Alþýðublaðið - 24.04.1997, Side 7

Alþýðublaðið - 24.04.1997, Side 7
FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Aðalfundur Aðalfundur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar verður haldinn 30. apríl nk. Dagskrá fundarins verður auglýst síðar. Endurskoðaðir reikningar liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með miðvikudeginum 16. apríl. Stjórn Dagsbrúnar Sumarhátíð í Kópavogi Alþýðuflokksfélag Kópavogs blæs til sumarhá- tíðar föstudaginn 25. apríl kl. 20:00 í nýupp- gerðum sal félagsins, Hamraborg 14a Matast verður fljótlega upp úr átta, þannig að gott er að mæta tímanlega. Á matseðli er meðal annars: Sjávarréttapaté 0 Laxapaté 0 Hunangsgraflax 0 Lambapottréttur 0 Pastasalat 0 og allt tilheyrandi. Verð kr. 1500 fyrir manninn - algert gjaf- verð!!! Veislustjóri verður Loftur Þór Pétursson Allir velkomnir Gott væri að heyra frá þeim sem áhuga hafa á að vera í mat í síma 554 0212 (Magnús), 553 6120 og 554 5186 (Loftur) eða 554 5051 (Helga). Einnig er símsvari á skrifstofu félags- ins 554 4700. Fjölmennum og skemmtum okkur ærlega. Stjórnin Úr alfaraleið Atta ár fyrir að selja mannakjöt Rússneskur dómstóll dæmdi fyrir skömmu mann í átta ára fangelsi, Hann var ekki einungis fundinn sekur um morð heldur einnig fyrir að hafa selt hluta fóm- arlambsins eins og venjulegt kjöt. Morðinginn og mannakjötssal- inn heitir Anatoly Dolbyshev og kemur frá bænum Berezniki. Hann stakk vin móður sinnar til bana með hnífi í átökum þeirra á milli. Hann ákvað síðan að koma líkinu í verð, skar það í litla búta og seldi til gmnlausra þorpsbúa í skiptum fyrir vodka. Þegar einn kaupandinn fann hluta af manna- húð í kjöti sínu hafði hann sam- band við lögregluna. Hj Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar auglýsir eftir umsóknum vegna starfrækslu strengjakvartetts á vegum borgarinnar frá 1. september n.k. - Einungis hópar geta sótt um, ekki einstaklingar. - Laun meðlima svari hálfum starfslaunum listamanna hjá Reykjavíkurborg og hlíti sömu reglum. - Kvartettinn starfi sjálfstætt og geri í umsókn nákvæma grein fyrir starfsáætlun; fyrirhuguðu tónleikahaldi og öðrum verkefnum; áherslum í vali tónlistar, hugsanleg- um áformum um upptökur o.s.frv. Kvartettinn komi auk þess fram nokkrum sinnum á ári á vegum borgarinnar án aukagreiðslna samkvæmt nánara samkomulagi. - Starfslaun til kvartettsins eru veitt til eins árs með möguleikum á framlengingu. - Upplýsingar um önnur störf meðlima kvartettsins á starfstímabilinu fylgi með umsókn. Umsóknir skulu sendar: Menningarmálanefnd Reykjavík- ur, Kjarvalsstöðum, v/Flókagötu, 105 Reykjavík fyrir mánudaginn 12. maí n.k. Sérstök dómnefnd velur úr um- sóknum. Jón Baldvin og Sighvatur á ísafirði Almennur fundur verður haldinn á Hótel ísafirði næstkom- andi laugardag 26. apríl kl. 14.00. Frummælendur verða Jón Baldvin Hannibalsson alþingis- maður og Sighvatur Björgvinsson formaður Alþýðuflokks- ins. Öilum heimill aðgangur Alþingismenn Alþýðuflokksins VDTALS- TÍMAR Á morgun, föstudaginn 25. apríl, verða þing- mennirnir Rannveig Guðmunds- dóttir og Lúðvík Bergvinsson með viðtals- tíma á skrif- stofum flokksins, Hverfisgötu 8- 10. Lúðvík frá klukkan 9 til 12 og Rannveig frá klukkan 15 til 18. Þeir sem vilja panta viðtals- tíma, hafi samband við skrifstofuna í síma 552- 9244. * *

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.