Alþýðublaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 1
MPBUBLMB Þriðjudagur 25. mars 1997 Lögreglan kaupir upplýs- ingar fyrir tugi þúsunda Böðvar Bragason, lögreglustjóri, í einkaviðtali við Alþýðublaðið I einkaviðtali við Alþýðublaðið vísar lögreglustjóri á bug öllum ásökunum í tímaritinu Mannlífi um að fíkniefnasalar fái að starfa með vitund lögreglu, gegn þvf að gefa henni upplýsingar úr undirheimum fíkniefnasalanna. Hann vísar því einnig á bug að það sé mögulegt að slíkt gerist án sinnar vitneskju: „Mið- að við vitneskju mína í dag, þá er hún þessi: Lögreglan er frí af því að hafa ¦ Brýnt réttindamál samkynhneigðra Hommar og lesbíur fá að stjúpættleiða Ef frumvarp þess efnis fer í gegn á þinginu „Ég á von á því að frumvarpið fari í gegn," segir Ólafur Örn Haralds- son, „þetta hefur verið rætt í öllum flokkum og flutningsmenn hafa kynnt frumvörpin þar." Hvergi í heiminum njóta samkyn- hneigðir þeirra réttinda að mega stjúpættleiða börn, en samkvæmt frumvarpi sem fimm þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum hafa lagt fram verður samkynhneigðum á ís- landi sem búa í staðfestri samvist heimilt að stjúpættleiða börn . „í því felst," segir Ólafur Örn Har- aldsson fyrsti flutningsmaður frum- varpsins. „Að ef annar aðilinn kemur inn í staðfesta samvist með barn, get- ur hinn aðili samvistarinnar sótt um stjúpættleiðingu barnsins, þannig að til dæmis ef kynforeldri deyr, gangi foreldrarétturinn yfir til þess sem eft- ir lifir. Við erum að benda á réttindi barnsins, einnigf hvað varðar erfða- mál og ættleiðing er í anda laganna sem samþykkt voru í fyrra og hefði átt að vera með þá. Það er verið að undirstrika að staðfest samvist njóti sömu mannréttinda og annað sam- vistarform," sagði Olafur Örn Har- aldsson alþingismaður. brotið lög," segir lögreglustjórinn. Hann segir einnig tilhæfulaust, að mönnum sem tengjast fíkniefnum sé boðið að mál gegn þeim verði felld niður veiti þeir upplýsingar um aðra fikniefnasala, og kveðst aldrei hafa heyrt minnst á, að slíkum mönnum hafi verið greitt með ívilnunum eða slaka af hálfu löggæslunnar. Hann upplýsir hinsvegar að það tíðkist, að kaupa upplýsingar um fíknisefnasala frá uppljóstrurum gegn fé. Böðvar Bragason segir lögregluna kaupa slíkar upplýsingar að jafnaði tvisvar til þrisvar á ári. Hann skrifar sjálfur upp á öll slík kaup, og segir að þau komi fram í bókhaldi lögregl- unnar. Sjálfur telur hann gjaldið lágt: „Það getur hlaupið á nokkrum tugum þúsunda, en oftast minna," segir lög- reglustjóri, og kveðst ekki muna eft- ir hærri upphæðum í fljótu bragði. Um ásakanir um að fíkniefnalög- reglan hafi brotið lögvarin réttindi á fólki segir Böðvar: „I þessum efnum hefur trúlega stundum verið farið á ystu nöfh. Ég get ekki orðað það öðru vísi. Þetta eru óskaplega við- kvæm mál, og þarna er keyrt alveg í kantinum...En lögreglan gerir sér ekki að leik að brjóta réttindi borgar- anna." Böðvar kveðst jafnframt treysta Birni Halldórssyni, yfirmanni fíkni- efnalögreglunnar, og þegar dóms- málaráðherra óskaði eftir skýrslu frá embættinu vegna ásakana sem komu fram í Mannlífí fól hann Birni að skrifa skyríngar embættisins. Þingmenn heimsóttu STEF Magnús Kjartansson tónlistarmaður og Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður menntamálanefnd- ar Alþingis hittust til að ræða höfundarréttarmál og fleira sem STEF, þar sem Magnús gegnir forstöðu, taldi sig þurfa að greina menntamálanefndinni frá. Agúst Einarsson alþingismaður Alþýðublaðið hið eina sanna málgagn jafnaðarstefnunnar Munum einhenda okkur í að styrkja blaðið "Þjóðvakablaðið og Alþýðublaðið sameinast, en það gerist þannig að Þjóðvaki verður aðili að stjórn Al- þýðublaðsútgáfunnar. Einnig verða ýmis sérkenni Þjóðvakablaðsins í Al- þýðublaðinu, svo sem hin vinsæla bílasíða Jónasar Ástráðssonar. Við erum núna að einhenda okkur í að styrkja og efla Alþýðublaðið sem hið eina og sanna málgagn jafnaðarstefn- unnar. Við emm spennt fyrir fram- haldinu. Blaðið hefur verið gott og er gott og verður vonandi enn betra þeg- ar við leggjumst á sveif með vinum okkar. Að auki er þetta eðlilegt fram- hald af þeirri ágætu samvinnu sem hefur tekist milli flokkanna. Við erum að berjast fyrir því markmiði að jafn- aðarmenn sameinist um eitt framboð fyrir næstu kosningar. Okkar blað hefur gegnt sínu hlutverki með sóma. Við munum nú hjálpast við að safna nýjum áskrifendum fyrir Alþýðublað- ið, en okkur hefur mæst vinsemd og hlýja frá forystu Alþýðuflokksins og ritstjórn Alþýðublaðsins. Við eram spennt fyrir þessu nýja verkefni. "Ég er ánægður með aukinn styrk Alþýðublaðsins og þetta er áfangi á þeirri leið að sameina kraftana," sagði Sighvatur Björgvinsson formaður Al- þýðuflokksins. ¦ Löggan og Franklín Atli rannsakar Þorsteinn Pálsson hefur sett Atla Gíslason hæstaréttarlögmann sem lögreglustjóra í rannsókn á samskipt- um lögreglunnar í Reykjavík og Franklíns Steiner. Ríkissaksóknari hefur sem sagt ákveðið að fram fari opinber rannsókn á samskiptunum. ¦ Þorskmengaður sjór, segir Grétar Mar Jóns- son skipstjóri Það er neyðar- ástand Grípum til „franskra" aðgerða veröi ekki á okkur hlustaö Vísir, félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, íhugar að alvöru að grípa til aðgerða verði ekki á þá hlustað, varðandi veiðiþol þorsk- stofnsins. Grétar Mar Jónsson, for- maður félagsins, vildi ekki segja til hvaða aðgerða þeir hyggjast grípa, en benti á að árangur sem Frakkar hafa náð með allskyns skærum, svo sem að stöðva flutningaleiðir og fleira. Það sem Grétar finnur helst að, er hversu lítið tillit Hafrannsóknastofn- un, tekur til þekkingu sjómanna, og þá sérstaklega skipstjóra. Hann segir skipstjóra vera sannfærða um að þorskstofninn þoli meiri veiði, en nú er leyfð og að þeir ætlist til að það sé tekið mark á því sem þeir hafa að segja. "Það er neyðarástand hér á Suður- nesjum. Menn eru í stöðugum vand- ræðum að reyna að fiska aðrar teg- undir en þorsk, en það gengur ekkert þar sem hafið er það þorskmengað." Grétar segir að velflestir bátar á Suðurnesjum fiski á leigukvóta og svo hafi það verið síðustu ár, allir séu nánast búnir með kvótann. Ekki eru til neinar tölur um hversu háar fjár- hæðir eru greiddar árlega frá Suður- nesjum vegna kvótaleigu, en ef mið er tekið af þeim kvóta sem er leigður, er ekki óvarlegt að gera ráð fyrir að á hverju fiskveiðiári greiði Suður- nesjamenn allt að einum og hálfum milljarði í kvótaleigu. "Við eram hundfúlir yfir þessu, eðlilega. Það eru stóru útgerðirnar, sem gera skipin út á annað en þorsk, sem eru helstu leigjendur kvóta. Það er ekki hægt, að á sama tfma og út- gerðir eru að brenna inni með kvóta, þá skuli aðrir þurfa að leigja kvóta fyrir 80 til 90 krónur kílóið. "Það verður að stokka fiskveiði- stjórnunarkerfið upp. Við munum fara friðsamlega af stað, en ef það dugar ekki þá munum við grípa til aðgerða sem tryggja að það verði tekið mark á okkur framvegis. Við erum hunsaðir varðandi veiðiráð- gjöfina. Það er ekkert mark tekið á okkur skipstjórum. Þrátt fyrir að margir okkar hafi samanburðar- eynslu í þrjátíu til fjöratíu ár. Til við- bótar get ég nefnt að við þekkjum þau svæði, sem við höfum verið á í áraraðir mjög vel. Margir skipstjórar eru í raun góðir fiskifræðingar. Auð- vitað er sárt að ekki skuli á okkur hlustað."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.