Alþýðublaðið - 13.06.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.06.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1997 hvað cf??? jafnaðarmaðurinn málgagn íslandslistans 11. apríl ■ Róbert Þór Hreinsson blaðamaður sendi blaðinu eftirfarandi. Mesta breyting á pólitísku landslagi allra tíma á íslandi varð Ijós við úrslit alþingiskosninganna á laugardag. Og að morgni sunnudagsins rann upp Glæsileg dögun nýrrar aldar Engan eða fáa hefði órað fyrir jafn glæstum kosningasigri og stórkost- legum vatnaskilum eins og þeim sem áttu sér stað á laugardag. Þegar fyrstu tölur birtust um ellefu leytið, var eins og flóðgáttir hefðu opnast, fólk grét af gleði og þyrptist út á götur og á kosningavökur í - listans um allt land. Segja má að besta myndbirting þeirra stórtíðinda sem orðið hafa í ís- lenskum stjómmálum hafi verið til- finningaþrungið faðmlag Jóns Bald- vins Hannibalssonar og Svavars Gestssonar á kostningavöku I - list- ans í Reykjavík sem haldin var í Laugardalshöll. Síðustu skoðanakannanir sem birt- ar vom á föstudag sýndu fylgi f- list- ans í 48,4 % á landsvísu og var ekki viðbúið að sú staða myndi breytast mikið enda skoðanakannanir verið nokkuð svipaðar undanfamar vikur. Sú fylgisaukning sem fram kom í sjálfum kosningunum hlýtur að stóm leyti að skrifast á reikning hinnar svörtu kosningabaráttu Sjálfstæðis- flokksins og síðast en ekki síst „Bollakastsmáls" Bjöms Bjamason- ar sem missti stjóm á skapi sínu á kosningafundi í Háskólanum á föstu- dag og fleygði fullum kaffibolla í áheyrendur sem sumir hveijir fengu sjóðheitt kaffið beint í andlitið, eins og frægt er orðið. Sú svívirðilega framkoma sem menntamálaráðherra sýndi af sér á þeim fundi hefur vakið upp reiðibylgju um allt land. Bimi Bjamasyni, sem missti þingsæti sitt á laugardag var refsað grimmilega af kjósendum fyrir vikið. Á landsvísu hlaut í-listinn alls 53,6% og 34 þingmenn kjöma. Sjálf- stæðisflokkurinn var með 33,2% og 20 þingmenn. Framsóknarflokkurinn vart er hægt að segja annað en að sorg hafi ríkt í framsóknarfjósinu á kosninganóttina. Sú spillingarum- ræða sem átt hefur sér stað að undan- fömu hefur vafalaust mikið að segja og eftir að Siv Friðleifsdóttir var tek- in fyrir ofsaakstur á vélfák sínum í beinni útsendingu í útvarpi umferð- arráðs var Ijóst að tapið í Reykjanes- kjördæmi yrði stórt. Sérframboð Kristínar Ástgeirsdóttur í Suður- landskjördæmi fékk tæp 2% atkvæða og kom þessi lélega kosning mönn- um á óvart sérstaklega í ljósi þess að Eggert Haukdal og Hjörleifur Gutt- ormsson höfðu lýst yfir stuðningi við framboðið Eins og við var búist fékk framboð Ástþórs Magnússonar Friður 2000 engan mann á þing en það vakti kátínu manna þegar ljóst var að framboðið hafði fengið nákvæmlega 2000 atkvæði og höfðu menn á orði að þar með væri markmiðinu náð. Af þessum tölum má ljóst vera að póli- tískt landslag á íslandi er gerbreytt og ljóst að margir stjómmálafræð- ingar þyrftu nú að fara í endurmennt- un í sínu fagi. En hver var skýringin á þessum gífurlegu breytingum sem nú em orðnar að vemleika ? Langur aðdragandi og undirbúningur Erfitt er að staðsetja nákvæmlega upphafspunktinn sem lá til þessarra umskipta í íslenskum stjómmálum. Menn era þó sammála um að auka- flokksþing Alþýðuflokksins á Akra- nesi í byijun júní 1997 hafi markað ákveðin tímamót. Mæting var þar með eindæmum góð og snerist þing- ið að mestu um væntanlega samein- ingu. Lokaákvörðunin var síðan tek- Björn Bjarnason datt af þingi og nagar sig líklega ævilangt í hand- arbökin fyrir seinni kaffibollann á fundinum fræga. nóvember sama ár, þar sem 94, 4 % fundarmanna samþykktu að ganga sameinuð til kosninga. Reykjavíkur- listinn hélt síðan borginni í borgar- stjómarkosningum vorið 1998 eftir ákaflega kvenlega kosningabaráttu þar sem Inga Jóna Þórðardóttir gerði oftar en einu sinni tilraun til að löðr- unga Ingibjörgu Sólrúnu á hverfa- fundi í Rimahverfi, en unglingagengi kom borgarstjóra sínum til vamar. Er þessi atburður talinn hafa haft gríðar- leg áhrif á yngri kjósendur, enda jók Reykjavíkurlistinn fylgi sitt um tæp tíu prósent. Á flestum öðmm stöðum á landinu þar sem jafnaðarmenn gengu sameinaðir til kosninga náðist góður árangur. Greiðlega hafði gengið að stilla upp listum fyrir sveitarstjómakosn- ingar, en búist var við miklum erjum er kæmi að landslistum. Það leystist þó farsællega, eftir að ljóst varð að Bryndís Schram tæki við borgar- stjóraembættinu og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir myndi leiða sameiginlegt framboð á landsvísu. Virtist þá allt falla í ljúfa löð, nema hvað að Krist- ín Einarsdóttir og Hjörleifur Gutt- ormsson lýstu sig fullkomlega ósátt við sameiginlegar niðurstöður próf- kjöra og uppstillinganefnda og Græningjaframboðið varð að vem- leika. Það er víst óhætt að fullyrða að græningjar nagi sig í handarbörkinn þessa dagana eftir snautleg 2,2 % á landsvísu og engan þingmann kjör- inn. Tilfærsla þungaviktarþingmanna á milli kjördæma hafði líka sitt að segja. Með því að Svavar Gestsson bauð fram á Suðurlandi, Jóhanna Sigurðardóttir á Austurlandi, Mar- grét Frímannsdóttir á Reykjanesi og Sighvatur Björgvinsson í Norður- landskjördæmi vestra mátti raða uppá sigurstranglega lista í öllum kjördæmum. Þar með var áralöng persónuleg þykkja á milli oddvita gömlu flokkanna í kjördæmunum leyst. Vegurinn til sigurs hefur verið langur og strangur. Jafnaðarmenn uppskera þessa dagana árangur þess gífulega erfiðis sem að baki er. Við höfum náð hreinum meirihluta í landinu og munum á næstu mánuð- um hefja umbyltingu íslensks þjóðfé- lags í anda jafnaðarstefnunnar. Barátta í-listans bar af Tilraunir Framsóknarflokksins til að markaðsetja sig sem nútímalegan og umbótasinnaðan miðjuflokk mistókst herfilega. Evrópustefna Framsóknarflokksins þótti heldur ekki trúverðug. Kjósendur em engin fífl og vita að engin framtíð er fólgin í endurreisn EFTA. Þá þótti kosn- ingaáróður Framsóknarflokksins misheppnaður. Veggmyndimar af Páli Pétursyni í hlýrabol em orðnar frægar en verða að teljast með ósmekklegri kosningaáróðri sem sést hefur hérlendis fyrr og síðar. Einnig má víst telja að myndimar af Hall- dóri Ásgrímssyni blóðugum upp að öxlum við seladráp hafi hlotið dræm- ar undirtektir. Hætt er við að kosn- ingastjóra Framsóknarmanna, Áma Gunnarssyni fyrrverandi aðstoðar- manns Páls Péturssonar verði seint fyrirgefið innan Framsóknarflokks- ins. Sjálfstæðisflokknum tókst frekar illa til í sinni baráttu. Stefna fyrir sjálfstæða íslendingar þótti frekar slakt slagorð og mörgum þótti það bera furðumikin keim af matarsmekk ffáfarandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, sem upplýsti það á blaða- mannafundi fyrir fjómm mánuðum Fögnuðurinn var gífurlegur þegar Ingibjörg Sólrún „kom niður úr skýjunum" í loftbelgnum fræga. að hann borðaði yfirleitt 1944-rétti þrisvar sinnum á hverjum degi. Þá þóttu stöðug skapvonskuupphlaup Bjöms Bjamasonar, fráfarandi menntamálaráðherra koma illa út og ekki bætti „bollakastsmálið" úr sök. Fmmvarp Áma Johnsen sem fól í sér að bann yrði sett við bílnúmeraplöt- um sem á stæði Johnsen féll í grýttan jarðveg í Vestmannaeyjum. Ámi sem leiddi lista Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, eftir trúarfrelsun Þor- steins Pálssonar, hlaut alls 47 at- kvæði í Vestmannaeyjum. Mun það einmitt vera fjöldi félaga í Hrekkjalómafélaginu. Hjólreiðatúr Græningjaflokksins í kringum landið undir yfirskriftinni „Hjólum í kerfið" hlýtur þó að teljast eitthvað það öm- urlegast kosningatrikk sem sögur fara af. Ekki bara það að færðin hafi verið það slæm að græningjar sátu fastir í snjósköflum í Ártúns- brekkunni tímunum saman heldur tók engin eftir hjólreiðamönnunum þegar þeir birtust í bæjarfélögum landsbyggðarinnar. Kosningabarátta I - listans reynd- ist hins vegar afar vel heppnuð og er talað um best heppnuðu kosninga- barátta allra tíma á Islandi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir forsætisráðherr- efni þótti bera af öðmm frambjóð- endum í málflutningi og framkomu. Einnig þótti það mikil nýbreytni að bjóða upp á fullmótaða málefnaskrá tilvonandi ríkisstjómar og enn djarfara þótti það útspil að tilnefna hveijir myndu skipa hina nýju ríkis- stjóm ef I - listinn kæmist til valda. Menn gleyma því einnig seint þegar Ingibjörg Sólrún kom svífandi í loft- belg á troðfullan Laugardalsvöllinn þar sem baráttufundur í - listans stóð sem hæst og segja má að þetta sé í eina skiptið í kosningabaráttunni sem Ingibjörg kom niður úr skýjunum. Baráttulag f. listans Öldin er okkar féll einnig í kramið á meðan Vér erum sjálfstæð þjóð á klaka í þúsund ár (gárangamir kölluðu það „frystikistulagið") sem Ámi Sigfús- son söng féll í grýttann jarðveg og og þótti minna mjög á Þykkvabæjarbraj Áma Johnsen. Segja má að allt frá upphafi hafi örlögin gengið „I lið með f „ listanum og varð sumum á orði að Guð væri líklega jafnaðar- maður. Einstök kjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn galt afhroð í Reykjavík og eins og áður sagði datt Bjöm Bjarnason útaf þingi í kjölfar Bollakastsmálsins. f viðtali í kosn- ingavöku Stöðvar 4 á kosninganótt- ina kvaðst Bjöm hættur afskiptum af pólitík og hyggst hann ætla að hasla sér völl sem margmiðlari. Davíð Oddson missti algerlega stjóm á sér þegar úrslit lágu fyrir og hefur hann alfarið neitað því að ræða við fjöl- miðla og dvelur nú í sumarbústað Landsbankans í Skorradal ásamt Friðrik Sófussyni bankastjóra. Vara- formaður Sjálfstæðisflokksins Katrín fékk 9,5% og 6 þingmenn kjöma og in á landsfundi Alþýðubandalagsins í Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. júní 1997 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 14. útdráttur 4. flokki 1994 - 7. útdráttur 2. flokki 1995 - 5. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu föstudaginn 13. júní. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Ú&2 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Lj HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVllC • SlMI 569 6900 Tilfinningaþrungið faðmiag Jóns Baldvins og Svavars var ein magnaðasta stund í íslenskri pólitík. Gárungarnir höfðu á orði að frekar hefði þurft handklæði en vasaklúta, siíkt var táraflóðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.