Alþýðublaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 RARIK óskar eftir tilboðum í: RARIK 97003 olíu- ketill fyrir kyndistöð á Höfn í Hornafirði. Útboðið nær til olíuketils með tilheyrandi búnaði og til skortsteins. Útboðsgögn verða seld á aðaiskrifstofu RARIK, Laugavegi 118, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 22. apríl nk. Verð fyrir hvert eintak er 1.000 kr. Skila þarf tilboðum á skrifstofu RARIK í Reykjavík fyr- ir kl. 14 mánudaginn 5. maí nk. Tilboðin verða þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska að vera nærstaddir. Vinsamlega hafið tilboðin í lokuðu umslagi, merktu: RARIK-97003 Höfn - olíuketill. Laugavegi 118 • 105 Reykjavík Sími 560 5500 • Bréfasími 560 5600 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■HH UTBOÐ Kópavogsbúar- Sumarhátíð í tilefni sumars blæs Alþýðuflokksfélag Kópavogs til sum- arhátíðar í nýuppgerðu húsnæði félagsins, Hamraborg 14a, föstudaginn 25. apríl kl. 20:00. Matast verður í upp- hafi hátíðar og um kvöldið verður hægt að nálgast léttari veitingar. Þeir sem áhuga hafa á að vera með í matnum eru beðnir um að hafa samband við einhvern stjórnar- manna, ellegar tala inn á símsvarann á skrifstofu félags- ins í síma 554-4700 og láta vita. Allir velkomnir - fögnum sumrinu saman með glæsibrag. F.h. stjórnar, Magnús Árni Magnússon, formaður Sumargleði Alþýðuflokksins í Hafnarfirði Alþýðuflokksfélögin í Hafnarfirði halda sumargleði mið- vikudaginn 23. apríl n.k. (síðasta vetrardag) í Hraunholti, Dalshrauni 15. Miðaverð kr. 2.200. Dagskrá: Kl. 19.00 Húsið opnar 20.00 Sest að snæðingi - hlaðborð hússins (nóg að borða) Hátíðin sett Málmblásarakvintettinn Þeyr skemmtir Gunnar Svavarsson stendur fyrir uppákomu, en hvað??? Söngur - glens - gaman Kl. 23.00 Hljómsveitin Hvos leikur fyrir dansi til kl. 02.00. Veislustjóri er engin önnur en stórkratinn Ásthildur Ólafs- dóttir. Sjáumst hress og kát síðasta vetrardag og gerum kvöldið ógleymanlegt. Skráning og allar upplýsingar hjá skemmtilegu nefndinni: Vala s. 555 1920 Jóna Ósk s. 565 4132 Hafrún Dóra s. 565 1772 Guðfinna s. 555 2956 Brynhildur s. 565 1070 - í Alþýðuhúsinu s. 555 0499 þriðjudaga og föstudaga e.h. Aðalfundur Jökuls hf. Aðalfundur Jökuls hf. verður haldinn þriðju- daginn 29. apríl 1997 á Hótel Norðurljósi Rauf- arhöfn og hefst fundurinn kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. grein sam- þykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillaga að nýjum samþykktum fyrir félagið. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar fé- lagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á aðal- fundi, skulu vera komnar í hendur stjórnar viku fyrir aðalfund. Að loknum aðalfundarstörfum verða bornar fram léttar veitingar. AÐALFUNDUR BORGEYJAR HF. Aðalfundur Borgeyjar hf. verður haldinn á Hótel Höfn í Hornafirði, þriðjudaginn 6. maí 1997 og hefst kl. 20:30. Á dagskrá fundarins verður: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga stjórnar um aukningu hlutafjár. 3. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins um kaup á eig- in hlutabréfum félagsins. 4. Önnur mál sem löglega eru upp borin. Tillögum sem hluthafar hyggjast bera fram á aðalfundin- um skal skila á skrifstofu félagsins eigi síðar en 7 sólar- hringum fyrir aðalfund til þess að þær verði teknar á dag- skrá. Dagskrá aðalfundarins, ársreikningar félagsins og tillögur liggja frammi hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins frá og með 30. apríl nk. Jón Baldvin og Sighvatur á ísafirði Almennurfundur verður haldinn á Hótel ísafirði næstkom- andi laugardag 26. apríl kl. 14.00. Frummælendur verða Jón Baldvin Hannibalsson alþingis- maður og Sighvatur Björgvinsson formaður Alþýðuflokks- ins. Öllum heimill aðgangur (lr alfaraleið El País afhjúpar gamla nasista í gömlu skjalasafni fannst listi með 104 nasistum, sem flúðu til Spánar. Enginn var á sínum tíma framseldur, þó á meðal þeirra væri höfundur illræmdrar pyntingaraðferðar sem kallaðist „ísbaðið.“ Að- eins einn er ennþá á lífi, og býr 88 ára í Ma- drid. El País, Spáni. Fyrir skömmu birti spánska blaðið E1 País lista yfir 104 gamla nasista, sem flúðu til Spánar í lok seinni heimsstyrjaldarinnar og hlutu þar vernd Fransisco Franco, þá- verandi einræðisherra Spánar. E1 País rakti, að nasistamir hefðu tilheyrt Gestapó, SS og Abwehr, en svo hét leynilög- regla þýska hersins á tímum Hitlers. Blaðið, sem kallar nafnarununa „svarta listann", segir að hann hafi fundist í einu af luktum skjalasöfnum utan- ríkisráðuney tisins. Listinn var upphaflega af- hentur Spánverjum af Banda- mönnum í lok heimssyrjaldar- innar og þess krafist að allir 104 sem á honum voru, yrðu framseldir. Spánska stjómin hafnaði því, og enginn þeirra var framseldur. I dag er aðeins einn þeirra á lífi, Hans Juretschke, sem er 88 ára gamall. Hann fór á eftirlaun árið 1979, eftir að hafa náð þeim frama að verða yfirmaður þýskudeildar háskólans í Complutense. Hann býr nú í Madrid, og harðneitar fjölmiðl- um um viðtöl. Annar þýskur ríkisborgari sem var á listanum var Franz Liesau Zacharias, sem dó 84 ára gamall í Madrid árið 1993. Hann var félagi í Abwehr, og ábyrgur fyrir að útvega dýr frá Spáni sem notuð vom í tilraun- ir nasista. Tilraunirnar höfðu að markmiði að finna sjúkdóma, sem auðvelt væri að dreifa í fangabúðum, þar sem gyðingar, kommúnistar og jafnaðarmenn voru í haldi. Þriðji maðurinn á svarta list- anum var alræmdur vítt um lönd en það var Rudolf von Merode, sem var í þýsku ör- yggislögreglunni bæði á Spáni og Frakklandi meðan stóð á styrjöldinni. Hann var sakaður um að liafa myrt með eigin hendi marga franska ríkisborg- ara, og var einnig þekktur fyrir sérstaka pyntingaraðferð sem gekk undir nafninu ísbaðið. Enginn þessara manna var á sínum tíma framseldur. Eftir borgarastyrjöldina á Spáni 1937-38 var Spánn á valdi fas- ista, og þó þeir tækju ekki þátt í heimsstyrjöldinni studdi fasist- inn Franco hinn illræmda nas- istaleiðtoga Adolf Hitler. (El País)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.