Alþýðublaðið - 13.06.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.06.1997, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 hvaö qf ? ? ? Jafnaðarmaðurinn málgagn íslandslistans 11. apríl Fjalsted sagði hins vegar í viðtali við Morgunblaðið að þennan ósigur mætti fyrst og fremst rekja til slæegr- ar framgöngu ráðherra Framsóknar- flokksins í fráfarandi ríkisstjóm, „þeir voru eins og naut í flagi allt kjörtímabilið" sagði hún orðrétt í lok viðtalsins. Steinunn V. Óskarsdóttir hélt sig vera í baráttusæti í . listans í Reykjavík en náði sfðan ömggri kosningu. „Þessi sigur er ótrúlegur og að mínu mati er hér um mestu pólitísku tíðindin á íslandi fyrr og síðar að ræða. Ég fann það á stofn- fundi Grósku þann 18. Janúar 1997 að eitthvað stórt var að gerast, en þetta „ég er bara orðlaus“. Sigurinn í Reykjaneskjördæmi var enn stærri og lagði raun gmnnin að þessum stórsigri á landsvísu. Menn fundu það strax eftir sögulegar sættir A - flokkana í Hafnarfirði í bæjar- stjómarkosningunum 1998 að gífur- leg bylgja var að leysast úr lðingi og eftir að Jóhann Geirdal og Guð- mundur Ami Stefánsson bundust í fóstbræðralag sáu menn að allt gat gerst. Það vakti þó óneitanlega ugg þegar Sjálfstæðismenn gagnrýndu Ólaf Ragnar Grímsson harðlega fyrir að leyfa I - listanum í Reykjanesi að halda risaútifund og tónleika á lóð Bessastaða. Þjóðin virtist þó ffla það Framtíðin Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verð- andi forsætisráðherra lýðveldisins hef- ur þegar lýst því yfxr að sú málefnaskrá sem lögð var fram fyrir kosningar muni taka gildi strax og hin nýja ríkis- stjóm tæki við völdum, boðað verði til sumarþings og „byrjað að vinna“ eins og Ingibjörg orðaði það glaðbeitt dag- inn eftir kosningar. I viðtali við Jafnað- armanninn sagði Ingibjörg að sig hlakkaði svo sannarlega til næstu fjög- urra ára og að nú loks gætu Islending- ar stigið síðustu skrefín útúr moldar- kofunum énda hefur sú þrautarganga staðið í heila öld. „Ég hef mikla trú á því fólki sem skipar nýjan meirihluta á Alþingi og ég hef það á tilfmningunni að nú fyrst muni Islendinagar sjá hvað stjómmál snúast virkilega um.“ Og þeir sem upplifðu nýafstaðna kosn- inganótt mun aldrei líða úr minni sá einlægi fögnuður sem ríkti og það til- finningaþrungna andrúmsloft sem skapaðist hefur sannað það að það er fleira en trúin sem getur flutt fjöll. Fólkið fékk valkost sem það gat treyst og nú er það okkar að standa undir þessu trausti og þeim væntingum sem til okkar eru gerðar. Þetta er það sem okkur öll hefur dreymt um - njótum þess og látum verkin tala. Þessar ungu stúlkur virðast eiga mun meiri möguleika til að verða ráðherrar en konur hafa átt til þessa, ef marka má spána sem hér birtist, en þar eru sex konur af tíu ráðherrum. ágætlega enda sýndu skoðanakann- anir að 87% vom ánægðir með þessa uppákomu, líklegt er þó það hafi spilað inn í þessa niðurstöðu að þetta voru fyrstu tónlekar Blur á Islandi eftir að Damon Alban varð íslenskur ríkisborgari. Sigurinn á Vestfjörðum var einnig glæsilegur og má þakka Pétri Sig- urðssyni sem kallaður hefur verið ástmögur þjóðarinn eftir að hann braut á bak aftur ofurvald Þórarins V. Þórarinssonar hjá VSÍ í lengsta verk- falli íslandssögunnar sem lauk eins og menn muna þann 23. Mars 1998 með því að gengið var að öllum kröf- um verkfallsmanna. Svona mætti fara hringinn í kring- um landið því alls staðar vom stór- tíðindi að gerast. Við gætum nefnt vasklega framgöngu Stefáns Jóns Hafstein í Norðurlandi eystra, fall Páls Péturssonar í norðurlandi vestra og svona mætti lengi telja. Og hver hefði trúað því að óreyndu að Björk Guðmundsdóttir ætti eftir að ná kjöri á Alþingi íslendinga. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Margrét Frimannsdóttir Forsætisráðherra Utanríkisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir Heilbrigðisráðherra Guðný Guðbjörnsdóttir Menntamálaráðherra Ríkisstjórn í-listans Ríkisstjóm í-lista jafnaðarmanna og félagshyggjufólks tekur við stjóm landsins eftir tvær vikur. Eins og fram hefur komið er fyrirhuguð ráherraskipan með þessum hætti: Forsætisráðherra Utanríkisráðherra Fj ármál aráðherra Heilbrigðisráðherra Menntamálaráðherra Dóms-og kirkjumálaráðherra Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Umhverfis- og samgöngumálaráðherra Félagsmálaráðherra Iðnaðar- og viðskiptaráðherra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Margrét Frímannsdóttir Sigrún Benediktsdóttir Jóhanna Sigurðardóttir Guðný Guðbjömsdóttir Bryndís Hlöðversdóttir Össur Skarphéðinsson Svavar Gestsson Sighvatur Björgvinsson Hrannar Björn Arnarsson Sumarþing hefst f lok mánaðarins og er talið næsta víst að Steingrímur J. Sigfússon taki við embætti forseta Alþingis. Þá hefur samkvæmt heimildum blaðamanns náðst samkomulag um að fyrsti þingflokksformaður hins nýja og stóra þingflokks verði Steinunn V. Óskarsdóttir. Bryndís Hlöðversdóttir Dóms-og kirkjumálaráðherra Ossur Skarphéðinsson Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra Svavar Gestsson Umhverfis- og samgöngumála- ráðherra Sighvatur Björgvinsson Félagsmálaráðherra Hrannar Björn Arnarsson Iðnaðar- og viðskiptaráðherra

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.