Alþýðublaðið - 13.05.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.05.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ1997 ■ í lok ráðstefnu stjórnarandstöðunnar um velferðarríkið á næstu öld urðu fjörugar pallborðsumræður þar s eiginlegs framboðs í næstu alþingiskosningum. Fólkið vill sameiningu er “Við verðum að senda fólkinu í landinu afdráttarlaus og skýr skila- boð um vilja okkar til sameiginlegs framboðs jafnaðarmanna í næstu al- þingiskosningum," sagði Sighvatur Björgvinsson formaður Alþýðu- flokksins í pallborðsumræðum for- manna stjórnarandstöðuflokkanna. Umræðumar voru undir lok ráð- stefnu stjómarandstöðuflokkanna um velferðarríkið á næstu öld, sem haldin var um síðustu helgi. Margrét Frímannsdóttir var ekki jafn afdráttarlaus í afstöðu sinni og Sighvatur og margítrekaði að mál- efni yrðu að ráða ferðinni. „Málefnin era okkur Alþýðubandalagsmönnum afar mikils virði. Ef stjómarand- stöðuflokkunum tekst að ná saman um stefnu þá náum við örugglega saman um framhaldið, en ég ætla ekki að lýsa því yfir að vilji sé allt sem þurfi,“ sagði Margrét. „Það er ekki nóg að segjast ætla að bjóða fram saman og ætla síðan að láta það ráðast í hinum stóra flokki hvað verður um málefnin. Ég er ekki reiðubúin til að samþykkja slíkt.“ Jóhanna Sigurðardóttir formaður Þjóðvaka lagði ríka áherslu á nauð- syn þess að sameiginlegt framboð flokkanna yrði að raunveruleika. Hún sagðist helst vilja sjá einn stóran jafnaðarmannaflokk fyrir næstu al- þingiskosningar en sagðist gera sér grein fyrir því að sú ósk væri ekki raunhæf. Það væri hins vegar raun- hæft að flokkamir gengju sameinaðir til næstu kosninga og slíkur listi ætti að geta fengið 40-50 prósenta fylgi í kosningum. “Hér kristallast kannski að við höfum komið með ólíku hugarfari að þessari umræðu,“ sagði Kristín Hall- dórsdóttir talsmaður Kvennalistans. „Sumir hafa komið að umræðunni með þá fyrirframgefnu skoðun og stefnu að við munum bjóða fram saman. Aðrir em meira leitandi og vilja sjá hvað er í pokanum. Áherslur Kvennalistans em kvenfrelsismál. Við höfum alltaf verið svolítið utan- garðsafl í íslenskri pólitík, við finn- um fyrir því og viljum að sumu leyti vera það. Við skiljum okkur frá þeim flokkum sem við höfum starfað með í stjómarandstöðu, bæði í vinnu- brögðum og áherslum. Þetta kann að gera það að verkum að erfitt gæti orðið að finna flöt á samvinnu." Jón Baldvin Hannibalsson spurði formenn flokkanna hvort ekki væri líklegast að konur næðu fram stefnu- málum sínum í stóm öflugu sameig- gestir gáfu þeim þó engin grið. Kristinn Haraldsson, einn fyrir- spyijenda, vitnaði til lærimeistara síns í gagnfræðaskóla en sá hafði sagt nemendum sínum að grípa tæki- færið meðan það gæfist því annars væri það glatað. „Mér finnst tækifær- ið nú vera að sigla framhjá okkur,“ sagði Kristinn. „Ef þið virðulegu for- menn farið og talið við fólkið á eyr- inni, þá sem em á lægstu laununum, og spyrjið það hvemig stjómarfyrir- komulag það vilji sá í framtíðinni, þá mun fólkið fyrst svara: „Við viljum sjá einn stóran jafnaðarmannflokk“. Það er ekki spuming hvort það verði einhvern tímann stór jafnaðarmanna- flokkur heldur hvenær hann verður. Kemur það í hlut bamabama ykkar að lesa í árbókunum að ástæðan fyrir því að jafnaðarmannaflokkurinn komst ekki fyrr á laggimar var sú að eitthvert ykkar kom í veg fyrir það af þrjósku einni saman? Þetta er spum- ing um það hvort þið ætlið að vera með eða ætlið ekki að vera með. Emð þið með?“ Af svari Kristínar varð ekki annað ráðið en Kvennalistinn væri ekki með. Kristín sagði brýnt að rasa ekki um ráð fram. „Það þarf að spyrja fólk og hlusta á fólk, en fyrst og síðast á maður að gera og standa með því sem maður trúir á. Ekki endilega að láta berast með einhverri bylgju ef maður ekki trúir því að það sé til inlegu framboði fremur en í sérfram- boðum. “Treystum við því að búið sé að plægja jarðveginn nægilega? Ég ætla ekki að svara því hér og nú hvort sér- framboðsleiðin sé gengin á enda,“ var svar Kristínar. Jóhanna sagði stjómarandstöðu- flokkanna alla leggja áherslu á jafn- réttismál og kvenfrelsissjónarmið. „Kvenfrelsismál eru jafnréttismál sem jafnaðarmenn og félagshyggju- fólk hljóta að setja í öndvegi," sagði Jóhanna. „Ég er sannfærð um að ef við berum gæfu til að ganga saman í einni fylkingu til næstu kosninga þá verður sett fram krafa um að konur verði í forystu á framboðslistum í um helmingi kjördæma. Gangi þessir flokkar hver í sínu lagi til næstu kosninga er það líklegasta leiðin til að fækka konum á þingi, en líkleg- asta leiðin til að tvöfalda hlut kvenna á þingi er að við göngum sameinuð í einni fylkingu til næstu kosninga.“ Margrét svaraði spumingu Jóns Baldvins með því einu að bera lof á störf Kvennalistans og sagði að kon- ur gætu horft með meiri reisn til framtíðar vegna fmmkvæði þess flokks. “Það em miklu meiri líkur á því að konur komist til áhrifa í stjómmálum ef þær em þátttakendur í sameigin- legu sterku framboði en ef þær halda áfram að hjakka hver í sínu homi,“ var svar Sighvats við spumingu Jóns Baldvins. “Fólkið vill það“ Sighvatur var spurður að því hvort það hefði verið taktískt rétt af honum að leggja fram 10 punkta sem eins konar sameiginlegt prógramm jafn- aðarmanna, hvort ekki hefi verið eðlilegra að Alþýðubandalagið hefði verið haft með í ráðum. “Mér fannst ekkert vera að gerast í sameiningarmálunum," sagði Sig- hvatur. „Þetta vom mínar hugmyndir og ég lagði þær fram persónulega, ekki með stimpli míns flokks. Ég hafði ekki borið þær 'undir aðra en sjálfan mig. Þær vom settar fram til að opna umræðuna og ég vænti þess að fá viðbrögð við þeim. Ég vona að ég hafi ekki gert neinum manni sem áhuga hefur á samstarfi jafnaðar- manna illt með því að léggja þær fram.“ Jóhanna sagði 10 punkta plagg Sighvats vera ágætt framlag. „Ég sit í sama flokki og Sighvatur. Það er mikilvægt að einhver setji fram svona plagg,“ sagði Jóhanna. Sú spuming sem oftast var spurð var sú hvort formennimir hefðu vilja til að gera það sem í þeirra valdi væri til þess að af sameiginlegu framboði flokkanna yrði fyrir næstu alþingis- kosningar. Bæði Margrét Frímanns- dóttir og Kristín Halldórsdóttir kvörtuðu undan því að þurfa ítrekað að svara þessari spumingu. Fundar- Iliiiiil

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.