Alþýðublaðið - 19.03.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.03.1997, Blaðsíða 1
MPYDMMD Mivikudagur 19. mars 1997 Stofnað 1919 37. tölublað - 78. árgangur Umfangsmikið kvótamisferli á Bíldudal Faldi yfir 300 tonn af þorski Þarf að borga á þriöja tug milljóna í sekt Fiskistofa hefur lokið rannsókn á umfangsmiklu kvótamisferli hjá fyr- irtækinu I Nausti á Bíldudal. Við rannsókn kom í ljós að um 300 tonn- um af þorski, sem landað var til fyr- irtækisinSj hafði verið „breytt" í aðr- ar tegundir. Þetta hefur Alþðýðublað- ið fengið staðfest hjá Fiskistofu. Við- urlög vegna brotsins nemur jafnvirði þess sem svindlað var með, eða í þessu tilfelli um 25 milljónum króna. Samkvæmt heimildum blaðsins er enn frekari rannsókn fyrir höndum, rannsókn sem tengist fleiri fyrirtækj- um sem hugsanlega tengjast misferl- inu á Bfldudal. Sá afli, sem landað var til í Nausti, kom frá fleiri en einu fiskiskipi og ekkert hefur enn komið fram, sem er áreiðanlegt og bendir til að útgerðir eða sjómenn viðkomandi báta, hafi ¦ Valgeröur Ræðir um Evrópumál ,$ þessu erindi mínu ætla ég að fjalla vítt og breitt um Evrópumál. Ég mun sérstaklega taka á umræð- unni um skrifstofubákn, reglugerðar- fargan og andlitslausa embættismenn í Brussel sem striti við að ákveða allt milli himins og jarðar, en sú umræða er að mínu mati byggð á allnokkrum misskilningi," segir Valgerður Bjarnadóttir, forstöðumaður hjá EFTA, sem í dag flytur erindi um Evrópumál á vegum Félags íslenskra háskólakvenna. í fyrirlestrinum mun Valgerður einnig víkja að Ríkjaráð- stefnunni, fyrirhugaðri myntbreyt- ingu og afstöðu kvenna til Evrópu- sambandsins. Fyrirlesturinn verður í Lögbergi og hefst klukkan 17. tekið þátt í misferlinu. Ekki hefur þurft að svipta báta leyfi til fiskveiða vegna málsins. Fiskistofa forðast að ræða einstök atriði í þessu máli, en staðfestir að rannsókn sé lokið og málið er nú á kærustigi. Búið er að leggja á fyrir- tækið gjald vegna brotsins, en það nemur andvirði þess þorsks sem fyr- irtækið tók á móti og skráði sem aðr- ar tegundir. Þegar sektarfjárhæðir eru ákveðn- ar er miðað við aflaverð upp úr sjó, þar sem um þorsk er að ræða má gera ráð fyrir að sektin sé um 25 milljónir króna. Fiskistofa vildi ekki staðfesta sektarfjárhæðina. Misferli sem þetta telst ekki opin- bert refsimál. Þegar mál er eins langt komið og þetta fer málið til sérstakar úrskurðarnefndar og þar er málið nú. FyígÍSt með VÍnnUmÖnnUnUm KjartanGunnarssonformaöurbanka- ráðs Landsbankans og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, fylgdist með utandag- skrárumræðu um kaup bankans á hlut Brunabotarfélagsins í Vátryggingafélagsins. Ingi R. 'lelgason, fytgdist líka með umræðunni. Svavar Gestsson sagði Kjartan vera ÉÓ fylgjast Sjáfnánar bls. 7 Alþýðublaðsmynd E.ÓI. ieð hvernig f innumennirrjr hans stæðu sig, það er ráðherramtr. ¦ Sigríður Jóhannesdóttir Fíkniefnalög- reglan misbeitir valdi sínu "Eg get nefnt fjölmörg dæmi þess að fíkniefnalögreglan hefur farið offari, lítillækkað og niðurlægt fólk að ástæðulausu og brotið á lögvörð- um réttindum þess," sagði Sigríður Jóhannesdóttir, alþingismaður, og deildi harkalega á starfshætti fíkni- efnalögreglunnar í umræðum utan dagskrár á Alþingi í fyrradag. Sigríður sagði ennfremur, að hún gæti nefnt dæmi um að fíkniefna- deildin hefði gert húsleit hjá fólki án húsleitarheimildar, sem væri skýlaust lagabrot. Hún kvaðst líka geta bent á mörg tilvik þess að fíkniefnadeildin hefði misbeitt valdi sínu og farið offari. Nauðsynlegt væri að koma í veg fyrir það í framtíðinni. "I einu tilviki," sagði þingmaður- inn, „var talin þörf á því að hafa tal af konu er bjó í smáþorpi úti á landi. f stað þess að senda einn lögreglu- mann með handtökutilskipun, sem flestum hefði þótt fullnægjandi í þessu tilfelli taldi yfirmaður fíkni- efnalögreglunnar ástæðu til að senda flugvél fulla af einkennisbúnum lög- regluþjónum frá Reykjavík, ásamt tveimur lögreglubflum úr nærliggj- andi kaupstað með alla tiltæka lög- regluþjóna á vakt til að umkringja húsið." Sigríður rifjaði upp að yfirmaður fíkniefhadeildarinnar hefði lýst yfir að hann hefði greitt uppljóstrurum fyrir þjónustu, sem hann taldi raunar skammarlega lágar, „og lflcur benda einnig til að uppljóstrurum hafi verið veittur afsláttur af refsingu, og jafh- vel að litið hafi verið framhjá um- fangsmikilli ólögmætri starfsemi." Þingmaðurinn sagði, að nú lægi fyrir að stafsemi fikniefnadeildar verði á vordögum færð til rannsókn- arlögreglu ríkisins og því væri „ástæða til að koma í veg fyrir að þau mistök og sú misbeiting valds sem fíkniefnadeildin virðist hafa gert sig seka um verði með í farangrinum þegar rannsóknarlögreglan tekur við henni." Á baksíðu blaðsins er viðtal við Böðvar Bragason, lögreglustjóra í Reykjavík, þar sem hann segist talsmaður þess að opinber rannsókn fari fram, telji lögregluna ekki hafa rétt við. Sviptingar á tryggingamarkaðnum magnast í kjölfar Landsbankamálsins Nýr tryggingarisi að fæðast Forsvarsmenn Sjóvár-Almennra hafa hitt þrjá bankastjóra Búnaðarbankans til að ræða samtvinnun fyrirtækjanna. í fyrrakvöld hittu allir bankastjórar Búnaðarbankans Einar Sveinsson, for- stjóra tryggingafélagsins Sjóvár-Al- mennra og bróður hans Benedikt, for- stjóra SR-Mjöl og einn mesta áhrifa- mann í atvinnulífi landsmanna, til að ræða möguleika á frekari tengslum bankans og tryggingafélagsins í fram- haldi af kaupum Landsbankans á helmingshlut eignarhaldsfélags Bruna- bótar á Vátryggingafélagi fslands. Þegar Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, kemur úr opinberri heimsókn frá Færeyjum í vikulokin hyggjast fulltrú- ar þessa hóps fá nánari skýringar á hvort ríkisstjórnin muni stefna að frek- ari samtvinnum banka og tryggingafé- laga, til dæmis með breytingum á líf- eyrislöggjöfinni, og hvort eignarhalds- félaginu verði leyft að kaupa 35 pró- sent í Landsbankanum. Fundurinn, sem fór fram í húsa- kynnum bankans, var haldinn að frum- kvæði Sjóvár-Almennra, og engir bankaráðsmenn Búnaðarbankans voru viðstaddir. Af hálfu beggja aðila var lögð mikil áhersla á að viðræður aðil- anna væru á könnunarstigi, en menn sögðu þó, að ljóst væri að mikill vilji væri af beggja hálfu til að tengja starf- semi þeirra nánum böndum ef samruni Landsbankans og VÍS yrði einsog nú blasir við. Báðir aðilar töldu ljóst, að væri það ætlun ríkisstjórnarinnar að stuðla með þessum hætti að því að tvinna saman bankana og tryggingamarkaðinn gætu Búnaðarbankinn og Sjóvá-Almennar ekki svarað því öðru vísi en með svip- uðum samruna. Áður en hægt væri að velja leiðir til að tengja fyrirtækin, til dæmis með innbyrðis kaupum, væri hins vegar nauðsynlegt að ná samtöl- um við valdamenn í ríkisstjórninni til að fá ffam hvort einkavæðingu bank- anna verði hraðað, einsog fjármálaráð- herra lýsti yfir á Alþingi í gær að væri æskilegt. Áður en það liggur fyrir telja menn ekki hægt að ákveða hvort Bún- aðarbankinn kaupi sig inn í Sjóvá-Al- mennar, eða hvort tryggingafélagið eigi að freista þess að kaupa bankann. Forsvarsmenn beggja stofnana virð- ast telja að kaup Landsbankans á helmingi VÍS sé aðeins fyrsta vers, því á eftir hljóti að koma að eignarhaldsfé- lag Brunabótar, sem á hlutinn í VÍS, muni nota fjármagnið til að kaupa þann 35 prósenta hlut, sem að minnsta kosti verður seldur í bankanum sam- kvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem nú liggur fyrir Alþingi. „Ætlar rík- isstjómin að leyfa það?" spurði einn úr hópnum sem hittist í fyrrakvöld, í sam- tali við Alþýðublaðið í gær. „Ef það er stefnan er auðvitað ljóst að við verðum að svara því með samskonar tengslum okkar fyrirtækja, til þess að verða ekki undir í samkeppninni."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.