Alþýðublaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 22. APRIL 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ LIlJJliD ■ Flókin, viðkvæmur og brjálæðislega fyndinn Oscar Wilde Fyndnasti írinn - Martin Thighe leikari og efnafræðingur spjallaði við Þóru Kristínu Ásgeirsdóttir um leikritið The Importance of being Oscar sem hann sýnir í Listaklúbbnum í kvjjld og annað kvöld. „Efnafræðin og leiklistin eru ólíkar greinar," segir Martin Thighe. Eg held að Oscar Wilde sé fyndnasti rithöfundur sem hefur skrifað á enska tungu,“ segir Martin Thighe írskur leikari og efnafræðingur en Listaklúbbur Leik- húskjallarans hefur fengið til hann til liðs við sig að þessu sinni en hann sýnir leikrit þar sem hann setur sig í spor rithöfundarins snjalla Oscars Wilde, eins þekktasta skálds Ira fyrr og síðar. “Þetta var auðvelt val, ég vissi að þetta væri mjög gott verk, auk þess sem ég hefið lesið flest verk Oscars Wilde og held mikið upp á þau,“ seg- ir Martin en leikritið sem nefnist The Importance of being Oscar, eftir Michael Mac Liammóir, var frum- flutt á Dublin Theatre Festival árið 1960 og hlaut mjög góða dóma og hefur síðan verið flutt um allan heim. “Við fylgjum skáldinu eftir, eins og sögumaður sér það, í gegnum rétt- arhöldin, fangavistina og kynnumst fátæktinni og skömminni sem tók við eftir að hann varð aftur frjáls maður. Sem manneskja var hann ákaflega flókin persóna en um leið afskaplega hnyttinn og klár. Hann á líka aðra hlið sem er viðkvæmari og ber vott um mikinn tilfinningahita, sú hlið birtist kannski síst í leikritum hans en helst í ljóðum hans og sendibréfum, en ég flyt nokkur þeirra í leikritinu.“ Hvaða verk skáldsins varð fyrst á vegi þínum? “Það var skáldsagan, Myndin af Dorian Gray, hún kveikti í mér og varð til þess að ég fór að lesa meira og leitaði í leikritin hans og síðan í ljóðin.“ En hver er staða Oscars Wilde meðal írskra skálda núna ncer heilli öld eftir að hann var opinberlega dœmdur til refsingar fyrir samkyn- hneigð? “Hún er óneitanlega enn samofin dekkri hliðum mannlífsins, nafni hans var sökkt í skömm og það var atað ásökunum um ónáttúru svo lengi og svo hatrammlega að margt fólk getur enn ekki séð hann í réttu ljósi. En á móti kemur að það eru kannski helst þeir sem ekki þekkja verk hans sem láta þetta stjóma sér. Það flækir síðan málin að Oscar Wilde var af auðugri írskri mótmæl- endafjölskyldu og var af ensku bergi brotinn einhverstaðar langt aftur í fomeskju. Slíkt fólk hafði lítil tengsl við írskt hvunndagsfólk og þrátt fyr- ir að móðir hans sem var sjálf skáld- kona væri sannfærður þjóðemissinni, en mótmælendur vora klofnir í tvennt í afstöðu sinni til sjálfstæðis þjóðarinnar, hefur baráttan einkum verið kennd við kaþólikka. Oscar átti í mjög sérstöku sambandi við þessa móður sína, það má segja að hann hafi dýrkað hana, en hún var mjög sterk kona og fylgin sér um þau mál- efni sem stóðu henni næst hjarta.“ Martin erfceddur árið 1975 og var leikari við Dúchas leikhúsið sem sér- hcefir sig í írskum verkum. En hann lœrði efnafrceði við Háskóla og leik- list á kvöldnámskeiðum sem að leik- húsin stóðu fyrir. “Ég vildi ömgga dagvinnu og valdi því að fara í háskólanám," seg- ir hann. „Það er mikið atvinnuleysi í Irlandi og erfitt að fá vinnu og ég vildi hafa fast land undir fótum. En ég vann sem leikari um tíma í Irlandi og það var virkilega töff vinna, frá morgni til kvölds." En hvernig gengur að samrœma þetta tvennt? “Furðanlega vel! Það heldur lífinu í jafnvægi, að fást við eitthvað sem er svo gersamlega ólíkt að það krefst ntismunandi hæfileika.'1 Hann hefur verið á íslandi í tíu mánuði og er ekki á leiðinni burt í nánustu framtíð: „Ég er að vinna hjá Rannsóknarstofnun Landbúnaðarins á Keldum og dunda mér í leiklist og hef jafnvel fleiri hugmyndir til að gefa íslendingum smjörþefinn af írskri leiklist. Það er gott að vera á Is- landi og meðan mér líkar svona vel þá verð ég kyrr." En eru íslendingar jafn líkir írum og stundum er haldið fram? íslendingar drekka meira en írar. Við fömm á krána í miðri viku og drekkum einn tvo bjóra og tökum síðan helgamar rólega. En við emm lík um margt, báðar þjóðimar em afslappaðar. Vinnudagurinn hefst ekki fyrr en eftir fyrsta kaffihléið á morgnana, og það er ekkert borgarstress. Kímnigáfan er líka svipuð, mjög beitt. Ég held að þetta sé ekki endilega vegna þess að við séurn skyld, heldur af þvf að við erum eyþjóðir og höfum þurft að lifa vissa einangrun og reiða okkur á hvert annað og eigin menningu." Leikstjóri sýningarinnar sem hefur áður verið leikin á veitingahúsinu Dubliners er Hallfríður Einarsdóttir. Sýningin var flutt í Listaklúbbnum í gær en aukasýningar verða í kvöld og á morgun og hefjast sýningar klukkan níu. Clr alfaraleið Dularfullt hvarf bílstjóra sem týndist frá bíl í gangi Tóku geimverur Bruce Downswell leigubílstjóra að nóttu tii eða lét hann sig einfaldlega hverfa frá leiðinlegu lífi? Blaðið Vancouver Province kannar málið. The Vancouver Province, Kanada. f síðustu viku hvarf leigubílstjóri frá bílastöðinni Kráku án nokkurra ummerkja, og þrátt fyrir gífurlega leit hefur ekk- ert til hans spurst. Síðast fréttist af Bmce Downswell, 25 ára, þegar hann tók upp farþega við gömul vöruhús skammt frá fylkisþinginu í Viktoríu, klukkan þrjú að nóttu. Klukkustundu síðar átti hann að stimpla sig út af stöðinni sam- kvæmt vaktaáætlun Kráku, og skilja bílinn eftir, þar sem bílstjóri á dagvakt átti að taka við honum. „Þetta er satt að segja ærið skrýt- ið, ef ekki stórskrýtið," sagði Njáll Lundin, yfirlögregluþjónn í Vikt- oríu. Félagar Bmce Downswell á Krákustöðinni sögðu að það væri gersamlega úr karakter hjá honum að láta sig hverfa sporlaust, því hann væri sérlega ráðvandur, drykki ekki, og lifði afar venju- legu og reglusömu lífi, og ætti þar að auki ekki í útistöðum við neinn. Bmce var „harkari," sem merk- ir að hann átti ekki leigubílinn heldur vann á leigubíl, sem annar leigubílstjóri átti, og eigandinn, Terry Pierret, sagði að þegar bfll- inn hefði loksins fundist „hefði hann gengið öðru vísi frá bflnum en jafnan áður.“ Lögreglan auglýsti eftir leigu- bflstjóranum og bflnum, þegar hann var ekki kominn fram á há- degi daginn eftir hvarfið. Hann fannst fyrir utan lága blokk í íbúð- arhverfi um það bil kflómetra frá staðnum, þar sem síðasti farþeg- inn fór út bflnum. Það er líklega vægt til orða tek- ið hjá Terry Pierret að bfllinn hefði verið öðm vísi en vanalega, því hann var í gangi, ökumælirinn var á, og veski Bmce lá í sætinu við hliðina á ökusætinu. Lögreglunni tókst einnig að finna síðasta farþegann, og hann bar að allt hefði virst í lagi hjá bfl- stjóranum þegar leiðir þeirra skildu. „Ég er undrandi,“ sagði hann lögreglunni, sem grunar far- þegann alls ekki um aðild. Það vakti hinsvegar athygli nokkurra áhugamanna um fljúg- andi hluti utan úr geimnum, að þessa nótt sáust dauf ljós á hrað- ferð á næturhimninum yfir Viktor- íu, og ýmsir telja að hér kunni að vera á ferðinni brottnám saklauss leigubflstjóra af völdum harð- skeyttra lífvera frá fjarlægum vetrarbrautum... Kvœðið um fangann (brot) eftir Oscar Wilde Hann bar ei skarlatsbúnað sinn, því blóð er rautt og vín, og blóð og vín um hendur hans og hennar rekkjulín sem myrka nótt hann myrti af ást að morgni kom í sýn A ferli í varðhaldsflokki bar hann fötin velkt og grá og fangahúfu á höfði sér, var hress í spori að sjá, en ei til dagsins annar neinn hóf augu af slíkri þrá. Á þjáðra sála sveimi í hring ég sjálfur gekk þar hjá með hug við mannsins misgerð - var hún mikil eða smá? - er hljóðskraf mér að baki barst: „Hann bíður gálgans sá!“ Ó, Guð! í skyndiskelfing fannst mér skjögra steinmúr hver, og eins og heitur hjálmur stáls brann himinn yftr mér, og þó að væri þjáð mín sál, mín þjáning gleymdi sér. Það vissi ég eitt: hvaða ógn það var, sem elti hans spor, og hví hann daginn slíkri löngun leit hvert ljósblik hans og ský: Sitt yndi drepið hafði hann og hlaut að deyja af því. Því allir myrða yndi sitt, þess enginn dyljist sál: Vopn eins er napurt augnaráð og annars blíðumál; til verksins heigull velur koss en vaskur maður stál! Einn myrðir ást sína æskufránn og annar grár á kinn Einn kyrkir hana í girndargreip, með gullnum fingrum hinn. Sá bezti hefur hníf á loft og hæfir í fyrsta sinn. Ei hver við smán í dögun deyr sem dýr í slátrun leitt né finnur snöru knýtta um kverk og klæði á andlit breitt né hrapar niður í gegnum gap á gólfi, í ekki neitt. (Þýöing Magnús Ásgeirsson)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.