Alþýðublaðið - 10.06.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.06.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ1997 Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun isafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Hverjir eru aular? Lærir Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, aldrei neitt af sinni eigin vitleysu? Heldur hann, að það hafi engin áhrif á Norð- menn, þegar hann kiknar í hjánum og gefur eftir í hverju málinu á fætur öðru? Heldur hann að það feli eklci í sér ákveðin sldlaboð, þegar utanríkisráðherra Islands leyfir Norðmönnum hvað eftir ann- að að komast upp með þann yfirgang sem þeim sýnist? Þessara ómjúku spuminga er nú óhjákvæmilegt að spyrja eftir að Norðmenn tóku íslenskt skip og færðu til hafnar vegna meintra mistaka við að sinna samningsbundinni tilkynningaskyldu. Þær varpa nefnilega Ijósi á hví í ósköpunum Norðmenn telja sér fært að koma með þessum hætti fram við íslendinga. Það er ekki ýkja langt síðan að Norðmenn fóru með mildu gróf- ari hætti að íslendingum í öðm og mildu stærra máli. Það var þeg- ar þeir færðu á síðasta ári einhliða út grunnlínupunkta við Sval- barða. Um leið voru íslenskir sjómenn sviptir aflasælasta hluta þess alþjóðlega hafsvæðis, sem þeir höfðu sótt á um árabil. Gífurleg flæmi vom tekin af því, og skeytt við yfirráðasvæði Norðmanna. Norðmenn tóku þess ákvörðun án þess að gera íslendingum í nolckru viðvart. Þeir gerðu það á forsendum, sem samkvæmt al- þjóðarétti verða að teljast afar hæpnar. Þeir gerðu það án þess að gefa út sérstaka tilkynningu til sjófarenda um málið. Þeir létu sem- sagt engan vita, fyrr en norska strandgæslan hóf skyndilega að reka íslensk skip af svæði, sem þau höfðu sótt á um nokkurt skeið. Þeg- ar íslenskir skipstjórar mótmæltu var þeim hótað ofbeldi, og skipa- töku. Ákvörðun Norðmanna þá vakti mikla reiði íslenskra sjómanna. Málið var tekið upp af jafnaðarmönnum í íslenska þinginu, og Halldór Ásgrímsson krafinn svara. Þá kom í ljós, að hann hafði ekki einu sinni mótmælt freklegum yfirgangi Norðmanna með formlegum hætti. Það sem verra var, hann hugðist ekki gera það! Alþýðublaðið varaði þá við því, að svo veik viðbrögð af hálfu íslendinga væru stórhættulegt fordæmi, sem gæti leitt til þess að Norðmenn teldu sig geta komist upp með hvað sem er gagnvart Is- lendingum. Varnaðarorð okkar reyndust því miður á rökum reist. Norðmenn telja eðlilega, að þeir geti gengið á lagið, - og gera það ótæpilega einsog takan á Sigurði sýnir glöggt. Málið var hinsvegar í upphafi svo léttvægt í eðli sínu, að það hefði að sjálfsögðu átt að vera auðleyst með því einu, að ráðherrar viðkomandi málaflokka í löndunum tveimur gengu frá því gegnum persónuleg samtöl. Það hefði verið hin eðlilega leið, undir eðlileg- um kringumstæðum. Orðstír íslenska utanríkisráðherrans er hins- vegar orðinn slíkur í stjómkerfi Norðmanna, að honum tekst ekki einu sinni að leysa smávægilega deilu á borð við Sigurðarmálið án þess að málið verði að stórkostlegum atburði á alþjóðavettvangi. Forsætisráðherra sagði að ein skýring gæti verið sú, að Norð- menn séu aular. Það var stórkarlalega mælt. Miðað við þá sam- skiptatækni sem rflcisstjómin hefur tileinkað sér í samskiptum við Norðmenn væri þó óvitlaust af hæstvirtum forsætisráðherra að leggjast nú í langan dvala undir feldi, og velta fyrir sér eftirfarandi spumingu: Hverjir em aularnir í þessu máli? Þjóðarleiðtogar í ham Það er fátt sem þjappar þjóðum betur saman en sameiginlegur óvin- ur. Hið sama má segja um náttúru- hamfarir eða aðrar utanaðkomandi hörmungar og við íslendingar þekkj- um mörg dæmi þessa. Barátta fyrir rétti strandríkisins Islands til veiða í úthöfunum, snjóflóð á Vestfjörðum og yfirvofandi stórhlaup á Skeiðarár- sandi eru dæmi sem flestum fslend- ingum eru enn í fersku minni. Þá stóð þjóðin saman gegn hinum sameigin- lega óvini, þjóðarleiðtogar birtust ábúðarfullir á skjánum og létu eins Pqllbord | Bryndís Hlöðvers- dóttir skrifar og þeir gætu leyst vandann sem að þjóðinni steðjaði. Óvinur fundinn! Nýlega hefur sameiginlegan óvin rekið á fjörur hinna íslensku þjóðar- leiðtoga, sem gæti jafnvel orðið til þess að þjappa þjóðinni saman um ráðherrana sína, ekki síst utanríkis- ráðherrann sem veitir ekki af stuðn- ingi þjóðarinnar í kjölfar sívaxandi óvinsælda Framsóknarflokksins í skoðanakönnunum. Þessi óvinur eru Norðmenn, sem hafa það til saka unnið gegn íslensku þjóðinni að væna íslenskan nótabát, Sigurð VE um að hafa brotið reglur um tilkynn- ingarskyldu. Þar sem báturinn neit- aði að fylgja norsku landhelgisgæsl- unni til hafnar, var hann dreginn til Bodö í Norður-Noregi þar sem áformað er að málsókn hefjist gegn þeim sem að sökudólgnum Sigurði standa. “Norðmenn eru aular,“ segir forsætisráðherra Nú sætir það í sjálfu sér tíðindum að skip séu sökuð um brot á reglum og að lögreglumál fylgi í kjölfarið en það sem kemur á óvart í þeirri at- burðarás sem hér hefur verið lýst eru ofsafengin viðbrögð íslenskra stjóm- valda. Utanríkisráðherra og forsætis- ráðherra blanda sér þegar í málið og lýsa yfir þungum áhyggjum sínum af því í fjölmiðlum og forsætisráðherra sá ástæðu til þess að saka frændþjóð okkar og nágranna í Noregi um aula- skap í sjónvarpsfréttum á sunnudags- kvöld! En ekki nægðu yfirlýsingar ráðherranna til þess að upplýsa þjóð- ina, heldur voru helstu diplómatar landsins sendir á vettvang til Bodö með flugvél flugmálastjómar til að ítreka alvöm málsins. Stórdiplómatar á sunnudegi í Bodö Reyndar kom það á daginn að lítið Vissulega má segja að viðbrögð norskrar land- helgisgæslu séu hörð, en réttlæta þau að for- sætisráðherra þjóðarinn- ar lýsi því yfir að Norð- menn séu aular og að helstu diplómatar þjóð- arinnar séu sendir í of- forsi á vettvang í einka- flugvéi og á sunnudegi í þokkabót? var hægt að gera í málinu, enda sunnudagur í Bodö, eins og á íslandi þegar ráðuneytisstjórar utanríkis- og sjávarútvegsráðuneytis mættu á stað- inn og flestar opinberar stofnanir því lokaðar. En diplómatamir stóðu vaktina á bryggjunni í Bodö, fylgd- ust grannt með óvininum og gerðu norskum fjölmiðlum grein fyrir stöðu mála. Norðmenn virtust hins vegar hinir rólegustu yfir uppistand- inu, lögreglumál yrði væntanlega höfðað í kjölfar hins meinta brots eins og lög gera ráð fyrir að sögn lögreglukonu í Bodö. Taugaveiklun í stjórn- arliöinu? En hvers vegna þetta írafár hjá ís- lenskum ráðamönnum? Vissulega má segja að viðbrögð norskrar land- helgisgæslu séu hörð, en réttlæta þau að forsætisráðherra þjóðarinnar lýsi því yfir að Norðmenn séu aular og að helstu diplómatar þjóðarinnar séu sendir í offorsi á vettvang í einka- flugvél og á sunnudegi í þokkabót? Það læðist óneitanlega að manni sá gmnur að viðbrögðin megi að ein- hverju leyti rekja til útreiðar annars stjómarflokksins í skoðanakönnun- um, þar sem hann siglir hraðbyri nið- ur á við. Veldi stjórnarflokkanna er ógnað Þjóðin er að missa trúna á Fram- sóknarflokkinn og veldi Sjálfstæðis- flokksins er ógnað sem risans í ís- lenskum stjómmálum, ef marka má skoðanakönnun um að tæpur helm- ingur kjósenda myndi kjósa framboð sameinaðra jafnaðarmanna stæði það til boða. Ekki aðeins virkar útkoma þessarar könnunar sem vítamín- sprauta inn í þær þreifingar sem þeg- ar em hafnar um samfylkingu núver- andi stjómarandstöðuflokka í fram- tíðinni, heldur hlýtur hún líka að vekja ugg í brjósti núverandi stjórn- arflokka, sem hafa í trausti óhaggan- legs meirihluta leyft sér að standa fyrir þeim breytingum á samfélaginu sem landsmenn munu fyrr eða síðar mótmæla. Og þá er heppilegt að beina sjónum landans að óvininum í Bodö sem ógnar Islendingum og riddumnum hugumprúðu, Halldór og Davíð, sem verja okkur fyrir utanað- komandi árásum. Hötundur er þingmaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.