Alþýðublaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 1
MMIBLOD) Miðvikudagur 23. apríl 1997 Stofnað 1919 51. tölublað - 78. árgangur Ferðakostnaður bankastjóra ríkisbankanna er ævintýralegur, en mestur í Landsbankanum þar sem ferðalög fárra manna kosta Eina milljón á manuði - bankastjórar hafa allt að þremur milljón aukalega fyrir stjórnarsetu og fá bæði risnu og ferðakostnað greiddan. Makar fá líka greitt fyrir að ferðast Ferðakostnaður ríkisbankanna er margfaldur á við ferðakostnað ráðu- neyta. Á þremur árum kostaði það Landsbankann eina milljón á mánuði að greiða ferðakostnað bankastjóra og aðstoðarbankastjóra Landsbank- ans. Seðlabankinn greiddi átta og hálfa milljón á mánuði til þess sama og Búnaðarbankinn fimm og hálfa milljón. Á árunum 1994 til 1996 kostuðu ferðalög þessara manna samtals 78.5 milljónir kfóna. Til samanburðar má geta þess að á árinu 1995 greiddu sjö ráðuneyti um sjö milljónir króna hvert í ferðakostnað. Þessar upplýsingar koma fram í svari Finns Ingólfssonar við fyrir- spurn Jóhönnu Sigurðardóttur. í öllum ríkisbönkunum fá banka- stjórar greidda fulla dagpeninga og að auki allan ferða- og gistikostnað. Ekki nóg með það, heldur fá þeir greidda risnu og símtöl. Landsbank- inn gengur lengst allra bankanna, en þar gilda sérstakar reglur fyrir maka bankastjóranna, en makarnir, sem reyndar eru allir eiginkonur, fá ókeypis fargjöld og gistingu og að auki helming af dagpeningum ráð- herra. í Búnaðarbankanum er ekki Oþekkt smágos í Bárðarbungu Radarbylgjur frá gervitunglum finna sigketil í Vatna- jökli, þar sem gaus líklega meðan stóð á gosinu í Gjálp. Framhlaup í Sylgjujökli greinist líka. Rannsóknir um gervitungl sýna að samtímis gosinu í Gjálp, eldstöðvun- um þar sem gaus í Vatnajökli síðast- liðið haust, varð líklega smágos suð- austan í Bárðarbungu. Einnig fund- ust örugg merki um að framhlaup hafi verið í Sylgjujökli, sem er skrið- jökuli suðvestan í Vatnajökli. Gossins varð ekki vart meðan á því stóð. Vísbendingar um það komu hinsvegar í fjós þegar beitt var nýrri tækni, sem byggist á sendingu radar- bylgna frá gervitunglum sem nema síðan endurkast þeirra frá yfirborði jarðar. Með þessum hætti er hægt að fylgjast með örhægum hreyfingum í jarðskorpunni og ef mælt er með skemmra millibili er einnig hægt að greina hreyfmgar jökla, sem eru miklu meiri en í jarðskorpunni. Þessar mælingar, þar sem notast var við myndir tveggja gervitungla frá evrópsku geimvísindastofnuninni leiddu í ljós að sig hafði orðið í litl- um katli undir jöklinum suðaustan í Bárðarbungu, en skjálftavirknin í að- draganda gossins í Vatnajökli var einmitt langmest í Bárðarbungu. Tvf- menningarnir sem unnu úr mæling- unum, Sigurjón Jónsson hjá Land- mælingum íslands og Helgi Björns- son, jöklafræðingur, segja að þetta bendi ótvírætt til þess að smágos hafi orðið þarna meðan gaus í eldstöðv- unum í jöklinum. Þess má geta, að sama rannsókn sýndi, að framhlaup var í fullum gangi allt árið 1996 í Sylgjujökli, sem er skriðjökull í Vatnajökli. Þess ber að geta, að framhlaupið og sigið í Bárðarbungu eru óskyldir atburðir. Jafnaðarmenn Vilja selja annan ríkisbankann "Við styðjum frumvarpið enda eru í því breytingar sem eru löngu tíma- bærar og eru gerðar til að bankarnir sitji allir við sama borð og að auki er það á stefnuskrá okkar flokks að sú formbreyting eigi sér stað, svo það er engin spurning, við styðjum þessar breytingar," sagði Sighvatur Björg- vinsson, alþingismaður og formaður Alþýðuflokksins, um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um breytingu ríkisvið- skiptabankanna í hlutafélög. "Við erum ekki sáttir við allt í frumvarpinu. Við viljum til dæmis að taka eigi fram að einn bankastjóri verði í hvorum banka og að hann verði ábyrgur gagnvart eigendum bankans. Við teljum, að við undir- greiddur ferðakostnaður maka en í Seðlabankanum geta bankastjórarnir fengið tvisvar á ári greitt með sama hætti og í Landsbankanum, það er fyrir maka. Reyndar er undantekning gerð, það er ef sérstaklega stendur á, geta bankastjórar Seðlabankans fengið oftar greitt fyrir maka. Beinn kostnaður vegna ferðalaga erlendis, vegna aðalbankastjóra Landsbankans, var 2.2 milljónir fyrir hvern þeirra þriggja; Björgvins Vil- mundarsonar, Halldórs Guðbjarnar- sonar og Sverris Hermannssonar, á árinu 1996. Ferðalög kollega þeirra í búninginn, eigi að gefa starfsmönn- um aðild að undirbúningsnefndum og síðar við stjórn bankans, til að þeirra sjónarmið nái að koma fram. En það er hægt með því að þeir fái áheyrnarfulltrúa í bankaráðum. Við viljum að settar verði skorður að einn og sami aðili, eða skyldir aðilar, geti eignast meira en fimm prósent svo einn fjársterkur aðili geti ekki gleypt bankana. Þá viljum við að annar bankanna verði seldur, meðal annars til að fá reynslu af slíkri sölu og til að fá samanburð á rekstri þeirra, annars vegar sem banka í ríkiseign og hins vegar sem einkabanka," sagði Sig- hvatur Björgvinsson formaður Alþýðuflokksins. Búnaðarbankanum kostuðu nokkru minna, eða 1.300 þúsund á mann. Þetta er ekki allt. Bankastjórarnir geta haft allt að þremur milljónum aukalega á ári fyrir setu í stjórnum og nefndum á vegum bankanna. Miðað við lægstu laun, eins og þau verða samkvæmt nýgerðum kjarasamning- um, eru aukagreiðslur til bankastjór- anna jafnvirði tekna verkamanns í þrjú ár, það eru aukagreiðslur sem bætast við rúmlega sex milljóna króna árslaun. Þá eru það bílarnir, en bankastjór- ar ríkisbankanna þurfa ekki að hafa áhyggjur af rekstri bifreiða. Bank- arnir leggja þeim til bíla og greiða allan rekstrarkostnað. Þegar kemur að starfslokum fá bankastjórarnir rífleg eftirlaun. Hæstu lífeyrisgreiðslur Landsbanka og Búnaðarbanka eru 5.4 milljónir á ári, þetta eru ekki samanlagt, heldur greiðslur til einstaka manna. Seðla- bankinn greiðir betur, því sá fyrrver- andi bankastjóri sem mest fær, fær rúmar sex milljónir, eða um 500 þús- und á mánuði. Að auki fá þeir úr almannatrygg- ingakerfmu eins og aðrir. Það er mikið að gera hjá starfsfólkinu hjá Lottóinu, enda setjum við íslendingar met um heigina, þegar potturinn verður sexfaldur og fyrsti vinningur verður örugglega 30 til 35 milljónir króna, ef ekki fjörutíu. Til að afgreiða alla þá seðla sem keyptir verða þarf hvorki meira né minna en 25 kfló- metra af lottóseðlum. Hér er hresst og kátt starfsfólk hjá íslenskri getspá, en þar hefur verið mikið að gera, eðlilega. Verði heppnin með þér.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.