Alþýðublaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 3
ALÞÝPUBLAPW 3 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1997 b o r q a r I í f frá Hlemmi því að hóa saman nokkrum strákum sem slóu á trommur og sköpuðu svolitla stemmningu í dauðaþögninni sem var yfir göngu þjóðhátíðamefnd- ar. Fréttamaður af annarri sjónvarps- stöðinni sem hefur góð sambönd sagði fólki í kringum sig, að hann hefði óstaðfestar heimildir fyrir því, að líklega væri lúðrasveit í broddi skrúðgöngunnar. Fyrir því heyrðust þó engar sannanir í mínum göngu- parti. Verkó er fræg fyrir lélegt skipulag. En jafnvel hún, sem röltir þó yfirleitt ekki þennan spotta á fyrsta maí nema í félagi við örfá hundruð eða par þús- und, passar þó að sáldra tveimur til þremur hljómsveitum um gönguna. Góðviljaður stuðningsmaður Reykjavíkurlistans rifjaði upp, að viðskilnaður Davíðs og kó hefði auð- vitað verið með þeim hætti, að það væri ekki hægt að ætlast til að borgin væri að kosta uppá margar hljóm- sveitir í tíu eða tuttugu þúsund manna göngu, jafnvel þó það væri þjóðhátíð. Þegar gangan kom niður á Lækjar- torg, og ætlaði að marsera inná Aust- urstrætið nýja reyndist það harðlæst með rammgerðri jámstöng. Kanski var þessi hugvitsamlega útfærsla á lokum göngunnar hugsuð sem óvænt uppákoma, og því er ekki að neita að hún kom göngumönnum talsvert í opna skjöldu. Lögreglan bjargaði málinu á síðustu stundu, sennilega með því að dírka upp lásinn. Þegar hér var komið sögu ákváðum við Birta að fínna einhvem stað, sem hin bamavinsamlega Reykjavíkur- borg hefði hugsað sem athvarf fyrir leikgleði smábamanna í borginni. Efalítið var það mannþröngin sem gerði það að verkum, að við fundum aldrei þennan stað. Við fundum ekki heldur klósett enda ekki hægt að ætl- Skrúðgöngur em sérstakur og sjálfsagður þáttur í þjóð- hátíðargleði alha landa. Grúinn, sem kemur saman til þess eins að gleðjast, magnar af sjálfu sér upp ósýnilegan kraft. Söngur, bumbusláttur og orkestur, ýmist sjálf- sprottin eða skipulögð, halda svo uppi takti hinnar einlægu gleði. Á sautjánda júní fara Reykvíkingar á stefnumót við sjálfa sig í þjóðhátíðar- göngunni. Vitaskuld eru skrúðgöngur haldnar um allar trissur af margvíslegra tilefni en af- mælisdögum þjóðanna. Til- brigðin við göngustefið era því óteljandi. I Ríó de Janeiro í Brasilíu era skrúðgöngumar ofnar um holdugar og hálfnaktar kon- ur, sem eru með aukakílóin á herfræðilega mikilvægum stöðum. Kínverjar era minna uppá kvenhöndina, en byggja afturámóti sfnar göngur kringum feiknarlega dreka úr pappír sem spúa eldi úr sveigðum hvoftum. í San Fransiskó eru klæðskiptingar í aðalhlutverki hommagöngunnar meðan Irar allra þjóða halda upp á dag Heilags Pat- reks með því að marsera í framsókn- argrænku undir hergöngulögum Sinn Fein. Hefur svo hver til síns ágætis nokkuð, einsog þar segir. í fyrradag setti hinsvegar Þjóðhá- tíðamefnd Reykjavíkurborgar að öll- um líkindum heimsmet í skrúðgöngu. Hún tók nefnilega þann kost, að láta einhverja tugi þúsunda silast í liðlega klukkustund ofanfrá Hlemmi og nið- ur á Lækjartorg við undirleik ærandi þagnar úr sjálfum sér. Það verður seint leikið eftir af öðram. Torf- hleðslumaður úr Ásatrúarsöfnuðinum bjargaði því sem bjargað varð með ast til að þrjátíu þúsund manns gangi álfreka nema upp á gamla móðinn. En bakvið skúrinn á Tjamar- göturóló pissaði Birta í sand- inn, og fannst það meira gaman en frúnum sem gáfu okkur homauga meðan á því stóð. Framundan rólónum, miðja vegu milli styttnanna tveggja, tóku smábörnin gleði sína. Þar lágu búkkar sem virtust undan leiksviði, sem búið var að taka burt. Langir plankar lágu upp á búkkana og seiddu smáböm- in einsog segull. Þama söfh- uðust með foreldrum sínum fjöldi smábama sem voru nógu skynsöm til að búa sér sjálf til skemmtun, enda ekki boðið upp á neitt betra ef maður var undir fimm. Svo fóra litlu bömin að leika sér að því að stökkva út af búkkun- um. Þessi saklausa gleði tók hyster- ískan endi þegar ein móðirin gerði þá dramatísku uppgötvun að tugir ryðg- aðra nagla lágu upp úr plönkum, sem gengu þvers undan búkkunum, og milli þeirra, og var því ekki hægt að hreyfa við. Þá fór ég heim með Birtu. Nú er það á allra vitorði, að Al- þýðublaðið styður Reykjavíkurlist- ann fram í rauðan dauðann. Það sneiðir því hjá þeim munaði að velta fyrir sér hvort stjómmálahreyfmg sem skipuleggur skrúðgöngu um spottann frá Hlemmi niður á Lækjar- torg með þessum hætti, sé líkleg til að vinna kosningar að ári. Hlutaðeigandi ættu þó að velta fyrir sér, hvort hand- hafar snilldarinnar í skipulagi þjóðhá- tíðarinnar ættu ekki að finna sér eitt- hvað annað til dægrastyttingar en stjómmál. Sjálfstæðisflokkurinn hrapar í fylgi samkvæmt skoðana- könnun sem verður birt á næstu dögum, en fylgi flokksins er nú aðeins rúmlega 35 prósent. Al- þýðuflokkurinn og Framsókn hafa rúm 18 prósent, Alþýubandalagið fær um 17 prósent, Kvennalistinn þrjú prósent og Þjóðvaki rúmlega eitt prósent. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu, en þegar fylgi hans var mest naut hann stuðnings nærri 46 prósenta. Hann hefur því á einu ári tapað fimmta hverjum kjósenda... Alþýðubandalagið heldur landsfund sinn í haust, og þar er gert ráð fyrir því að Margrét Frímannsdóttir verði endurkjörin formaður mótspymulítið. Þó er Ijóst að hún hefur mætt nokkru andstreymi innan þingflokksins og síðustu daga hafa þannig þing- mennimir Hjörleifur Guttorms- son og Kristinn H. Gunnarsson atyrt hana í fjölmiðlum eftir að upp komst að Alþýðubandalagið hafði keypt 45% af Helgarpóstinum án þess að þingflokknum eða fram- kvæmdastjóm flokksins væri gert kunnugt um það. Varaformaður Alþýðubandalagsins er Jóhann Geirdal, formaður Verslunar- mannafélags Suðumesja. Óvíst er hvort hann sækist eftir endurkjöri, en innan Alþýðubandalagsins telja margir að sú sérstaða sem Krist- inn H. hefur tekið sér í mörgum málum, og fast að því opin and- staða hans við Margréti muni kristallast í því að hann bjóði sig fram til varaformennsku. Miðað við jafnvægishefð Alþýðubanda- lagsins er því ekki ólíklegt að Kristinn verði næsti formaður flokksins... W Igær kom hingað til lands i opin- bera heimsókn utanríkisráðherra Þjóðverja, Klaus Kinkel. Staða hans í þýskum stjómmálum er sérstök, því undanfarin ár hefur kanslari Þýskalands Helmut Kohl æ meira verið að taka utanríkis- málin inn í ráðuneyti sitt. Sú þróun byrjaði raunar í tíð forvera Kin- kels, Dietrich Genscher. í dag eru því margir sem lita á Kinkel sem einskonar varautanríkisráð- herra, en Kohl sé hinn eiginlega utanríkisráðherra. Þetta módel virðist nú vera í sókn utan Þýska- lands. Davíð Oddsson, sem hef- ur jafnan haft dálæti á Kohl, virðist nú hafa tekið upp sömu vinnu- brögö gagnvart Halldóri Ás- grímssyni og Kohl við Kinkel. ( vaxandi mæli er Davíð að taka af Halldóri verkefni, sem ættu að falla undir utanríkisráðherra. Inn- an stjómarráðsins er nú skrafað um það, að einkavinir Davíðs Oddssonar hafi i flimtingum að Halldór Ásgrímsson sé alveg fyrir- taks varautanríkisráðherra... Yeldi SR-mjöls, þjóðargjafarinn- ar frægu, er ekki á undan- haldi. Til þessa hefur fyrirlækið verið með skrifstofuaðstöðu í Hafnarstræti, en húsnæðið er víst löngu sprungið utan af blómlegri starfseminni. SR-mjöl hefur fest kaup á einni hæði í Húsi verslun- arinnar í Kringlunni. Við flutning- inn flyst skrifstofan úr 250 fermetr- um og í rúmlega 500 fermetra. Þannig að betur mun fara um Benedikt Sveinsson stjómarfor- mann og félaga hans hér eftir en hingað til, en með þessu er líka styttra á milli hans helstu velda, það er SR-mjöls og Sjóvá-AI- mennra.. eira af SR-mjöli. Allt bendir til þess að Jón Reynir Magn- ússon verði settur af sem for- stjóri, eða völd hans verða alla- vega skert. Meðal nýju eigend- anna er ekki mikið lof borið á störf Jóns Reynis og þykir hann full- gamaldags fyrir þeirra smekk... Til allrar lukku fá ylfingarnir sem féllu á hnútaprófinu Ifka að fara með í útileguna. Á hvað horfir þú helst í sjónvarpi? Jón Óskar Arason: Bara það sem er í sjónvarp- inu. Kristín Hall í Götuleikhús- inu: Ég horfi á Ráðgátur og fréttir. Kristín Eysteinsdóttir tón- listarmaður: Ég horfi lítið á sjónvarp. Helst á fréttir, X files og Simpson, og Ellen á Stöð 2. Árni Tómas Ágústsson: X files, Simpsson og Star Trek. Gunnar Kristinsson Götu- leikhúsinu: Ég horfi afskaplega lítið á sjónvarp. v i t i m q n n Ég held að það sé enginn vafi á að norsk stjórnvöld ætlast til þess að við sýnum meiri hörku gagnvart norskum skipum sem veiða í íslenskri landhelgi. Sigurðarmálið sýnir að mínu mati að það er þeirra ósk. Þorsteinn Pálsson í Mogganum. Þar sem menntamál eru póli- tík er besta menntastefnan að koma Sjálfstæðisflokknum út úr menntamálaráðuneytinu í næstu Alþingiskosningum. Sá sem hefur setið við völd í 12 ár og spillt fjöreggi okkar á ekki skilið annað en vera dreginn til ábyrgðar. Ágúst Einarsson alþingismaður í Mogganum. Ríkisforstjórinn á það sameig- inlegt með Morgunblaðinu og sósíalistum allra flokka, að staðreyndir henta stundum illa í málflutningi þeirra. Birgir Þór Runólfsson, dósent í hagfræði, að svara Jóni Sigurðssyni I Járnblendinu, í Mogganum. Víst er krían falleg og fim og ver afkvæmi sín með kjafti og klóm eins og öll önnur dýr, en greindin, sjáðu til, Magnús, greindin er hennar aðalvopn í lífsbaráttunni. Þorvaldur Hauksson, Kjalnesingur að takast á við sveitunga sinn vegna samein- ingarkosninga, í Mogganum. Ég er þó sannfærður um að við erum komnir úr fallhættu. Sigurður Björgvinsson, annar tveggja þjálf- ara Keflavíkur, eftir sjötta sigur liðsins í sex leikjum, í Mogganum. Strákarnir eru með bakteríuna eins og ég. Heimta helst velt- ur í hverri keppni. Sá eldri var ekkert sérstaklega ánægður með hvernig mér gekk í fyrra og var farinn að halda með Gísla G. Jónssyni. Ásgeir Jamil Allansson torfærukappi I Mogganum að ræða um syni sína. Ég held að Kvennalistinn hafi breytt öllu landslagi kvenna. Kristín Halldórsdóttir, þingkona Kvennalist- ans, í DT. Það er ekkert annað. Oh, nefndu ekki svoleiðis smámuni, við skulum hafa þetta fróðleikssamtal. Einn bolti, jafnvel úr leðri, það er ekki merkilegt. Ólafur Ketilsson, 93 ára ökumaður, í DT, að svara þegar hann var spurður hvort hann horfi á sjónvarp þegar dóttursonur hans, Bjarni Frostason handboltamark- maður er að keppa. Syndir, sagði Jón Hreggviðsson og rauk uppá nef sér. Ég hef aldrei drýgt neina sýnd. Ég er ærlegur stór- glæpamaður. Úr íslandsklukku Halldórs Laxness.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.