Alþýðublaðið - 09.04.1997, Side 6

Alþýðublaðið - 09.04.1997, Side 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 e r I e n t ■ Svisslendingar unnu seinni heimsstyrjöldina Nasistagull, blóðpen- ingar og stolin listaverk Svissneskir bankastjórar hjálpuðu nasistum að koma undan ránsfeng sínum úr helförinni gegn gyðingum en neituðu þeim sem lifðu af hremmingarnar og afkomendum þeirra um aðgang að bankareikningum ættingja þeirra. Þáttur Svisslendinga í seinni heims- styrjöldinni er blóði drifin og nú í októ- ber voru haldin réttarhöld í New York þar sem margir aldraðir gyðingar, sem lifðu helförina, lýstu þessari friðsömu og virðulegu þjóð, sem ótíndum þjóf- um og samverkamönnum morðingja. Þeir auðugu gyðingar sem gátu komið hluta af auðæfum sínum inn á sviss- neska bankareikninga áður en Nasistar murkuðu úr þeim lífið, í fangabúðum eða með fjöldaaftökum, gátu ekki vitað að þrátt fyrir að Nasistar töpuðu stríð- inu yrðu reikningar þeirra lokaðir fyrir afkomendum þeirra. Og á sama tíma væru virðulegir bankastjórar hinnar hlutlausu þjóðar að ganga erinda Nas- ista og flytja heilu fjársjóðina til Argentínu, þar á meðal gull úr tönnum látinna fómarlamba og stolna skart- gripi. Edgar Bronfman Sr, forseti Alþjóð- lega gyðingasambandsins, man eftir því að hann var aðeins tíu ára gamall þegar hann heyrði hvíslað um þjóðar- morðin í Þýskalandi á heimili sínu, sveitasetri í Montreal. Faðir hans var með gesti sem töluðu með sterkum út- lenskum hreim, og af miklum tilfinn- ingahita um að gyðingar í þýsku þorpi, hefðu verið látnir grafa fjöldagrafir og síðan hefðu þeir verið skotnir. Þetta var árið 1939 og hann spyr eðlilega: Ef að tíu ára bam í Montreal vissi þetta, hvemig gat það þá farið framhjá öllum heiminum. í meira en tvo áratugi hefur Bron- fman helgað sig þeirri köliun að láta heiminn aldrei gleyma atburðunum í Þýskalandi á tímum Nasista. Með sama hefndarþorsta og Simon Wiesent- hal eltir uppi gamla Nasista krefst Bronfman þess að arfur gyðinga, eign- ir þeirra, listaverk, og peningar á sviss- neskum bankareikningum, verði af- hentir eftirlifendum eða afkomendum aftur. Málflutningur hans allt síðasta ár hristi undirstöður hinnar virtu, hlut- lausu þjóðar, duglega og ógnar lögum um leynd yfir bankareikningum sem em máttarstólpar svissneska banka- kerfisins og raunar helstu auðlegðar þjóðarinnar. Svisslendingar em ekki þeir einu sem skjálfa á beinunum í þessu heilaga stríði, því rannsóknarað- ilar em famir að opna Gestapo skjöl sem sýna svo ekki verður um villst, slóð glæpamannanna, frá svissneskum bönkum til Suður Ameríku. Aður en því lýkur munu margar þjóðir og þeirra á meðal Bandaríkin, dragast inn í hneykslið og kalla skömm og sorg yfir aldraða embættismenn. „Þetta er síð- asti kafli Helfararinnar gegn Gyðing- um,“ segir Edgar Bronfman samúðar- laust. „Hann verður að skrifa kórrétt. í september árið 1995, hittu Bron- fman og félagar hans Kaspar Villiger, þá forseta Sviss og yfirmann Sviss- neska bankamannasambandsins í Bem, til að ræða aðgang Gyðinga að sviss- neskum bankareikningum fómarlamba helfararinnar. Villiger brást við með að bjóðast til að greiða hluta af þeim 32 milljónum dollara sem væru inni á ósóttum bankareikningum til að koma til móts við kröfur Gyðingana. „Þeir virtust ekki skilja að við væram að fara fram á almennilegt reikningshald en ekki mút- ur,“ sagði Bronmfman niðurlægður en eftirmálamir hafa hrundið af stað fjór- um bandarískum rannsóknum á hugs- anlegum tengslum þýskra bankamanna og Nasista. Það er ljóst að Nasistar vora ekki að- eins mestu morðingjar sögunnar heldur einnig mestu þjófamir. Eitt af fyrstu verkum Nasistana eftir yfirtöku hverr- ar evrópskrar borgar á fætur annarri var að fara ránshendi um þjóðardýrgripi og ræna Gyðinga eignum sínum og heim- ilum. Jafnvel meðan bandamenn vörp- uðu sprengjuregni á Þýskaland unnu Nasistamir að því að fjarlægja þýfið úr Ríkisbankanum og grafa það í yfir- gefnum námum um landið allt í trausti þess að þeir gætu náð því aftur er þeir hefðu komist að samkomulagi við bandamenn. I Merkers Kalíum- námunni fundust 241 milljóna dollara virði af gullstöngum, skartgripum og gullfyllingum úr tönnum fómarlamba gereyðingarbúðanna. Martröð Svissnesku bankanna Hvemig sem meintir stríðsglæpir Pokar með tanngulli úr fórnarlömbum helfararinnar sem fundust í námu eftir stríð en jafnvel meðan sprengjuregn bandamanna dundi á Þýska- landi og ósigur var í höfn reyndu Nasistar að koma undan ránsfeng sín- um í þeirri von að seinna mætti komast að samkomulagi við bandamenn Svisslendinga hafa verið í raun og veru þegar öll kurl era komin til grafar, hafa ákærumar, studdar af kröfum um að- gang að bankareikningum og skjölum sem nýverið hafa verið opnuð í Þjóð- skjalasafninu í Washington verið martröð fyrir þjóðina. Og sú martröð gæti versnað, bæði hvað varðar slæma umfjöllun í fjölmiðlum og eins gæti þetta rýrt traust bankanna til langtíma. Ríflega tíuþúsund erfingjar hafa höfð- að mál á hendur bönkunum og sviss- neska þingið hefur samþykkt lög sem þvinga þá til aðgerða og stjómar nú eigin rannsókn. Sæmd þjóðarinnar er í húfi, þjóðar sem er þekkt fyrir að vera heimaland Genfarsáttmálans og Rauða Krossins. Með tilliti til umfjöllunar fjölmiðla um svissnesku bankana og Gyðinga mætti ætla að Auschvitz hafi verið fjöldagröf milljónamæringa, en svo var þó ekki. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra Gyðinga sem létust í helförinni vora ósköp venjulegt fólk með takmörkuð fjárráð. Margir vora fátækir. Þeir sem áttu verðmæti reyndu oftast að fela þau með því að grafa þau niður í garðinum, eða í holu í vegg, en ekki inni á sviss- neskum bankareikingum. En þrátt fyrir það, vora nokkrir sem tóku sjensinn á því sem þeir héldu vera traustasta og öruggasta bankakerfi í heiminum. Að- eins brot af þeim tíuþúsund Gyðingum sem hafa höfðað mál lögðu sjálfir inn á reikningana. Það gerði þó Jakob Friedman, sem nú er búsettur í Brooklyn í Bandaríkj- unum. Hann er rúmenskur gyðingur en faðir hans var vellauðugur maður og eftir að hafa heyrt um Mein Kampf, og gyðingaofsóknirnar í Þýskalandi ákvað faðir hans að koma einhverju fé í ör- uggt skjól en að auki var hann að reyna að forðast að verðbólgan æti upp í allt hans fé. Það voru þó ströng viðurlög við því að reyna að koma fé úr landi, í Rúmeníu var viðlögð tíu ára fangavist og í Þýskalandi stríðsins, dauðarefsing. Það var á áranum 1937 og 38, sem Friedman, þá táningur, fór sjö ferðir til Sviss gegnum Þýskaland til að leggja fé inn á nafnlausa en númeraða banka- reikninga. Á tveggja til þriggja mánaða Hvernig sem meintir stríðsglæpir Svisslend- inga hafa verið í raun og veru þegar öll kurl eru komin til grafar, hafa ákærurnar, studdar af kröfum um aðgang að bankareikningum og skjölum sem nýverið hafa verið opnuð í Þjóð- skjalasafninu í Was- hington verið martröð fyrir þjóóina. Og sú martröð gæti versnað, bæði hvað varðar slæma umfjöllun í fjölmiðlum og eins gæti þetta rýrt traust bankanna til lang- tíma. Ríflega tíuþúsund erfingjar hafa höfðað mál á hendur bönkunum og svissneska þingið hefur samþykkt lög sem þvinga þá til aðgerða og stjórnar nú eigin rann- sókn. Sæmd þjóðarinnar er í húfi, þjóðar sem er þekkt fyrir að vera heimaland Genfarsáttmálans og Rauða Krossins. fresti lagði hann upp í þessa hættulegu leiðangra með féð í umslagi sem inni- hélt 22.500 franka hverju sinni, um fimm milljónir íslenskra króna á nú- virði. Upphaflega hafði Friedman eldri farið í þessa leiðangra sjálfur en áber- andi gyðinglegt útlit hans varð til þess að hann var stöðvaður af Svissnesku lögreglunni og vísað úr landi. Þá sendi Friedman son sinn Jakob af stað, en á áfangastað átti hann að leggja inn umslagið sem var merkt að framanverðu með númeri reikningseig- andans í einum af þremur bönkum sem Friedman átti viðskipti við. Alls lagði Jakob inn átta sinnum í hvem þessara þriggja banka og fékk kvittanir sem hann afhenti Chiel Riger, nánum vini föður síns sem var búsettur í Sviss. Árið 1938 var Jakob stöðvaður af svissnesku lögreglunni. „Þeir spurðu mig hvert ég væri að fara og ég sagði þeim satt frá og þeir létu mig hafa vegabréfið mitt aftur. En þeir aðvöraðu mig: „Ef þú ferð aftur í gegnum Þýska- land, þá gæti það orðið þín síðasta ferð.“ Árið 1939 flýði Jakob til Búdapest til að forðast herþjónustu í Rúmeníu en hann sneri aftur árið 1940 til að heim- sækja íjölskyldu sína. Hann var þá handtekinn færður á lögreglustöðina, barinn og loks rekinn úr landi. Hann sá fólkið sitt aldrei aftur. í maí árið 1944 vora þau tekinn höndum og send til Auscwitz þar sem þau vora myrt. Árið 1970 reyndu Jakob Friedman og eiginkona hans að ná út sparifé Friedmans eldri úr svissneskum bönk- um, upphæð sem gæti svarað til 80 milljóna íslenskra króna i dag, en þau fengu þau svör að þar sem númer reikningana væra glötuð væri það ekki hægt. “Okkur var sama um peningana," segir eiginkona Friedmans, ungverskur gyðingur sem missti alla fjölskyldu sína í helförinni. „Við höfðum misst alla ástvini okkar, en við lifðum af og núna eigum við bamaböm. Mér finnst að þau ættu að njóta þessara peninga en ekki svissnesku bankamir. Svissnesku bankamir hafa beðið um fimm ár til að ljúka rannsókninni og Jakob segir að það geri þeir í trausti þess að þá verði kröfuhafamir dauðir. „Eftirlifendur helfararinnar era tegund í útrýmingarhættu," segir hann. Banda- ríska minningarsafnið um helförina segir að það séu um fimmtíu þúsund eftirlifendur búsettir í Bandaríkjunum í dag. Á Hitler að skrifa dánarvottorð? Margir auðugir Gyðingar vora þvingaðir með pyntingum til þess að gefa upp númer bankareikninga sinna og drepnir að því loknu. I einhverjum bönkum höfðu þeir Nasistar sem birt- ust til að tæma slíka reikninga mætt tortryggni en í öðram ekki. Alice Fis- her er ein þeirra sem telur að faðir sinn hafi verið drepinn vegna þessa. Sem barn naut hún forréttinda og ólst upp, hjá auðugum foreldram á sveitasetri í Tékkóslóvakíu umkringd dýram lista- verkum. Veröld hennar var rústað með hemámi Nasista og skömmu eftir það voru Gyðingar hraktir burt að heimil- um sínum inn í yfirfull fátækrahverfi. „Faðir minn borgaði mikla peninga fyrir að láta smygla mér út úr Gettóinu, en þremur dögum eftir það var fjöl- skylda mín send til Auscwitz. Ég frétti seinna að skömmu áður hefði faðir minn verið handtekin og færður til yf- irheyrslu hjá Gestapo þar sem hann var pyntaður, en þeir vissu að hann var auðugur maður. Hann var barinn hræðilega og sagði þeim loks frá því hvar fjölskylduauðurinn væri niður- kominn. Þeir hljóta að hafa frétt af ít- rekuðum ferðum föður míns til Sviss.“ Fisher sem er kennari bar fyrir rétti að faðir hennar hefði komið sparifé fjölskyldunnar, skartgripum og heima-

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.