Alþýðublaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Tómirasnar? Sjónvarpið greindi um helgina frá síðustu tíðindum af hinu umdeilda líf- eyrissjóðafrumvarpi, en það er sem kunnugt er svo flókið að meira að segja Jón Baldvin Hannibalsson misskildi það í örsmáu atriði einsog Morgun- blaðið þurfti heilan leiðara til að benda á. Frásögn ljósvakans hófst með því að fréttamaðurinn upplýsti með hvíslandi þunga í röddinni að stjómarliðið í efna- hags- og viðskiptanefnd þingsins væri að öllum líkindum þrí- eða fjórklofið í lífeyrissjóðamálinu. Fréttamaðurinn taldi sig greinilega vera með frétt vik- unnar í höndunum og lét marsera for- manni nefndarinnar, Vilhjálmi Egils- syni, einsog þunnhærðum stríðsfanga fyrir herrétt sjónvarpsvélanna, þar sem hann lét dynja á honum spurningahrfð um, hvemig í ósköpunum stæði á þess- ari fáheyrðu sundmngu í stjómarlið- inu. Spumingin virtist koma nokkuð flatt upp á formanninn, því einsog þeir vita sem þekkja til nefndarinnar er sam- staða stjómarliða í henni með þeim hætti að það teljast tíðindi ef í þeim hópi næst samkomulag um hvort gest- um eigi að bjóða upp á te eða kaffi. Óá- nægja stjómarliða með frumvörp ríkis- stjómarinnar er semsagt engin frétt á þeim bæ. f fyrstu gekk illa að ná Vilhjálmi í fókus í myndavélinni og þegar hann loks birtist virtist hann óvenju glas- eygður. Verseraðir drykkjumenn hefðu í fljótfæmi getað ályktað að formaður efnahags- og viðskiptanefndar hefði eytt nóttinni öls við pel í hópi góðra vina úr Verslunarráðinu. í tilviki for- mannsins er þó engu slíku til að dreifa, enda liggur hann undir því ámæli að bindindismennska hans sé þeirrar gerð- ar að gæti vel dugað til metorða í sjálf- um Alþýðuflokknum, sem einsog þjóð veit er sannarlega öli firrtur. Þegar Vilhjálmur Egilsson var loks- ins kominn í fókus (sem gerist ekki oft) gaf hann sér góðan tíma til að ná vopn- um sínum og svarið sem hann gaf við spumingunni var svo snjallt, að hann afvopnaði í einu vetfangi hinn ólánsama og sjálfumglaða spyril. Astæöa þess að stjómarliðamir í nefndinni vom allir með sérskoöanir á lífeyrismálinu, og allir á móti stefnu ríkisstjómarinnar var að sögn Vil- hjálms óskaplega einföld. Það stafaði af því einu að viðkomandi þingmenn stjómarinnar væm svo frjósamir í hugsun! Að sönnu er líklegt, að stjómarand- staðan taki undir að gáfur séu forsenda þess að menn snúist gegn núverandi ríkisstjóm, þó að vísu felist í því nokk- ur áfellisdómur yfir íslensku þjóðinni sé miðað við skoðanakannanir síðustu mánuða. Ymsir í hópi annarra þing- manna em jafnframt vísir til að hafna þessari skýringu formannsins á sundur- lyndi stjómarliða í efnahags- og við- skiptanefnd alþingis og bera fyrir sig náin kynni af hinum frjósömu mann- vitsbrekkum. En þeir eru auk Vilhjálms sjálfs aðallega pólitískur uppalningur Steingríms Hermannssonar af Strönd- um, sem pælari man ekki í svipinn hvað heitir svo og auðvitað Pétur Blön- dal. En hann hefur verið einn efnileg- asti sonur þjóðarinnar um þrjátíu ára skeið og ólíklegt að á því verði breyt- ing í fyrirsjáanlegri framtíð. Mótbámr annarra nefndarmanna við ummælum formannsins verða þó létt- vægar miðað við önnur andmæli, sem líklegt er að mæti Vilhjálmi Egilssyni fari svo ólíklega að honum gefist ein- hvem tíma tóm frá önnum sínum í Verslunarráði til að reka sitt stutta nef inn á Alþingi Islendinga. Það þarf nefnilega hvorki greindar- vísitölu Alberts Einsteins né Áma Johnsen til að skilja sneiðina, sem með orðum hans er verið að senda öðmm stjómarþingmönnum. f yfirlýsingu sinni tókst Vilhjálmi Egilssyni nefni- lega að stafa það ofan í þjóðina að fyr- ir utan sjálfan sig, Pétur Blöndal og strákinn af Ströndum, þá séu þingmenn stjómarflokkanna upp til hópa á því stigi mannlegrar greindar, þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir þroskuðu vits- munalífi. Hann var með öðram orðum að segja að þingmenn stjómarflokk- anna séu upp til hópa asnar. Nú er það svo, að þrátt fyrir ágrein- ing í mörgum efnum má gera ráð fyrir því að í þessu efni fari viðhorf stjómar- andstöðunnar í grófum dráttum saman b <b I i n g a r við skoðun Vilhjálms. Vandræði Vilhjálms Egilssonar gætu þó orðið meiri annars staðar en endi- lega í þinginu sjálfu. í Stjómarráðinu situr nefnilega maður, sem einsog Drottinn Allsherjar skrifar misgjörðir mannanna niður í litla bók, og gleymir þeim aldrei. Þegar Vilhjálmur Egilsson sagði í sjónvarpinu að andstaða hans og félaga hans í efnahags- og viðskiptanefnd stafi af því að þeir einir séu nógu gáf- aðir í stjómarliðinu til að skilja hvað felst raunveralega í verkum ríkisstjóm- arinnar, þá var hann líka að segja eftir- farandi: I ríkisstjóminni sitja tómir asnar sem skilja ekki einu sinni fmm- vörpin sem þeir senda frá sér, og hver sem er nógu greindur til að átta sig á ríkisstjóminni hljóti að snúast gegn henni. Stjómarandstaðan telur að vísu að hér sé um skarplega athugasemd að ræða hjá Vilhjálmi Egilssyni. En það er ólíklegt að Davíð Oddsson sé saman sinnis, og líklega mun líða langur tími áður en hann telur sig hafa fullþakkað formanni efnahags- og viðskiptanefnd- ar lofið. Að öllum líkindum verður Vil- hjálmur þá kominn í annað starf.... Jólabækumar eru í undirbúningi og höfundar keppast við skrift- ir. Ein þeirra bóka sem ætlað er stórt hlutverk í jólabókasam- keppninni er saga Hákonar Aðal- steinssonar hagyrðings. Það er Sigurdór Sigurdórsson, blaða- maður á DV, sem skrifar bókina. Magnús Óskarsson, fyrrum borgarlögmaður, er að skrifa bók þar sem hann segir ýmsar sögur af fólki og atburðum. Því fer fjarri að Eiríkur Sig- urðsson, kaupmaður í 10-11 búðunum sé hættur landvinning- um. Eins og kunnugt er, er verið að innrétta verslun í Fjósinu við Barónsstíg, og innan skamms hefst vinna við innréttingar í versl- un sem Eirikur ætlar að opna við Lágmúla. Nýlega opnaði Eiríkur verslanir í Grafarvogi og Set- bergshverfi í Hafnarfirði. Margir fiugmanna Flugleiða urðu annað en kátir, þegar þeir voru í samningaviðræðum, þegar í Ijós kom að launahæstu flugfreyjurnar eru með nokkuð hærri laun en þeir flugmenn sem lægst hafa launin. Mikill launa- munur er meðal flugmanna, þeir sem hæst hafa launin eru með margföld laun þeirra sem eru að byrja. Þar sem margir nýliðar eru meðal flugmanna Flugleiða, og í hópi þeirra nýbyrjuðu, kom eðli- lega vilji til að draga úr þeum mikla launamun sem er á starfs- aldri. Alls fengu tuttugu og sjö at- kvæði í rektorskjörinu í Há- skólanum. Þegar er kunnugt um þá útkomu fjögurra, það er hina eiginlegu frambjóðenda til rekt- ors, en fimmti í kjörinu var sjálfur Hannes Hólmsteinn Gissurar- son, en hann fékk sjö atkvæði. Á eftir honum kom Ágústa Guð- mundsdóttir með fimm atkvæði. Ágústa var ekki eina konan sem fékk atkvæði, því Álfrún Gunn- laugsdóttir fékk eitt atkvæði. Til gamans má geta þess að konur fengu tæplega 0.4 prósent greiddra atkvæða. að eru ekki bara framsókn- armenn sem sitja undir gagnrýni um að hafa staðið sig illa í LÍN-málinu. Margir sjálf- stæðismenn eru þeirra skoðunar að þeirra flokkur hafi alls ekki staðið sig eins og búist var við af þeim, með bæði fjármála- og menntamálaráðherra innan sinna raða. Alþýðublaðinu lék forvitni á að vita hvaða breytingar er ver- ið að gera á Stjórnarráðshúsinu. Hjá forsætisráðuneytinu fengust engar upplýsingar, þar sem eini starfsmaðurinn sem gat svarað, var ekki við. Ljósmyndari blaðs- ins æltaði að fá að mynda innan- húss, en þeir sem voru við vinnu í húsinu meinuðu honum aðgang með þeim orðum að engar myndir mætti taka. Barþjónar reyna með sér í hver býr til besta þurra hanastélið á Hótel Sögu á sunnudag. Það verður boðið upp á fleira en keppni í vínblöndun, hinir meintu guðlastarar í Spaug- stofunni hrista upp í gestum á meðan þjónarnir hrista drykkina. Sá þjónanna sem sigrar fer sem fulltrúi þjóðarinnar á Heims- meistaramót hanastélshöfunda sem verður haldið í Tékkalandi. Ari Þorsteinsson verka- maður: Ég hef ekki tekið ákvörðun um það ennþá. Heiða Matthíasdóttir nemi: Já mig langar mikið til þess. Þórir Guðlaugsson smiður: Nei. Ómar Hall vegfarandi: Já, ég hugsa það. Brynja Jóhannesdóttirritari: Ég hef ekki ákveðið það enn- þá. v i t i m q n n „Þetta er með ólíkindum og þessi skepna á alls ekki að vera hér fyrir Norðurlandi og hvað þá á þessum tíma.“ Hörður Sigurbjarnarson, eigandi Knarrarins á Húsavik í DT, en í hvalaskoðunarferð með Knerrinum sást til steypireyðar. „Titillinn er yndislegur og rosaleg viðurkenning fyrir mig, ekki síst þar sem ég átti alls ekki von á að vinna." Dagmar íris Gylfadóttir, nýkrýnd fegurðarrottning Reykjavíkur. „0g Víkverji tekur forskot á næstkomandi fimmtudag og segir: Gleðilegt sumar!“ Víkverji Moggans. „Ég skil ekki hvernig forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra geta sett þennan leikþátt á svið.“ Jón Gunnarsson, formaður sjávarnytja f DT, um framkvæmdir ríkisstjórnarinnar í hvalveiðimálum. „Ég tel að þetta snúi miklu meir að sjómönnum en útgerðinni. Eftir stendur þó að útgerðin er sá aðili sem ber ábyrgð ef eitthvað bjátar á og að því ieyti verðum við að fylgjast með þessu." Kristján Ragnarsson, formaður LÍU i DT, að ræða um niðurstöður Landhelgisgæslunnar, um ástand á fiskiskipaflotanum. Ekki benda á mig. „Það hefur verið allt of mikið mæjones-sull í brauðgerð hérna á íslandi og lítil breidd, það er eins og fólk þori ekki að leika sér.“ Marentza Poulsen í DT, að ræða um snittumenningu hér á landi. „Ef ég er niðurdregin leita ég að skóbúð. Ég held að konur geti ekki eignast of mikið af skóm.“ Halle Berry í Mogganum. Jónas boraði fingri upp í nösina og gramsaði dálitla stund í heilabú- inu, síðan dró hann puttann út, leit á litla gráa klessu sem festist við hann og sagði: - Ég held að ég sé búinn að gefa frá mér mestalla skáldagáfuna en hér er heilagrauturinn sem ég notaði til að skrifa embættistilkynningamar, það gæti leynst örlítill neisti í hon- Úr bókinni Engar Smásögur eftir Andra Snæ Magnússon sem kom út hjá Máli og menningu í fyrra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.