Alþýðublaðið - 09.04.1997, Page 1
Miðvikudagur 9. apríl 1997
Stofnað 1919
■ SIF í skiparekstur
Undir þægindafána
Erlendir sjómenn verða í áhöfn Hvítanessins sem SÍF keypti af Nesskipum
SÍF, Sölusamband íslenskra fisk-
framleiðenda, hefur fest kaup á skip-
inu Hvítanes, sem var í eigu Nes-
skipa. SÍF tekur við útgerðinni í byrj-
un júní.
Róbert Agnarsson, hjá SÍF, segir
að engar breytingar verði á rekstrin-
um nema að eignarhald breytist.
Skipið verður áfram undir þæginda-
■ Fulltrúaráð Alþýðu-
flokksins og Reykjavík-
urlistinn
Vilja helst
opið prófkjör
Eindreginn stuðningur við áfram-
haldandi þátttöku í Reykjavíkurlist-
anum var samþykktur á aðalfundi
fulltrúaráðs félaga Alþyúflokksins
sem haldinn var fyrir síðustu helgi.
Um leið var samþykkt einróma
áskorun á Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur að verða áfram í áttunda sæti
Reykjavíkurlistans við næstu kosn-
ingar.
Miklar umræður fóru fram um
hvemig best væri að vinna að því að
tryggja sigur listans og margir lýstu
þeirri skoðun sinni, að æskilegast
væri að viðhafa opið prófkjör um val
á frambjóðendum á listann, til að
opna hann sem mest, og auka mögu-
leikana á því að skapa fjöldastemm-
ingu fyrir framboðinu. Samþykkt var
með öllum þorra atkvæða að beina
þeim tilmælum til hinna fimm full-
trúa Alþýðuflokksins sem munu taka
sæti í 25 manna Samráði Reykjavík-
urlistans að leggja þar til við sam-
starfsaðilana að efnt verði yrði til op-
ins prófkjörs meðal stuðningsmanna
listans.
Meðal þeirra sem studdu þetta var
Sighvatur Björgvinsson, formaður
Alþýðuflokksins - Jafnaðarmanna-
flokks fslands, og lagði áherslu á, að
hér væru um tilmæli að ræða, en
enga úrslitakosti af flokksins hálfu.
Undir þetta tóku aðrir ræðumenn.
fána, það er skráð í Panama, og í
áhöfn verða erlendir sjómenn og ís-
lenskir, það er til helminga.
“Auðvitað eru það vonbrigði að ís-
lenskar útgerðir skuli ekki manna
skipin sín alfarið íslenskum sjó-
mönnum,“ sagði Guðlaugur Gísla-
son, framkvæmdastjóri Stýrimanna-
félags íslands.
Hvítanesið hefur annast flutning
um helming af útflutningi SÍF og svo
verður að sjálfsögðu áfram. Annar
útflutningur á vegum SÍF hefur farið
með skipum Eimskip og Samskipa.
Róbert Agnarsson segir engar breyt-
ingar fyrirhugaðar hvað varðar við-
skipti við Eimskip og Samskip.
“Það er leyndarmál," sagði Róbert
Agnarsson þegar hann var spurður
hvert kaupverð Hvítanessins var.
íslenskum farmönnum hefur fækk-
að mikið á síðustu árum, til að
mynda um 33 stöður frá 1995 til síð-
ustu áramóta. A sama tíma hefur er-
lendum sjómönnum, á skipum sem
eru í eigu íslenskra kaupskipaút-
gerða, fjölgað um 68.
Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs
Áhugamannasamtökin Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs voru stofnuð í gær. Markmið
samtakanna er að vinna að stöðvun gróður- og jarðvegseyðingar í Landnámi Ingólfs og að auka
og bæta gróður á svæðinu í þeim tilgangi að endurheimta glötuð landgæði og skapa vistlegra
umhverfi fyrir þann stóra hluta þjóðarinnar sem á svæðinu býr. Að undirbúningi samtakanna
störfuðu; Gunnar G. Schram, Ingvi Þorsteinsson, Valdimar Jóhannesson, Árni M. Mathiesen,
Kristín Halldórsdóttir, Ólafur Örn Haraldsson, Rannveig Guðmundsdóttir og Svavar Gestsson.
Á myndinni eru frá vinstri: Rannveig Guðmundsdóttir, Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur og
Herdís Þorvaldsdóttir leikari. rmBinitBin e.ói
■ Guðni Ágústsson er ómyrkur um hreinsun á strandstað Vikartinds
Eimskip ber siðferðilega ábyrgð
Þingmaðurinn segir að Eimskip hefði átt að beita eigendur Vikartinds þungum þrýstingi. Kveður
eigendur og tryggingafélag hafa komið fram við íslendinga einsog þriðja flokks ríki. „Okkur vantar
lög um neyðarrétt í tilviki einsog þessu.“
“Eg er satt að segja undrandi á því
hvað Eimskipafélagið hefur sloppið
vel úr umræðunni um hreinsun á
strandstað Vikartinds, því vissulega
ber félagið sem leigutaki skipsins sið-
ferðilega ábyrgð í málinu. í fyrsta lagi
þekkir félagið þær aðstæður sem
þarna blöstu við, og hefðu getað farið
afar ílla ef til dæmis olían hefði farið
í hafið; í öðru lagi voru margir af
bestu viðskiptamönnum leigutakans
með ótryggðan farm um borð og í
þriðja lagi þekkti Eimskipafélagið að
sjálfsögðu afar vel til leigutakans, og
hefði átt að beita hann þungum þrýst-
ingi því skipið er vissulega á ábyrgð
Eimskipafélagsins í siglingum með
vörur hingað."
Þetta sagði Guðni Ágústsson, þing-
maður Sunnlendinga, í samtali við Al-
þýðublaðið í gær. Hann segir líka að
eigendur og tryggingafélag skipsins
hafi komið fram við íslendinga
einsog þriðja flokks ríki. Hann bætti
því við að honum þætti íbúum
Þykkvabæjar, sem væri matvælafram-
leiðsluhérað, hafa verið sýnt mikil
ósvífni með þessu framferði. „Svona
hefði aldrei verið farið með til dæmis
Bandaríkjamenn, og það má leiða get-
um að því að þessir aðilar hafi helst
viljað láta hafið um hreinsunina."
Guðni kveðst viss um það, að hefði
verkefnið verið fengið í hendur ís-
lenskum björgunarmönnum, sem
hann telur afreksmenn, þá hefði skip-
ið verið rétt af, og farmi og jafnvel
fleyi bjargað. „Þá hefðu viðskiptavin-
ir Eimskipafélagsins sloppið miklu
skaðminni, sumir skaðlausir."
“Það er auðvelt að vera vitur eftir á,
„ sagði Guðni aðspurður um gagnrýni
á störf dóms- og umhverfísráðherr-
ans, og vísar henni á bug. ,JÉg hygg
að allir hefðu farið þá leið sem hann
valdi, að hafa hitann í haldinu gagn-
vart eigendum og tryggingafélagi
skipsins, enda lá fyrir yfirlýsing 10.
mars þar sem þeir tóku fulla ábyrgð á
hreinsuninni og að fjarlægja skipið."
“Það er mikilvægt að endurskoða
lögin. Okkur vantar neyðarrétt til að
grípa inn í þegar óábyrgir aðilar
einsog þarna eru að verki, þá á ég við
eigenda skipsins og tryggingafélagið,
þannig að það sé alveg skýlaust að ís-
lensk stjómvöld geta lent svona máli
í einn farveg og gengið í verkið á
kostnað þess sem á í hlut,“ sagði
Guðni.
44. tölublaö - 78. árgangur
■ Hvalavinir telja sig
vera með trygga stöðu
Halldór klúðr-
aði hvalveið-
unum
Var hrokafullur og það er
honum að þakka að íslend-
ingar hefja ekki veiðar á ný
“Eg er viss unt að við væmm að
veiða hvali ef Halldór Ásgrímsson
hefði ekki klúðrað máli sínu eins
yndislega fyrir okkur hvalavini eins
og hann gerði. Hann skaut sig í löpp-
ina reglulega. Hann er okkar maður
og það er ekki að efa að það er hon-
um að þakka að við stundum ekki
hvalveiðar,“ sagði Magnús Skarp-
héðinsson, hvalavinur, þegar hann
var spurður hvort hann sjái fram á að
Islendingar hefji hvalveiðar á ný.
“Halldór vakti athygli, á þeim
fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins,
sem ég sat. Hann var uppfullur af
hroka, gorgeir og blótsyrðum. Papp-
íramir sem hann var með frá Hafró
vom ónýtir, það var alltaf hægt að
skjóta hann í kaf. Það var auðvelt
fyrir hvalavini í öðmm sendinefnd-
um að benda á vonleysi íslensku
skýrslnanna. Eftir að við sögðum
okkur úr ráðinu var staðan endanlega
vonlaus, Japanir gátu ekki keypt
kjötið og í augurn alheimsins litu Is-
lendingar út sem Barbarar sem fóm í
fýlu og vildu ekki ræða málin og
stofnuðu sitt eigið Hvalveiðiráð, sem
aldrei nokkurn tíma mun fá alþjóða-
samþykki, en það er fyrst og fremst
verk Guðmundar Eiríkssonar. Þetta
hefur kostað tugi ef ekki hundruði
milljóna og það mun aldrei nokkuð
koma út úr þessu. Þetta er kjörstaða
fyrir hvalavini."
Ert þú að segja að ef íslensk
stjómvöld liefðu spilað öðru vísu úr
stöðunni á árunum 1987 til 1989
vœrum við að veiða hvali?
“Ég er viss um það, örugglega
hrefnu. Það er mín sannfæring. Þor-
steinn Pálsson bætti um betur. með
því að segja okkur endanlega úr ráð-
inu, en Halldór hafði bara hótað úr-
sögn. Þorsteinn batt málið í
rembihnút sem íslendingar em fastir
í. Úrsögnin úr Alþjóðahvalveiðiráð-
inu, ónýtar vísindaskýrslur og útleik-
ir Halldórs og Þorsteins hafa tryggt
að við veiðum ekki hvali. Þáttur
Halldórs vegur þyngra en Þorsteins,
en pólitísk aðkoma Halldór hleypti
alltaf öllu í bál og brand. íslendingar
fóm fram úr Japönum í skúrkshætti."
En hvað finnst þér um umrceðuna
um að við hefjum hvalveiðar á ný?
“Hún er brandari héðan af, því eft-
ir átta ára stopp á hvalveiðum myndi
heimsbyggðin aldrei samþykkja að
við byijum aftur. Með því væmm við
ekki bara að skjóta okkur í fótinn,
heldur í hausinn. Staða þeirra sem
vilja veiðar á ný er endanlega töpuð.
Sérstaklega eftir framkomu Halldórs
á sínum tíma, hann var hrokafullur
og leit út eins og blöðmselur í sel-
skinnsjakkanum."
Handritin
komin heim
Brúarfoss leggst að bryggju
klukkan hálf tíu í dag. Um
borð em síðustu handritin frá
Konunglega bókasafninu í
Kaupmannahöfn.