Alþýðublaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 5
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1997 menning MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 mennin Sérstæð myndlistarsýning í Gallerí Ingólfsstræti 8. Hver eram viö? - það er biíið að ræna okkur svar- - segir myndlistarkonan Anna Líndal í samtali við Þóru Krístínu Ásgeirsdóttur en Anna rakar sig undir höndunum “Ég hef skoðað athafnir fólks og það ósýnilega afl sem þjóðfélagið er og hvemig það stjómar einstakling- unum, en þeir hafna ekki þjóðfélaginu heldur verða að spila með,“ segir Anna Líndal myndlistarkona en hún sýnir um þessar mundir í gallerí Ing- ólfstræti 8, en hún fór í gegnum öll stig fegrunariðnaðarins og skrásetti og gefur afraksturinn að líta á sýning- unni. Ertu feminískur listamaður? “Það hefur ekki flækst fyrir mér í mínu starfí að vera kona og auðvitað er ég femínisti. En ég er fyrst og fremst að fást við myndlist og mín glíma er við formið, það em skemmti- leg og krefjandi átök.“ Stimplað sem femfnismi En hvað er að vera femíniskur listamaður? Það em listfræðingar sem hafa búið til þetta hugtak og við listamenn höf- um nóg á okkar könnu, þó að við lát- um listfræðingum eftir að búa til hólf til að láta list okkar í. Konur era flokkaðar eftir kynferði og þannig er hægt að afgreiða þær á fljótari hátt. Ég get tekið dæmi af samsýningu skúlptúrista að Kjarvalsstöðum þar sem ég sýndi eldhússkúlptúra. Gagn- rýnendur vora fljótir að afgreiða þetta sem reynsluheim kvenna en við hlið- ina á mér var kollegi minn að sýna málningarfötur, pensla og slíkt, eng- um datt £ hug að tala um það sem reynsluheim karla.“ Hefur þá umrœðan um femíniska list og reynsluheim kvenna leitt til annarrar tegundar af sexisma? “Þetta er bara aðferð listfræðinga til að flokka. Myndlistarheiminum er stjómað af körlum og þegar konur koma með sínar áherslur er það stimplað sem femínismi.“ Enginn grundvöllur Finnst þér þá erfitt að vera kona í myndlist? Konur eru flokkaðar eftir kynferði og þannig er hægt að afgreiða þær á fljótari hátt. Ég get tekið dæmi af samsýningu skúlptúrista að Kjarvalsstöð- um þar sem ég sýndi eldhús. Gagnrýnendur voru fljótir að afgreiða þetta sem reynsluheim kvenna en við hliðina á mér var kollegi minn að sýna málningarfötur, pensla og slíkt, engum datt í hug að taia um það sem reynsluheim karla.“ “Það er erfitt og flókið að vera listamaður á fslandi í dag. Hér er eng- inn grandvöllur fyrir nútfmamyndlist og enginn fjárhagslegur grandvöllur. Það er ekki hægt að vera í þessu nema að sýna erle'ndis líka. Þrátt fyrir að það sé allt í mínus, skipta sýningar máli upp á að fá starfslaun og kannski fyrst og fremst til þess að fá tækifæri til að þroskast í sínu starfi." En segðu mér aðeins frá tildrögum þessa verks? Ég bytjaði að vinna að þessu verki fyrir rúmu ári síðan en þá var ég að taka þátt í samsýningu á írlandi, part- ur af sýningunni voru gemingar og ég las upp úr krossaprófi í kvennablað- inu Cosmopolitan. Ég hafði aldrei áður lesið þessi „Kvennablöð,“ og þama opnaðist fyrir mér heimur sem hefur verið afar fróðlegt að skoða. Þegar ég var að vinna að þessu verki pantaði ég mér tíma í hefðbundinni fót og handsnyrtingu, hárgreiðslu og förðum og öðram standördum og Helgi Braga ljósmyndaði allan feril- inn. Þetta verk kemur í framhaldi af mínum fyrri verkum þar sem ég er að fjalla um hversdagslegar athafnir. Þetta verk fjallar um orku í samfélag- inu sem er hvergi skrásett. Með verkinu er ég ekki að taka af- stöðu til þess hvort konur eigi að raka sig undir höndunum, heldur er ég að segja, við geram þetta bara af því við eigum að gera það. Ég raka mig til dæmis undir höndunum, en ég hefði aldrei tekið það upp hjá sjálfri mér, upp úr þurru. Við eram markaðsvara og markhópur og það sem að fylgir £ kjölfar þessarar svokölluðu velmeg- unar er ófullnægja. Hvað er að vera við sjálf, það er búið að ræna frá okk- ur svarinu.“ Fremur gerendur en þolendur En við erum félagsverur, og hluti af þvíað vera við sjálfhlýtur þvíað eiga stoð íöðrum og umhverfinu? Já, en það er ekki auðvelt að vera í félagskap við aðra eins og lífið er í dag. Fólk þarf að vera á mörgum stöð- um og það leiðir af sér togstreitu." En þú hugsar og vinnur eins og mannfrœðingur? “Já, og ég reyni að útfæra niður- stöður mínar á myndrænan hátt. Ég er að höfða til aukinnar meðvitundar í þessu verki og hvetja fólk til að skoða og velja fremur en að gleypa allan pakkann. Það er búið að staðla ákveð- ið fegranarferli og ég hef verið að velta því fyrir mér hvort þetta ferli “Þetta verk kemur í framhaldi af mínum fyrri verkum þar sem ég er að fjalla um hversdagslegar athafnir. Þetta verk fjallar um orku í samfélaginu sem er hvergi skrásett," segir myndlistarkonan Anna Líndal meðal annars um sýningu sína: Hluti úr lífi. snúist meira um konur en þjóðfé- lagslegan hagvöxt, en það skiptir svosem ekki öllu máli hvort við eram að tala um karla eða konur í þessu samhengi. Við eram öll þáttakendur í þessu síðkapítalíska neyslusamfélagi. Ég vil hvetja fólk til að vera fremur gerendur en þolendur í eigin lífi.“ En hvort ert þú gerandi eða þol- andi? “Ég er gerandi, því ég geri mér grein fyrir þessu. Það sleppur enginn undan ógnarvaldi samfélagsins en það skiptir máli að vita og vera með- vitaður um ástandið. í því er fólgin meiri fullnægja heldur en að taka stöðugt við,“ segir Anna Líndal að lokum. STEFANSBLOM SKIPHOLTI 50 B SIMI 561 0771 Smásögukeppni Torfhildar og Stúdentaráðs Vantar meira anarkí og læti segir Huldar Breiðfjörð verðlaunahöfundur Stúdentaráðs númer eitt, tvö og þrjú, en er ekki skyldur Sigurði Breiðfjörð. “Árangurinn kom á óvart, ég hafði gert mér vonir um sæti, en ekki öll þrjú,“ segir Huldar Breiðfjörð bókmenntafræðinemi og blaðamað- ur en hann hreppti öll verðlaun í smásagnasam- keppni Torfhildar, félags bókmenntafræðinema og Stúdentaráðs. “Ég sendi inn fjórar sögur,“ segir Huldar og bætir við að dómnefndin hafi að sögn ekki haft hugmynd um að einn og sami maðurinn væri höfundur allra verðlaunasagnanna. Það hafi fyrst komið í ljós þegar umslögin vora opnuð með réttum nöfnum þáttakenda. Stefnirðu að því að skrifa meira í framtíð- inni? “Ég er að klára bókmenntafræði og hef ver- ið að vinna sem blaðamaður og er líka alltaf að skrifa eitthvað annað öðra hvora. Ég stefni að því að koma út bók en ég veit ekki hvað það era margir dagar í þann dag. Smásögur komast líklega næst því sem ég er að fást við, ég er að leika mér dálítið með formið. Ég stefni af því að skrifa í framtíðinni og á alltaf eftir að vera skrifandi, ég veit ekki hvort það verður fullt starf, það verður bara að koma í ljós. Er mikilvægt að höfundar fari í bókmennta- fræði að þínum dómi? “Ekki endilega, en það er hægt að læra bók- menntafræði á tvo vegu. Það er hægt að liggja í teoríum og svo er hægt að nýta þessi þrjú ár í að lesa og lesa og öðlast þannig yfirsýn yfir bókmenntirnar. Það reyni ég að gera. Það er líka mjög hollt fyrir höfunda að þekkja bók- menntateoríur, það er of algengt að þeir hafni þeim án þess að þekkja þær.“ Hvaðfjalla verðlaunasögumar um? “Sögurnar fjalla um fólk í tilvistarkreppu. Þetta era nettar kreppur og ég reyni að sýna þær í dálítið fyndnu ljósi. Sagan í þriðja sæti segir frá pari sem situr í Perlunni og er nýbúið að trúlofa sig og er að snæða dýrindis máltíð þegar kærastinn tekur eftir því að hann er að missa hárið. Þetta verður viðkvæmt mál og samtalið endurspeglar þeirra samband. Sagan sem lenti í öðra sæti fjallar um mann sem verður ástfanginn af stelpu, þetta er einmana maður sem eyðir kvöldunum í að rangla á milli strætóskýla og skrifa niður nöfn á stelpum sem segjast vilja ríða í veggjakrotinu. Hann hringir í eina stelpuna og með þeim tekst samband. Sagan í fyrsta sæti fjallar um fimm manneskjur sem segja hvar þær voru þegar þær heyrðu að Kurt Cobain hefði skotið sig í hausinn." Ert þú sjálfur ( tilvistar- kreppu? “Hver er það ekki.“ Þetta með smásöguna og til- vistarkreppumar minnir dá- lítið á Raymond Carver? “Ég hef lengi verið hrifinn af honum og hef í raun legið yfir öllu sem hann hefur skrifað í þrjú ár. Það er ekki óeðlilegt að þau áhrif skili sér inn í mín- ar sögur. Það er hægt að læra svo mikið af hon- um, hann gerir svo einfaldar sögur og notar svo fá orð. Þetta eru miklar stemmningar." En hvað með aðra uppáhaldshöfunda? “Ef ég ætti að nefna einn höfund, þá yrði það Þórbergur Þórðarson, hann er minn uppáhalds- höfundur en það ræðst dálítið af því hvað ég er að lesa hverju sinni. Ég er að lesa Tom Robb- ins, Philip Roth, og Tjekov og Toby Litt. Svo held ég líka upp á Erwin Wells og gamla jaxla eins og Hemingway og Fitzgerald." Finnst þér mikið um spennandi rithöfimda sem eru að skrifa á Islandi í dag? “Mér finnst alltof lítið af höfundun að koma upp og það vantar meiri vídd í það sem er að gerast. Margt er vel gert og vel skrifað en þetta eru oft bókmenntir sprottnar af bókmenntum, það vantar anarkí, læti og vídd. Þetta er fín samsetning en alltof keimlík. Maður fær stund- um á tilfinninguna að fólk lesi ekki annað en það sem Mál og menning gefur út, það er sjón- deildarhringur höfundanna. Mér finnst bæk- umar hverri annarri líkar, þetta era sömu efnis- tökin, sama framsetningin og sömu hugmynd- imar, stundum fær maður á tilfinninguna að það sé bara skipt um kápur milli ára. Það vant- ar tiltölulega nýjan vettvang fyrir menningu og núna er að koma út nýtt menningartímarit í júní, sem Fjölnismenn gefa út. Það er mjög spennandi," segir Huldar að lokum en hann er ekki skyldur Sigurði Breiðfjörð, þótt hann sé ítrekað spurður þeirrar spumingar. „Mig langar alltaf jafn mikið að vera skyldur honum þegar ég verð að svara þessu neitandi.“ Margt er vel gert og vel skrifað en þetta eru oft bókmenntir sprottnar af bókmenntum, það vantar anarkí, læti og vídd. Þetta er fín samsetning en alltof keimlík. Maður fær stund- um á tilfinninguna að fólk lesi ekki annað en það sem Mál og menning gefur út, það er sjóndeildarhringur höfundanna. Mér finnst bækurnar hverri annarri líkar, þetta eru sömu efn- istökin, sama framsetningin og sömu hugmyndirnar, stund- um fær maður á tilfinninguna að það sé bara skipt um kápur milli ára. Nína Björk Árnadóttir Forboðin Þú heldur vitaskuld að þetta sé svo allt og alveg annað Eitthvað stórbrotið eins og heil hljómsveit að fagna þér við sólarupprás eða ofurlítið og hvíslandi kvæðiskom sem þú söngst fyrir löngu En þetta er bara ég að elska þig ég gat þá aldrei hætt því og vitaskuld tárastu vitaskuld Langt er um liðið langt og ég lofaði svo allt öðru en því að koma enn á ný og vekja hjá þér það forboðna og brenna þig Því vitaskuld vilt þú eiga klingjandi fögnuð og brosin mild og langt er um liðið að ást mín færi þér annað en sviða og tár. Ljóðiö er úr bókinni, Alla leiö hingaö sem kom út hjá bókalorlaginu löunni fyrir jólin í fyrra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.