Alþýðublaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 f r é t t i r ■ Hrikalegt atvinnuleysi á Sauðárkróki og Hofsósi Tíundi hver íbúi án atvinnu Fólk er sært, segir sveitarstjórinn á Hofsósi Úr alfaraleið “Við erum alfarið öðrum háðir, þar sem við ráðum ekki lengur yfir nein- um kvóta. Fólk er sært vegna þess hvert ástandið er. Við sameinuðumst útgerðinni á Sauðárkróki í nafni hag- ræðingar. Nú eru 36 af 354 íbúum at- vinnulaus," sagði Ami Egilsson, sveitarstjóri á Hofsósi, en mikillar gremju gætir hjá íbúum á Hofsósi og eins á Sauðárkróki, eftir að Fiskiðjan á Sauðárkróki hætti landfrystingu og við það varð mikið atvinnuleysi á báðum stöðunum. A Hofsósi var eingöngu saltfisk- vinnslan, en eftir að hætt var að frysta fisk á Króknum var einnig hætt allri vinnslu á Hofsósi. Ibúuar þar em eðlilega ekki sáttir við stöð- una. Fyrir nokkmm ámm gerðu þeir út togarann Skafta, en í nafni hag- ræðingar, eins og Ámi Egilsson, seg- ir var útgerð Skafta sameinuð útgerð- inni á Sauðárkróki sem síðan hefur leitt til ijöldaatvinnuleysis á staðn- um. f bígerð er stofnun nýs fyrirtækis á Hofsósi, fyrirtækis sem ætlað er að hefja aftur fiskvinnslu. í umræðunni er að Kaupfélag Skagfirðinga og Fiskiðjan verði með í fyrirtækinu, svo og hreppurinn. Er Hofsóshreppur í stakk búinn til að setja mikla peninga í atvinnu- Núna um páskana skmppum við hjónin í heimsókn til Guðlaugs Ara- sonar og Dóm Diego, meðal annars í þeim tilgangi að skoða hús sem þau hafa nýlega keypt og em að breyta í íslenska menningarmiðstöð. Þetta er fyrrverandi dýralæknisbústaður, byggður um 1850 og vel stór. Undan- fama mánuði hefur Guðlaugur unnið myrkranna á milli við að innrétta húsið. Hann er að vísu þekktastur fyrir ritstörf en hefur lagt gjörva hönd á margt, sjómennsku, myndlist, smíðar og veitingasölu svo eitthvað sé nefnt. Hann annaðist veitinga- rekstur í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í nokkur ár á áttunda áratugnum. Nú er allur slíkur rekstur aflagður í því fyrrverandi menningarhúsi, en Guð- laugur og Dóra ætla að opna nýtt menningarhús í Ubby á Vestur Sjá- landi þann 25. maí. Þetta reisulega hús stendur við að- algötuna í þessum 2000 manna bæ sem er staðsettur 10 kílómetra frá Kalundborg, umlukinn bleikum ökmm og hinni margrómuðu dönsku sveitasælu. Til Kaupmannahafnar em 100 kílómetrar. Frábær baðströnd er skammt undan og ekki em nema 35 kílómetrar til Sorö, þar sem Jónas Hallgrímsson dvaldi um skeið hjá vini sínum Japetusi Steenstmp í húsi sem enn stendur. Þama í kringum Ubby er landslag afar fjölbreytilegt og margt sem gleður augað. í Islands Center, sem er nafn húss- ins, er búið að innrétta stóran og fal- legan veitingasal þar sem einnig er aðstaða til að halda myndlistarsýn- ingar. Innaf salnum er glæsilegt safn íslenskra bóka; ofan á allt annað hef- ur Guðlaugur um langan aldur verið ákafur bókasafnari. Uppi á lofti em, auk svefnherbergja fjölskyldunnar, þrjú gistiherbergi. Ymisleg ferða- mannaþjónusta er þarna í nágrenn- inu, meðal annars er hægt að leigja íslenska hesta, reiðhjól og hjólhýsi. I Islands Center er ráðgert að fari fram kynning á íslenskri menningu í víðum skilningi. Þar em íslenskar bækur á boðstólum, auk dagblaða og tímarita. Þar verða myndlistarsýn- ingar allt árið um kring með höfuðá- herslu á íslenskri myndlist. Tryggvi Ólafsson sýnir við opnunina. Frá og með september verða haldnir þema- mánuðir um ísland, um íslendinga- sögur, íslenska hestinn, ísland sem ferðamannaland og íslenska jólasiði. Fyrirlestrar verða haldnir og ýmis- legt annað verður á dagskrá. Islands Center hlýtur auðvitað að byggja afkomu sína fyrst og fremst á Dönum sem laðast þangað af for- vitni, áhuga á íslandi og einfaldlega vegna þess að húsið er sérlega aðlað- andi. En þetta er líka kjörinn gisti- staður fyrir Islendinga sem langar að kynnst einhverju öðm en Kaup- mannahöfn eða sumarhúsahverfum. Sjáland hefur upp á svo margt annað og betra að bjóða sem alltof fáir ferðamenn eiga kost á að njóta. Undanfarna mánuði hefur Guðlaugur unnið myrkranna á milli við að innrétta húsið. Hann er að visu þekktastur fyrir ritstörf en hefur lagt gjörva hönd á margt, sjómennsku, myndlist, smíðar og veitingasölu svo eitthvað sé nefnt. Atvinnuleysi er mikið, bæði á Sauðárkróki og á Hofsósi, og mikil óánægja er meðal fólks á báðum stöðum. Hugmyndir eru uppi um að hefja aftur vinnslu á Hofsósi með þátttöku hreppsins. Myndin er tekin á Sauðárkróki. rekstur? “Nei, ekki frekar en mörg önnur sveitarfélög sem hafa neyðst til að taka þátt í atvinnurekstri. En hvað eigum við að gera? Neyðin rekur okkur til að gera þetta. Það er ekki komin nein niðurstaða í þetta mál, en ég sé ekki að við fáum annarskonar fyrirtæki en fiskvinnslu hingað, og eitthvað verður að gera,“ sagði Ami Egilsson. ■ Sverrir Hólmarsson skrifar frá Suður Sjálandi Ný íslensk menningar- miðstöð í Ubby Á Sauðárkróki er ástand atvinnu- mála svipað. Þar em á þriðja hundrað manna á atvinnuleysisskrá, en íbúar em um 2.700. Stærstu fyrirtæki stað- arins em Kaupfélagið og Fiskiðja. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri er jafnframt formaður stjómar Fiskiðj- unnar. Hann er umdeildur, þar sem hann er helsti stjómandi tveggja stærstu fyrirtækjanna. „Þetta hlýtur að skaða Kaupfélagið eins og bæjar- sjóð og reyndar allt bæjarfélagið. Fólk hefur minni peninga, það er minni velta í fyrirtækjunum, skatt- tekjur dragast saman og annað er eft- ir því. Það sem þykir undirstrika hvem hug þessir menn bera til fólks- ins, þeirra sem unnu að uppbyggingu þessara fyrirtækja, að þegar fólk, sem jafnvel hafði unnið í frystihús- inu í áratugi, var ekki einu sinni kvatt. Því var bara sagt upp, bless og búið,“ sagði íbúi á Sauðárkróki í samtali við Alþýðublaðið. Chililabombwe kona kærir dánarúrskurð á barni sínu Daily Mail í Zambíu segir frá Tibonge litlu sem reis upp frá dauðum, og kærulausum læknum sem frú Musonda, móðir Tibonge, ætlar að láta finna til tevatnsins. Móðir af Chililabombwe ættbálkinum hefur hótað að kæra stjóm heilsugæslunnar í heimabæ sínum, Míne þorpinu í Chililabombwe, vegna þess að læknar úrskurðuðu bam hennar látið, þegar í ljós kom, að það var eigi að síður á lífi. Frá þessu segri í blaðinu Daily Mail, sem gefið er út í Zambíu, - í því augnamiði að þjóna föðurlandinu án ótta eða mútuþægni. Priscilla Musonda sagði að læknar og starfslið Kakoso sjúkrahússins hefðu freklega vanrækt að sinna starfi sínu sem skyldi, þegar þeir gáfu henni skriflegan úrskurð um, að mánaðargömul dóttir hennar, Tibonge Simwaka, væri látin. Frú Musonda segir, að hún hafi farið með bamið til meðferðar á Kasoki spítalann þann 14. mars síðastliðinn. Stúlkan var þá illa haldin. Hún segir að læknamir hafi rétt rennt augum yfir hreyfingarlaust bamið, kastað yfir það handklæði og síðan skrifað út dánarvottorð. „Mér var skipað að fara gangandi með lík Tibonges til Chililabombwe lögreglunnar, svo hún gæti síðan farið með líkið í líkhús Konkola Mine spítalans." Priscilla Musonda kvaðst eðlilega hafa verið miður sín með bamið í höndum sínum, sem hún áleit liðið lík. En á leiðinni að lögreglustöð- inni hefði stúlkan Tibonge lifnað á ný, og móðirin og fylgdarlið henn- ar ákveðið í skyndingu að fara með hana á Konkole spítalann, þar sem hún er nú til meðferðar. “Þegar bamið mitt kemst til fullrar heilsu, og verður útskrifað, þá mun ég svo sannarlega kæra yfirmenn heilbrigðismála hér á svæðinu fyrir þetta skelfilega kæruleysi, sem hefði vel getað kostað dóttur mína lífið, „ sagði móðirTibonge litlu, æf af reiði við blaðamann Daily Mail skömmu fyrir páska. Yfirmenn Konkole spítalans í Chilalabombwe töldu líðan Tibonge eftir atvikum, og ekki fara versnandi. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðu blaðamenn Daily Mail hinsvegar ekki í herra Mubita Sasa, yfirmann heilsugæslunnar á svæðinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.