Alþýðublaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 29. MAI 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ Erlendar rannsóknir og kenningar gefa tilefni til bjartsýni Leiðin ut ur geð kl ofa n u m Orðið Skizofrenia kemur úr latínu og þýðir klofinn hugur, en kallast á íslandi geðklofi. Orsök geðklofa eru óþekkt. Sjúkdómsheitið er safnheiti yfir röð geðsjúkdóma með ólíkaf or- sakir en margir þeirra eru arfgengir. En þrátt fyrir að fólk sé móttækilegt fyrir geðklofa þurfa að koma til.ytri áhrif svo að sjúkdómurinn blossi upp, til dæmis ákafleg streita, dauðs- fall í fjölskyldunni eða ástarsorg. Einhverfa er megineinkenni sjúk- dómsins, sjúklingurinn hrærist í innri veröld. Hann kýs ekki að ein- angra sig heldur upplifir hann tilver- una og fólk umhverfis sig sem fjand- samlegt eða framandi. Ofskynjanir eru tíðar, sjúklingur fær gjarnan á til- finninguna að það sé fylgst með öll- um hans ferðum, og jafnvægisskyn- ið brenglast. Hugsunin er full af mótsögnuni, hugmyndaflug og ímyndanir fá lausan tauminn og . sjúklingarnir búa til ný orð og setn- ingar sem einungis þeir skilja og vita hvað merkir. Nýjar erlendár rannsóknir benda til þess að samtalsmeð- ferð hafi meira að segja í með- ferð geðklofasjúklinga en al- mennt er talið og gefur það til- Þá hefur líka kom- ið í Ijós að sam- talsmeðferð, hefur verið vanmetin en hún ertalin árang- ursrík jafnvel í erf- iðustu tilfellunum og ný geðlyf eru komin á markað með minni aukaverkanir en þau sem voru fyrir. Sál- fræðingar eru enn sem komið er of fáir inni á geðdeildum samkvæmt þessu, líka í þeim löndum sem að vinna eftir þessu nýja fyrir- komulagi og lítill skilningur á vægi þess að takast á við áfallið sem upphaflega leysti sjúkdóminn úr læðingi, og sálræn áföll efni ákveðinnar bjartsýni í meðferð þessa illskeytta geðsjúkdóms, segir meðal annars í danska blaðinu Politiken, en sjúkdómnum er unnt að halda niðri hjá hluta sjúklinganna þannig að þeir geti lifað nokkurn veginn eðlilegu lífi. Víða, til dæmis í Noregi, Ástral- íu og Dan- mörku er lögð áhersla á að greina til- hneigingu til sjúkdómsins áður en hann brýst út. Eftir að það hefur verið rifíst í meðferðargeiranum um hvort lyfja- meðferð sé heppileg eða ekki, og hvort það hefur verið gengið of langt í að leggja niður sólarhringspláss fyrir geðsjúka, og hvort það er yfir- höfuð ekki í of fá hús að venda, hef- ur vonin um að það sé einhverrar lækningar að vænta jafnvel fyrir þá sem eru verst úti, náð að skjóta rót- um í meðferðargeiranum, segir blað- ið. Nú er víða lögð áhersla á að kynna læknum, félagsráðgjöfum og starfsfólki skólanna, hvernig hægt er að koma auga á tilhneigingu til geð- klofa í börnum og unglingum og greina byrjunareinkenni sjúkdóms- ins. Þar eru einnig neyðarhópar skip- aðir sérfræðingum sem hægt er að ræsa út með sóiarhringsfyrirvara. Þetta hefur gefið góða raun en það eykur möguleika á árangursríkri meðferð við sjúkdómnum ef tekst að greina hann á byrjunarstigi og ráðast til atlögu. Þá hefur líka komið í ljós að sam- talsmeð- ferð, hefur verið vanmetin en hún er talin árangursrík jafnvel í erfiðustu tilfellunum og ný geðlyf eru komin á markað með minni aukaverkanir en þau sem voru fyrir. Sálfræðingar eru enn sem komið er of fáir inni á geðdeildum samkvæmt þessu, líka í þeim lönd- Einhverfa er megineinkenni sjúkdómsins, sjúklingurinn hrærist í innri veröld. Hann kýs ekki að einangra sig heldur upplifir hann tilveruna og fólk umhverfis sig sem fjandsam- legt eða framandi. um sem að vinna eftir þessu nýja fyr- irkomulagi og lítill skilningur á vægi þess að takast á við áfallið sem upp- haflega leysti sjúkdóminn úr læð- ingi, og sálræn áföll eins og ástar- sorg, fjárhagsvanda, ósætti í fjöl- skyldunni eða annað sem getur verið þungt að yfirstíga. í viðtalsmeðferð getur sjúklingurinn unnið bug á ýmsum hliðarverkunum sjúkdómsins svo sem kvíða og depurð, en rannsóknir benda einnig til þess að við- tölin hafi áhrif á önn- ur bein einkenni sjúkdómsins eins og ranghugmyndir og innri óreiðu og í viðtölunum eykst færni sjúk- lingsins til að lifa með hugmyndum sínum og um- gangast annað fólk. Það hefur jafnvel gefist vel að dómi sumra lækna og sál- fræðinga að ræða einkenni sjúk- dómsins og gera sjúklinginn að virkari þáttak- anda í meðferð- inni. En það er líka gagnrýnt að reyna að komast fyrir sjúkdóminn áður en hann blossar upp. Það eru ekki allir á eitt sátt- ir um réttmæti þess að gera börn og ung- linga að sjúkling- um áður en þau veikjast. Þau atriði sem er bent á að geti bent til geðklofa eru til dæm- is líkamleg og andleg óvirkni, klaufska, einkennilegt háttalag, og einangrunarhvöt. Við fannsóknir hefur einnig komið fram að algengt er að þau fái áhugamál sem þau dýrka af alefli. Þetta eru einkenni sem strangt til tekið gætu átt við helming allra unglinga og því er horft til hversu alvarlega þau láta á sér kræla og hversu lengi. Ungmennin sem taka þátt í með- ferðinni fá hinsvegar félagslegan stuðning fyrr og samtalsmeðferð og stundum er talið nauðsynlegt að öll fjölskyldan taki þátt. Sé þess talin þörf fá ungmennin einnig litla skammta af geðlyfjum. Geðklofi brýst jafnan fram á yngri árum, þegar manneskjan er að stofna til ástarsambanda við annað fólk, sækja sér menntun og svo framvegis, það gerir það óhjákvæmi- lega að verkum að hún lendir til hlið- ar við jafnaldra sína. Margir bregð- ast við með því að misnota áfengi eða fíkniefni til að deyfa einkennin. Það getur hinsvegar viðhaldið sjúk- dómnum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.