Alþýðublaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 1997
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
Ragna Reykás kemur í bæinn
Ingibjörg Pálmadóttir sveiflaði sér
fyrir alvöru upp á stjörnuhiminn
stjómmálanna þegar hún kom ung og
frísk til Alþingis vorið 1991 og byrj-
aði að berja á krötunum fyrir
frammistöðu þeirra í heilbrigðismál-
unum. Hún stóð sig nokkuð vel í
slagnum. Þegar hún reif sig and-
spænis Sighvati Björgvinssyni
minntu þau á Davíð og Golíat, og þó
stelpan af Skaganum hefði engan
slöngvivaðinn líkt og Davíð forðum
tókst henni að minnsta kosti að pirra
þáverandi heilbrigðisráðherra svo
eftir var tekið.
Sagnfræðingar Alþingis hafa talið
saman að á kjörtímabilinu stóð hún
367 sinnum upp á þinginu til að
flytja ræðu. En þrátt fyrir þennan
mikla ræðufjölda myndu „samlede
verker" Ingibjargar Pálmadóttur frá
síðasta kjörtímabili eigi að síður
komast fyrir í örþunnu bindi. Einn
þingmaður Framsóknar, sem nú er
reyndar orðinn ráðherra, orðaði það
svo hnyttilega að hún hafi í rauninni
ekki flutt 367 ræður, heldur sömu
ræðuna í 367 útgáfum. Hvað um það.
Undir lok kjörtxmabilsins hafði þing-
konan ekki aðeins sýnt Sighvati
klæmar, heldur sannað um leið fyrir
þjóðinni að það er ekki endilega for-
senda farsællar þingmennsku að geta
talað eða hugsað.
Ræðan sem Ingibjörg Pálmadóttir
hélt 367 sinnum á Alþingi fslands fól
í stuttu máli í sér yfirlýsingu um að
bölvaðir kratamir væm þjóðhættu-
legar skepnur. Þeir hefðu tekið þátt í
að setja á þjónustugjöld, viljað spara
á sjúkrahúsunum og meira að segja
agnúast út í kostnað við lyf sem allir
vissu þó að væm bráðnauðsynleg.
Það vantar ekkert, sagði þingmaður-
inn yfirleitt í lok hinnar vikulegu
ræðu, nema þessir níðingar ráðist
gegn gamla fólkinu líka.
I kosningabaráttunni geystist Ingi-
björg um Vesturland með kjörorð
Framsóknarflokksins - „Fólk í fyrir-
rúmi“ - límt á sig í bak og fyrir. Hvar
sem hún kom lofaði stelpan vígreifa
af Skaganum afnámi þjónustugjalda,
eflingu sjúkrahúsa, og hvenær sem
tækifæri gafst lagði hún sérstaka
lykkju á leið sína til að lofa öldruð-
um stórkostlegum kjarabótum kæm-
ist Framsókn til valda.
Á Vesturlandi var sérstökum lof-
orðalista dreift til aldraðra Vestlend-
inga, og framaná honum var mynd af
Ingibjörgu Pálmadóttur með búldu-
leitum og fremur dapurlegum manni.
Myndin var hreyfð því það var engu
líkara en karlmaðurinn á myndinni
hefði reynt að læðast út úr uppstill-
ingunni einsog honum liði illa að láta
taka af sér mynd við þessar aðstæður.
Þó maðurinn á myndinni reyni að
horfa niður til að dylja andlit sitt kom
selskinnskápan upp um hann, og
engum gat dulist að hér var á ferðinni
formaður Framsóknarflokksins. Á
þessu stigi kosningabaráttunnar var
hann kominn í bullandi þunglyndi
eftir að hafa hlustað á loforðafyllerí
Ingibjargar Pálmadóttur hvenær sem
hann opnaði fyrir útvarpið.
En stund hefndarinnar rann upp.
Strax að loknum kosningum var allur
þingflokkur Framsóknar á harða-
hlaupum einsog hænsnahjörð út og
suður til að komast hjá því að verða
negldur í embætti heilbrigðisráð-
herra, sem flestir litu á sem ígildi
pólitísks dauðadóms. En þá skar
Halldór á hnútinn, og með sjaldgæfu
brosi á vör skikkaði hann Ingibjörgu
Pálmadóttir til að verða heilbrigðis-
ráðherra.
Allir þekkja eftirleikinn. Ingibjörg
er hætt að brosa. Hún er hætt að
halda ræðumar sínar. Hún líka hætt
að mælast í skoðanakönnunum.
Stelpan slynga af Skaganum lét
íhaldið kúga sig til að hækka þjón-
ustugjöldin sem hún ætlaði að af-
nema. Hún lét Friðrik pína sig til að
ráðast á sjúkrahúsin á landsbyggð-
inni sem hún ætlaði að efla. Þegar
henni bregður fyrir á skjánum liggur
eldri borgurum landsins við slagi.
Sighvatur Björgvinsson hitti naglann
á höfuðið, þegar hann sagði að Ingi-
björg Pálmadóttur hefði þó áorkað
einu:
“Nú vita allir, að Ragnar Reykás á
systur á Akranesi."
v i t i m q n n
“Lengi vel voru menn sígar-
ettulausir og eftir því sem á
túrinn leið var fátt annað að
éta en fiskur.“
Hálfdán Einarsson, sjómaður í Sjómanna-
blaðinu Víkingi, en hann var að lýsa að-
búnaði í 60 daga Smugutúr, en Hálfdán
átti aðeins 30 þúsund krónur eftir, þegar
hann kom í land.
“Um Franklín, karlstráið, er
að segja að hann er dæmdur í
þremur löndum fyrir fíkniefna-
smygl.“
Hrafn Jökulsson, ( DT.
“Það er fráleitt að hafa sjó-
menn sem tilraunadýr.“
Kristján Pálsson í Sjómannablaðinu Vík-
ingi.
“Páil Óskar er ótrúiegur og
getur gert allt.“
Inga Eydal í DT.
“Ætli ég sé ekki bara svona
vitlaus. Kannski er þetta líka
orðinn vani. Reyndar er ég
margbúinn að velta fyrir mér
að hætta en enginn vill losna
við mig.“
Gísli Ferdinandsson, skósmiður og
flautuleikari, en hann er að hætta að spila
opinberlega á hljóðfæri.
“Ég skil ekki að hún skuli vera
að gagnrýna ríkissaksóknara í
þessu máli.“
Björn Helgason saksóknari í DV. Tilefnið
er óánægja konu, sem nauðgað var fyrir
rúmum þremur árum, um að ekkert hafi
verið gert i refsimáli nauðgarans.
“Það er mikils virði að eiga
fullkominn heilbrigðisráðherra
eins og íslenska þjóðin á í
dag.“
Regina Thorarensen í DV.
“Vandamálið er að mannát
hefur almennt hlotið fremur
neikvæða meðferð í daglegu
tali og flömiðlun."
Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræöingur í
DV.
“Það sem mér finnst kannski
hvað alvarlegast er hugarfar
lögreglumannanna sem komu
á staðinn."
Sigurbjörn Halldórsson, trúnaðarmaður
vagnsstjóra hjá SVR, í DV.
Heppilegasta leiðin til að deyða
ljóðalöngunina er að hlusta á Ljóð
dagsins sem er klætt í skart drunga
og lantandi uppgerðar. Hleypið ljóði
dagsins út á morgnana að það geti
bjargað sér sjálft.
Brot úr Ijóðinu Hreytur eftir Geirlaug
Magnússon sem birtist í tímaritinu And-
blæ vorið 1994.
b ot I i n g a r
Elísabet Jökulsdóttir fékk
ekki úthlutun úr Launasjóði
rithöfunda að þessu sinni og
kemur það talsvert á óvart,
enda var hún með skáldverk á
árinu og hefur eingöngu at-
vinnu af ritstörfum, lllugi Jök-
ulssson fékk heldur ekki út-
hlutað þrátt fyrir afbragðs
barnabók, en það fengu hins-
vegar til dæmis Jón Viðar
Jónsson leikhúsgagnrýnandi
og Ingólfur Margeirsson. Einn
stjórnarmanna í launasjóði er
Sigurður G. Tómasson og
segir sagan að það sé heldur
kalt á milli hans og llluga eftir
styrinn sem stóð um brott-
rekstur llluga og Hannesar
Hólmsteins frá Rás Tvö á sín-
um tíma...
Sjoppurnar keppast nú við
að selja mjólkurvörur og í
miðbænum blómstra viðskipti
þeirra. Ögmundur kaupmaður
í Örnólfi við Snorrabraut mun
þó hafa verið stöðvaður af
verkfallsvörðum, sem sagt er
að hafi keypt af honum birgð-
irnar og dreift á elli og sjúkra-
stofnanir, Svarti svanurinn við
Rauðarárstíg, stöku sinnum átt
til mjólk í verkfallinu en einna
ötulastur mun vera Júlíus í
versluninni, Draumi við sömu
götu. Þar er sagt að fáist allt
milli himins og jarðar og auð-
vitað vantar ekki mjólkina
fremur en sterkari vökva. Þó
verður að segjast sem svo að
einn sjoppukaupmaður hefur
lagt upp laupana en hefði þó
haft fullt erindi i slaginn. Hann
var í daglegu tali nefndur
Hómer í höfðuðið á sjoppunni
en annars ávann hann sér
nafn fyrir verslun með mjólk
þrátt fyrir ekkert verkfall. Hann
hafði þá sérstöðu að selja
gamla mjólk og í gluggum
verslunarinnar mátti oft líta
auglýsingar eins og þessa: út-
runnin mjólk á hálfvirði, viku-
gömul jógúrt á sérstöku til-
boðsverði, vikugöml mjólk
selst ódýrt...
Þjónusta á sviði Internetsins
er mjög vaxandi á tölvu-
markaðnum. Eitt þeirra fyrir-
tækja sem vaxið hafa hvað
hraðast er Margmiðlun hf, sem
meðal annars hefur rekið
Heimakringluna, þar sem
menn geta keypt inn í gegnum
internetið. í dag er fyrirtækið
að verða að verða eitt af
stærstu fyrirtækjunum sem
selur slíka þjónustu. Maðurinn
á bak við velgengni þess er
Stefán Hrafnkelsson, en
þess má geta að Gestur
Gestsson, formaður Sam-
bands ungra jafnaðarmanna,
er sömuleiðis einn af forystu-
mönnum þess. Meðal þeirra
sem festa fé í tölvumarkaðn-
um hefur Margmiðlun verið
mjög álitlegur kostur, og nú
heyrum við að í þessari viku
verði gengið frá því að sterkur
aðili kaupi stóran hlut í fyrir-
tækinu. Fyrirhugað er að ráð-
ast í markaðssókn, og miðað
við hina hljóðlátu velgengni
fyrirtækisins til þessa er líklegt,
að í kjölfar hennar verði Mark-
miðlun nýi spútnikinn á mark-
aðnum....
^otoS •ysz W«ti evsthKV
t\\ váK\sV oDdNxm'S5! — -^N\oV
- - "stÁ 3r\\ ytsw
cö'titvowt toV 'Wm'vVVÁj''
oib ÝiOTcö
—
"FarSide" eftir Gary Lorson
hinumegin
fimm q förnum vegi
Telur þú að vöruverð muni hækka í kjölfar launahækkana?
Júlíus Steinarsson,
kaupmaður:
“Nei, ég hef enga trú á því.“
Ólafur Hilmarsson,
kennari:
“Já, ég er hræddur um það, og
af fyrri reynslu held ég að það
komi skriða verðhækkana.“
Jóhanna Viggósdóttir,
sjúkraliði:
“Mér sýnist það geta orðið.1
Gunnar Zöega, nemi:
Nei, ég er næstum viss um að
svo verður ekki.“
Jón Benediktsson, smiður:
“Já, og það er þegar byrjað.
Brauðin frá Myllunni hækk-
uðu um 7 til 8 prósent í morg-
un.“