Alþýðublaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 1
MÞYBUBLMÐ Föstudagur 20. júní 1997 Stofnað 1919 79. tölublað - 78. árgangur ¦ Páll Pétursson uppvís að svikráðum við húskaupendur. Segist ekki vita betur en að kostnaður aukist ekki. Samsæri ráðherra gegn neytendum Páll Pétursson gerir „heiöursmannasamkomulag" um aö hækka lántökugjöld á húsbréf, áöur en þau veröa flutt til bankanna. Ráðherra segir í samtali viö Alþýðublaðið að hann viti ekki hvort lántökukostnaður eykst. Ráðherrann.átelur stjórn Húsnðeðisstofnunar fyrir að fá óháð fyrirtæki til að gera úttekt á kostum og göllum flutnings bréfanna til bankanna. ,AHs ekki," sagði Páll Pétursson félagsmálaráðherra þegar hann var spurður hvort gert hafi verið ráð fyr- ir að kostnaður vegna lántöku og veðflutnings húsbréfa hækki flytjist bréfin yfir í bankana. „Við höfum gengið í þessar viðræður til að fá þetta gert ódýrara en það er gert í dag." Páll fullyrðir að ekki sé gert ráð fyrir að heildarkostnaður neyt- enda af hverju láni verði hærri en nú er, það er eitt prósent af hverju láni. Ert þú að segja að bankarnir und- irgangist þetta, burt séð frá hversu oft skipt verður um greiðendur lán- anna? „Nú skal ég ekki segja um það. En upphafskostnaðurinn mun lækka." Er einhver sátt umþetta semþú ert að segja? „Ég veit ekki betur, þetta er ekki frágengið mál. Þetta kemur upp vegna einhverra hugleiðinga sem bankamenn eru að senda sín á milli og ég hef ekki hugmynd um hvernig eru tilkomnar. Bankarnir höfðu bent á að það væri ekki eðlilegt sá sem fyrstur tekur lánið kaupi á það líf- tryggingu allan tímann. Það er fjarri því að við ætlum að semja við bank- anna ef það kostar meira en nú er." f símbréfi, kemur fram að ráðu- neyti Páls er uppvíst að samsæri með stjórnendum banka um að hækka lántökugjöld af húsbréfum, áður en ráðherrann flytur þau til bankanna. Aðstoðarmaður hans, Árni Gunnars- son, hefur opinberlega staðfest, að efni bréfsins sé rétt. í bréfinu kemur fram, að ráuneytið telji nauðsynlegt að hækkunin komi fram áður en hús- bréfin verði flutt til einkageirans því ella yrði ráðherrann gagnrýndur harkalega fyrir að ráðast í einkavæð- ingu sem leiddi til stórhækkana á kostnaði húskaupenda. Samkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins innan úr Sjálfstæðisflokkn- um hefur flokkurinn fengið loforð fé- lagsmálaráðherra fyrir því að hús- bréfm verði flutt frá Húsnæðisstofn- un til bankanna áður en kjörtímabilið er úti. Bankarnir þrýsta aftur á móti fast á um hærri lántökugjöld áður en breytingin er samþykkt. Páll Péturs- son hefur hinsvegar ítrekað lýst yfir að flutningur komi ekki komi til greina leiði hann til aukins kostnaðar fyrir neytendur, þetta lagði hann áherslu á í samtali við Alþýðublaðið, en þegar hann var beðinn um að svara hvort kostnaðurinn aukist aldrei, sama hversu oft skipt verður um greiðendur varð honum svarafátt. Páll sagði í viðtali við Rás tvö 30. janúar síðastliðinn: „...við hreyfum okkur ekki nema það sé verið að finna ódýrara form á þjónustunni og öruggara." Afstaða ráðherrans virtist breytt í bréfi þann 16. apríl, þegar stjórn Húsnæðisstofnunar fékk óháð fyrir- tæki til aðmeta kosti þess og galla að flytja húsbréfm til bankanna, því þar átelur hann stjórnina, sem er þing- kjörin, fyrir tiltækið. Á fundi húsnæðismálastjórnar þann 6. júní var í þaula rætt símbréf, sem stjórninni hafði komist yfir, þar sem fulltrúi bankanna í viðræðu- nefnd um flutninginn er að veita samstarfsmanni sínum trúnaðarupp- lýsingar um stöðu mála. Efnið er titi- að „ný drög að samkomulagi milli bankakeríisins og félagsmálaráðu- neytisins um flutning á afgreiðslu húsbréfa." Þar kemur fram að bank- arnir vilja staðfestingu ráðuneytisins á því að tekið verði upp nýtt lántöku- og afgreiðslugjald áður en banka- kerfið taki við húsbréfunum, svo því verði ekki kennt um hækkunina. Um þessa kröfu bankanna segir í símbréfinu: „Afstaða ráðuneytisins er sú, að það sé pólitískt útilokað að skrifa undir þannig texta og vera ber- skjaldað fyrir gagnrýni um að kostn- aður muni hækka." Þessvegna leggur félagsmálaráðuneytið til að gert verði heiðursmannasamkomulag „...um að gjaldinu verði komi á fyrir yfirtökuna, enda verið að undirbúa þessa gjaldtöku." ¦ Embætti ríkissak- sóknara sparar hvergi Hálf milljón fyrir Harald - og eflaust mun Spaug- stofumálið kosta sitt „Það virðist ekki vera skortur á peningum hjá embætti sem elt- ist við mál eins og Hrafnsmálið og Spaugstofumálið. Hrafnsmál- ið hefur þegar kostað um hálfa milljón króna," sagði lögmaður í samtali við blaðið. Athygli hefur vakið að Hall- varður Einvarðsson ríkissak- sóknari og hans fólk hefur að eigin frumkvæði höfðað tvö mál að undanförnu. hið fyrra er mál- ið gegn Hrafni Jökulssyni, fyrr- verandi ritstjóra Alþýðublaðsins, og hið síðara gegn Spaugstofu- félögum. Dómur er fallinn í málinu gegn Hrafni, að vísu aðeins í héraði, og eflaust lætur ríkissak- sóknari ekki þar við sitja. Hann hlýtur að keyra málið áfram og koma því í Hæstarétt. Hann hefði varla höfðað málið nema vera viss um að Hrafn hafi gerst sekur við hegningarlög þar sem fangelsismálastjóri móðgaðist. Þetta mál er þegar búið að kosta skattborgaranna rúmlega hálfa milljón. Ekki náðist í Hallvarð Ein- varðsson vegna málsins, þrátt fyrir margar tilraunir. Algeng lyf draga úr kynlönguninni „Stór hluti neytenda veit ákaf- lega lítið um þessar aukaverk- anir," segir kynfræðingur, sem er að tala um áhrif lyfja á kynlöngun. Sjá bls. 6 ¦ Ný skoðanakönnun Ráðherrar Fram- sóknar fá fallein- kunnir - tveir þeirra með hverfandi fylgi í eigin flokki Ingibjörg Pálmadóttir og Guð- mundur Bjarnason njóta einungis stuðnings um þriðja hluta kjósenda þeirra eigins flokks, Framsóknar- flokksins. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun, sem Alþýðublaðið hefur komist yfir. Samkvæmt könn- uninni sögðust aðeins 34 prósent kjósenda Framsóknarflokksins ánægður með störf Ingibjargar og að- eins 35 prósent með störf Guðmund- ar Bjarnasonar, varaformanns flokks- ins. Það er fleira athyglisvert í niður- stöðu, könnunarinnar. Meðal al- mennra kjósenda kemur fram að fylgi við ráðherra Framsóknar getur varla talist mikið. Þó er Halldór Ás- grímsson undantekning, en 67 pró- sent kjósenda segjast ánægðir með störf hans, en rúmlega 80 prósent kjósenda Framsóknar eru ánægðir með Halldór. Finnur Ingólfsson er annar vinsælasti ráðherra flokksins, en hann fær þó ekki góða einkunn nema hjá fjörutíu og þriggja prósenta kjósenda, Páll Pétursson nýtur trausts 27 prósenta, Guðmundur Bjarnason 20 prósenta og Ingibjörg Pálmadóttir aðeins 19 prósenta kjós- enda. Það eru kjósendur Kvennalista sem hrífast minnst allra af störfum Guðmundar og Ingibjargar, en rétt um sjö prósent kjósenda Kvennalist- ans segjast vera ánægðir með störf þessara umdeildu ráðherra. Heriólfur h(. ^ J^M Tíeriólfur /i|. Sumaráætlun m/s Herjólfs Gildir frá 15. maí tii 1. seot. 1997 Vegna Þjóðhátíðar Vestmannaeyja breytist áætlunin sem hér segir: Sunnudaginn 3. ágúst verður aðeins ein ferð frá Vestmannaeyjum kl. 13.00 og frá Þorlákshöfn kl. 16.00 Mánudaginn 4. ágúst er brottför frá r -------------"* SUMARAÆTLUN 1996 Frá Vestmannaeyjum Frá Þorlákshöfn Alla daga 8.15 12.00 Aukaferöir eru á: Fimmtud-, föstud-, og sunnudögum 15.30 19.00 t__ ...........á Eyjum kl. 11.00 og kl. 18.00 og frá Þorlákshöfn kl. 14.30 og kl. 21.30 Aukaferðir verða mið. 30. júlí og þri. 5. ágúst og þá frá Vestmannaeyjum kl. 15.30 og frá Þorlákshöfn kl. 19.00. Að öðru leyti gildir sumaráætlunin. Allar frekari upplýsingar er að fá í: Vestmannaeyjum: Sími 481 2800, fax 481 2991. Þorlákshöfn: Sími 483 3413, fax 483 3924. Reykjavík: Sími 552 2300 (aðeins um rútuferðir). Áætlaður siglingatími milli lands og Eyja eiu 2.45 klst. HERJÓLFUR brúar bilið W

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.