Alþýðublaðið - 19.03.1997, Page 2

Alþýðublaðið - 19.03.1997, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 1997 MPYDUBllDIÐ Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Sovét-ísland á raðgreiðslum Einkavæðingarstefna ríkisstjómar Davíðs Oddssonar hefur tek- ið á sig hinar furðulegustu myndir síðustu vikur. Það er tiltölulega skammt síðan að forsætisráðherra talaði til þjóðar sinnar í beinni útsendingu frá Perlunni, þar sem hann tilkynnti mikil tíðindi: Rík- isstjómin hygðist á næstunni einkavæða bankana! Þjóðin er sennilega í mjög slöku meðallagi hvað greindarvísi- tölu áhrærir, - miðað við gáfnabrekkur ríkisstjómarinnar. Hún átti að minnsta kosti erfítt með að skilja forsætisráðherrann, þegar hann útskýrði hróðugur hvemig hann ætlaði að einkavæða bankakerfið uppá tékkneska móðinn. Forskrift hans að heppilegri einkavæðingu ríkisbankanna fólst nefnilega í því að búa fyrst til þriðja ríkisbank- ann! Það er að sönnu rétt, að því fleiri sem ríkisbankamir em, þeim mun fleiri er hægt að einkavæða. En svona hagfræði gengur ekki upp nema í försum á borð við Deleríum Búbónis. Forsætisráðherra er að sönnu fyndinn en utan Stjómarráðsins er vemleikinn ekki farsi. Þegar menn byrja að einkavæða bankakerfið með því að búa til fleiri ríkisbanka em þeir komnir á svipað spor og frægasti banka- málaráðherra aldarinnar, Che Gueavara. Hagfræði Davíðs Odds- sonar er nefnilega farin að líkjast skuggalega mikið þjóðnýtingar- stefnu Fidel Kastró og félaga Che. Nýi ríkisbankinn er ekki eina til- efnið til að menn dragi slíka ályktun. Kaup Landsbankans á helmingi Vátryggingafélags íslands er annað tilefni, sérílagi vegna þess að forsætisráðherra hefur sagt, að hann hafi fylgst með málinu úr fjarlægð. Það þýðir á mannamáli að Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og formaður bankaráðs Landsbankans, hefur fengið forsætisráðherra til að leggja blessun sína yfir málið. Um leið hlýtur blessun Davíðs að fylgja eftirleiknum. Forsætis- ráðherra hlýtur að hafa gert sér grein fyrir honum, þegar hann veitti Kjartani leyfið til kaupanna. Þegar hann er skoðaður birtist nefni- lega skyldleikinn við Kastró og Kúbu. Landsbankinn er í eign ríkisins. Þarmeð er ríkið orðinn hálfur eigandi að langstærsta vátryggingafélagi íslands. Dæmið er þó ekki búið. Forvígismenn hins ríkisbankans, Búnaðarbankans, hafa lengi haft hug á að styrkja sig með svipuðum kaupum á vátrygginga- markaðnum. En þeir komust að þeirri niðurstöðu að það væri and- stætt lögum. Nú blasir það hinsvegar við, að sú akróbatík með árs- reikninga sem Landsbankanum er bersýnilega heimil, hlýtur að vera leyfileg Búnaðarbankanum líka. Það er því ekki loku skotið fyrir, að hann fari í kjölfarið af stað, og kaupi sér stóran hlut í stóru vátryggingafélagi. Hvað ef til dæmis Búnaðarbankinn keypti helminginn af Sjóvá- Almennum? Þá væri komin upp sú sérkennilega staða, að ríkið hefði í eigu sinni fast að meirihluta íslensku tryggingafélaganna, með sérstakri blessun forsætisráðherra. Um leið blasir við, að Kjartan Gunnarsson og Davíð Oddsson væru í sameiningu búnir að hrinda í framkvæmd gömlu baráttumáli Alþýðubandalagsins, sem það féll reyndar frá á síðasta áratug, um að þjóðnýta beri vátrygg- ingafélögin! Er nema von að menn velti fyrir sér hvort Spaugstof- an sé orðin verktaki í bankamálum ríkisstjórnarinnar? Forystumenn annarra banka og tryggingafélaga hafa harðlega gagnrýnt, að með kaupunum hafi Landsbankinn brotið reglur um eiginfjárhlutfall. En hluti af því sem Davíð Oddsson og bankaeftir- litið blessuðu hjá Kjartani Gunnarssyni var útfærsla á kaupunum, þar sem einungis 12 prósent eignarhlutans í VÍS eru gjaldfærð á ári hverju í formi einskonar raðgreiðslna. Fyrir tílstilli formanns og framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins er því loksins verið að byggja upp Sovét-ísland - óskalandið. Það á bara eftir að svara einni spumingu: Skyldi það vera gert á raðgreiðslum frá Vísa? skoðanir Stefnufesta eða stjörnuhrap Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með vexti Alþýðuflokksins og uppgangi jafnaðarstefnunnar að undanfömu. Þetta fer að einhverju leyti saman við þá umræðu sem á sér stað um aukið samstarf og jafnvel samruna hinna svokölluðu vinstri flokka sem nú hafa sameinast undir merkjum jafnaðarstefnunnar. Sam- starf félagshyggjuflokkanna kallar á aukna og djúpa umræðu um það hver eigi að vera helstu stefnumál hinnar nýju og öflugu jafnaðarmannahreyf- ingar. Því miður hafa alltof margir þingmenn jafnaðarmanna látið blekkjast af dægurþrasi líðandi stundar en gleymt þeirn grundvallar stefnumálum sem Alþýðuflokkurinn hefur innleitt í íslensk stjómmál á síðustu ámm. Umbótastefna Alþýðuflokkurinn hefur gjaman verið á undan sinni samtíð með sinni róttæku umbótastefnu á flestum svið- unt. Það þurfti því ekki miklar um- Pqllborð | Sigurður Tómas Björgvinsson skrifar ræður um hugmyndafræði og gmnd- vallar stefnumál á síðasta flokksþingi Alþýðuflokksins. I raun var stefnu- skrá frá því fyrir síðustu kosningar staðfest og áréttuð með lítilsháttar leiðréttingum. Þetta er sú stefna sem einnig á að nota í næstu kosningum og sú stefna sem jafnaðarmenn allra flokka eiga að sameinast um. Þetta er stefnan sem tekur á kerfisbreytingum í þjóðfélaginu, á réttlátri skiptingu á auðlindum landsins og á gmndvallar mannréttindum. I fyrsta lagi þarf að koma Evrópu- málunum aftur á dagskrá. Ég spyr þingmenn jafnaðarmanna: Hvar er umræðan um matarkörfuna og afnám innflutningshafta á landbúnaðarvör- ur? Hvar er krafan um það að ísland hafi áhrif á þær ákvarðanir sem teknar era um lög og reglur sem gilda á okkar helstu mörkuðum og þá rammalög- gjöf sem gildir á mörgum sviðum hér á Islandi, j hvort sem við stöndum utan eða innan ESB? Ein- stakir áhrifamenn í öllum hinum félgshyggju- flokkunum hafa lýst yfir vilja til j þess að standa með okkur Al- þýðuflokks- mönnum í því að berjast fyrir að teknar verði upp að- ildarviðræður við ESB og að þjóðin eigi síðan síðasta orðið í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Við jafnaðarmenn höfum aldrei gefið okkur fyrirfram að niðurstaðan verði jákvæð og aðild að ESB sé markmið í sjálfu sér, en við munum aldrei geta komist að því hvað er í boði nema með því að taka upp viðræður um málið. I öðm lagi er það áhersla Alþýðu- flokksins á sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum, sem á að vera eitt af aðalbaráttumálum sameinaðra jafnaðarmanna. Alþýðuflokkurinn hefur haldið þessu réttlætismáli á lofti í nokkur ár, og núna fyrst er að myndast skilningur á því og fylgis- menn er að finna í öllum stjórnmála- flokkum. Það em aðeins hagsmuna- verðir sægreifanna í Sjálfstæðis- fiokknunt og Framsóknarflokknum sem streitast á móti - þetta er fá- mennur hópur sem hefur slegið eign sinni á sameign þjóðarinnar. Þriðja stóra málið sem ég ætla að nefna snýst um gmndvallar- mannréttindi. Al- þýðuflokkurinn var eini stjórn- málaflokkurinn sem setti fram skýra stefnu hvað varðar breytingar á kjör- dæma- og kosn- ingaskipan fyrir síðustu kosning- ar. Stefnan er einföld og skýr: „Einn maður - eitt atkvæði". Þetta þýðir að gera þarf landið að einu kjördæmi og er það í raun mál sem flokkur- inn hefur barist fyrir í sjötíu ár. Hér er á ferðinni gmndvallarspuming um mannrétt- indi og lýðræði, sem ávallt hefur verið samofið jafnaðarstefn- unni og hlýtur því að verða eitt af baráttumálum nýrrar hreyfing- ar jafnaðar- manna. Þessar breytingar eru einnig forsendan fyrir því. að sjóðasukk og kjördæmapot heyri sögunni til. Arfleifð Jóns Baldvins Þessi stóru mál sem ég hef talið upp hér að framan snúast öll um það að taka upp nýjan hugsunarhátt og framkvæma róttækar breytingar á því kerfi sem við búum við í dag. Þessar breytingar em forsendan fyrir því að varanleg velferð verði fest í sessi, að atvinnutækifæmm fjölgi, að lífskjör- in batni og lýðræði og valddreifing fái að njóta sín. Höfundurinn að þessari framsýnu stefnu íslenskra jafnaðarmanna er Jón Baldvin Hannibalsson fyrrum formaður Alþýðuflokksins. Það er fyrst og fremst honum að þakka að utanríkis- og viðskiptamál urðu að meginviðfangsefni íslenskra stjóm- niála á árunum 1989- 1994. Jón Baldvin og nokkrir af hans sam- starfsmönnum í Alþýðuflokknum veltu við steinum á þessum ámm og hlutu oft og tíðum harða gagnrýni fyrir. Flestir vita í dag að EES samn- ingurinn hefur komið sér vel fyrir al- menning og atvinnulífið í landinu. Flestir eru sam- mála um það í dag að Jón Bald- vin hafi haldið vel utan um hagsmuni fs- lands og að EES samningurinn hafi verið mjög hagstæður fyrir okkur íslend- inga. Sú stefnufesta sem einkennt hefur Jón Bald- vin er sjaldgæfur kostur hjá stjómmála- mönnum í dag. Hann hefur til dæmis ekki fall- ið í þá gryfju að breytast í skrækróma kröfugerðarpólitíkus við það hlutskipti að lenda í stjómarand- stöðu. Jón Baldvin stendur ekki á torgum, sveiflandi staðreyndum um ofurlaun bankastjóra. Hann leggst ekki í kröfugerð um milljarða viðbót- arframlög til velferðar- og mennta- mála. Jón Baldvin heldur sig við hina ábyrgu fjármálastjóm, þrátt fyrír að aðeins hafi rofað til í efnahagsmálum þjóðarinnar. Hann hefur ekki gleymt því að Alþýðuflokkurinn hlaut það hlutskipti að taka til eftir eyðslu- fylliríið sem einkenndi síðasta hag- vaxtarskeið þjóðarinnar. Framtíðarsýn Því miður er ekki hægt að segja hið sama um marga aðra þingmenn jafnaðarmanna og þá sérstaklega þá sem sitja í umboði Þjóðvaka. Kröfu- gerðarpólitíkinn virðist þar vera alls- ráðandi og flugeldasýningar þeirra ná oftar en ekki athygli fjölmiðla. En stjömurnar eru yfirleitt ekki lengi á toppnum og erfitt að koma í veg fyr- ir stjömuhrap. Þeir sem nú bera ábyrgð á því að leiða samstarf jafn- aðarmanna til frekari sigra ættu að hafa stefnufestu Jóns Baldvins að leiðarljósi, og varast ódýrar stundar- vinsældir. Kannanir staðfesta þetta, því þrátt fyrir að þingmenn Þjóðvaka séu stöðugt í fjölmiðlum þá hefur flokkurinn aðeins 0.5 prósent fylgi. Alþýðuflokkurinn hefur fest sig í 17- 22 prósent fylgi og eru það hæstu töl- ur sem við höfum séð í tíu ár. Það er mín trú að til þess að halda þessu fylgi og auka það enn frekar þá beri að flagga þeirri stefnu sem Alþýðu- flokkurinn mótaði fyrir síðustu kosn- ingar. Þetta er róttæk umbótarstefna með framtíðarsýn. Því miður hafa alltof margir þingmenn jafn- aðarmanna látið blekkjast af dægur- þrasi líðandi stundar en gleymt þeim grund- vallar stefnumálum sem Alþýðuflokkurinn hefur innleitt í íslensk stjórnmál á síðustu árum. Sú stefnufesta sem einkennt hefur Jón Baldvin er sjaldgæfur kostur hjá stjórnmála- mönnum í dag. Hann hefur til dæmis ekki fallið í þá gryfju að breytast í skrækróma kröfugerðarpólitíkus við það hlutskipti að lenda í stjórnarand- stöðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.