Alþýðublaðið - 19.03.1997, Page 6

Alþýðublaðið - 19.03.1997, Page 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 1997 Kvikmyndir ■ Hendur bygginganefndar bundnar af úrskurðum umhverf- Andstaöa við niður- rifi á Laugavegi 21 Gunnar Gissuarson formaður bygginganefndar: Umhverfisráðuneytið hefur hnekkt tveimur úrskurðum bygginganefndar um bann við niðurrifi á gömlum steinbæjum. “Okkur finnst ótækt að þetta hús verði rifið,“ segir Páll Valur Bjama- son arkitekt og formaður Torfusam- takanna en bygginganefnd hefur sam niðurrif hússins að Laugavegi 21. Málið fór fyrir Borgarráð í gær en stjóm Torfusamtakanna samþykkti á stjómarfundi í fyrrakvöld ályktun þar sem þau skora á borgarstjóra að koma í veg fyrir niðurrif hússins, en þau líta svo á að húsið hafi ótvírætt, menningar- og byggingarsögulegt og umhverfislegt gildi. Byggingin sem sótt var um leyfi fyrir á þessum stað, er á mörgum hæðum og fyllir út í lóðina en á lóð- inni er í dag, sólríkur garður með bekkjum og gömlum trjám. Hús nátt- úrulækningafélagsins, veitingahúsið 22, em næstu nágrannar þess og sam- an mynda þessi timburhús og mynd- ar ásamt þeim fallegan heildarsvip og samræmi. Það er eitt elsta tvflyfta timburhúsið við Laugaveginn og byggingalag þess er dæmigert fyrir hús sem byggð vom á síðustu árum nítjándu aldar. Það er gott dæmi um kaupmannshús við Laugaveginn þar sem verslun var niðri, en kaupmað- urinn bjó á efri hæðinni, í húsinu fæddist ennfremur einn fremsti lista- maður þjóðarinnar Gunnlaugur Scheving." Húsafriðunamefnd hefur sett sig á móti niðurrifi og einnig skipulags- nefnd, en það er þó talið af mörgum að niðurrifið nái samt fram að ganga. “Það má orða það svo, að við leggjumst ekki gegn því að húsið verði rifið,“ segir Gunnar Gissuarson formaður Bygginganefndar. „Þannig er mál með vexti að við synjuðum um niðurrif á tveimur steinbæjum frá því fyrir aldamót, það em húsin, Brenna við Bergstaðarstræti og Vest- urgata 50. Þau mál vom kærð til um- hverfisráðuneytisins og ráðuneytið úrskurðaði að okkur væri óheimilt að synja um niðurrif. Við töldum okkur því ekki geta staðið gegn þessu. Mál- ið er hinsvegar í frestun hjá bygging- amefnd, og því óafgreitt. Við viljum fá að sjá hvað kemur í staðinn en það er að okkar dómi forsenda fyrir því að leyfi fáist til niðurrifs. Við getum engan veginn samþykkt þá tillögu sem nú liggur á borðinu. Borgin leysti málið með annan steinbæinn með því að kaupa húsið en það er það eina sem við getum gert í þess- um málum, enda má segja að úr- skurðir ráðuneytisins hafi breytt landslagi þessara mála töluvert. Húsfriðumefnd er á vegum ríkis- ins og við höfum húsaverndarsjóð og húsaverndamefnd en hvomgt þeirra hefur neinn lagastatus. Þarna er tekist á um eignaréttinn og sjónarmið um vemdun gamalla húsa og vilji eigendur niðurrif, get- um við ekki komið í veg fyrir það að öðm leyti en því að við höfum að segja um það sem kemur í staðinn." Gunnar sagði að lokum að það væri mjög slæmt að borgin hefði ekki meira að segja um friðun gamalla húsa. Húsafriðunarnefnd fékk málið til ráðleggingar en þeir leggjast gegn niðurrift, þeir hafa ekki enn gefið svar um hvort þeir vilja friða húsið en þeir munu skoða þann möguleika. “Það var samþykkt rammskipulag að þessum reit, árið 1995, þar sem gert er ráð fyrir að húsið standi," seg- ir Guðrún Agústsdóttir forseti borga- ráðs. „Það er þó talað um að eigend- um hafi ekki verið kunnugt um vilja borgarinnar en það þarf þó enginn að fara í grafgötur um hann, samkvæmt þessu skipulagi. Það er ljóst að umhverfisráðherra og menntamálaráðherra, sem er yfir- maður húsafriðunarnefndar, eru ekki samstíga í þessum málum. Þeir þurfa að koma sér niður á það, hvemig túlka beri úrskurði umhverfisráðu- neytisins, varðandi Brennu og Garð- hús, steinbæina tvo. Meðan að sú túlkun er ekki á hreinu eru húsafrið- unarmál í landinu í uppnámi. Menn- ingarverðmæti mega ekki vera al- hliða í höndum eigendanna, það þurfa að gilda þar ákveðnar reglur eins og um önnur verðmæti þjóðar- innar.“ Evíta Laugarásbíó og Regnboginn: Evíta ★ ★★★ Aðallcikendur: Madonna, Jonathan Pryce, Antonio Banderas. Kvikmynd þessi er byggð á hinum fræga söngleik Andrew Lloyd Webber. Eva Duarte fæddist 1919 í Los Toldos, þorpi á gresjum vestan Buenois Aires, yngst fimm systkina. Móðir hennar var ráðskona og hjá- kona efnaðs bónda með nokkra Indíána að vinnumönnum. Sá hafði yfirgefið eiginkonu sína en þó ekki al- veg snúið við henni baki og til hennar, þá dauðvona, hvarf hann loks aftur. Var Eva þá fjögurra ára gömul. Móðir hennar fluttist til Junin, jámbrautar- bæjar, og kom þar upp matsölu fyrir kostgangara. Til Buenois Aires fór Eva Duarte 15 ára gömul og hugðist verða leikkona og söngkona. Aðeins fá lítil hlutverk hlaut hún þó næstu fimm ár og hafði naumast í sig og á. En tvítug, 1939, var hún ráðin til útvarpsins til að syngja í söngleikjum þess. Gat hún sér fljótlega nokkuð gott orð og lét að auki að sér kveða í stéttarfélagi út- varpsstarfsmanna. Um það leyti tók hún sér nafnið Evíta. í miðri heimsstyrjöldinni síðari, 1943, steyptu herforingjamir þinglegri ríkis- stjóm Argentínu. Til liðs við herfor- ingjanna gekk Evíta, þótt hún aðhyllt- ist alþýðleg stefnumið, raunar lítt út- færð. Kynntist hún atvinnumálaráð- herra rfldsstjómar herforingjanna, Juan Perón ofursta, ekkjumanni. Sem sendiráðsfulltrúi í Róm 1940 hafði Perón kynnst ítalska fasismanum og fór ekki dult með aðdáun sína á hon- um. Engu að síður þótti öðmm herfor- ingjum hann um of leita eftir lýðhylli, hvort sem um það gætti áhrifa Evu eður ei. í odda skarst milli Peróns og annarra ráðherra í október 1945. Flýði hann Buenois Aires en var handtekinn fá- einum dögum síðar. Uppreisn var þá í Buenois Aires sem verkalýðsfélög stóðu fyrir, en Eva er sögð hafa hvatt til. Perón var gerður að stjómarleið- toga og nokkmm dögum síðar gengu þau Eva í hjónaband. í febrúar 1946 var Perón kjörinn forseti Argentínu. Stjómarhættir Peróns vom að fasískri fyrirmynd, en með alþýðlegu ívafi. Komið var upp eins konar viðvarandi vetrarhjálp með 14.00 manna starfs- liði, sem Eva veitti forstöðu. Bámst henni þúsundir bréfa á degi hverjum. Vinnudagur hennar var oft langur, ósjaldan frá klukkan sjö að morgni og fram yfir miðnætti. Sjúk af krabba- meini varð Evíta 1950 og var hún illa haldin frá miðju ári 1951. Hún lést 26. júlí 1952. Argentína grét hana. Kvikmyndin hest á andláti Evu Perón og bregður fremur upp mynd af henni sem stjómmálamanni og athafna- manni en sem persónu. Þykja gagn- rýnendum myndarinnar hópgöngur hennar ganga of langt. A því hafði gagnrýnandi Film Review orð, en fékk ekki þessara orða bundist: „Þeg- ar frásögnin hverfur röggsamlega aft- ur til Evu í fátækt æskuára hennar - en í gervi Che Guevara lætur Antonio Banderas orð um þau falla - tekur kvikmyndin við sér. Að hálftíma liðn- um varð ég hugfanginn... Madonna er stórkostleg." Píslarvottur kláms? Stjörnubíó: Larry Flint Ungviði Regnboginn: She’s thc onc ★★★ Aðaleikendur: Maxine Bahns, Flokksstjórnarfundur Opinn fundur flokksstjórnar Alþýðuflokksins um málefni líðandi stundar verður haldin miðvikudaginn 19. mars kl. 17 - 19 að Grand Hotel. Viðtalstímar á skrif- stofu Alþýðuflokksins Aðalheiður Sigursveinsdóttir, gjaldkeri Sambands Alþýðu- flokkskvenna, verður til viðtais á skrifstofu Alþýðuflokks- ins, Hverfisgötu 8-10frá klukkan 13-15 miðvikudaginn 19. mars. Ásta B. Þorsteinsdóttir, varaformaður flokksins, og Valgerður M. Guðmundsdóttir, ritari Alþýðuflokksins, verða einnig til viðtals á skrifstofu flokksins þann sama dag frá kl. 16- 17. Jennifer Aniston, Edward Burns Um tilhugalíf og lausung ungs fólks í New York (hring)snýst mynd þessi. Segir frá bræðrum tveim, sonum efn- aðs manns, sem dregið hefur sig í hlé. Annar þeirra er giftur ungri og glæsi- legri konu. Aðra lítur hann þó hýru auga. A daginn kemur þá að hún átti fyrrum vingott við bróður hans og svo framvegis. Ofan af þessum sögu- hnykli er vel undið og leikarar lifa sig inn í hlutverk. Tæfur Bíóborgin: Bound ★★1/2 Aðalleikendur: Gina Gershon, Jennifer Tilly, Joc Pantoliano. Mafíubófar stunda fjárböðun, meira að segja skoplega upp setta í bókstaf- legri merkingu. Einn jreirra, söguhetj- an Pantoliano, á hjákonu sem óttast um öryggi þeirra og veit naumast sitt rjúkandi ráð. Og samkynhneigð er hún í þokkabót. Leggur hún lag sitt við konu í næstu fbúð, sem hefur fangels- isvist að baki. Saman leggja þær á ráð að hnupla næsta þvotti. Margt fer á annan veg en ætlað er. Þetta er fyrsta kvikmynd Larry og Andy Wachovski, sem sömdu handritið að hinni kunnu spennumynd Assassins. Ungviði Regnboginn: She’s the one ★★★ Aðalleikendur: Maxine Bahns, Jennifer Aniston, Edward Burns Um tilhugalíf og lausung ungs fólks í New York (hring)snýst mynd þessi. Segir frá bræðrum tveim, sonum efn- aðs manns, sem dregið hefur sig í hlé. Annar þeirra er giftur ungri og glæsi- legri konu. Aðra lítur hann þó hýru auga. A daginn kemur þá að hún átti fyrrum vingott við bróður hans og svo framvegis. Ofan af þessum sögu- hnykli er vel undið og leikarar lifa sig inn í hlutverk. Ekki brauð án leika Stjörnubíó: Jerry Maguire ★★★★ Aðalleikendur: Tom Cruise, Cuba Gooding jr., Renee Zellweger Keppniskappar þarfnast umboðs- manns til að koma sér á framfæri ekki síður en leikarar. A stórri umboðsstofu er snjöllum ungum starfsmanni sagt upp. Býðst hann til að taka til upp á eigin spýtur, og stúlka, samstarfsmað- ur, fylgir honum á leið. Aðeins einn keppniskappi heldur þó tryggð við hann og sá er kúnstugur. Ur þessum þunna efnisþræði spinnur leikstjórinn, Cameron Crowew, bráðsnjalla mynd, tilnefnda til verðlauna. Og skopleg í meira Iagi eru samskipti Tom Cruise og Cuba Gooding jr. sem umboðs- mannsins og kappans. Ástaróður Regnboginn: Enski sjúklingurinn ★ ★★★ Aðalleikendur: Ralph Fienncs, Kristin Scott-Thomas, Juliette Bin- oche, Colin Firth Rómantísk ástarmynd öðrum þræði, stríðsmynd hinum, er kvikmynd þessi. Vettvangur hennar er Norður-Afríka (og Suður- ítalfa) í síðari heimsstyrj- öldinni og rétt fyrir hana. Þótt gerð sé eftir Booker verðlauna skáldsögu eftir Michael Ondaatje ber kvikmyndin mjög svipmót fjórða áratugarins skáldsagna hans (þótt trauðla veki upp Vicki Baum). Og á stundum virðist þeirra ára jafnvel minnst með trega. Eins og vænta má um kvikmynd sem tilnefnd er til margra Óskarsverðlauna er hún frábærlega vel gerð og leikin. Ljósmyndun eyðimerkurinnar í upp- hafi er með miklum ágætum. Lofsorði er lokið á leik Ralph Fiennes og Krist- in Scott Thomas, sem fara með aðal- hlutverkin og á leik Juliette Binoche, sem hlaut fyrir verðlaun á kvikmynda- hátíð í Berlín fyrir skömmu. Kvik- mynd þessi býður upp á góða skemmt- an, hugljúfa skemmtan.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.