Alþýðublaðið - 19.03.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.03.1997, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ NIÐVIKUDAGUR 19. MARS 1997 Tómas R. Einarsson, bassaleikari og tónskáld skrifar um einræðisherrann Perón, manninn bak við goðsc "A krá þar, sem ég hafði setið að drykkju, gekk ég til salernis. Þar höfðu kamraskáld verið að verki og skráð á vegg "Perron" (af perro:hundur, per- ron:stór rakki). Áttu þeir hér við Peron einræðisherra. Reyndar naut Peron mikillar lýðhylli um þessar mundir. Hann hafði bætt kjör launþega og los- að landið að mestu af klafa erlends auðmagns. Menn kölluðu hann stund- um efnahagslegan endurlausnara Argentínu. Útlendir auðhringar, eink- um breskir, áttu hér geysivíðtækra hagsmuna að gæta. Þeir höfðu t.d. hlotið einkarétt til að leggja járnbraut- ir með landsréttindum beggja vegna við þær. Frá Buenos Aires teygðust þær smátt og smátt sem spalir frá hjóli út á víðerni hinnar endalausu gresju. En lönd meðfram brautum þessum byggðust að sjálfsögðu fyrst. Hinir bresku eigendur græddu feikna fúlgur. Sum þessi félög höguðu störfum sínum og öðrum gjörðum sem lytu þau nánast engu argentínsku drottinvaldi. Eitt þeirra sló t.d. sfna eigin mynt. Gegn þessu öllu reis Peron af mik- illi hörku. Hann fékk því framgengt, að rfkið keypti nær öll erlend fyrirtæki þar í landi, svo sem járnbrautir og símakerfí. En Argentína hafði eignast gríðarlegan erlendan gjaldeyri í síðari heimsstyrjöld, og stóð efnahagur landsins með miklum blóma, engar ríkisskuldir, hvorki utan lands né inn- an... Af Evu, konu Perons, gengu ýmsar sögur í Argentínu. Var stundum vikið að fundum þeirra Evu og páfa á þann veg, að frygðarleysi hins heilaga föður þótti jafnvel orka nokkurs tvímælis. Eva var áður leikkona. Þá samdi hún eitt sinn framhaldssögu og flutti hana í útvarpi. Saga þessi fjallaði um stúlku, er hófst af sjálfri sér og giftist að lok- um æðsta manni landsins. Fannst mönnum hún hafa rakið þar sinn eigin feril af lygilegri nákvæmni, uns hún hlaut bólfestu í rekkju hins argentínska einvaldsherra." Svo hljómar frásögn hins víðförla Kjartans Ólafssonar, sem kom til Argentínu um miðjan sjötta áratuginn, í þann mund er veldi Peróns var að hruni komið, og sagði frá í ferðabók sinni, Sól í fullu suðri, sem hér var vitnað í. I marga ára- tugi var Perón, hvort sem hann var við völd eða í útlegð erlendis, aðalmaðurinn í argent- ínskum stjórnmálum. Hann komst til valda árið 1946 og hélt velli til 1955, en þá hrökklaðist hann í útlegð. Peronistar voru samt áfram áhrifamesta stjórnmálaaflið í Argentínu og árið 1973 snéri Perón heim og stjórnaði landinu í ár, uns hann lést 1974. En hver var þessi maður sem lýsti því yfir að Mussolini væri mesta stór- menni 20. aldarinnar, en gerði argent- ínsku verkalýðssamtökin CGT að stórveldi og hver var þessi leyndar- dómsfulla Eva (Evita er gælunafn, orðrétt Eva litla), sem mátti þola karlrembubrandara andstæðing- anna (þótt það megi nú kannski flokkast undir komplíment að geta tælt páfann) og hefur á síðustu áratugum gert garð- inn frægann í söngleikjahús- um og nú síðast í umtalaðri kvik- mynd? Herinn vill stjórna Argentína var á fyrri hluta aldarinn- ar eitt þróaðasta landið í Rómönsku Ameríku og hvað lífskjör og menntun varðaði vel sambærileg við mörg Evr- ópuríki. Almenn mannréttindi og póli- tískt lýðræði voru þó ekki alltaf sam- stiga hagvextinum. í kreppunni miklu jókst pólitískur áhugi þarlendra hers- höfðingja, og hershöfðinginn José Uri- buru rak forsetann Hipólito Irigoyen úr valdastóli 1930. Valdaránið gaf tón- inn fyrir næstu hálfa öldina, hershöfð- ingjar og liðsforingjar áttu upp frá því eftir að beita valdi sínu ef þeir höfðu eitthvað við landsstjórnina að athuga. Árin 1931 til 1943 stýrðu landinu ýmsir forsetar úr þeirri pólitísku blökk sem kölluð var Concordancia, og naut stuðnings flestra valdahópa landsins. Sú samsteypa leystist upp í miðri heimsstyrjöld og við þær aðstæður gerði hópur liðsforingja uppreisn og steypti stjórninni í júní 1943. Þeirra fyrirmynd var Þýskaland Hitlers og Italía Mussolinis. Hinir nýju valda- herrar reyndust fráleitt klókir stjórn- endur og fyrsta verk þeirra var að lýsa yfir stríði gegn verkalýðshreyfingunni. Sú stefna aflaði þeim mikilla óvin- sælda, og það ásamt dvínandi lukku evrópsku fyrirmyndanna, Hitlers og Mussolinis, gerði almúgann kjaftforari og djarfari. Það var í þessum punkti sem fram kemur höfuðsmaður úr her- málaráðuneytinu, Juan Domingo Perón, og biður um það vanþakkláta starf að stýra skrifstofu verkalýðs- mála. Fimur og frjór Perón var fæddur 1895 í héraðinu Buenos Aires, af fremur efnalitlum bændum kominn. Tvennt hafði stuðlað að frama hans, lfkamleg hreysti og frjótt ímyndunarafl, hvort tveggja kunnu Argentínumenn vel að meta. Hann vann til verðlauna jafnt fyrir skylmingar sem skíðastökk, skrifaði um argentínska sögu og kenndi í menntastofnunum hersins. Víða er minnst á Eva og Perón með gæluhunda ist síðar í ráðuneyti vinnu og velferðar. Hann kippti verkalýðsleiðtogunum úr tukthúsinu og lét þá setjast við samn- ingaborðið. Hann kvaðst reiðubúinn að styðja þá í deilum við atvinnurek- endur og hann var líka þess fýsandi að stofna verkalýðsfélög í atvinnugrein- um þar sem þau höfðu átt erfitt upp- dráttar. Verkalýðsleiðtogarnir upp- götvuðu að Perón fór frjálslega með peninga og þegar embætti hans tók þátt í samningum um kaup og kjör (sem varð æ algeng- ara og að lokum lög- bundið), þá fengu verkamenn meira, en ekki minna en þeir höfðu átt von á. Verkalýðsleiðtog- arnir kynntust hér stjórnmálamanni sem var reiðubúinn að gera meira en að múta þeim sjálfum persónulega, hann var reiðubúinn að múta allri verkalýðshreyfingunni. Þeir voru til sem gagnrýndu þennan valdamikla verkalýðsvin, og sáu að með þessu áframhaldi myndi hreyfing- in glata sjálfstæði sínu, en þær raddir skynseminnar máttu sín ekki mikils gagnvart höfðinglegum tilboðum Peróns, sem bauð kauphækkanir hér og nú, gaf út tilskipanir um sumarleyfi á launum og kórónaði allt með því að skipa svo fyrir að allir skyldu fá þrett- ánda mánuðinn greidd- an, en hann hafði frétt af slíkum skikk í fyrirtæki sem greiddi starfsmönnum sínum þá launauppbót þegar vel áraði. Þá kom Perón áleiðis ýmsum umbót- um sem kenna mætti við velferðarkerfi félagslegra trygginga. Ýmsir launþeg- ar og ríkisstarfsmenn nutu þegar slíkra réttinda, en Perón vildi að þær næðu til allra. Þær aðgerðir tryggðu Perón stuðning hinna efnaminni þegar hann fór í forsetaframboð. Eva bjargar Perón Sumarið 1945 var mikill órói í land- inu, ágreiningur mikill innan stjórnar- innar og misheppnaðar valdaránstil- raunir áttu sér stað. Perón hvatti verka- menn til að gera uppreisn, en án ann- arra afleiðinga en þeirra að hann var sjálfur rekinn úr embætti og fangelsað- ur. Segja má að við það tækifæri hafi fyrst komið í ljós hvern stuðning hann hafði af Evu Duarte, sem þá var titluð hjákona hans. Sjálfur féll hann á kné og baðst lífs, en það var Eva sem hafði samband við áhrifamenn í verkalýðs- hreyfingunni og hvatti þá til að frelsa velgjörðamann sinn úr prísundinni. Engu munaði að Perón klúðraði póli- tískri framtíð sinni í fangelsinu. Hann grét þar hástöfum alla daga, kvaðst illa haldinn af brjósthimnubólgu og skrif- aði bónarbréf til forsetans og baðst þess að fá að fara í útlegð. Það var Eva sem hindraði að hann semdi um upp- gjöf og útlegð. Munurinn á skapgerð þeirra kom líka í ljós á árínu 1951 þeg- ar orðrómur var í gangi um valdarán og Perón hljóp skelfingu lostinn í sendiráð Brasilíu og baðst hælis, en Eva fór á eftir honum og teymdi hann með sér heim til Casa Rosada, forseta- hallarinnar. En hershöfðingjarnir létu sér ekki nægja að fangelsa Perón haustið 1945, heldur tóku að þjarma að verkalýðs- hreyfingunni. Og samanlagt fékk það verkalýðsleiðtogana til að skipuleggja gagnaðgerðir og að loknum nokkrum átakadögum var stjórnin fallin, án þess að herinn skærist í leikinn og Perón ávarpaði mann- fjöldann af svölum forsetahallarinnar. Hann áttaði sig á því að nú væri rétt að kasta fyrir róða öllum ítölsk- um og þýskum fyrir- myndum, og koma fram sem lýðræðissinni og krefjast þess að stjómar- skráin væri haldin. Og nú voru forsetakosningar í augsýn. Syndari giftist sonu- töfra hans, og ekki síst átti hann auðvelt með að hrífa fólk úr ræðustóli. Perón tók við verkalýðsmálaskrif stofunni í október 1943, en hún breytt- Með klókindum og ger- ræðislegum aðferðum tókst Perón að einangra þá forystumenn í verkalýðshreyf- ingunni sem ekki vildu una aðferðum hans. En svo þurfti líka að hyggja að kirkjunni, sem var sem óðast að ná sér á strik eftir að hafa verið í vörn á fyrstu ára- tugum aldarinnar. Og þá kom að einkalífinu, Perón bjó í synd með Evu Duarte. Hún var leikkona (þriðja flokks leikkona, en fyrsta flokks stjórn- málamaður, skrif- aði Suðurameríkusérfræð- ingurinn Halldór Sigurðsson), marg- falt hugrakkari en Perón, glæsileg og lét sér ekki margt fyrir brjósti brenna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.