Alþýðublaðið - 13.05.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.05.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ1997 Húsverndarsjóöur í lok júní verður úthlutað styrkjum úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur. Hlutverk sjóðsins er að veita styrk til við- gerða og endurgerðar á húsnæði í Reykjavík sem hefur sérstakt varðveislugildi af sögulegum eða byggingarsögu- legum ástæðum. Umsóknum um styrki úr sjóðnum skulu fylgja verklýsingar á fyrirhuguðum framkvæmdum, kostnaðaráætlun, teikn- ingar, tímasetningar á framkvæmdum og umsögn emb- ættis borgarminjavarðar. Skilyrði er sett fyrir því að endur- bæturséu í samræmi við eiginlegan byggingarstíl hússins frá sjónarmiði minjavörslunnar. Benda má á að hús sem byggð eru fyrir 1920, og þurfa sérstakra endurbóta við, hafa sérstaka þýðingu fyrir minjavörsluna í Reykjavík, bæði frá listrænu, menningar- sögulegu og umhverfislegu sjónarmiði. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 6. júní 1997 og skal umsóknum, stíluðum á Umhverfismálaráð Reykjavíkur, komið á skrifstofu garðyrkjustjóra, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. Kópavogsbær Útboð Kópavogsbær óskar eftir tilboðum í að byggja við Digra- nesskóla Álfhólsvegi 100 Kópavogi. Um er að ræða við- byggingu ofaná norð-vestur álmu skólans auk stækkunar á anddyri 1. hæðar. Stærð viðbyggingar er um 817 fm (2945 rm). Verktaki skal reisa húsið og fullgera það að utan sem inn- an, ásamt þeim innréttingum og búnaði sem tilgreindur er í útboðsgögnum. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 30. desember 1997. Útboðsgögn verða afhent á Tæknideild Kópavogs Fann- borg 2, 3. hæð gegn kr. 20.000 skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sama stað mánudaginn 26. maí 1997 kl. 11.00 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þar mæta. Framkvæmdadeild Kópavogs Menntamálaráðuneytið Laus staða deildar- sérfræðings í há- skóla- og vísindadeild Menntamálaráðuneytið auglýsir lausa til umsóknar tíma- bundna stöðu deildarsérfræðings í háskóla- og vísinda- deild í skrifstofu menntamála og vísinda til allt að þriggja ára. Viðkomandi skal hafa þekkingu á háskóla- og rannsókn- arstarfsemi. Góð tungumálakunnátta er nauðsynleg og reynsla af stjórnsýslustörfum æskileg. Laun greiðist samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Starfsmaðurinn þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. ágúst nk. Nánari uþþlýsingar veitir Stefán Baldursson, skrifstofu- stjóri skrifstofu menntamála og vísinda. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 25. maí nk. Menntamálaráðuneytið, 9. maf 1997 Clr alfaraleið Fyrrum kynlífsþræll frá Indó- nesíu berst við eigin ríkis- stjórn um bætur frá Japan 68 ára gömul indónesísk kona hefur knúið Japana til að greiða henni og 249 öðrum konum 9 milljarða rúpía í bætur vegna hræðilegrar reynslu úr seinni heimsstyrjöldinni. En stjórnvöld í Jakarta eru ekki öll þar sem þau eru séð... South China Moming Post, Hong Kong“ Þegar ég var þrettán ára var mér nauðgað af japönskum hjúkrunar- manni í her Japana í Suður Kalím- antan. Fimm menn höfðu síðan mök við mig þann sama dag.“ Frú Mardi- yem, 68 ára gömul indónesísk kona í Yogyakarta á eyjunni Java sem til- heyrir Indónesíu, sogar að sér reyk- inn úr sígarettunni, og útskýrir að keðjureykingar hafi hjálpað sér til að bæla niður sársaukafullar minningar frá því hún varð ánauðugur kynlífs- þræll Japana í seinni hemssytjöld- inni. Örsmátt hús hennar í miðborg Yoyakarta er skreytt með japönskum leikföngum úr pappír og gömlu dagatali frá Japan. Allt hlutir, sem hún hefur safnað á ferðum sínum til Japan, en þangað hefur hún farið þrisvar sinnum sem fulltrúi 249 ann- arra indónesískra kvenna, sem allar hlutu þau grimmilegu örlög að verða kynlífsþrælar Japana í seinni heims- styijöldinni. Barátta hennar fyrir stöllur sínar virtist á síðastliðnum vetri hafa bor- ið árangur. Félagsmálaráðuneytið indónesíska skrifaði í mars undir yf- irlýsingu þar sem Japanir skuld- bundu sig til að greiða skaðabætur vegna hræðilegrar lífsreynslu kvenn- anna, sem svaraði til níu milljarða rúpía (liðlega 2 milljarðar íslenskra króna), er átti að borgast yfir tíu ára tímabil. Á lausn málsins er þó sá hængur, að indónesísk stjórnvöld hafa nú ákveðið að í stað þess að láta féð renna til kvennanna, sem flestar eru nú vel við aldur og fjárþurfí, þá skuli nýta þá til að byggja híbýli fyr- ir gamalt fólk í fimm borgum víðs vegar í Indónesíu. Ranglæti stjómvalda í Indónesíu er hinsvegar slfkt, að Yogyakarta, þar sem flestar konumar búa, hefur verið útilokað frá byggingaáætlun- inni. Eina leiðin fyrir gömlu konum- ar til að njóta hinna nýju húsa er að flytja frá borginni sinni, þar sem þær hafa flestað lifað allan sinn aldur eft- ir að hræðilegri reynslu þeirra í stríð- inu sleppti. Konumar hafa nú, með hjálp góðra ráðgjafa, ákveðið að leita með mál sitt til dómstólanna. Frú Mardiyem vill meðal annars nota féð til að byggja mosku og hæli fyrir munaðarleysingja í hverfinu hennar, en það er aðallega byggt múslimum. Hún segist ekki þurfa peningana fyrir sjálfa sig, en segir að málið snúist um grundvallaratriði." Það vorum við konumar sem vomm meiddar. Það er verið að bæta okkur fyrir fortíðina. Ríkisstjómin þarf ekki okkar peninga, og hún hefur heldur ekki unnið til þeirra." Frú Mardiyem var frá unga aldri rómuð fyrir fegurð og auk þess ein- staklega fallega söngrödd. Þegar Japanir komu var henni rænt úr þjónustuhverfum konungshallarinn- ar í Yokyakarta ásamt 48 öðmm kon- um frá miðhluta Java. Hópnum var fyrst sagt að þær yrðu dansmeyjar og þjónustustúlkur. En þær voru síðan fluttar til borg- arinnar Banjarmarsin, sem allt fram til ársins 1945 var miðstöð japönsku heijanna í átökunum um yfirráðin á Bomeó. Þar voru konurnar neyddar til að gerast kynlífsþrælar japönsku hermannanna, og látnar vinna í sér- staklega byggðum húsum, þar sem Japanarnir heimsóttu þær. Flestar kvennanna voru yfirleitt neyddar til að hafa mök við fleiri en 15 hermenn á hverjum degi. Margar þeirra fengu sárasótt, og voru þá sendar aftur til Java. En í þeirra stað vom aðrar ungar konur jafnharðar sendar til Banjarmarsin. Þegar Maediyem var aðeins 14 ára varð hún þunguð, gekk í gegnum sársaukafulla fóstureyðingu, og þeg- ar hún var að lokum send aftur til starfa í þrælastöðinni var hún bæði barin og síðan nauðgað aftur af hin- um japanska yfirmanni hússins. “Áður fylltist ég hatri þegar ég sá japanska ferðamenn hér við muster- in okkar, en unga kynslóðin í Japan er góð, - hún er bæði kurteis og sum- ir hafa jafnvel beðið okkur fyrirgefn- ingar á misgjörðum eldri kynslóðar- innar, „ segir gamla konan. Kópavogsbær Lausar stöður Lausar eru til umsóknar eftirfarandi kennarastöður og húsvarðarstaða: Hjallaskóli: Staða myndmenntakennara. Staða smíðakennara. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 554 2033 Þinghólsskóli: Staða sérkennara. Staða húsvarðar. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 554 2250. Umsóknarfrestur er til 26. maí nk. Starfsmannastjóri UTBOÐ F.h. byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboð- um í vinnu og efni við sílanböðun á ýmsum fasteignum í eigu Reykjavíkurborgar. Útboðsform kveður á um að bjóða skuli í hverja fasteign sérstaklega. Útboðsgögn verða seld á kr. 1.000,- á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Opnun tilboða: þriðjudaginn 27. maí kl. 11.00 bgái&n F.h. byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboð- um f útveggjaklæðningu og gluggaviðgerðir á Ölduselsskóla. Helstu magntölur: Plötuklæðning 200 ms Múreinangrun 175 m2 Verktími: 30. maí - 24. ágúst 1997. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá þriðjud. 13. maí nk. gegn 10.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: fimmtudaginn 22. maí 1997, kl. 15.00 á sama Stað. bgd 77/7 F.h. byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboð- um f útveggjaklæðningu og gluggaviðgerðir á Fellaskóla. Helstu magntölur: Plötuklæðning 750 m2 Verktími: 30. maí til 24. ágúst 1997. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá þriðjud. 13. maí nk. gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: fimmtudaginn 22. maí 1997 kl. 14.00 á sama Stað. bgd 78/7 INNKA UPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sfmi 552 58 00 - Fax 562 26 16

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.