Alþýðublaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 5im settist að í Hollywood og lenti þar í ýmsum hremmingum indler í Hollywood ----j|gj H H Raymond Chandler, hinn drykkfelldi, dyntótti og önugi meistari leynilög- reglusagnanna. Hitchcock svo vera og bætti við: „Við hittumst og ég sagði: Af hverju ekki gera þetta á þennan hátt? og hann svaraði: Ef þú getur ráðið fram úr þessu til hvers þarftu þá á mér að halda?“ Chandler hélt sínum gamla sið, neitaði að mæta í kvikmyndaverið og krafðist þess að fá að vinna heima. Ástæðan var einfaldlega sú að hann hafði komið sér drykkjuvenjum sem hann vildi ekki breyta. Hitchcock lét undan þessum kröfum og fór því til heimilis Chandlers til að fá fréttir af stöðu mála hverju sinni. Chandler taldi þessar heimsóknir jafngilda inn- rás. Einn dag þegar Chandler sat í garðinum heima hjá sér sá hann Hitchcock stíga út úr bíl sínum og sagði stundarhátt við einkaritara sinn: „Sjáðu hvernig þessi feita skepna rembist við að komast út úr bflnum sínum.“ Þegar einkaritarinn sussaði á hann og sagði að leikstjór- inn gæti heyrt til hans hreytti hann út úr sér: Ætli mér sé svosem ekki sama.“ Þrátt fyrir stirð samskipti þessara tveggja meistara var útkoman meist- araverk og gagnrýnendur og áhorf- endur áttu ekki orð til að lýsa hrifn- ingu sinni. Chandler var á öðru máli og sagði að myndina skorti dirfsku, í henni væru hvorki persónur né sam- töl. „Eg veit ekki af hverju hún slær í gegn,“ sagði fúllyndur Chandler, „kannski vegna þess að Hitchcock hefur tekist að fjarlæga öll merki um skrif mín úr henni.“ Síðustu ár Chandlers einkenndust af þunglyndi og sívaxandi drykkju. Kona hans átti lengi við alvarleg veikindi að stríða og eftir dauða hennar árið 1954 reyndi hann að fyr- irfara sér. Hann lést árið 1959. Hann hafði óskað eftir því að verða grafinn við hlið konu sinnar en var lagður til hinstu hvfldar í fá- tækrareit. Honum hefði líklega ekki þótt það neitt til að gera rellu út af: “Hvaða máli skiptir það hvar þú lást eftir dauðann, í forarpytti eða marmaragrafhýsi hátt á hæð? Þú varst dauður og svafst svefninum langa." ■ Athugasemd frá Dagsbrún og Framsókn Harma óvandaðan fréttaflutning Alþýðublaðsins “Vegna fréttar á forsíðu Alþýðu- blaðsins í dag 8. aprfl vilja félögin Dagsbrún og Framsókn koma á framfæri eftirfarandi leiðréttingum: Kjömefnd félaganna tveggja Dagsbrúnar og Framsóknar fer með yfirstjóm þeirrar atkvæðagreiðslu sem nú stendur yfir vegna samning- anna. Þessi sama kjömefnd hefur á undanfömum vikum stjómað þeim atkvæðagreiðslum sem fram hafa farið vegna verkfallsboðana félag- anna. Engar athugasemdir hafa kom- ið fram um „óheil vinnubrögð“ nefndarinnar enda dettur ekki nokkmm manni í hug að slflct verði viðhaft fyrr en nú að slík fullyrðing er höfð eftir einum viðmælenda Al- þýðublaðsins, Bjarka Magnússyni. Kjömefndin hefur haft sömu vinnubrögð varðandi starfsmanna- hald og áður þ.e. að setja niður hóp starfsmanna og félagsmanna sem vinnur við atkvæðagreiðsluna á vökt- um. Þetta er að sjálfsögðu undir stjóm kjömefndar og stjóma félag- anna. Ekkert hefur komið fram innan félaganna um að þessir starfsmenn og félagsmenn njóti ekki fulls trausts og trúnaðar til þessara verka. Félögin vísa því orðum Bjarka Magnússonar um „óheil vinnubrögð" til föðurhúsanna. Fullyrt er í frétt Alþýðublaðsins að félagsfundur Dagsbrúnar hafi valdið „mörgum fundarmanninum von- brigðum". Hvernig getur Alþýðu- blaðið fullyrt þetta? Af samtölum okkar við fundarmenn hefur allt ann- að komið í ljós. Margir voru ánægðir með þá kynningu sem fram fór á öll- um samningum félaganna bæði á að- alkjarasamningi og sérkjarasamning- um félaganna. Að sjálfsögðu em ekki allir sammála um samningana. Þannig hefur það alltaf verið. En ljóst er að kynning á kjarasamningum fé- laganna hefur aldrei fyrr verið jafn vönduð og fólki gefist eins góður tími til að skoða samningana áður en til afgreiðslu þeirra kemur. Það var kynnt í upphafi fundar að við hefðum takmarkaðan tíma fyrir fundinn eins og jafnan áður í Bíó- borginni. Því yrði að nýta fundartím- ann vel. Það var ekki reynt að leyna þessu á nokkum hátt, enda vita fund- armenn í Bíóborginni hvemig þessu er háttað. í frétt Alþýðublaðsins seg- ir að aðeins 15 mínútur hafi gefist til almennra umræðna eftir kynningu samninganna. Þetta er alrangt. Kynn- ingu samninganna lauk kl. 15:30 og fundinum lauk nærri klukkutíma síð- ar. Nítján manns með frummælend- um tóku þátt í umræðunum og aðeins fimm manns vom á mælendaskrá sem ekki komust £ ræðustól. Til að auka tímann fyrir umræður var felld niður ein kynning á einum af smærri samningum félaganna og syndgað upp á þann tíma sem við höfðum gagnvart kvikmyndahúsinu. Það er því alrangt sem fram hefur komið hjá Bjarka Magnússyni að á annan tug félagsmanna hafi verið á mælenda- skrá þegar varð að ljúka fundi. Þá kemst Alþýðublaðið að þeirri niðurstöðu að um 400 manns hafi verið á fundinum. f atkvæðagreiðsl- unni sem fram fór á fundinum tóku 201 félagsmaður þátt en það er eina raunverulega talning fundarmanna. Leiða má líkum að því að fundar- menn hafi verið eitthvað á þriðja hundrað þegar flest var. Það er einnig mikill misskilningur Bjarka Magnússonar að „stóra samn- inganefndin hafi sagt hlutverki sínu lausu í miðjum samningaviðræðum". Stóra samninganefndin afgeiddi samningana áfram til atkvæða- greiðslu í félaginu á lýðræðislegan hátt. Eins og sést af þessurn staðreynd- um stendur ekki steinn yfir steini í frétt Alþýðublaðsins um málið. Blaðamaður Alþýðublaðsins hafði samband við fundarstjóra og for- mann kjörstjómar Snæ Karlsson og fékk þær upplýsingar um málið sem hann óskaði eftir um félagsfundinn og fjölda þeirra sem ekki komust að af mælendaskrá. Hann fékk einnig allar upplýsingar um atkvæðagreiðsl- una. Þrátt fyrir þetta fylgdi hann ekki þeirra gullnu reglu að hafa það sem sannara reynist enda er „fréttin" öll mjög lituð af frásögn óvandaðra heimildannanna sem gefa greinilega ekkert fyrir staðreyndir en eru upp- teknir af að koma höggi á stjómir Dagsbrúnar og Framsóknar. Að lokum þetta. Það er dapurlegt að þurfa að upplifa það að „málgagn jafnaðarstefnunnar" á íslandi skuli viðhafa jafn óvönduð vinnubrögð í fréttamennsku og raun ber vitni. Hjá öllu þessu hefði mátt komast með því að birta þær réttu upplýsingar sem blaðamaðurinn hafði og afla meiri frétta frá félaginu ef þörf var á. Þá hefði Alþýðublaðið líka geta komist hjá þeim subbuskrifum sem einkenna önnur greinaskrif þessa sama tölu- blaðs um Dagsbrún og Framsókn. En kannski er ekki hægt að breyta inn- ræti manna. Óheiðarlegt fólk heldur áfram að vera meðal okkar." Það var og Alþýðublaðið ber ekki ábyrgð á óeiningu innan Dagsbrúnar. Það er ekki við blaðið að sakast hver félags- andinn í Dagsbrún er. Við afþökkum með öllu þær mannlýsingar sem Dagsbrún hefur um okkur. Allar þær upplýsingar sem blaðið fékk hjá Snæ Karlssyni voru £ umræddri frétt. Þrá- inn Hallgrímsson fullyrti í gær að 300 manns hafi verið á fundinum, og hafi Alþýðublaðinu orðið á að hafa sagt áhuga fyrir fundinum meiri en hann í raun var, er sjálfsagt að biða- jst afsökunar á því. Annað sem kem- ur fram í athugasemdum Dagsbrúnar verða þeir að eiga við sig og sína fé- lagsmenn. ritstj. FransHf og Súlnasal Það er fransktfjör á laugardagskvöldum í Súlnasal. Skemmtikraftarnir Egill Ólafsson, Sigrún Eva Armannsdóttir, Rósa Ingólfsdóttir ogfulltrúar frá hinni óborganlegu Spaugstofu: ÖmÁmason og KarlÁgúst Úlfsson nueta ásamt Tamlasveitinni. Dansarar sýna can can og önnur frönsk spor undir stjórn Helenu Jónsdóttur. Tónlistarstjóri er Jónas Þórir. Ilabaddan SHemmtun vetrarins Aggi SLe og Tamlasveitin ásamt Sigrúnu Evu leikajyrir dansi til kL 3.00. Þríréttub kvöldmáltíð að frönskum heetti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.