Alþýðublaðið - 22.04.1997, Side 2

Alþýðublaðið - 22.04.1997, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 ÍMDIIMMIII Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Morgunblaðið og lífeyrissjóðirnir Skipulag lífeyrismála er mikið rætt þessa dagana. Lífeyriskerfi okkar byggist á þremur megin þáttum, þ.e. skylduaðild, sjóðssöfn- un og samtryggingu. Skylduaðild felur í sér að allir greiði í lífeyrissjóð. Skylduaðild hefur hingað til þýtt að menn greiði í lífeyrissjóð sinnar starfsgrein- ar, en samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar verður það háð nið- urstöðu kjarasamninga. Skylduaðildin er þannig rýmkuð í frum- varpinu. Sjóðssöfnun þýðir að myndaður er sjóður, lífeyrissjóður, sem er ávaxtaður eftir bestu getu. Hann stendur undir greiðslu lífeyris. Ef sjóðurinn reynist ekki nógu sterkur verða réttindi sjóðsfélaga skert. Þangað til fyrir nokkrum árum voru fjölmargir lífeyrissjóðir fjár- hagslega mjög veikir. Þetta hefur gerbreyst. Nú geta allir lífeyris- sjóðir á almenna markaðnum, svonefndir SAL- sjóðir, staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar. Samtrygging þýðir að allir sem greiða í lífeyrissjóð fá sömu réttindi, þ.e. Iífeyri til æviloka þótt fólk lifi misjafnlega lengi. f al- menna lífeyrissjóðakerfinu er greiðsla einstakra launþega ekki sér- eign þeirra, heldur fá allir sambærileg réttindi eftir því hve lengi þeir hafa greitt til sjóðsins. Réttindi geta hins vegar verið misjöfn milli sjóða. Sumir sjóðir eru sterkari en aðrir og betur reknir og það kemur fram í betri rétt- indum. íslenska kerfið þykir gott á alþjóðlegan mælikvarða og vandamál hérlendis í lífeyrismálum eru hégómi einn miðað við þann fjárhagsvanda sem er erlendis. Einkstaklingar geta greitt í séreignasjóði og þá er greiðslan eign þeirra og þeir fá aldrei meira út en þeir greiddu sjálfir inn. Ef fólk verður gamalt þá dugir greiðsla úr séreignasjóðum ekki til að veita lífeyri til æviloka eins og er í samtryggingasjóðunum. Meginatriði frumvarps ríkisstjómarinnar, sem er stutt í megin- atriðum af aðilum vinnumarkaðarins, er að allir greiði a.m.k. 10% í samtryggingasjóð sem samið er um í kjarasamningum. Síðan ræð- ur launþeginn hvert hann greiðir viðbótarlífeyrisspamað. Þetta hljómar allt skynsamlega, en í hverju felst þá deilan? Ýmsir stjómarliðar og Morgunblaðið vilja að launþegi geti val- ið um lífeyrissjóði, þ.e. að það sé ekki bundið í kjarasamningum. Þetta hljómar vel, en er ekki svona einfalt. Ef allir geta valið sjóði þá velja sjóðimir líka. Þeir vilja síður fólk sem verður mjög gamalt eða má sín minna og verður dýrt í tryggingu, t.d. vegna lasleika. Þetta fólk mun eiga erfitt með að komast í sjóði. Þeir sem þéna vel og em heilsuhraustir safnast hins vegar saman í sterka sjóði sem veita góðan lífeyrir. Þama verða skil milli þeirra sem standa vel og annarra í þjóðfé- laginu. Konur era slakur kostur fyrir sjóðina í þessu kerfi frjáls- hyggjunnar vegna þess að þær lifa lengur en karlmenn og það þarf því að greiða þeim lengur lífeyri. Alþýðublaðið hafnar algerlega þessari leið frjálshyggjumanna sem nú koma út úr skúmaskotum sínum. Hér skilur milli jafnaðar- hugsjóna og hægri hyggjunnar. Jafnaðarmenn vilja að allir taki þátt í samtryggingunni, en vitaskuld eiga menn að ráða hvar viðbótar- spamaður þeirra er ávaxtaður. Astæðan fyrir hörku Morgunblaðsins og frjálshyggjumanna í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki er að lífeyrisspamaður er nú 300 milljarðar og fer vaxandi. Þeir vilja komast í þetta fé með fjármála- fyrirtækin sín og verðbréfasjóðina sína. Málið snýst um peninga og völd og er rekið á kostnað réttinda og öryggis launafólks í ellinni. Morgunblaðið sagði í Reykjavíkurbréfi sunnudaginn 20. aprfl sl.: „Þá spyrja menn hvað gera eigi við þá, sem enginn lífeyrissjóð- ur vill taka við og svarið er að þeir verða ekki svo margir að erfitt verði að finna lausn á því“. Menn ættu að hugsa vandlega um þessa skoðun Morgunblaðs- ins gagnvart þeim sem minna mega sín. Nú sækja sérhyggjumenn hægri flokkanna grímulaust fram og Alþýðublaðið hvetur jafnaðar- menn til að taka harkalega á móti. skoðanir Hinn vaxandi lífeyrisvandi Það vandamál blasir nú við ger- vallri heimsbyggðinni að í kjölfar batnandi lífskjara og aukinnar heilsu- gæslu stefnir allt í að fólk sem í dag- legu tali er kallað gamalt verður sí- fellt stærra hlutfall mannfjöldans. Árið 1990 voru 18% manna yfir 60 ára. Búist er við því að árið 2030 verði þessi aldurshópur um það bil þriðjungur mannfjöldans. Hinar fjölmennu kynslóðir sem fæddust upp úr seinni heimstyrjöld- inni og fram á sjöunda áratuginn nálgast óðfluga eftirlaunaaldurinn og sífellt færri vinnandi menn munu standa undir þeirri þjónustu sem fólk á eftirlaunaaldri þarf á að halda um- fram aðra, til að mynda á heilbrigðis- sviðinu. Fólk á sífellt færri böm í flestum iðnríkjum og langskólanám verður æ algengara, sem veldur enn frekari fækkun í hópi þess hlutfalls þjóðarinnar sem vinnur og framleið- ir. Á móti má gera ráð fyrir að menntað fólk sé framleiðnara en það sem verr er menntað og kann það að vega vandamálið á yngri endanum að einhverju leyti upp. Pqllborð | Magnús Árni Magnússon skrifar Fram til ársins 1889, þegar Bis- marck, kanslari Prússlands, innleiddi fyrsta eftirlaunakerfið á vettvangi ríkisvaldsins, höfðu ríkisstjómir ekki miklar áhyggjur af umönnun aldr- aðra. Það hafði verið á ábyrgð íjöl- skyldunnar að sjá um það fólk sem varð óvinnufært af elli. f dag fara að meðaltali 9% af þjóðartekjum OECD landanna í eftirlaun, en það er ögn meira en meðaltalseyðsla þeirra í heilbrigðiskerfið. Nú er of seint að snúa til baka. Aðstæður íjölskyldna í dag em gerólíkar því sem þær vom fyrir hundrað ámm. Fjölskylduein- ingamar em smærri og vinnuframlag fjölskyldunnar byggist ekki lengur á því að karlinn vinni úti og konan vinni heima og sinni bömum og öldruðum. Stjómvöld allsstaðar taka það hlutverk sitt að sjá fyrir hinum öldruðu afar alvarlega og öllum til- raunum til skerðingar lífeyrisréttinda er mætt af fullri hörku. En hvað skal taka til bragðs? Það kemur til greina að skera niður út- gjöld til öldmnarmála, að hækka skatta og að hækka eftirlaunaaldur- inn. Líklegt er að fyrir valinu verði ein- hverskonar sambland þessara þriggja möguleika, en það eru fleiri mögu- leikar í stöðunni. I dag em eftirlauna- greiðslur hins opinbera að mestu „En það eru ýmsir, meðal annars á Al- þingi íslendinga, sem mega ekki heyra á slíkt minnst og halda að verið sé að svíkja lítilmagnann ef ein- hverjir aðrir en stein- runnir stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar meiga að ávaxta fé.“ teknar úr svokölluðum gegnum- streymissjóðum, sem eru þeirrar náttúm að þeir sem greiða í þá í dag eru að leggja til þá peninga sem þeir sem fá úr þeim í dag fá greidda. Þessi aðferð er dauðadæmd þegar eftir- launaþegum fjölgar. Alþjóðabankinn í Washington olli talsverðu fjaðrafoki fyrir fáum miss- emm þegar hann lagði til í skýrslu að hlutur opinberra eftirlaunagreiðsla í ráðstöfunartekjum aldraðra ætti að lækka niður í 20% og að meginhlut- verk ríkisvaldsins í þessum efnum ætti að vera að draga úr fátækt með- al aldraðra. Megininnkoma hinna öldruðu í framtíðinni ætti að vera úr frjálsum lífeyrissjóðum sem menn fengju úr það sem þeir hefðu greitt á starfsævi sinni, séreignarsjóðum. Þetta myndi skilja á milli öryggis- hlutverks eftirlaunagreiðslna sem ætti að vera í höndum ríkisins og spamaðarhlutverks, sem væri betur komið á almennum markaði, en það em ýmsir, meðal annars á Alþingi ís- lendinga, sem mega ekki heyra á slíkt minnst og halda að verið sé að svíkja lítilmagnann ef einhverjir aðr- ir en steinrunnir stjómmálamenn og verkalýðsforingjar eiga að ávaxta fé. Ljóst er að bregðast verður við að- steðjandi vanda fyrr en seinna. Ekki er óeðlilegt að eftirlaunaaldurinn verði hækkaður allnokkuð, þar eð fólk lifir að meðaltali 20 - 30 ámm lengur en það gerði fyrir einni öld og heilsugæslan er orðin það góð að nú er hægt að halda mönnum sómasam- lega vinnufæmm fram eftir öllum aldri. Niðurstaðan hlýtur samt að verða sú að það skynsamlegasta sem stjómvöld geta gert í stöðunni er að leitast við að skapa sem best um- hverfi fyrir hagvöxt. Batnandi efna- hagur jarðarbúa hefur lagt gmnninn að þeirri velferð sem hluti hans býr við í dag og auðvitað emm við ekki farin að sjá fyrir endann á þeim upp- gangi sem verið hefur í þeim efnum frá upphafi iðnbyltingar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.