Alþýðublaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 1
MÞYÐUBLMÐ Miðvikudagur 16. apríl 1997 Stofnað 1919 47. tölublað - 78. árgangur ¦ Ögmundur Jónasson ánægður eftir samkomulag við fjármálaráðherra Sigur á geðþóttalaununum Segir samt langa baráttu framundan og að nú sé loks hægt að ræða innihald samninganna "Þetta er sigur í þessari lotu, en það er ljóst að sigur í þessari viður- eign allri vinnst ekki fyrr en tekist hefur að snúa mönnum frá þeirri geð- þóttalaunahugmyndafræði sem hefur verið uppi. Þetta er þýðingarmikill sigur í þessari lotu, en það er langur og strangur slagur framundan. Það er búið að fresta geðþóttalaunakerfinu allavega fram á næstu öld," sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, en í gær náðist samkomulag við fjármálaráðherra þar sem hann kemur á móts við kröfur BSRB í veigamiklum atriðum og hefur því verið ákveðið að takaupp viðræður á ný. Viðræður milli aðila hafa legið niðri þar sem deilt hefur verið um nokkur atriði, sem ráðherra hefur nú samþykkt að koma á móts við BSRB með, en þar má nefna að félagsleg aðkoma stéttarfélaga verði ásættan- leg, að ekki verði reynt að þröngva einstökum félögum til að taka upp launakerfi sem þeim er ekki að skapi og að 9. grein laga um réttindi og skyldur, þar sem kveðið er á um svokölluð viðbótarlaun eða geðþótta- greiðslur forstöðumanna, komi ekki ¦ Fyrirspurn til dóms- málaráðherra í þinginu Njóta engra lagaréttinda - segir Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður en hún vill láta setja rammalöggjöf um rétt- indi fólks í óvígðri sambúð. "Fólk í óvígðri sambúð nýtur engra lagaréttinda, það er eitt og eitt ákvæði í sérlögum sem tekur til þessa fólks, ekki meira," segir Bryn- dís Hlöðversdóttir alþingismaður en hún var með óformlega fyrirspurn til ráðherra í þinginu í gær um hvort það stæði til i Dómsmálaráðuneytinu að setja rammalöggjöf um réttindi fólks í óvígðri sambúð. "Það var mál sambýliskonu björg- unarmannsins sem lést við störf sín við björgun Vikartinds sem kveikti í mér að skoða þessi mál," segir Bryn- dís. „Réttindi og skyldur fylgja hjónabandinu en ekki sambúð, nema hvað varðar einstók atriði, til dæmis er tekið til þess í skattalögunum er talað um skattalega meðferð og eins eru ákvæði varðandi lífeyrisréttindi til taka til fólks í sambúð. Ég vil að löggjöfin skýri réttarstöðuna enda held ég að fólk hrærist almennt í óvissu um hvaða réttinda það nýtur í sambúðinni, og margir halda að skráð sambúð í tvö ár veiti ákveðin réttindi en það er bara varðandi til- tekin atriði, staðan er ákaflega veik eins og til dæmis gagnvart erfðarétti. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra sagði að þessi mál hefðu ekki verið skoðuð sérstaklega en hann úti- lokaði ekki að það yrði gert. "Mér finnst koma til greina að leyfa fólki að velja sér sambúðar- form, þannig að það njóti sama rétt- ar," segir Bryndís. til framkvæmda á samningstímanum. "Við höfum verið að deila um að- komuna að kjarasamningunum, um hvort þetta á að vera á forsendum forstjóranna, og að hvaða marki stéttarfélögin eigi að koma að mál- inu. Það er ljóst, að það sem fjár- málaráðherra og hans ráðuneyti vill, er að draga úr vægi stéttarfélaganna, en við höfum fengið tryggingu fyrir því að aðkoma stéttarfélaganna verð- ur ásættanlegri en virtist í fyrstu, auk þess sem lagaklásúlan um geðþótta- launin er sett á ís út samningstímann og því segi ég að við höfum unnið sigur í þessari lotu." Hvar eruð þið annars stödd með samningsviðrœðurnar? "Það er hrikalegt að segja frá því, en til þessa hafa viðræður snúist meira um umbúðir en innihald. Nú á eftir að ræða hvernig við tökum á innihaldinu og það mun skýrast fljótlega." Ert þú að segja að það sem þú kallar geðþóttalaunakerfi hafi tafið hinar eiginlegu viðrœðurnar veru- lega? "Já, það hefur verið sem tappi í viðræðunum. Með þessu samkomu- lagi, þó það sé ekki formlegt, þá hafa þeir tekið tappann úr," sagði Ög- mundur Jónasson. Hinn ötuli myndlistarmaður Gunnar S. Magnússon undirbýr sýningu sem hann opnar innan fárra daga. Sýningin verður haldin í nýjum sýningarsal að Barónsstíg 2 í Reykjavík. Hér er Gunnar við eitt verka sinna, sem hann kallar Konu með kínverska húfu. Kaupleiguíbúðir í Grafarvogi Öheyrileg vanskil í kaupleigukerfinu - segir Guðrún Óladóttir sem situr í Húsnæðisnefnd borgarinnar. "Það hafa verið gríðarleg vanskil í kaupleigukerfinu frá byrjun en und- anfarið hefur verið gengið harðar eft- ir skilum," segir Guðrún Óladóttir hjá Húnsæðisnefnd Reykjavíkur- borgar. „Vanskilin skipta tugum milljóna á ársgrundvelli en öll van- skil geta numið hundruðum milljóna. Margir eru illa staddir og ráða illa við þessa leigu þó hún sé lág. Leigjendur eru með mismunandi tekjur, oft er þetta fólk sem hefur ekki endilega litla innkomu en er að sligast undan skuldabyrði. Það má segja að grundvallarmis- tökin varðandi félagslega kaupleigu hafi verið sú að vera með þetta í nýju hverfi eins og Grafarvogi þar sem íbúðir eru nýjar og dýrari en ef farin hefði verið sú leið að kaupa upp gamlar íbúðir eða skipta eldri íbúð- um í eigu borgarinnar yfir í kaup- leigu. Það myndi lækka leiguna í kaupleigukerfinu til muna því sam- kvæmt lögum greiða íbúar 4,4 pró- sent af verði íbúðar í leigu á ári." Guðrún segir ennfremur að leigan sé þó ekki há, fólk sé að greiða á bil- inu 26 til 28 þúsund fyrir þriggja her- bergja íbúðir, og þrátt fyrir að leigan standi undir eðlilegum kringumstæð- um straum af afborgunum og fast- eignagjöldum dekki hún engan veg- inn viðhaldskostnað. í kaupleigukerfinu er gerður leigu- samningur til fimm ára með for- kaupsrétti leigjandans innan þess tíma, leigjendur fá ekki húsaleigu- bætur samkvæmt núverandi fyrir- komulagi líkt og íbúar í búsetukerf- inu en það kerfi gengur ekki yfir íbúðir í eigu sveitarfélaga. Ef af kaupum verður fá ábúendur lán til 43 ára líkt og gerist í félagslega íbúðar- kerfinu en reiða fram útborgun sem nemur tíu prósentum af kaupverði. Guðrún segir að borgin anni ekki eftirspurn eftir kaupleiguíbúðum en ef að kerfið verður áfrám við lýði kemur til greina að umbreyta félags- legum eignaríbúðum yfir í félagsleg- ar kaupleiguíbúðir en það eitt og sér leysir þó ekki málið því að 3 til 400 manns eru á biðlista eftir félagsleg- um íbúðum hjá borginni. Samkvæmt heimildum blaðsins eru allar kaupleiguíbúðirnar í Grafar- voginum í sömu blokkum eða stiga- göngum. Það hefur leitt til þess að ef einn íbúi er í vanskilum fylgja hinir gjarnan á eftir eins og sýndi sig í fé- lagslegum leiguíbúðum borgarinnar í Fellahverfi. ¦ Smágrísamjólk Bjarga hálfum grís á dag "Það er komin reynsla á smágrísa- mjólkina með góðum árangri. Bóndi sem ég hef talað við segir að mjólkin hafi bjargað sem nemur hálfum grís á dag, sem er ekki lítið þar sem grísin er um 30 kíló þegar honum er slátr- að," sagði Ingvar Sverrisson, hjá Mosraf, en fyrirtækið flytur inn danska mjólk, sem hér á landi er kölluð smágrísamjólk. Smágrísamjólkin er bætiefnarík og er til þess ætluð að fóðra þá grísi sem annars myndu ekki lifa, sé gotið stærra en gyltan getur fætt. Til þessa hefur það verið víðtekið vandamál í svínarækt að, þegar got eru stór, að einhverjir grísanna verða út undan í baráttunni um spena gyltunnar. Með smágrísamjólkinni er hægt að bjarga þeim grísum. Bændur hafa reynt að halda lífi í grísunum með smábarnamjólk þar sem þeir hafa bætt í hana ýmsum efnum, en með misgóðum árangri. "Svínabændur eru að búa sig und- ir harðnandi samkeppni og mér þyk- ir þeir vera mjög fúsir til að fylgjast með, með góðum árangri. Varðandi smágrísamjólkina þá er hún að sjálf- sögðu kjörin þegar gyltur drepast," sagði Ingvar Sverrisson. Mosraf selur einnig skammtara sem gerir bændum kleift að þurfa ekki að að hafa áhyggjur hvort rétt sé skammtað af smágrísamjólkinni. ¦ Háskólinn Rektors- kjör í dag Olíklegt er að úrslit í kjöri rektors, sem fer fram í dag, ráðist í fyrstu umferð. Það er að minnsta kosti álit Össurar Skarphéðinssonar, sem hefur spáð í spilin og segir í frétta- skýringu í Alþýðublaðinu í dag, að það þurfi aðra umferð innan viku til að skera úr um hver verður næsti rektor. Hann telur að mjög sterkur stuðningur við Véstein Ólason í stofnunum sem tengjast ís- lenskri tungu, einsog Orðabók Háskólans, Þjóðarbókhlöð- unni, íslenskri málstöð og Árnastofnun, muni tryggja honum farmiða í seinni um- ferðina. Jón Torfi Jónasson nýtur að sögn hans mests stuðnings meðal stúdenta, en atkvæði þeirra vegur aðeins þriðjung. Páll Skúlason kom seint í slaginn, en rekur að sögn fag- legustu kosningabaráttuna, meðan Þórólfur Þórlindsson er í stórsókn hjá heilbrigðisdeild- um Háskólans. Sjá bls. 7 Tíundi hver atvinnulaus Atvinnuleysi er gífurlegt bæði á Sauðárkróki og á Hofsósi. Rétt um tíundi hver íbúi þessara byggðarlaga er atvinnulaus. Sjá nánar á bls. 6.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.