Alþýðublaðið - 26.03.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.03.1997, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 v i ö t a I varða eru meðal þess sem ber á góma í viðtali Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Björn Bjarnason mæta af æðruleysi kemst aftur til valda og öflugri en áður. Ég hef nefnilega ekki nokkrar áhyggjur af því þótt einhvetjir vinstri menn berji sér á brjóst og segist ætla að útiloka Sjálfstæðis- flokkinn um aldur og ævi. Það mun aldrei takast. Þannig að ég get full- vissað þig um það, að hvemig sem næstu kosningar fara þá yrði Sjálf- stæðisflokkurinn ekki að halda út í eyðimerkurgöngu." Reyndar þarfnast stjórnarand- staðan sterks leiðtoga ef hún œtlar að ná árangri í ncestu kosningum. Sérðu þann leiðtoga? “Allar stjómmálahreyfingar þarfnast leiðtoga sem taka af skarið. En ég sé ekki að stjómarandstaðan eigi þennan sterka leiðtoga eða muni eignast hann í nánustu framtíð." Ræður sjónvarpið úrslitum? Nú er stutt í borgarstjómarkosn- ingar og samkvœmt skoðanakönn- unum hefur Sjálfstœðisflokkurinn naumt forskot á R- listann. Hvernig meturðu starf R-listans á þessu kjör- tímabili? “Flokksbræður mínir í borgar- stjóm hafa að mínu mati tekið Ingi- björgu Sólrúnu af vinsemd. Hún lét þau orð falla á einhverjum fundum að eini andstæðingur sinn í Sjálf- stæðisflokknum væri menntamála- ráðherrann. Það er reyndar ekki rétt en sýnir kannski hve flokksbræður mínir hafa sýnt henni mikla kurteisi. Ég hef undrast hvað Reykjvíkur- borg undir forystu Ingibjargar Sól- rúnar hefur verið áhugalítil um ýmis menningarmál. Sem dæmi má nefna viðbrögðin þegar hugmyndin um listaháskóla vaknaði. Ég hélt að Reykjavíkurborg myndi líta á það sem happ fyrir sig að stofnuð yrði hér háskólastofnun á sviði Iista og menningarmála. En því var ekki að heilsa. Þvert á móti hefur borgin í tvö ár leitast við að gera okkur mál- ið eins erfitt og kostur er. Ég get ekki annað en furðað mig á þessum vinnubrögðum." Hvert er mat þitt á Ingibjörgu Sól- rúnu sem stjómmálamanni? “I grundvallarmálum erum við ekki sammála. Ég get ekki séð að hún hafi af mörgu að státa eftir að hún komst í sæti borgarstjóra. Það hefur ekkert nýtt gerst, engin þau þáttaskil sem réttlæti að menn kjósi R-listann á ný, nema þeir vilji halda áfram að borga hærri gjöld. Annars verð ég að segja, að fáir stjómmála- menn á undanförnum árum hafa not- ið jafn mikillar velvildar og vemdar í fjölmiðlum og Ingibjörg Sólrún.“ Afhverju er það? “Ég átta mig ekki alveg á því.“ Er það ekki bara vegna þess að hún er kona sem virðist hafa bein í nefinu? “Ef ég hefði sagt þetta sem þú segir þá hefðu orð mín verið skil- greind sem karlremba en ég get sam- sinnt þér.“ Finnst þér Árni Sigfússon nœgi- lega sterkur andstœðingur Ingi- bjargar Sólrúnar í nœstu borgar- stjómarkosningum ? “Árni er ágætur maður og ég hef verið stuðningsmaður hans í próf- kjörum. Ég treysti honum til góðra verka. Ég átti einu sinni samtal við franskan áhrifamann um frönsku forsetakosningamar. Hann sagði mér að það sem að lokum réði þar Davíð Oddsson. „Hann á auðvelt með að beina málum í þann far- veg að unnt sé að leysa þau, og skynjar vel rétta tímann til slíkra hluta.“ úrslitum væri einvígið milli þessara tveggja keppinauta í sjónvarpssal, hvor þeirra hefði það „killer in- stinct" sem öllu skipti. Eg held að úrslit næstu borgarstjómarkosninga kunni að ráðast í sjónvarpseinvígi í beinni útsendingu. Stjórnmálabaráttan hér er að sumu leyti að afpólitíserast. Línum- ar eru ekki jafn skarpar og þær voru, stjómmálamenn tala ekki af sama tilfinningaþunga og áður. Menn berjast ekki við andstæðinga í krafti hugsjóna sem þeir vilja vemda. Nú er nær eingöngu verið að leysa praktísk viðfangsefni. Þetta er slæmt. Mér sýnist að stjómmála- flokkar eigi eftir að skipta um hlut- verk, verða eins konar rammi utan um sérgreind áhugamál." Hvað finnst þér um hugmyndina um að kjósaforsœtisráðherra beinni kosningu? “Ég er ekki hrifinn af þeirri hug- mynd. Hinu finnst mér að menn eigi að velta fyrir sér hvort það sé ekki umhugsunarvert að gera embætti forseta að pólitísku embætti og kjósa til þess á pólitískum forsend- um. Þið vinstri menn ættuð að íhuga þann möguleika, það myndi kannski auðvelda ykkur að sameinast. Ég tel líka að ef vinstri mönnum er alvara með hugmyndum um að sameinast þá eigi þeir að berjast fyrir því að tekin verði upp einmenningskjör- dæmi. Það kallar á tveggja flokka kerfi og ég er í sjálfu sér hlynntur því að taka upp slíkt kosningafyrir- komulag." Nú virðist allnokkur ágreiningur milli þín og stórs hluta námsmanna- hreyfingarinnar. “Ég held að svo sé ekki. Fyrrver- andi formaður Stúdentaráðs, Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson, hefur lagt sig eftir því að draga upp óvinaí- mynd af mér til að draga sitt lið sam- an. Hann hefur svo að segja haft mig á heilanum. Ég sagði við hann í fyrrasumar að ég hefði ekkert meira við hann að tala því hann væri svo ómálefnalegur að það væri ekki hægt að ræða málin við hann. En nú hefur hann látið af störfum og ég vona að í stað hans sé kominn mað- ur sem hægt er að ræða við. Ég á mjög góð samskipti við marga for- ystumenn námsmanna sem koma oft á minn fund. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mesta fylgis allra ílokka með- al ungs fólks og ef óánægjan með menntamálaráðherrann væri svona mikil þá ætti það að koma niður á því fylgi. Það hefur ekki gerst." Það hefur verið nokkuð gagnrýnt hversu frjálslega þú viðrar skoðanir þín á heimasíðu þinni. “Það eru einkum þrír aðilar sem það hafa gert opinberlega. Guðrún Helgadóttir, minn gamli sessunautur á Alþingi, skammaðist yfir því að ekki væri hægt að ná sambandi við mig nema gegnum tölvu. Okkar ágætu samskipti síðan sýna hins vegar allt annað. Svavar Gestsson skammaðist yfir því sem ég var að segja og Össur Skarphéðinsson taldi sömuleiðis að orð mín væru óviður- kvæmileg. Ég er ekki sammála þess- ari gagnrýni. Ég er þátttakandi í fjöl- miðlaumræðu en ég gæti þess vand- lega að ekkert rati inn á þessa síðu sem hefur ekki opinbera Skírskotun, til dæmis skýri ég ekki frá einka- samtölum og felli ekki dóma um samstarfsfólk mitt.“ En stimt sem áður ertu að koma ákveðnum skoðunum til skila og þar sem þú ert maður sem hefur vald ótt- ast þeir sem eru ósammála þér eftir- mála. Ertu hefnigjam? “Ég vil ekki láta neinn eiga neitt inni hjá mér. Er það hefnigimi? Fað- ir minn kenndi mér að menn ættu ætíð að svara fyrir sig í opinberum deilum því enginn gerði það fyrir þá. Ég hef lifað samkvæmt þessari reglu. Að vísu em nokkrir einstak- lingar sem skrifa í blöð sem ég hef ákveðið að svara ekki því ég kæri mig ekki um að eiga orðastað við þá.“ Hvaða menn eru þetta? “Það ætla ég ekki að segja þér.“ Ertu langrœkinn? “Ef því er að skipta er ég það vafalaust.“ Það sem mestu varðar Ertu trúaður? “Já, það hef ég alltaf verið og er fremur að herðast í trúnni en hitt.“ En ertu forlagatrúar? “Ég held að mönnum sé mörkuð ákveðin braut í lífinu. Þeir þurfa einnig að setja sér markmið. Annars hef ég þá sannfæringu að mönnum beri að taka því sem að höndum ber af æðruleysi. Ég hef þó ekki alltaf lifað samkvæmt þessu fremur en aðrir. Það hendir mig eins og alla að verða stundum neikvæður eða pirr- aður og gleyma því að maður á að taka því mótdræga eins og hverju öðm og nýta sér það fremur en að hlaupa í andstöðu og neikvæðni. En þetta viðhorf, að taka því sem að höndum ber, er auðvitað hluti af trúnni. Trúin er meðal annars í því fólgin að menn átti sig á því að þeir geta létt af sér áhyggjum og látið al- mættið taka við þeim. Það auðveld- ar margt ef maður man eftir þessu þegar á móti blæs.“ Ertu tilfinningamaður? “Ætli það ekki, en ég er svosem ekkert að bera tilfinningar mínar á torg.“ Og svo i lokin, er einhver stjóm- málamaður, innlendur eða erlendur, sem þú lítur á sem fyrirmyndþína? “Ég vil ekki tala um fyrirmynd. En vorið 1988, að mig minnir, var ég á einkafundi þar sem Helinut Kohl gerði sameiningu Þýskalands að umtalsefni. Kohl virtist ekki hafa mikla útgeislun en þegar hann fór að tala umbreyttist hann í mikinn bar- áttumann. Hann talaði af sannfær- ingu og miklum þunga sem hafði áhrif á mig og síðan hef ég metið hann mikils. Það hrífur mig ætíð ef menn geta fylgt málum sínum eftir af þunga og sannfæringu og láta ekki bilbug á sér finna þótt sótt sé að þeim. Það er til lítils að vera í pólitík ef menn hafa ekki sannfæringu sem þeir eru til- búnir að beijast fyrir hvað sem taut- ar og raular. Það að menn hafi góð- an málstað og séu reiðubúnir að fylgja honum fast eftir skiptir mestu; - kannski öllu.“ „Að taka því sem að höndum ber, er auðvitað hluti af trúnni. Trúin er meðal annars í því fólgin að menn átti sig á því að þeir geta létt af sér áhyggjum og látið almættið taka við þeim.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.