Alþýðublaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 7
FðSTllDAGUR 20. JÚN( 1997 ALFÝWRLAM m c n n i n Þóra Kristín Ásgeirsdóttir sló á þráðinn til Bjöms Th. Bjömssonar. Eins og snigillinn með þreifarann úti - segir Bjöm Th. Björnsson um söguleg viðfangsefni í skáldsagnagerð en hann sendi nýlega frá sér skáldsöguna Solku sem sýnir forynjuna Miklabæjar Sólveigu í nýju ijósi. „Það er gríðarleg heimildavinna að baki þessari bók og mikill léttir að vera búinn,“ segir Bjöm Th. Bjöms- son rithöfundur en hann hefur sent frá sér nýja skáldsögu sem nefnist Solka en litríkar heimildasögur hans hafa notið vinsælda hjá þjóðinni enda fer þar saman innsýn í mannlegt eðli og bráðskemmtilegar samfélags- lýsingar. í þetta sinn skrifar Bjöm um ástir og örlög Miklabæjar Sólveigar og sr. Odds Gíslasonar. „Þegar maður fæst við söguleg skáldverk verður maður eins og snig- illinn með þreifarann úti,“ segir Bjöm um ástæður þess að þetta sögu- efni varð fyrir valinu. “Ég hef verið að sumarlagi í Skagafirði undanfarin ár og þar er þetta sögusvið allt um kring. Það er með þessa þjóðsögu eins og aðrar, það býr saga bak við söguna. Ég er að draga tjaldið frá og líta aft- ur yfir sviðið og þar blasir við þessi frægi rammi draugur og forynja sem mennsk manneskja og í bókinni rek ég ástarraunir hennar sem urðu und- anfari hinna sorglegu atburða að Miklabæ." Þetta er semsagt einhverskonar af- skrímslun á Sálveigu? ,Já, ég held að það sé óhætt að segja það.“ Hvað kom þe'r mest á óvart við sögu hennar? „Það kom mér mikið á óvart að þetta er með allt öðmm hætti en fólk hefur nokkm sinni látið sér detta í hug. Þama er áratuga saga á bak við áður en harmleikurinn á Miklabæ á sér stað. Séra Oddur og Sólveig hafa búið saman í á þriðja áratug, meðal annars í afdalakoti, en á þessum tíma var stéttamunur milli manna svo mikill að þau gátu aldrei náð saman fyrir augliti manna." Hvemig kona var Sólveig? „Henni er ákaflega vel lýst í sam- tímaheimildum. Hún er sögð hávaxin og tíguleg, falleg kona en stórgerð í skapi og mikil og góð hannyrða og verkkona til allra hluta. Það ber öll- um heimildum saman um að hún hafi verið sjáleg kona og vel verki farin, en hún var stolt í skapi þó að hún hafi verið alþýðustúlka úr afdal. Hún rek- ur sig svo á þennan mikla vegg sem er biskupsvaldið og kirkjan sem hvergi lét eftir sinn hlut.“ En nafnið á bókinni, Solka, er það gcelunafn Sólveigar? Það veit enginn maður, en pyttur- inn fyrir neðan bæinn, hyldjúpur og botnlaus, þar sem þau hurfu bæði, heitir enn þann dag í dag, Solkupytt- ur. Ég dreg þá ályktun að hann heiti í höfuðið á henni.“ En nú er þetta mjög sérstakur tími til að gefa út skáldsögu? „Mál og menning á sextíu ára af- mæli í ár og daginn ber uppá sautj- ánda júní. Þeir vildu gefa út þessa bók í tilefni afmælisins. Mér leiðist þetta haustbókaflóð líka afskaplega mikið. Þetta er líka létt bók og dálít- ið spennandi, myndskreytt með fal- legum teikningum eftir Hilmar Helgason í Noregi." Þannig að það œtti engum að leið- ast ísumarfríinu með þessa bók með- ferðis? „Það ætla ég að vona að engum leiðist," sagði Bjöm að lokum. Takmörk flókans Flóki án takamarka. eða .Sex lönd, tíu raddir. nefnist norræn far- andssýning sem stendur út mánuðinn í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar. Eins og nöfn- in bera með sér em þáttakendumir tíu talsins frá sex Norðurlöndum og fást allir við þá tegund textfllistar sem lýtur að flóka en svo nefnist pressuð, óofin ull eða önnur skepnu- hár sem notuð er í fatnað og ýmsan annan vaming. Með stöðugum fram- fömm í flókavinnslu hefur þessi teg- und textflgerðar sótt í sig veðrið á undanfömum árum. Sýningin er hingað komin ffá Fær- eyjum, en henni var hleypt af stokk- unum í Noregi á síðasta ári. Síðar mun hún halda til Danmerkur, Sví- þjóðar, Finnlands, Rússlands og Hollands. Þannig sver hún sig í ætt við aðrar norrænar textflsýningar en hingað til hafa þær jafnan verið ein- hver víðförulustu risadæmin um samtakamátt frændþjóðanna í Norð- ur-Evrópu. Raunar er ekkert skifjan- legra en þjóðir sem búa við jafnharð- an og langan vetur geri teppa- og flókagerð að tákni listrænnar tjáning- ar sinnar og samstöðu.- Enginn hefði skilið slíka tilhögun betur en Joseph heitinn Beuys sem taldi flóka - og fitu - til náttúruleg- ustu varmagjafa sem mannskepnunni stæðu til boða. Reyndar var notkun hans á flókanum með þeim hætti að trauðla verður lengra gengið í geist- legri upphafningu efniviðarins. Það var einmitt fetisísk dýrkun hans sem kemur núlifandi textfllistamönnum í bobba og rænir þá möguleikanum að endurtaka helgileikinn 20 til 30 árum síðar. Eftir Beuys er varla hægt að setja efniviðinn á stall án þess að það hljómi með einhvetjum hætti sem endurtekið efni. Gildir einu hve vel honum er fylgt úr hlaði. Það hefur löngum verið þymir í augum svokallaðra, fijálsra mynd- listarmanna hvemig vefarar og aðrir handíðamenn þrífast á framsagnar- máta þeirra. Handíðamennimir em ásakaðir um hugmyndastuld sem jafnist við innrás á yfirráðasvæði frjálsrar myndlistar. Þessi ágreining- ur sprettur upp við fyrstu aðgrein- ingu listarinnar á skólastigi og magn- ast eftir því sem samskipti milli þess- ara ólíku brauta þverra. En eins og sjá má af dæminu um Beuys er það miklu algengara að hinir svokölluðu, I leit að fljótaskrímslum Stjörnubíó: Anaconda **l/2 Aðalleikendur: Jon Voight, Jennifer Lppez. Á leið upp Amazon fljót á báti em kvikmyndatökumenn, sem hyggjast gera heimildarmynd um lítt þekktan þjóðflokk Indíána, Shirishama. Taka þeir upp í bát sinn snákaveiðimann, sem brátt veldur þeim vandræðum, svo miklum, að allir eiga þeir ekki afturkvæmt. Leitar veiðimaðurinn snáka af teg- undinni anaconda. Alla jafna munu þeir vera 4-5 metra langir, en sá sem á vegi þeirra verður er nær 13 metra langur. - Þótt umfram allt sé spennumynd - og á köflum gróf, - er baksviðið, sem við áhorfendum blasir, þó frumskógur Brazilíu. Vopnin kvödd Háskólabíó: In Love and War ** Aðalleikendur: Chris O’ConnelI, Sandra BuIIock. „Emest Hemingway er Banda- ríkjamaður. Hann er ljónaveiðari, nautaetjari og stríðsmaður, sem barðist með ítölum í heimsstyrjöld- inni 1914-18 og fyrir málstað spænska lýðveldisins í borgara- styrjöldinni 1936-38, auk þess sem hann hefur skrifað nokkrar bækur. Fyrstu bækur hans þóttu að vísu ekki aldæla, en þegar Vopnin kvödd komu út, árið 1939, lauk enska gagnrýnin upp nokkum veginn ein- um munni um það, með Times í broddi fylkingar, að þetta væri „the best book ever written by an Amer- ican“, besta bók, sem nokkm sinni hefði verið skrifuð af amerískum manni - en slíkt er ekki lítið, þegar þess er gætt, að Bandaríkin eiga annars mestu skáldsagnahöfunda, sem uppi eru.“ - Á þessum orðum hóf Halldór Kiljan Laxness formála að þýðingu sinni á Vopnum kvödd- um, sem kom út 1941. Hemingway var sjálfboðaliði í bandarískri hjálparsveit Rauða krossins með ítalska hemum sum- arið 1918. Hann særðist í skotgröf, sem varð fyrir sprengju, en bar þó særðan hermann á baki sér í skot- hríð til hjálparsveitar og var þá Kvikmyndir | Hemingway. Rithöfundur, Ijóna- veiðari, nautaetjari, stríðsmaður og síðast en ekki síst, mikili kvennamaður. Haraldur Jóhannes- son skrifar skotinn í fótlegg. Á sjúkrahúsi, þar sem hann greri sára sinna, urðu skammvinnir kærleikar með honum og hjúkmnarkonu. Kynni þeirra yrðu honum síðar uppistaða að Vopnum kvöddum. Um þau og reynslu hans af stríðinu fjallar kvik- mynd þessi. Samt sem áður virðist Chris O'Donnell með leik sínum fremur bregða upp mynd af dæmi- gerðum metnaðargjömum, gáfuð- um bandarískum pilti um tvítugt en þeim Hemingway sem í ritum hans birtist, og í leik Söndm Bullock er heldur ekki það látleysi, sem var aðall hennar í fyrri myndum. Er sem þau séu lítið eitt feimin við fyr- irmyndir sínar. Hvað um það, myndin mun skírskota til margra. fijálsu myndlistarmenn nærist á handíðum og listiðnum og eyðileggi með þvf grundvöllinn að áframhaldandi möguleik- um handíðamanna. Til dæmis em svokallaðar installa- sjónir - innsetningar, samstillingar eða hvað sem menn vilja kallað það - frekleg innrás á yfirráðasvæði skreytimeistarans og innanhússarki- tektsins. Það sem áður var falið stúkkómeistaranum, veggfóðraran- um og oðmnarmeistaranum gín nú listamaðurinn yfir og heimtar sem sitt óskorðaða landnám. Fijálsir myndlistarmenn hegða sér gagnvart handíðamönnum eins og hvíti mað- urinn gagnvart fmmbyggjunum á öldinni sem leið. Ekki hafa ftjálsir listamenn fyrr komið handíðamönn- unum fyrir á naumt skömmtuðum harðbalanum en þeir fara að sjá of- sjónum yftr því ófijóa landi sem þeir hafa úthlutað þeim. Þar gæti fundist gull. Það er með öðmm orðum búið að takmarka svo möguleika flókans að einungis tvennt virðist koma til greina. Anna Þóra Karlsdóttir - okkar kona á svæðinu - og danski vefarinn Lene Nielsen sýna hvor með sínum hætti hvemig hreinn og ómengaður flókinn stendur fyrir sínu sem hrá- efni. Það er ekki langt síðan .Form- leysið., hin stórmerka sýning Rosa- lind Krauss og Yve-Alain Bois í Pompidou-miðstöðinni í París var talin með markverðustu sýningum síðustu ára, einmitt fyrir að bregða birtu á hráan og umbúðalausan efni- viðinn. Að horfa á verk þeirra er eins og að horfa inn í fallandi vatn; gráma Dettifoss í tilviki Önnu Þóm og ef til vill Skógarfoss í tilviki Lene Niel- sen. Báðar virðast skilja styrk efni- viðarins í sínu óbrotna og endalausa veldi. Hinn möguleikinn sem vefumm stendur opinn í viðskiptum sínum við flókann er fatagerðin eins og sjá má á húfum og höttum norsku listakon- unnar Ann-Heidi NybrUtt. Enn töl- um við um flókahatt, og höfuðfatn- aður NybrUtt sannar að slík fyrirbæri þurfa alls ekki að heyra fortíðinni til. Charlotte Buch frá Danmörku sýnir tvo undurfagra flókajakka sem hljóta að kitla saknaðartaugar Stg. Pepp- er.s-kynslóðarinnar um leið og þeir bjóða kynslóð Bjarkar Guðmunds. að máta sig. Vissulega má segja að tilraun sænsku Gunillu Paetau Sjöberg til að bjóða náttúmnni dús með sínu högg- Björg Pétursdóttir myndræna verki Fræ og vöxtur sé allra góðra gjalda verð. En hún gerir lítið meir en að minna okkur á flókanotkun minima- listanna á 7. áratugnum og textfl- höggmyndir Evu heitinnar Hesse án þess að bæta nokkm við það ágæta registur. Svona hafa fijálsir lista- menn eyðilagt fyrir hefðbundnari kollegum sínum með því að fara offari í kálgarðinum þeirra og sundra öllum jurtunum sem þar hafa vaxið frá örófi alda. Það sannast enda á jarðhæð Hafn- arborgar þar sem Björg Pétursdóttir - ungur og upprennandi textflhönnuð- ur - sýnir mögulegar og ómögulegar flíkur sínar með mandalamynstri, ásamt þremur gullfallegum, hvítum kjólum, að fatahönnun svíkur ekki textfllistina né textfllistin fatatískuna. Héma er ódáinsakurinn sem fijálsu listamennimir hætta sér ekki inn á af hræðslu við að brenna sig eða skíta út óflekkaðar hendur sínar. Það er alltaf svolítið spaugilegt - um leið og það er táknrænt - að þjóð sem svo lengi hefur kynt eldana í hjörtum okkar með óþijótandi tísku- vamingi skuli hafa kosið sér að þjóð- ardýrðlingi og fjallkonu, uppljómaða sveitastúlku í málmgljándi herklæð- um. En þannig er það einmitt með riddarana sjónumhryggu - hvort heldur þeir heita Kíkóti eða Jóhanna af Örk - þeir em alltaf eins og landa- fjandar í krossferðum gegn kæm- lausum vananum. En hvort sem þeir enda á bálinu eða bilast á sinninu ná þeir aldrei almannahylli gullkálfsins þótt þeir ávinni sér ómælda lotningu skírlífra piparmeyja og uppblásinna yfirvalda. Drifhvítir kjólamir hennar Bjargar hringsnúast ofan á hringabrynjunni - hænsnanetinu - fágaðir, faðmbjóð- andi og fínlega skreyttir. Enginn nema eldurinn gat faðmað Jóhönnu án þess að fá á sig marblett. Ef til vill er hér komin ástæðan fyrir mun meiri vinsældum tfskuhönnuða á kostnað krossfaranna úr röðum svokallaðra, fijálsra myndlistarmanna. Ef þú hef- ur ekki tekið eftir því lesandi góður þá hefur Jean-Paul Gaultier fyrir löngu leyst Jóhönnu litlu frá Dom- remy af hólmi, almenningi til ómældrar gleði. Ég held að sú stað- reynd tryggi textflnum sem og annarri handíð dijúgum lengri líf- daga en allar tilraunir til að búa til pansara úr flókanum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.