Alþýðublaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 1
MPÍMMMD Miðvikudagur 7. maí 1997 Stofnað 1919 57. tölublað - 78. árgangur Einkavinavæðing Þorsteins - segir áhrifamaður úr Framsóknarflokki. Páli Péturssyni klúðrað inn á síðustu stundu til að lægja óánægju Framsóknar. Þrír helstu stuðningsmenn ráðherrans meðal ræðumanna. Andstæðingar veiðigjalds sérstak- lega valdir til að fjalla af „hlutleysi" um afleiðingar þéss. "Þetta virðist fyrst og fremst vera áróðursstefna fyrir Þorstein Pálsson persónulega og náttúrlega kostuð af almannafé, enda er raðað þarna einka- vinum hans frá fyrri árum á jötuna, og svo fá einhverjir strákar úr Háskólan- um sporslur fyrir að búa til pantaða skýrslu," sagði forystumaður Fram- sóknarflokksins af landsbyggðinni í samtali við Alþýðublaðið í gær um ráðstefnu Þorsteins Pálssonar um veiðigjald, sem haldin var á Akureyri í gær. Hann sagði að í þingliði Fram- sóknar hefði veríð megn óánægja með það, hvernig staðið hefði verið að ráðstefnunni. "Það var náttúrlega enginn Fram- sóknarmaður hafður með á henni. Páli okkar Péturssyni var að vísu klúðrað inn á síðutu stundu, en of seint til að hægt væri að auglýsa hann. Framsókn er því þarna eiginlega einsog óhreinu börnin hennar Evu, enda ráðstefnan augljóslega sett upp til að ráðast á kratana og lyfta Þor- steini svolítið." Foryustumaðurinn sagði að því væri ekki að neita, að menn væru ekki alltof ánægðir í röð- um Framsóknarflokksins. I röðum stjórnarandstöðunnar er út- breidd skoðun, að Þorsteinn Pálsson sé að misnota sjávarútvegsráðuneytið til að ráðast gegn hugmyndum um veiðigjald, sem 75% þjóðarinnar styðja, samkvæmt skoðanakönnun- um. En ráðstefnan er á vegum þess, og kostnaður sem til fellur greiddur af því. Því til stuðnings er bent á, að hann leitar ekki langt út fyrir nánasta hóp vina sinna þegar hann valdi ræðu- menn, en í þeirra hópi er til dæmis Einar Oddur Kristjánsson sém er nán- asti stuðningsmaður og samstarfs- maður sjávarútvegsráðherra. Annar ræðumaður er Guðjón Hjör- leifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyj- um og einn helsti stuðningsmaður Þorsteins á Suðurlandi. Þriðji forystu- maðurinn úr hópi Sjálfstæðismanna er svo Tómas Ingi Olrich, þingmaður, en allir þessir þrír sjálfstæðismenn voru í hópi eindreginna stuðnings- manna Þorsteins, þegar Davíð felldi hann úr formannssæti fiokksins á sín- um tíma. Sömuleiðis benda menn á, að Þor- steinn velur yfirlýstn andstæðing veiðigjalds, Ragnar Arnason, prófess- or, til að halda „hlutlaust" erindi um afleiðingar Veiðigjalds, en þegar í að- draganda ráðstefnunnar hafa niður- stöður hans verið dregnar í efa. Hlutlausir fræðimenn á borð við Rögnvald Hannesson, prófessor í Noregi, eru hinsvegar ekki á meðal ræðumanna. ¦ A-flokkarnir Góð staða Alþýðuflokkurinn er með 17,5 prósent og Alþýðubandalagið með 18,4 prósent í skoðanakönnun, sem Stöð 2 birti í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn er með 40,5 prósent, Framsókn 20,6 prósent, en Kvennalistinn hrynur niður í 2,9 pró- sent. Könnunin var gerð af Markaðs- samskiptum hf. Liðlega 27 prósent tóku ekki afstöðu. Ekki sáttur Jóhann Páll Símonarson, sem átti í deilum við Húsnæðisstofnun, segist ekki sáttur við afgreiðslu sinna mála. Sjá nánar á bls. 6 rVigdís Esradóttir ræðst til Vesturfarasetursins A að vera menningar og fræðasetur "Þetta leggst frábærlega í mig enda er þetta yndislegur staður og spennandi starf," segir Vigdís Esra- dóttir kennari sem er á leiðinni á Hofsós þar sem hún mun verða upp- lýsingafulltrúi Vesturfarasetursins. "Það var hrein tilviljun sem réði því að ég valdist til starfsins. Valgeir Þorvaldsson bóndi að Vatni og fram- kvæmdastjóri hlutafélags um Vestur- fararsetur, bauð mér starfið en ég vissi harla litið um vesturfara þó að ég tengist þeim að vissu leyti vegna þess að afi minn og amma bjuggu vestanhafs og ég á því marga ætt- ingja þar." f safninu er sýningin, Annað land, annað líf, á vegum Byggðasafns Skagfirðinga en hún er unnin af sér- fræðingum frá safninu og lfka af fólki frá Minjasafninu á Akureyri auk þess sem ýmsir hönnuðir og handverksmenn komu að henni. "Auk þessarar syningar er mein- ingin að safnið verði menningar og fræðasetur og þar verði rúm fyrir ýmsar smærri sýningar og bók- menntaviðburði sem tengjast þessu efni beint eða óbeint," segir Vigdís. „Þarna er ættfræði og upplýsinga- þjónusta í tengslum við Háskólann á Akureyri og þá er verslun í setrinu. Þá á að koma á tengslum við grunn- skóla og bjóða skólakrökkum að koma og kynna sér safnið, við erum með góðan fyrirlestrarsal þar sem hægt er að vera með safnkennslu og það er nýbúið að gefa út námsefni um vesturfaranna á vegum Náms- gagnastofnunar." Setrið er til húsa í gamla Kaupfé- lagshúsinu á Hofsósi sem var nýlega endurbyggt af hlutafélaginu Snorra Þorfmnssyni sem stóð auk þess að uppbyggingu setursins. „Snorri Þorfmnsson var ættaður úr Skagafirði og jafnframt fyrsta evr- ópska barnið sem fæddist í Ameríku. Það er því vel viðeigandi að hlutafé- lagið heiti í höfuðið á honum," segir Vigdís sem mun strax standa í stór- ræðum eftir komuna til Hofsós en þar er fyrir dyrum árleg Jónsmessu- hátíð þar sem Sinfóníuhljómsveit Is- lands treður upp og varðskip mun sigla út á Skagafjörð með áheyrend- ur af hátfðinni og hlusta á Karlakór- inn Heimi syngja í klettunum og njóta hljómburðarins í Stuðlaberg- Nýi Renault Mégane Coupé veldur meiri hjartslætti en aðrir bílar. Mégane Coupé 2 dyra. Draumur þeirra sem eru ungir - og þeirra sem vilja halda sér ungum. 90 eða 150 hestafla vél. Loftpúðar fyrir ökumann og farþega. Öryggisbelti með strekkjara og höggdeyfi. Fjarstýrð samlæsing á hurðum og skottloki, aflstýri, útvarp með fjarstýringu, snúningshraðamælir o.m.fl. Verð frá 1.468.000 kr. RENAULT Flt A XOSTUM Mégane MEISMeAVERK ÁRMÚU 13, SlMI: 568 120 BEINNSÍMI: 553 1236

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.