Alþýðublaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Ritstjóri Auglýsingastjóri Auglýsingasími Auglýsinga fax Dreifing og áskrift Umbrot Prentun Ritstjórn Fax Alþýðublaðsútgáfan ehf. Össur Skarphéðinsson Ámundi Ámundason 562 5576 562 5097 562 5027 Guðmundur Steinsson ísafoldarprentsmiðja hf. Sími 562 5566 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Misnotar Þorsteinn almannafé? Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, stóð í gær fyrir ráð- stefnu á Akureyri, þar sem hann misnotaði gróflega aðstöðu sína sem ráðherra. Ráðstefnan var haldin til þess eins að reyna að to- tryggja afstöðu þeirra, sem fylgja veiðigjaldi að málum. Yfirskrift fundar og val á ræðumönnum sýndi það með óyggjandi hætti. Nú er ekkert sem mælir gegn því, að Þorsteinn Pálsson berjist með oddi og eggi gegn veiðigjaldi, sem 75 prósent þjóðarinnar fylgja samkvæmt skoðanakönnunum. Honum er frjálst að setja fram hvaða skoðanir sem er á veiðigjaldi, og nota í baráttu sinni hvaða meðul sem hann kýs, svo fremi sem þau séu verjanleg frá siðferðilegu sjónarhomi. Hann getur hinsvegar ekki látið almenning standa undir ráð- stefnu um mjög umdeilt, pólitíkst mál, án þess að gera sjónarmið- um andstæðinga og fylgjenda málsins bærilega jafnhátt undir höfði. Þá er hann kominn út fyrir hin siðferðilegu mörk, sem stjóm- málamaður verður að halda sig innan. Á þessu prófi féll ráðherrann eins kyrfilega á Akureyri, og hægt er. Málefnalegt þrot hans birtist nefnilega í því, að hann kaus að velja fyrst og fremst einkavini sína og skoðanabræður til að verja eigin málstað, og tíndi svo með þekkta andstæðinga veiðigjalds úr röðum fræðimanna. Vinimir vom Einar Oddur Kristjánsson, nánasti samstarfsmað- ur hans í Sjálfstæðisflokknum, Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum og dyggastur liðsodda ráðherrans á Suðurlandi, og loks alþingismaðurinn Tómas Ingi Ol- rich, sem þrátt fyrir ágætan feril sem frönskukennari hefur enga sérstaka þekkingu á sjávarútvegsmálum og situr ekki einu sinni í sjávarútvegsnefnd þingsins. Af fræðimönnum, sem vom til kallað- ir, var enginn sem ekki var yfirlýstur andstæðingur veiðigjalds. Alls enginn! Ráðherrann beit svo höfuðið af skömminni með því að hafna ósk Sighvats Björgvinssonar, formanns Alþýðuflokksins, um að stuðningsmaður veiðigjalds úr hópi fræðimanna fengi að taka þátt í kynningu umdeildrar skýrslu um áhrif gjaldsins á byggðir lands- ins. Enginn þarf því að ganga þess dulinn, að ráðherrann þorir ekki í málefnalega umræðu, nema í fullkomlega vemduðu umhverfi, þar sem enginn fær að tala, nema einkavinir ráðherrans sjálfs. Ráð- stefnu, sem sett er upp með þessum hætti á vegum hins opinbera, er ekki hægt að verja. Hún er skoðanakúgun, greidd niður af al- mannafé. Enn er hinsvegar ósvarað, hvort Þorsteinn Pálsson misnotaði al- mannafé til að útbreiða sitt eigið pólitíska fagnaðarerindi. Mála- vextir em þessir: Ráðstefnan á Akureyri var haldin á vegum sjávar- útvegsráðuneytisins. Hún var auglýst vel og dyggilega. Til hennar var boðið mörgum fyrirlesumm. Ragnar Ámason og Birgir Þór Runólfsson, fræðimennimir í hópnum sem báðir em yfirlýstir and- stæðingar veiðigjalds, vom ennfremur fengnir til að gera mikla skýrslu, og hafa tæpast gert hana á Dagsbrúnartaxta. Af þessu til- efni er spurt: Hver borgaði brúsann? Það liggur þegar fyrir, að Þorsteinn Pálsson hefur með óvana- legum hætti misnotað nafn sjávarútvegsráðuneytisins til að koma skoðunum sínum á umdeildu pólitísku máli á framfæri. Hinu er ósvarað, hvort hann hafi líka misnotað almannafé í þeim tilgangi. Því er enn spurt: Stóðu tekjur af ráðstefnunni undir kostnaði við hana? Það verður Þorsteinn Pálsson að upplýsa á næstu dögum. skoðanir Lifi Tony Blair! Á dauða mínum átti ég von, frekar en því að lenda í einhvers konar rit- deilu við mína ágætu félaga í SUJ. En það er ekki góður eiginleiki í pólitík að vera langrækinn eða móðgunargjam svo ég á ekki von á að þetta muni hafa nokkur áhrif á okkar samstarf, enda mörg mikil- vægari verkefni sem bíða okkar þar. Nokkur atriði þarfnast þó frekari út- skýringa. Stjómmálaályktanir síðasta sam- bandsþings SUJ og flokksþings Al- þýðuflokksins - Jafnaðarmanna- flokks Islands snemst um einn hlut: Sameiningu jafnaðarmanna. Ekki í einhverri óskilgreindri framtíð, held- ur sem fyrst. Gróska var stofnuð til að þrýsta á og vinna að því markmiði - sameiginlegu framboði í kosning- um til Alþingis 1999. Vilji er allt sem þarf til þess. En segjum nú sem svo að það takist ekki, þrátt fyrir að flokkurinn sem ég er félagi í, leggi sig allan fram? Er það þá ekki í hæsta máta ósanngjamt að segjast ekki munu taka þátt í baráttunni með þeim _________I Þóra Arnórsdóttir . éÉ sr';r' skrifar flokki? Má vera. En er það ekki mun meiri tvískinnungur að setja upp nýja grímu þegar kemur að þeim atburði sem nefnist kosningabarátta, stökkva ofaní skotgrafirnar aftur með mínum flokki og hefja skothríð á þá sem ég hef verið að vinna með fram að því? Reyna að skerpa muninn á flokkun- um eins og framast er unnt og búa til nýjan, í stað þess að eyða honum? Er ekki heiðarlegra að segja pass á með- an það gengur yfir og geta horft framan í kjósendur og félaga sína úr öðmm flokkum með hreina sam- visku að þeirri orrafiríð lokinni? Taka síðan þráðinn upp að nýju, læra af mistökunum og halda áfram vinn- unni? Hitt er annað mál, að ef Al- þýðubandalagið hafnar samstarfi í allsherjaratkvæðagreiðslu, þá er ekki annað að gera en að reyna að stækka Alþýðuflokkinn eins og kostur er, enda líklegt að Alþýðubandalagið myndi klofna við þau úrslit. En eins og málin standa, þá geri ég ekki ráð fyrir þessum möguleika, enda ólík- legt að Margrét Frímannsdóttir hefði sent út sitt fræga bréf, teldi hún sig ekki hafa meirihluta flokksmanna á bak við sig. Þeir sem telja mig mála mig út í hom með þessu, misskilja þær for- sendur sem ég tel að hver sá sem tek- ur þátt í pólitík verði að hafa til grundvallar starfí sínu. Nefnilega að vera trúr sannfæringu sinni og hafa kjark til að segja skoðanir sínar, hvort sem þær em vinsælar hjá flokksforystum, ríkisstjóm, banka- stjómm, vinnuveitendum eða hvaða Þeir sem telja mig mála mig út í horn með þessu, misskilja þær forsendur sem ég tel að hver sá sem tek- ur þátt í pólitík verði að hafa til grundvallar starfi sínu. Nefnilega að vera trúr sannfær- ingu sinni og hafa kjark til að segja skoð- anir sínar. valdaafli sem er. Ef hið pólitíska um- hverfi er þannig, að manni er refsað fyrir það, þá er ég tilbúin til að gera það sem ég get til að breyta því. Það er rangt að maður eigi „aldrei að segja neitt sem gæti komið í bakið á manni“, ef í það er lagður sá skiln- ingur að maður eigi að passa sig á því að segja aldrei neitt sem fólk gæti verið ósammála urn. Það er hins veg- ar alveg rétt að maður á ekki að baktala fólk. Það kemur yfirleitt í bakið á manni. Ég er nýkomin frá Bretlandi, eftir að hafa starfað með Verka- mannaflokknum um vikutíma í kosningunum þar. Um þá ótrú- legu reynslu verður meira skrifað síðar. Aðeins þetta: Eft- ir þá upplifun er smáflokkatil- veran minna spennandi en nokkru sinni fyrr. Ef ekki tekst að breyta henni, þá er hið póli- tíska umhverfi sem ég gæti hugsað mér að starfa í af heii- um hug, ekki til staðar. Ég vil einfaldlega fá að upplifa kosn- ingavöku eins og í Royal Festi- val Hall síðastliðinn laugardag, þegar 18 ára valdatíð íhalds- flokksins lauk með ótrúlegum stórsigri Verkamannaflokksins. Ekki bara fagna því að Alþýðu- flokkurinn fái 19,2% fylgi í stað tæpra tólf, heldur því, að vinstri menn velti þessa lands fhaldstlokk- um úr sessi með samstilltu átaki. Fé- lagar í Verkamannaflokknum eru 411.000. Fjögurhundruðogellefuþús- und. Þessir fjögurhundruðogellefu- þúsund einstaklingar hafa mismun- andi skoðanir á mörgum hlutum. En þeir eru jafnaðarmenn og eru því, eðli málsins samkvæmt, í einum flokki. Þannig finnst mér að hlutirnir ættu einnig að vera hér á þessu litla landi. Annað mikilvægt sem ég lærði af bresku félögum okkar: Það þarf að taka ákvörðun um sameiginlegt framboð strax. Á þessu ári. Ekki mánuði fyrir kjördag. Með því móti er hægt að vinna þá undirbúnings- vinnu sem þarf. Sigur Verkamanna- flokksins hefði aldrei unnist ef hann hefði ekki unnið þrotlaust í tvö ár að undirbúningi. Fólk vissi með löngum fyrirvara hver yrði frambjóðandi flokksins í hverju kjördæmi, hann fékk tækifæri til að kynna sig og stuðningsmennimir til að kortleggja kjósendur. Það er því misskilningur, eins og margir vilja halda fram að þessar yfirlýsingar okkar Róberts séu of snemma á ferðinni, það ætti að bíða þar til drægi til tíðinda og svo framvegis. Það á að draga til tíðinda fljótlega. Að lokum er mér ljúft og skylt að biðja þá félaga mfna sem skrifuðu grein hér í málgagnið í liðinni viku, afsökunar á því að hafa ofmetið skoðanir þeirra og tek á mig alla sök hvað það varðar. Við erum meira og minna sammála um flest og því sorg- legt að eyða dálksentimetmm Al- þýðublaðsins í það sem við erum ósammála um. En harma um leið að þeir skyldu ekki setja sig fyrst í sam- band við þann helming fram- kvæmdastjórnarinnar sem staddur var erlendis. Látum vér þá lokið rit- deilu þessari.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.