Alþýðublaðið - 02.07.1997, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 02.07.1997, Qupperneq 1
■ Sumarlokanir deilda á sjúkrahúsum hafa aldrei komið verr við sjúklinga og starfsfólk en nú Fólk flæðir um alla ganga - segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður „Að sögn hjúkrunarstarfsfólks þá flæðir fólk um ganga og inn í öll skúmaskot. Það er ekki lengur þannig að sjúklingar séu bara látnir liggja á göngum, heldur einnig á holum og anddyrum. Astandið á sjúkarhúsunum hefur aldrei verið verra,“ sagði Asta Ragnehiður Jóhannesdóttir þingmað- ur um ástandið á sjúkrahúsunum vegna sumarlokanna deilda, en ástandið hefur aldrei verið verra en nú. „Það er svo slæmt að margir sjúk- lingar, sem eru lagðir inn, komast jafnvel á sjúkrastofu áður en það er sent heim, þó fólkið sé jafnvel enn veikt.“ - Það gerist á hverju ári að slœmt skapast vegna lokanna. Er vitað hvað sparast mikið með þessum aðgerð- um? „Ríkisendurskoðun kannaði það að ósk minnihlutans í heilbrigðis- og trygginganefnd, þá kom í ljós að vafa- samt er að nokkuð sparist. Ástandið er þannig að fólk fer ekki inn á sjúkrahús nema í bráðatilvikum. Auðvitað á það að vera hluti af réttindum sjúklinga að þeir fái almennilegan aðbúnað, en ekki ástand eins og nú er. Það er al- gjört stefnuleysi sem ríkir í heilbrigð- isráðuneytinu. Það em hugmyndir um að fara að steypa og byggja á meðan ekki er hægt að reka þær stofnanir sem fyrir eru.“ - Hvers vegna heldurþú að ástand- ■ Guðjón Þórðarson og Skagamenn Logandi ósætti Eftir að Skagamenn ráku Guðjón Þórðarson sem þjálfara hafa þeir ekki greitt honum samkvæmt samningi og gerir hann nú háar fjárkröfur á félag- ið. Þegar Skagamenn sömdu við Guðjón voru stórar áætlanir í gangi, samningurinn var til lengri tíma en áður þekktist og launin hærri en þjálfarar höfðu áður fengið, eða milli sex og sjö hundrað þúsund á mánuði. Ég hef það á tilfinningunni að í ráðuneytinu vanti heildarsýn yfir ástandið," sagði Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir. ■ Menntun íslendinga: Vel menntaðir og vanmetnir Aðeins 16% vinnandi fólks á ís- landi hefur prófgráðu úr háskóla. Hlutfallið gæti virst lágt en er þó ívið hærra en gengur og gerist í löndum innan OECD þar sem meðaltalið er enn lægra, eða 11%. Hlutfall háskóla- menntaðra starfsmanna á íslandi er því þriðja hæst innan ríkja OECD, á eftir Bandaríkjunum og Kanada. Starfandi íslendingar sem hlotið hafa menntun eftir grannám era einnig fleiri en almennt þekkist í þeim lönd- um sem miðað er við þótt að baki hverri íslenskri prófgráðu liggi færri kennslustundir en vrðast annarsstaðar. Þetta kemur ffam r skýrslu um sam- band menntunar og hagvaxtar, Mennt- un, mannauður og framleiðni sem Hagfræðistofnun Háskóla íslands gerði fyrir menntamálaráðherra fyrr á þessu ári. I þeim kafla skýrslunnar sem fjallar um arðsemi menntunar kemur fram að laun karlmanna lækka um sex krónur fyrir hverja vinnustund að meðaltali eftir að þeir hafa lokið BA námi. Menntun getur reynst íslend- ingi óarðbær og „ekki skynsamlegt fyrir einstaklinga að mennta sig ef eingöngu er miðað við ævitekjur", svo vitnað sé í skýrsluna. Tryggvi Þór Herbertsson, höfundui' skýrslunnar, bendir á mögulegar afleiðingar þess- ara staðreynda, þær að „skynsamir einstaklingar kjósi annað af tvennu: Að starfa erlendis þar sem hærri laun era greidd að námi loknu eða mennta sig ekki.“ Og hann bendir á hættuna á að mannauður fslendinga rými ef nú- verandi kerfi helst óbreytt. Ein af hugsanlegum leiðum til að koma í veg fyrir slíka mannauðsrýmun að mati höfundar, væri að lækka fómarkostn- að nemenda. ið sé eins og það er, sérstaklega þeg- ar í Ijós hefur komið að nánast ekkert sparast með því að koma fram við veiktfólk með þessum hcetti? „Það hefur ekki verið tekið á vand- anum í ráðuneytinu. Það vantar alla stefnumörkun. Ég held að þetta sé gert af gömlum vana, f stað þess að taka á vandanum. Læknar segja að flæðið sé ekki nægt á sjúkrahúsunum. Langveikt fólk, sem þarf annarskonar aðhlynningu en á hátæknisjúkrahúsi, kemst ekki inn á hjúkranarheimili. Það fólk teppir dýr sjúkrarúm, það vantar aðallega hjúkrunarheimili. Flugfargjöld lækkuðu um nokkur þúsund krónur í gær þegar innanlandsflug var gert frjálst. íslands- flug reið á vaðið með lækkunina. Um leið bætti fé- lagið þremur nýjum áfangastöðum við áætlunarflug sitt. Núverandi verðskrá íslandsflugs gildir út júlí- mánuð. Flugfélagið þarf að ná 70% sætanýtingu ef það á að geta boðið lágt verð áfram. Um 300 farþegar flugu með íslandsflugi í gær til níu mismunandi áfangastaða. ■ Deilur milli samstarfsmanna um Langá. Ingvi Hrafn Jónsson og Runólfur Ágústsson í hár saman. Ingvi Hrafn fékk ána einn, eftir að hafa verið í samstarfi við Runólf í þrjú ár Þetta eru mér mikil vonbrigði - sagði Runólfur og telur víst að sitt tilboð hafi verið öruggara en Ingva Hrafns, þar sem hann bauð peninga en samherjinn fyrrverandi ábyrgðir Runólfur Ágústsson og Ingvi Hrafn Jónsson eiga saman Langá hf„ sem er leigutak af Langá. Þetta er þriðja sum- arið sem þeir era saman með ána, en á næsta ári verður Ingvi Hrafn einn með veiðiréttinn. Samningur hans við veiðifélagið gildir til fimm ára. Tals- verð átök urðu milli þeirra félaga þeg- ar Ingvi Hrafn gerði persónlegt tilboð, en áður hafði hlutafélag þeirra gert sameiginlegt tilboð upp á 17,7 millj- ónir en tilboð Ingva Hrafns var upp á 23 milljónir. Reyndar gerði Runólfur annað tilboð ásamt Áma Baldurssyni upp á 20,5 milljónir króna. „Ég veit ekki hvort ég á að vera tala um þetta, þetta er sorgarsaga," sagði Runólfur Ágústsson. „Fjölskylda mín og Ingvi Hrafn höfum verið í sam- starfi undanfarin þrjú ár. Eini gallinn á þessu samstarfi hefur verið hans staða. Aðdragandinn er sá að ég hafði, fyrir hönd okkar sameiginlega hluta- félags samið við stjóm veiðifélagsins. Það var undirbúið að undirrita samn- inginn með fyrirvara um samþykki stjóma félaganna. Þegar við mættum á fund til að ganga frá hafði stjóm veiðifélagsins borist tilboð frá Ingva Hrafni persónulega. Hann lagði fram bankaábyrgðir sem mér skilst að séu tryggðar af Amgrími Jónssyni í Atl- anta. Að vísu var Ingvi Hrafn staddur á Flórída þegar tilboðið frá Langá hf. var sent. En hann vissi af þessu. Ég skil hann að hluta, hann er ágætis drengur. Hann er í örvæntingu að bjarga eigin stöðu. Þetta er ákvörðun sem hann tekur og hann verður að ganga sinn veg.“ Miklir hagsmunir era í veiðiréttind- inum,. „Þettu era vonbrigði. Mín tengda- fjölskylda hefur verið með veiðirétt í ánni í áratugi og þetta hefur verið rek- ið sem lítið fjölskyldufyrirtæki. Tekj- umar hafa kannski ekki verið miklar, en við höfum haft af þessu atvinnu. Jú, þetta era vonbrigði. Ég skil Ingva Hrafn en ekki afstöðu veiðifélagsins. Fjárhagslega borgar þetta sig ekki íyr- ir þá. Það hefði verið betra að taka til- boði okkar Áma Baldurssonar, þar sem við buðum rúmar 20 milljónir staðgreitt en hann bauð ábyrgðir. Auk þess þarf félagið nú að byggja veiði- hús sem mun kosta um 70 milljónir króna. Sú fjárfesting mun seint borga sig. Tilboði hans var tekið og þar við situr," sagði Runólfur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.