Alþýðublaðið - 13.06.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.06.1997, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ónarmið Halldór tuöar... Halldór tuðar... Halldór tuðar... Leiðari Jónasar Kristjánssonar í DV síðastliðinn miðvikudag fjallar um deilu Islendinga og Norðmanna vegna töku togarans Sigurðar. Þar segir: “Norska strandgæzlan tók togar- ann Sigurð af ásettu ráði. Hún hefur áður ýmist tekið íslenzk skip eða vís- að þeim á brott, án þess að standa föstum fótum í alþjóðalögum og milliríkjasamningum. Hún gerir slíkt ekki hvað eftir annað án fyrirskipun- ar frá stjómvöldum. Ef norska strandgæzlan hefði sætt ákúmm vegna fyrri framhleypni sinnar í samskiptum við íslenzk skip, hefði hún farið varlegar að þessu sinni. Það gerði hún ekki. Þess vegna hefur hún ekki sætt ákúmm, heldur starfar nákvæmlega samkvæmt ósk- um norskra stjómvalda. Norska strandgæzlan tók togarann Sigurð á föstudagskvöldi af ásettu ráði. Hún hefur oftast notað helgar til slíkra athafna, svo að ríkiskontórar í Noregi séu lokaðir, þegar íslenzk stjómvöld taka upp símann til að reyna að komast að raun um, hvað haft komið fyrir. Tuðað að hætti Cham- berlains Þegar norska stjómin fer yfir mörkin í yftrgangi gagnvart íslend- ingum, byrjar Halldór að tuða að hætti Chamberlains. Greinilegt er, að norskir starfsbræður hans taka hóf- legt mark á honum. Þeir telja að hann muni hopa frá fyrri vígstöðu til að ná sáttum. Hann sé sú týpa. Norðmenn em vanir frekjulegri framgöngu í samningum af öllu tagi. Þeir tóku til dæmis fullt mark á Jóni Baldvin Hannibalssyni, sem lét þá ekki eiga inni hjá sér í óvæntum mddaskap. Þeir misskilja hins vegar tuðið í Halldóri og telja það vera eins konar veikleikamerki. í stað Halldórs vantar okkur eins konar ígildi Churchills, sem svarar Hitlersaðferðinni af fullri hörku, svo að norsk stjómvöld telji ekki borga sig lengur að vera með yfrrgang í áföngum og setjist heldur af heilind- um að samningaborði, sem þau hafa enn ekki gert. Marklaust er að svara aðgerðum Norðmanna með tuði að hætti Hall- dórs. Þeim þarf að svara með gagn- aðgerðum. Rikisstjómin getur strax sagt upp loðnusamningum við Norð- menn og meinað þeim veiði í ftsk- veiðilögsögunni, þegar samningur- inn rennur út að ári. Tungumálið sem Norð- menn skilja í kjölfar uppsagnarinnar getur rík- isstjómin beitt landhelgisgæzlunni til að færa norsk loðnuveiðiskip til hafnar til að skoða pappírana og kanna, hvort tilkynningarskyldu hafi verið fullnægt og hvort rétt séu skráðir veiðistaðir. Það er tungumál, sem Norðmenn skilja. Engum tilgangi þjónar að túlka að- gerðir norskra stjómvalda sem aula- skap eins og forsætisráðherra hefur reynt að gera. Þær em ekki aulaskap- ur, heldur sértækar aðgerðir til að kúga þá, sem aldrei láta sverfa til stáls, heldur tuða og tuða og tuða í það óendanlega. Ríkisstjómin hefur nú tækifæri til að átta sig á raunveruleikanum og breyta framgöngu sinni í samræmi við þá norsku stefnu, sem kom fram í hertöku Sigurðar. Norðmenn eru vanir frekjulegri framgöngu í samningum af öllu tagi. Þeir tóku til dæmis fullt mark á Jóni Baldvin Hannibalssyni, sem lét þá ekki eiga inni hjá sér í óvæntum ruddaskap. Söngleikurinn Evíta verður frumsýndur í næstu viku, og töluverð spenna ríkir í kringum sýninguna. Helstu stórstjörnur sýningarinnar eru söngvararnir Andrea Gylfadóttir og Egill Ólafsson sem fara með hlutverk Evítu og Peróns. Þeir sem hafa fylgst með æfingum spá því hinsvegar að ný og algeriega óþekkt söngkona eigi eftir að koma á óvart. Það er Vigdís Pálsdóttir, nítján ára nýstúdent úr MR, sem syngur hlutverk hjá- konu Peróns. Vigdís á raunar ekki langt að sækja sviðshæfi- leikana, því afi hennar er hinn góðkunni leikari Baldvin Hall- dórsdóttir. Vigdís er þó ekki að þreyta frumraun sýna í alvöru- verki, því þegar hún var aðeins fjögra ára lék hún drjúgt hlutverk í ensku kvikmyndinni Gullgrafar- amir þar sem aðalleikkonan var engin önnur en Óskarsverð- launahafinn Julie Christie... á bæjarstjóri, sem lengst hef- ur verið í starfi af núverandi kollegum sínum er Sigurgeir Sigurðsson á Seltjarnarnesi. Hann hefur verið bæjarstjóri Seltiminga á fjórða tug ára og haldið stöðunni í krafti þess að vera óskoraður oddviti á fram- boðslista Sjálfstæðismanna. Við síðasta prófkjör sótti Jón Hákon Magnússon hart að honum, en Sigurgeir notaði þá það gamal- kunna bragð reyndra stjómmála- manna að láta út ganga, að þetta yrði örugglega í síðasta skipti sem hann sæktist eftir því að verða bæjarfulltrúi. Nú hefur hann snúið við blaðinu. Á meiri- hlutafundi Sjálfstæðismanna á Nesinu lýsti hann yfir, að hann hyggðist sækjast áfram eftir fyrsta sæti á listanum, og þá væntanlega verða bæjarstjóri áfram. Tilkynning bæjarstjórans vakti takmarkaða hrifningu. Að- eins tveir viðstaddra klöppuðu undir yfirlýsingunni, þær Erla Nielsen bæjarfulltrúi og Petrea Jónsdóttir, sem er dóttir Jóns Árnasonar sem lengi var þing- maður Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi og er nú ritari Kjart- ans Gunnarssonar í Valhöll... Leikfélag Reykjavíkur lætur ekki deigan síga þó gustað hafi um félagið á síðustu misser- um, og undirbýr í óða önn há- tíðahöld í tilefni 100 ára afmælis félagsins á þessu ári. Meðal annars hyggst LR gefa út afmæl- isrit í samvinnu við Mál og Menningu, og til verksins voru ráðin sagnfræðingamir Þórunn Valdimarsdóttir og Eggert Þór Bernharðsson. Morgunverðar- borðið verður væntanlega notað til að leysa sagnfræðileg ágrein- ingsefni millum þeirra, þar sem sagnfræðiparið er harðgift. Um þessar mundir er veriö að bjóða glitterati bæjarins að verða heið- ursáskrifendur að bókinni og fá nöfn sín í Tabula gratulatoria. Ritnefndin hefur líka tekið að sér að selja bókina, að minnsta kosti skrifar hún undir áskriftartilboð sem sent er um borgina þessa dagana. í þeirri nefnd eru engir aukvisar, heldur rita undir bréfið hinir valinkunnu leikarar Stein- dór Hjörleifsson og Jón Hjart- arson og þar að auki fyrrverandi leikhúsritari og forseti (slands, frú Vigdís Finnbogadóttir... •mmsjo. r tlo^ nTi/u/Qj Þykir þér launabilið hér á landi vera eðlilegt? Páll Pálsson, verkamaður: Nei, örugglega ekki. Katrín Ólafsdóttir, húsmóð- ir: Nei, það þykir mér ekki. Rannveig Ólafsdóttir, húsmóðir: Nei. Svanhildur Þórðardóttir, frá ísafirði: Nei, alls ekki. Marta Magnúsdóttir, píanókennari: Engann veginn. v i t i menn Það er engin iaunung að úr- slitin eru vonbrigði því við lékum ekki vel og ef talinn er fjöldi opinna færa sem liðin fengu getum við ekki kvartað yfir úrslitunum. Eggert Magnúson, formaður Knattspyrnu- sambandsins, eftir landsleikinn við Litháa, í Mogganum. Þessi skoðun segir eflaust talsvert um það hver umræðan er úti í þjóðfélaginu, en sú umræða er hins vegar ekki í gangi innan stjórnar Knattsyrnusambands íslands. Eggert Magnússon í Mogganum, að ræða stöðu þjálfarans og þær skoðanir að skipta eigi um þjálfara. Ég er ráðinn út þessa keppni og hef ekki leitt hugann að því að breyta til. Logi Ólafsson landsliðsþjálfari að ræða sama mál og Eggert, í Mogganum. Ég spila aldrei aftur sem hægri bakvörður með landsliö- inu. Þórður Guðjónsson landsliðsmaður að loknum leik, (Mogganum. Það er alls ekki hægt að rök- ræða þetta við starfsfólk skrif- stofu lögreglustjóra. Víkverji Moggans. Dautt og grafið og öllum virð- ist sama. Fjölmiðlagagnrýnandi DT að skrifa um Helgarpóstinn. Ég veit ekki hvort rétt er að segja það í blaöaviðtali, en þetta virðast vera hálfgerðar afætur. Guðni Þór Jónsson, þingforseti JC, að ræða um Ferðamálaráð í DT. Eigi leyna augu ef ann kona manni. Gunnlaugs saga ormstungu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.