Alþýðublaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 29. MAI 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ s k o ð q n i r Almenningssamgöngur gegn umferðaröngþveiti Umferðarþungirin á höfuðborgar- svæðinu er farinn að valda veruleg- um vandamálum sem eru vandleyst. Bæði er, að tæknilega getur verið erfitt að leysa þau, auk þess sem kostnaðurinn verður í mörgum tilvik- um gríðarlegur. Mengunin frá um- ferðinni eykst á sama tíma og al- menningur gerir auknar kröfur til jafnt hávaða- og loftmengunar, auk þess að dregið verður úr umferðar- slysum. Frammi fyrir þessum vanda- málum standa sveitarfélögin á Stór- Hafnarfjarðarsvæðinu. TryggviHarðarson skrifar fullri alvóru og efli almenningssam- göngur. Sameinum strætó Á höfuðborgarsvæðinu eru nú rek- in tvö almenningssamgangnafyrir- tæki, AV og SVR. Það er algjörlega út í hött og nær væri að sameina þessi tvö fyrirtæki sem fyrst. Með því einu og sér mætti efla og bæta þjónustuna samhliða því að auka hagkvæmnina. En meira þarf til. Ókeypis í strætó? Til að almenningssamgöngur hér á svæðinu nái fótfestu þarf ekki bara að auka og bæta þjónustuna heldur einnig að lækka verulega verðið í strætisvagna og jafnvel bjóða ókeyp- is í strætó um lengri eða skemmri Stóreflum strætó Hingað til hefur hugur manna einkum beinst að tæknilegum lausn- um á þeim vanda sem stóraukin um- ferð skapar. Minna virðist horft til þess að draga úr bílaumferðinni. Það verður ekki gert nema að stórefla al- menningssamgöngur sem er skyn- samlegasta og ódýrasta leiðin fyrir alla, nema ef til vill bílaumboðin. Á þetta hefur iðulega verið minnst á til- lidögum en aldrei neitt orðið úr þeg- ar á hólminn er komið. Það er því tími til kominn að almenningur og sveitarstjórnarmenn á höfuðborgar- svæðinu láti þetta mál til sín taka af Til að almenningssamgöngur hér á svæðinu nái fótfestu þarf ekki bara að auka og bæta þjónust- una heldur einnig að lækka verulega verðið í strætisvagna og jafnvel bjóða ókeypis í strætó um lengri eða skemmri tíma. tíma. Það yrði tvímælalaust þjóð- hagslega hagkvæmt. En til þess að slfkt geti orðið að raunveruleika verða ríki og sveitarfélógin á svæð- inu að taka höndum saman. Báðir hafa verulegan hagnað af því ef tekst að draga talsvert úr umferð. Það sem ynnist með slfkri breyt- ingu yrði: 1. Spara mætti milljarða króna í samgóngumannvirkjum og viðhaldi vega. 2. Draga mætti stórlega úr meng- un. 3. Fækka mætti verulega slysum og draga úr þeim þjáningum og fjár- útlátum sem þeim fylgir. 4. Spara mætti fjölskyldum og ein- staklingum veruleg útgjöld. Einn bíll og utanlands- ferð Algengast er nú að hver fjölskylda eigi tvo eða fleiri bfla. Því fylgir að sjálfsögðu gríðarlegur kostnaður. Menn aka á milli tveggja staða, til dæmis úr og í vinnu einir í sínum bfl. Með góðum og ódýrum almennings- samgöngum mætti að stórum hluta koma í veg fyrir slíkt. Fjölskylda sem með þeim hætti gætti sparað sér ann- an bflinn, látið sér nægja einn bfl í stað tveggja, ætti til dæmis fyrir ut- anlandsferð árlega og það er því til nokkurs að vinna. Byltingar er þörf Bæði í Hafharfirði og í Reykjavík standa menn frammi fyrir miklum vanda við úrlausn umferðarmála eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu. Sambýli fólks og um- ferðar verður sífellt erfiðara úrlausn- ar. Bylting í almenningssamgöngum yrði örugglega hagkvæmasta og besta lausnin á þeim vanda ef grannt er skoðað. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Við á Alþýðublaðinu trúum öllu sem stendur í Vikublaðinu. í síðasta tölublaði birtir blaðið lítinn pistil um lélega frammistöðu ráð- herra Framsóknarflokksins, og ger- ir því skóna, að hvorki meira né minna en þrír þeirra séu í pólitískri lífshættu. Guðmundur Bjarnason er einn þeirra, en Vikublaðið setur hann þó á vegna þess að ekki sé hægt að reka úr ríkisstjórn varafor- mann flokksins. Hinsvegar verði bæði Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra og Páli Péturs- syni félagsmálaráðherra dúndrað út úr ríkisstjórninni á næstunni. Málgagn Alþýðubandalagsins telur einsýnt að við félagsmáiaráðuneyt- inu taki Siv Friðleifsdóttir og við heilbrigðisráðuneytinu enginn ann- ar en hinn gamli vinur Alþýðublaðs- ins, Guðni Ágústsson á sam- kvæmt heimildum Vikublaðsins að verða heilbrigðisráðherra. Guð láti gott á vita... Símaskráin er komin út og eins og venjulega flettir fólk upp í skránni til að sjá nafn sitt og síma- númer. Ráðherrarnir í ríkisstjóminni nota ekki allir starfsheiti sitt. Davíð Oddsson er titlaður forsætisráð- herra, Þorsteinn Pálsson er blaðamaður, Halldór Blöndal er skráður með síma bæði í Reykja- vík og á Akureyri og er titlaður al- þingismaður á báðum stöðum, Björn Bjarnason er ekki f Síma- skránni, einn ráðherranna. Friðrik Sophusson hefur ekkert starfs- heiti, Halldór Ásgrímsson er skráður með síma bæði í Reykja- vík og á Höfn. í Reykjavík er hann ráðherra en alþingismaður á Höfn. Guðmundur Bjarnason er með síma í Reykjavík þar sem hann hefur ekkert starfsheiti en á Húsa- vík er hann alþingismaður. Finnur Ingólfsson er skráður sem við- skiptaráðherra, Ingibjórg Pálma- dóttir er skráð sem hjúkrunarfræð- ingur, Páll Pétursson er skráður með síma í Reykjavík og á Höllu- stöðum. l' Reykjavík er hann skráð- ur aiþingismaður en á Höllustöðum er hann skráður sem alþingismað- ur og bóndi. Starfsmenn íþróttadeildar Sjón- varps og Útvarps ætla ekki að gefa sig og nefna Sjóvá-Almennra deildina því heiti. KSÍ hafði af þessu áhyggjur og breytti heitinu á síðasta þingi sínu í núllta deild full- visst um að ekki nokkur maður eða stofnun myndi nota það heiti. KSÍ ætlaðist til þess að deildin sé nefnd eftir því fyrirtæki sem styrkir keppn- ina. Til þessa hafa Mogginn og rík- isfjölmiðlarnir ekki viljað svara kalli KSÍ. Mogginn hefur hins vegar ákveðið að fara að vilja KSI að þessu sinni og kalla deildina Sjóvá- Almennra deildin. Hjá ríkinu hafa Bjarni Fel og félagar gripið til þess ráðs að kalla deildina efstu deild íslandsmótsins, en hvorki Sjóvá-AI- menna deild eða þá núllta deild. Meira af fótbolta. KR-ingar bíða þess að Guðmundur Bene- diktsson og Andri Sigþórsson verði tilbúnir til að leika með meist- araflokki, en báðir hafa átt í lang- vinnum meiðslum. Þeir félagar léku með yngra liði félagsins gegn ÍH í Coca-Cola bikarkeppninni, en KR sigraði 11-0. I leiknum skoraði Guðmundur þrjú mörk og Andri tvö. Ekki er gert ráð fyrir að þeir verði með í leiknum gegn Val í kvöld, þegar KR mætir á Hlíðar- enda. hinumeqin "FarSide" eftir Gary Larson f i m m fornum vegi Hvað borðar þú á morgnana? Davíð Guðmundsson, sendill: "Jógúrt." Daníel Einarsson: "Alltaf hafragraut og ing." Smári Guðmundsson, hrær- næturvörður: "Súrmjólk, ristað brauð lýsi." og Önundur Steindórsson, öryrki: "Bara kaffisopa." Anna Kristín: "Brauð með osti og vatn.' v i 11 m c n n "Það verður ekki sest niður og rætt við þessa menn sem haga sér alveg eins og algjörir bandítar. Þeim er andskotans sama hvað hlutirnir kosta. Ég get ekki orða bundist." Karitas Pálsdóttir, félagi í Baldri á ísafirði, í DT. "Davíð bindur enda á kalda stríðið." Fyrirsögn (DT. "Það kom reyndar ábending í morgun þegar ég var í sturt- unni. Það kom maður, hnusaði út í lottið og sagði hér er allt vaðandi í hestalykt." Björgvin Njáll Ingólfsson í DT. "Ef þessar reiðu konu byggju á Kópaskeri færu þær kátar með sveitastjóranum á hjóna- böll, þar sem allir eru voða góðir og enginn heldur fram- hjá." Hlfn Agnarsdóttir í DT. Ekki er vitað hvers vegna Ingunn Svavarsdóttir sveitarstjóri er sögð hentug fyrir konur til að fara með á hjónabóll. "Ég valdi mér einu sinni eig- inmann, sem var svo gáfaður, fallegur og skemmtilegur að það hálfa væri nóg. Hann var eiginlega of greindur til að vera hamingjusamur og hjóna- band okkar endaði með ósköp- um." Hlín Agnarsdóttir í DT. "Þeir eru með þessum mynd- um að gera hálfpartinn grín af listinni, en það eru samt fáir sem ná húmornum." Snorri Ásmundsson í DT. "Ég baka yfirleitt pizzu heima í stað þess að panta, en oft finnst mér botninn verða svo- lítið blautur og linur." Lesandi DT að tjá sig. "Það eru ótal ástæður fyrir því af hverju það er betra að leika golf en stunda kynlíf." Teitur Þorkelsson í DT. Það er óhamingja fyrir manninn að fá vitið einungis til þess að missa sakleysi sálarinnar. Ludwig Tieck.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.