu þau hafa fellt hugi saman. Einnig hafa verið leiddar að því getgátur að sagan Undan krossinum, fjalli um Ólafíu og samband þeirra. Skapstór og einþykk Ólafía var skapstór og einþykk og henni hætti auk þess til að draga víðtækari ályktanir af atburð- um en þeir gáfu tilefni til. í sjálfsævi- sögu sinni segir hún að á æskuárun- um hafi hún haft gaman af dansi en hætt að sækja slíkar skemmtanir, þrátt fyrir það ber öllum saman um að hún hafi síst verið þunglynd eða fáskiptin. í formála Bjama Bene- diktssonar að ritsafni Ólafíu segir hann frá því að Sigurbjöm A. Gísla- son hafi sagt svo frá að piltur einn af boðið henni á dansleik en hún hafi spurt hvort systir sín mætti koma líka en þær vom báðar vistráðnar. Piltur- inn neitaði á þeim forsendum að systirin væri vinnukona og því væri það ekki hægt. Ólafía svaraði því til að þær væm prestsdætur og ynnu svipaða vinnu þrátt fyrir að hún yrmi hjá skyldfólki en systirinn hjá vanda- lausum. Skýringin var ekki tekin gild og Ólafía hætti við að þiggja boðið en ákvað að sækja ekki dansleiki meir á lífsleiðinni. Frásögn Ólafíu af því að hún hætti að lesa skáldsögur ber að sama bmnni. Hún kom að vinkonu sinni, þar sem allt var í óreiðu umhverfis hana og hún sjálf lá fyrir og var að lesa. Ólafía sætti sig ekki við slíkt og lét það ekki henda sig en þrátt fyrir þetta var Ólafía gerkunnug íslensk- um fomsögum og skáldskap, enda var slík þekking í metum á æsku- heimili hennar. Óvanalega sjálfstæö “Ólafia var mjög sjálfstæð frá unga aldri og naut óvanalegs frelsis í uppeldi miðað við konur á þessum tíma,” segir Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur. “Hún sagði sig úr Kvennaskólanum vegna þess að hún var ekki sátt við Þorbjörg Sveinsdóttir og Benedikt Sveinsson. Þorbjörg lét sér ekki nægja sjálfstæðisbaráttu í orði kveðnu heldur vfiaði hún ekki fyrir sér skemmdarverk ef því var aö þann strangleika sem hún mætti og las utanskóla í Latínuskólanum en stúlkur máttu ekki stunda þar nám. Hún taldi sig tilbúna til að taka stúd- entspóf eftir ár, en fékk það ekki, vegna þess að reglan var sú að það þyrfti að lesa minnst eitt ár undir slík próf og hætti. Hún hafði mikinn áhuga á að stofna menntaskóla fyrir konur og árið 1892 fór hún út til að kynna sér slíkar stofnanir.” Ólafía, tók ásamt Þorbjörgu Sveinsdóttur þátt í stofnun hins ís- lenska kvenfélags, árið 1894, en fé- lagið beitti sér fyrir stofnun háskóla á Islandi og hafði aukin réttindi kvenna á stefnuskránni. Þorbjörg tók við formennsku í félaginu og gegndi henni til dauðadags í ársbyrjun 1903. Benedikt bróðir Þorbjargar hefur verið nefndur faðir Háskóla íslands en hann fékk framvarp um háskólann staðfestan á alþingi þó því væri synj- að staðfestingar af konungi. Þorbjörg var þó ekki síður hvatamaður að þessu fremur en Benedikt og gekk fram í þessu máli af kappi sem og öðram. “Ólafía var ritstjóri ársrits Hins ís- lenska kvenfélags um skeið og rit- stjóri bamablaðsins Æskunnar í eitt ár og kvennatímaritsins Framsóknar í tvö ár,” segir Soffía. “Hún beitti sér fyrir stofnun Hvítabands félagsins, hún ferðaðist og héit fyrirlestra víða um land og fór einnig til Bandaríkj- anna og Kanada. Hún lá veik frá ár- inu 1993 til 1996 en eftir það ákvað hún að helga líf sitt trúnni. Þegar hún hresstist sneri til Oslóar, og hóf að sinna utangarðskonum. Hún stofnaði heimili fyrir þær árið 1912 og veitti því forstöðu fram tii ársins 1915, en þá lagðist hún aftur veik. Ólafía lýsir í smáátriðum, and- legum og lfkamlegum áhrifum sýfil- issjúkdómsins eða vondu veikinnar, eins og hún kallar það, þess er þó lát- ið ógetið í heimildum hvað amaði að henni sjálfri.” Vanmat sögunnar ✓ “Allt líf Ólafíu Jóhannsdóttur var markað leitinni að öryggi og það fann hún í náðarfaðmi guðs. Ef hún hefði fundið það í náðarfaðmi eiginmanns, þá væri hennar lífsstarf sjálfsagt ekki jafn stórlega vanmetið og það er nú,” segir Margrét Guð- mundsdóttir sagnfræðingur. “Vanmat sögunnar stafar ekki síst af fordóm- um í garð trúarfólks. í sjálfsævisögu sinni segir Ólafía strax í upphafi að ætlunin sé að lýsa frelsun hennar til lifandi trúar, og verður bókin því fyrst og fremst trúarsaga sem gerir mjög lítið úr pólitísku starfi hennar og baráttu fyrir réttindum kvenna. Hún frelsast ekki fyrr en h'ún flyst til Noregs og síðari tíma söguskoðun hefur einna helst beinst að þeim hluta ævi hennar. Ólafía var í fylkingar- brjósti kvenréttindabaráttunnar hér heima og var mun róttækari en til dæmis Bríet Bjamhéðinsdóttir en samanborið við Ólafíu var hún íhaldssöm og varð því fyrst róttæk að hún varð ekkja.” Skæruhernaður dulargervi ✓ Þorbjörg Sveinsdóttir fóstra Ólafíu var gríðarlegur þjóðem- issinni og í þeim efnum gaf Ólafía henni lítið eftir. í grein sem Guðjón Friðriksson skrifaði um Þorbjörgu Sveinsdóttir f tímaritið Heimsmynd, segir hann Þorbjörgu réttilega hafa verið fyrstu íslensku súfragettuna en hún lét sig ekki muna um að standa uppi á karlafundum og halda þram- andi ræður. Hún lét sér þó ekki nægja sjálfstæðisbar- áttu í kveðnu heldur vflaði hún ekki fyrir sér skemmdar- verk ef því var að skipta. Bróðir henn- ar Benedikt lenti í mikl- um deilum við voldugasta danska kaup- manninn á Is- landi, hann átti veiðirétt Elliðaánum og lét þvergirða ámar við ósa Ólafia Jóhannsdóttir, styl Þegar fangarnir í norska landsfangelsini landi fóru þeir út í fangelsisgaröinn og gri illi hæð eða haug og átti þetta a

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.