Alþýðublaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 Alþingismenn Alþýðuflokksins VBTALS- TÍMAR í dag, mið- vikudaginn 9. apríl, verður Ásta B. Þor- steinsdóttir, varaformaður Alþýðuflokks- ins - Jafnað- armanna- flokks ís- lands, með viðtalstíma á skrifstofum flokksins, Hverfisgötu 8- 10, frá klukk- an 16:00 til 18:00. Þeir sem vilja panta viðtals- tíma, hafi samband við skrifstofuna í síma 552- 9244. ■ Dr. Benjamín H.J. Eiríksson skrifar Umræðan Ég hefi valið að kalla þetta greinar- kom Umræðuna. Hún á að fjalla um sama mál og hin almenna umræða undanfarinna daga: Er Guð gaman- samur? Hefir Guð húmor? Fyrsta við- bragð mitt var: Hvað segja boðorðin? Fyrstu tvö boðorðin segja, að menn- imir megi ekki hafa aðra guði en Jahve, né gera sér skurðgoð til að dýrka. En það er þriðja boðorðið sem á hér fyrst og fremst við: “Þú skalt ekki leggja nafn Guðs þíns við hégóma, því að Drottinn mun ekki láta þeim óhegnt, sem leggja nafn hans við hé- góma.“ Og hér má bæta við, að þessi Drottinn er Jahve. f þessu boðorði er hræðileg hótun. Guð segist refsa þeim sem leggi nafn hans við hégóma. Sæng þess- ara MANNA BÝÐ- UR ÞEIRRA ÞVÍ UPPREIDD. Undanfama daga hefir stór hópur manna haft Guð og nafn hans ásamt syni hans, Jesú Krist, að skotspæni í ósmekklegum og auvirðilegum gamanlátum, eiginlega skrílslátum. Orð Biblíunnar þýða það, að fram- tíðin hlýtur að geyma hryllilega hluti fyrir þetta ærða fólk. Rétt þegar ég er að hefja þessi skrif er að ljúka þætti í sjónvarpinu, þar sem ísmeygilegur náungi, leikari, er að ljúka uppgerðu, pöntuðu símtali við Guð Almáttugan. Aðaláhugamál þessa manns var það, að fá að vita númerin á næsta lottóvinningi. Auvirðilegra gat það varla verið. Guð átti að beina í vasa hans vænni upphæð peninga. Sál- arheill var honum ekki efst í huga, þótt það ótrúlega hefði skeð, að Guð hefði sjálfur svarað símaákalli hans. En Jesús brýndi margsinnis fyrir áheyr- endum sínum, að sálarheill þeirra ætti að vera þeirra aðal áhyggjuefni í líf- inu. En sálarheill manna veltur á hlýðni þeirra við boð Guðs. Símtalið var ágætt sýnishom þess sem á hefir gengið í þessum málum seinustu dagana. Það er eins og stífla hafi verið tekin úr gmggugum læk þorpsbúa, fullum af hroðanum úr þorpsbúum, enda er nýjasta lýsingin á þeim á kvikmynd: Djöfiaeyjan. Brautryðjandinn Sá, sem fyrstur hóf umræðuna um „gamansemi" Guðs, var séra Jakob Jónsson. Hann samdi ritgerð Humor and Irony in the New Testament; 1961. Arið 1965 sæmdi Háskóli fslands hann doktorsnafnbót. Séra Jakob þóttist geta sýnt ífam á gaman- semi og kaldhæðni í NT. Með þessum skrifum sínum lagði hann nafn Guðs við hégóma. Aðrir hafa svo siglt í kjölfarið, en aldrei eins og nú seinustu dagana. Þeir sem við þessi mál era að fást, jafnt leikir sem lærðir, gleyma því þýðingarmesta: Guð er heilagur og getur aldrei orðið tilefni hins hégóm- lega, spaugs eða hæðni, ekki í kristi- legu umhverfi. Guð segist sjálfur refsa mönnum fyrir syndir þeirra. Já, og ekki aðeins þeim sjálfum, heldur og bömum þeirra, og það í þriðja og fjórða lið. Það hvílir því bölvun á afkomendum þeiiTa manna, sem leggja nafn Guðs við hégóma. Orð og athafnir þessara manna, einkum um trúmál, hljóta því að koma samferðamönnum þeirra meir en lítið framandleg fyrir sjónir. Hvað verður svo um þessa menn þegar þeir deyja? Biblían segir að þeir fari á vondan stað. Menn hefur greint á um það, hverskonar vonzku muni um að ræða. Eitt er samt víst: Þar verður grátur og gm'stan tanna. Þetta segir góða bókin, Biblían. Og nú, að loknum náðartímanum, verða þessar lyktir ekki um flúnar. PS. Setningm með stóru stöfunum kom þannig úr ritvélinni. BHJE Kópavogsbúar- Aðalfundur Alþýðuflokksfélag Kópavogs heldur aðalfund sinn mánu- daginn 14. apríl kl. 20:30 í húsnæði félagsins Hamraborg 14a. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velunnarar félagsins velkomnir. Fh. stjórnar, Magnús Árni Magnússon formaður Jafnaðarkonur - jafnaðarkonur „Súpa og salat“ fimmtudaginn 10. maí kl. 19-21 á Litlu Brekku í Banka- stræti. Prófessor Jón Torfi Jónasson flytur fræðsluerindi um menntamál á íslandi í nútíð og framtíð. Allar konur velkomnar Stjórn Sambands Alþýðuflokkskvenna Kópavogsbúar- Vorhátíð í tilefni vorsins og komandi aðalfundar boðar Alþýðu- flokksfélag Kópavogs til skemmtikvölds föstudaginn 11. apríl kl. 20:00. Þar verða léttar veitingar og matur á vægu verði. Nánar auglýst síðar. ■ Raymond Chandler var drykkfelldur töffari s Raymond Clu “Ég er rithöfundur, sagði Raymond Chandler, „og verð að skrifa í einveru og þögn, þar sem enginn er til að líta yftr öxl mína, og segja mér að það sé hægt að skrifa betur. Þetta þurfa ekki að vera af- burða skrif, þau þurfa jafnvel ekki að vera sérlega góð. Þau verða einungis að vera mín.“ Chandler var ekki ætíð í þeirri að- stöðu að geta skrifað samkvæmt þessari þörf sinni, og kannski einna síst þegar hann vann sem handrita- höfundur í Hollywood á árunum 1943 til 1950. Sá tími einkenndist af átökum og erfiðleikum drykkfellds og dyntótts rithöfundar sem varði listrænt sjálfstæði sitt af þvermóðsku og krafti. Chandler fæddist í Chicago árið 1888. Hann var átta ára þegar faðir hans yfirgaf fjölskylduna og móðirin flutti með son sinn til Englands. Chandler sneri ekki aftur til Banda- ríkjanna fyrr en hann var 24 ára. Ara- tug síðar giftist hann Cissy Pascal sem var átján árum eldri en hann, og þrátt fyrir annálaða kvensemi sem leiddi á stundum til hraustlegs fram- hjáhalds, unni hann henni ákaft og missti lífslöngun eftir dauða hennar. „Hún var ljós lífs míns. Hún hvatti mig til dáða og allt sem ég gerði var eldur til að hlýja henni,“ sagði hann. Chandler vann fyrir sér sem fram- kvæmdastjóri hjá olíufélagi en drakk sig loks úr stöðunni. Eftir það fékkst hann við blaðamennsku og ritstörf. Fyrsta bók hans Svefninn langi kom út árið 1939 þegar hann var fimmtíu og eins árs. Þar skapaði hann einn frægasta einkaspæjara bókmennta- sögunnar, hinn harðsoðna Philip Marlowe. Bókin vakti verulega at- hygli og Chandler var umsvifalaust boðið starf í Hollywood við að skrifa kvikmyndahandrit eftir bók James M. Cain Double Indemnity ásamt Billy Wilder. Double Indemnity þyk- ir enn mögnuð sakamálamynd og Chandler fékk sína fyrstu Ósk- arsverðlauna tilnefningu fyrir handrit sitt. Árið eftir tók hann að sér að skrifa handrit að kvikmyndinni The Blue Dahlia, en sú kvikmynd gerði Alan Ladd og Veronicu Lake að stórstjörn- um. Chandler vildi einungis vinna við handritið á heimili sínu og þá drukkinn. Handrit hans endaði á orð- unum: „Var einhver að tala um að fá sér viskí?" en þau lokaorð rötuðu ekki í kvikmyndaútgáfuna. Fyrir þetta handrit, sem Chandler skrifaði í áfengisvímu, var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna öðru sinni. Það var ekki Chandler heldur William Faulkner sem var fenginn til að skrifa kvikmyndahandrit eftir frægustu bók Chandlers The Big Sleep. Faulkner skrifaði glettilega skemmtilegt handrit en hreyfði ekki við flóknum söguþræði. Meðan á kvikmyndatökum stóð kvörtuðu leik- arar myndarinnar hástöfum yfir því að skilja ekki fléttuna. „Hver drap bflstjórann?" spurði einn leikaranna leikstjórann Howard Hawks. Hawks fórnaði höndum og spurði Faulkner. Faulkner yppti öxlum. Hawks hafði þá samband við Chandler og forvitn- aðist um lausn gátunnar. „Þú keyptir kvikmyndaréttinn, þú getur fundið það út sjálfur," hreytti Chandler út úr sér. Sá siður Chandlers að vinna að kvikmyndahandritum sínum á heim- ili sínu meira eða minna drukkinn þótti hvorki aðlaðandi né traustvekj- andi. Honum var þó enn boðinn vinna, en afraksturinn mæltist mis- jafnlega fyrir og handriti hans eftir eigin skáldsögu Lady in the Lake var hafnað á þeim forsendum að það væri ruglingslegt og illa unnið. Árið 1950 hafði meistari Hitchcock samband við Chandler og bað hann að vinna að kvikmynda- handriti eftir sögu Patriciu Highsmith Strangers on a Train. Snillingunum tveim kom ekki rétt vel saman. “Þegar ég á í samvinnu við rithöf- und, sem eins og ég sérhæftr sig í ráðgátum og spennu þá virðist sam- vinnan ekki ganga upp,“ sagði Hitchcock mörgum árum seinna í samtali við Francois Truffaut og þeg- ar Truffaut spurði hann hvort hann ætti þar við Raymond Chandler sagði Fjármálaráðuneytiö Húsnæði óskast Ríkissjóður leitar eftir kaupum á u.þ.b. 300 m2 skrifstofu- húsnæði á Neskaupstað. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, afhendingartíma og söluverð, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhváli, 150 Reykjavík, fyrir 25. apríl 1997. Alþýðuflokksfélag Garðabæjar og Bessastaðahrepps Aðalfundur verður haldinn í kvöld, þríðjudagskvöld kl. 20:30 í kennarastofu Garðaskóla (sami inngangur og á Bókasafnið). Gestur fundarins: Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Félagar takið með ykkur gesti. Stjórnin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.