Alþýðublaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Abyrgðarmenn ríksstjórninni! ónarmið og allt í plati hjá v i t i m q n n “Ef þú ferð yfir það strik þá færðu bara skít og skömm.“ Valdís Óskarsdóttir kvikmyndagerðarmað- ur í DT, þegar hún er að lýsa hvernig Dan- í 6. grein laga um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna er kveðið á unt að þeir námsmenn sem fá lán úr sjóðnum skuli leggja fram yfirlýs- ingu a.m.k. eins manns sem taki á sig sjálfskuldarábyrgð á endurgreiðslu lánsins. Ef námsmaður getur ekki fengið slíkan ábyrgðarmann þá getur svo farið að hann geti ekki hafið nám eða þurfi að hverfa frá námi. Slíkum einstaklingi, einstaklingi án ábyrgð- armanns, getur sjóðurinn ekki veitt „tækifæri til náms án tillits til efna- hags“ sem þó er talið hlutverk sjóðs- Pallborð i Svanfríður Jónasdóttir skrifar ins skv. gildandi lögum. Ríkisendurskoðun tekur þetta at- riði sérstaklega fyrir í skýrslu sem stofnunin gaf út um fjárhagsstöðu sjóðsins í nóvember 1995. Þar er á það bent að eðli námslána sé annað en hefðbundinnar lánastarfsemi þar sem þau séu í raun það form á náms- aðstoð sem stjómvöld hafi ákveðið. Krafa um ábyrgðamann geti stangast á við það hlutverk að veita fólki tækifæri til náms án tillits til efna- hags. “Sigurinn" felst í samtölum við banka Fyrstu fréttir af niðurstöðu Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins um breytingar á lögum um sjóðinn bentu lfka til þess að þeir hefðu áttað sig á þessum augljósu sannindum. Þegar frumvarpið er skoðað kemur hinsvegar í ljós að ekki stendur til að breyta þessu. Stór- sigur Framsóknar varðandi afnám ábyrgðarmannsskyldunnar, sem for- ystumaður ungra framsóknarmanna taldi til tekna, felst einvörðungu í því að verið er að ræða við bankana um að þeir hætti að biðja námsmenn um ábyrgðarmenn á tímabundnum yfir- drætti. Eða eins og Finnur Svein- bjömsson framkvæmdastjóri sam- bands íslenskra viðskiptabanka lét hafa eftir sér í Degi/Tímanum sl. föstudag: „á sama tíma og ráðherrar ræða þetta við okkur ætlar ríkið sér að halda sjálfskuldarábyrgð á sjálf- um námslánunum." Og það er merg- urinn málsins. Ekkert í frumvarpi ríkisstjómarinnar um breytingar á lögunum um Lánasjóð íslenskra námsmanna bendir til minnsta áhuga stjómarflokkanna á því að afnema ábyrgðarmannskvöðina. Hún verður áfram til staðar hvað varðar lán úr LIN. Afram þurfa námsmenn að leita til foreldra og vina og biðja þá um að ábyrgjast lánin sín. Sitthvað rotið í ríki Dana Þeir em ýmsir sem hafa grátið það mikla valdaframsal sem felst í gild- andi lögum um LIN þar sem stjóm sjóðsins er heimilað að taka afdrifa- ríkar ákvarðanir um stöðu og mögu- leika námsmanna á a.m.k. sextán stöðum. Þannig hefur Sjálfstæðis- flokkurinn í ráðuneytinu og lána- sjóðnum í raun nánast sjálfdæmi um ýmis mikilvæg atriði s.s. til hvaða sémáms skuli lánað, hvaða skilyrð- um námsmenn og ábyrgðarmenn skuli fullnægja, hvað beri að telja námslok, hvað sé hæfilegur náms- tími og að fela bankastofnunum út- borgun lána, innheimtu og aðra dag- lega afgreiðslu, svo fátt eitt sé talið. Það er greinilegt að Framsóknar- flokknum finnst framkvæmd Sjálf- stæðisflokksins hafa verið mjög við hæfi því ekki er dregið úr þessu í nýju fmmvarpi stjómarflokkanna. Heldur er bætt í. Þannig verða úrskurðir stjómar sjóðsins endanlegir og verða ekki kærðir til æðra stjómvalds verði fmmvarpið að lögum. Og ef einstak- lingur starfar erlendis og greiðir af námsláni „skal stjómin áætla honum ríflegan útsvarsstofn" eins og þar segir. Það er semsagt sitthvað rotið í ríki Dana og kemur í ljós er fagnað- arlátunum linnir. Svanfríður Jónasdóttir er þingmaður jafnaðarmanna. Eekki þykir mönnum mikið um viðbrögð Guðmundar Þ. Jónssonar í Iðju eftir að féiags- menn kolfelldu samningana sem hann skrifaði undir. Heyrst hefur í Iðjufélögum sem væntu þess að formaður fyndi til skammar eða sektar, en því var ekki að heilsa. Það eina sem hann hafði að segja var að Þórarinn Viðar hefði hringt í sig og þeir myndu ganga frá nýj- um samningi. En eins og kunnugt er var Iðja meðal þeirra sem fyrst skrifuðu undir og gáfu tóninn að hluta, tón sem aðrir urðu að elta og kunna Guðmundi misgóðar þakkir fyrir. Kurr er meðal blaðamanna vegna þess að ekkert lát virðist á stefnum vegna meintra meið- yrða. Blaðamenn standa ávallt höllum fæti í þessum málum, þar sem reynslan sýnir að dómstólar taka, nær undantekningalaust, undir sjónarmið þeirra sem telja sig hafa orðið fyrir skaða eða álits- hnekki. Það vekur furðu hversu lít- ið Blaðamannafélagið virðist láta sig þetta skipta og blaðamenn sakna þess að formaður félagsins Lúðvík Geirsson skuli ekki láta frá sér heyra vegna þess vanda sem blaðamenn standa frammi fyrir, vanda sem getur skipt þá milljón- um á milljónir ofan. r Inýjasta Víðförla, sem er málgagn Þjóðkirkjunnar, skrifar Baldur Kristjánsson biskupsritari grein þar sem hann fjallar um frumvarp um rammalöggjöf á starfi kirkjunn- ar sem er til meðferðar á Alþingi. Baldur gefur lítið fyrir störf þings- ins, þar sem hann segir að löggjöf- in breyti í raun engu um starfsemi kirkjunnar, eins og hún birtist ( starfi safnaðanna. í greininni segir hann meðal annara. „Það er með öðrum orðum ekki sjálfgefið að neinar breytingar verði á störfum kirkjunnar þó að frumvarp þetta verði að lögum en jafn Ijóst að ákvarðanatakan um stórt sem smátt færist inn í kirkjuna sjálfa." að stendur mikið til hjá KR-ing- um en í lok þessa mánaðar halda þeir heljarinnar Karlakvöld þar sem menn ætla að hittast og berja hvorn annan, saman fyrir átök sumarsins. En eins og venja er til á þessum árstíma eru KR-ing- ar vongóðir, þetta er jú einu sinni þeirra árstími. Nú er spurt hvort þaggað verði niður í Bjarna Fel, en hann hreykir sér af því að KR hafi ekki orðið íslandsmeistari frá því hann hætti að spila með félag- inu, en til skýringar má geta þess að Bjarni er kominn á sjötugsaldur. Menn virðast geta átt mörg líf. Það sannast á Vilhjálmi Svan, en hann er orðinn á ný áberandi í veitingarekstri í mið- bænum. Vilhjálmur hefur víða kom- ið við, en einna þekktastur er hann fyrir að hafa rekið Tunglið og fyrir nokkuð mörgum árum rak Vilhjálm- ur til dæmis Villta tryllta Villa við Skúlagötu. í dag er Vilhjálmur með tvo veitingastaði, Casablanca við Lækjargötu og Nelly’s á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis. Það virðist ekki ganga vel fyrir Raufarhafnarbúa að halda sóknarpresti sínum, því enn og aft- ur er auglýst laust starf sóknar- prests staðarins. Séra Arnaldur Bárðarson er að hætta, en ör skipti hafa verið frá því að hin landsþekkta Ragnheiður Erla Bjarnadóttir var prestur á Raufar- höfn. Einar Einarsson: Helgi Björgvinsson: “Já, já, það verður að hafa “Ekki spuming." eitthvað að gera fyrir liðið.“ Ólafur Ólafsson: Kristinn Bragason: “Já, þetta er atvinnuskap- “Já, og það í hvelli." andi.“ Jón Ólafsson: “Já, þar setn það er atvinnu- skapandi.“ ir og íslendingar bregðast við velgegni annarra. “Hlutverk mitt er að stjórna liðinu og það er alveg nóg að gera það því það er ekki auð- velt að vera bara með einn bolta og allar þessar skyttur.“ Falur Harðarson, leikmaður Keflvíkinga í körfubolta, í Mogganum. “Þeir sem minna hafa verða að dúsa heima á hólmanum." Jón Birgir Pétursson í DT að ræða ferða- kostnað íslendinga. “Menn báðu um fund og fengu fund.“ Halldór Björnsson Dagsbrúnarleiðtogi f Mogganum, að ræða fundinn sem hefur komið öllu á annan endann í félaginu hans. “Nei, það finnst mér ekki og ég held að leikarar Spaugstof- unnar eigi ekkert síðri mögu- leika á að komast til himna- ríkis, en til að mynda margir kirkjunnar menn.“ Árni Gunnarsson, formaður SUF, í DT. “Þetta var „dry“boltaþorskur. Það er hér allt fullt af þorski og þó maður reyni að forðast hann og leita að ufsa þá fær maður bara alls staðar þorsk.“ Friðrik Benónýsson, skipstjóri á Gullborgu VE, í Mogganum. “Það er eins og það séu starf- andi tveir fjármálaráðherrar sem fjalla um lifeyrismál.“ Jóhannes Sigurgeirsson, framkvæmda- stjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins, í Mogg- anum. “Það vakti þó enga undrun hjá mér að Davíð forsætisráðherra skyldi vera út á þekju.“ Kjartan Helgason í Alþýðublaðinu. Sáðu breytni og þú uppskerð venjur. Sáðu venjum og þú uppskerð persónuleika. Sáðu persónuleika og þú uppskerð hlutverk. C.A Hall.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.