Alþýðublaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1997 s t j ó r n m á I ■ Guðni Th. Jóhannesson skrifaði ritgerð til MA-prófs í sagnfræði um stuðning íslands við sjálfstæð- isbaráttu Eystrasaltsríkjanna. í viðtali við Alþýðublaðið segir hann frá niðurstöðum sínum Bjargvættur frá Islandi íslendingar voru fyrstir þjóða heims til að viðurkenna sjálfstœði Eystrasaltsríkjanna, en hver var af- staða íslenskra stjórnvalda til sjálf- stœðisbaráttu þessara landafram að þeim tíma? „Eystrasaltslöndin, Eistland, Lett- land og Litháen, voru innlimuð í Sovétríkin 1940. Allt til 1990 var fs- land það ríki á Vesturlöndum sem einna lengst gekk í að viðurkenna þessi yfirráð Sovétmanna, fyrir utan Svíþjóð og Finnland sem litu form- lega á löndin þrjú sem hluta Sovét- ríkjanna. íslensk þingmannanefnd fór í opinbera heimsókn til Lettlands árið 1958 og þingmennimir litu greinilega svo á að landið tilheyrði Sovétríkjunum. Á sjöunda áratugn- um bárust skeyti hingað frá útlaga- stjómum Eystrasaltsríkjanna þar sem íslendingar voru beðnir um að styðja mál þeirra á alþjóðavettvangi og harma sovéska kúgun við Eystrasalt. Þessum erindum var ekki svarað. 1978 fór sendiherra íslands í Sovét- ríkjunum, Hannes Jónsson, í opin- bera heimsókn til “Sovétlýðveldanna við Eystrasalt“ eins og hann kallaði þau. Sendiherrar annarra Nató ríkja fóm aldrei í slíkar heimsóknir, þannig að íslendingar gengu lengra en venja var í því að viðurkenna formlega yfírráð Sovétmanna í Eystrasaltslöndunum, enda var fs- land árið 1990 eitt örfárra Evrópu- ríkja sem hafði ekki lýst því form- lega yfir að það viðurkenndi ekki innlimunina hálfri öld áður.“ Jón Ormur Halldórsson lét eitt sinn hafa eftir sér að stuðningur Is- lendinga við Eystrasaltsríkin hefði ekki skipt máli. Hver er þín niður- staða? „Þessi orð Jóns Orms eru ekki sanngjörn. Þegar við spyrjum okkur hvort við höfum haft áhrif þá verðum við að horfa í þrjár áttir. I fyrsta lagi til Eystrasaltsríkjanna, í öðm lagi til höfuðborga vestrænna ríkja og í þriðja lagi til Moskvu. Við höfðum greinilega mikil áhrif til góðs í Eystrasaltsríkjunum. Við stöppuðum stálinu í þessar þjóðir og „Við stöppuðum stálinu í þessar þjóðir og töluðum málstað þeirra á alþjóðavettvangi eftir bestu getu. Þær fundu að þær stóðu ekki einar,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sem skrifað hefur MA-ritgerð um stuðning ísiendinga við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna. töluðum málstað þeirra á alþjóða- vettvangi eftir bestu getu. Þær l'undu að þær stóðu ekki einar. Við höfðum að minnsta kosti óbein áhrif á Vest- urlöndum með því að tala máli Eystrasaltsþjóðanna þegar aðrir voru ekki reiðubúnir til þess. Okkur tókst hinsvegar ekki að hafa bein áhrif á afstöðu valdamanna annarra þjóða, að Uffe Ellemann undanskildum sem vildi komast í mark á undan Jóni Baldvini. Báðir voru einlægir í stuðningi sínum við Eystrasaltsþjóð- Bíll ársins 1997 ÁRMÚLA 13, SlMI: 568 1200 JliKSjlLa" BEINN SÍMI 553 1236 irnar en það var óneitanlega eitthvert kapp milli þeirra. Ákvarðanir ís- lenskra stjómvalda ýttu því við Ellemann. En í Moskvu höfðum við aldrei önnur áhrif en þau að reita menn til reiði.“ Hvað gerðum við sem skipti svo miklu máli fyrir Eystrasaltsþjóðirn- ar? „Viðhorf valdhafa heims var að Eystrasaltsþjóðimar væru að biðja um of mikið of fljótt. Með stuðningi við þær töldu menn sig stefna í hættu umbótum Gorbatsjovs Sovétforseta. Menn töldu sig hafa um mikilvægari hluti að hugsa: Afvopnun, endalok kalda stríðsins, sameiningu þýsku rfkjanna. Islendingar sögðu Eystrasaltsríkin hafa ótvíræðan rétt til sjálfstæðis og töldu að ekki væri hægt að tala um lok kalda stríðsins meðan þessar þjóðir byggju við sovéska áþján. Við veittum þessum þjóðum móralskan stuðning og vomm fyrst þjóða til að viðurkenna sjálfstæði þeirra.“ Siöferdissjónarmiö réð afstöðunm Jón Baldvin virtist mjög einn í baráttu sinni og stuðningi, íslenskir stjórnmálamenn virtust almennt þeirrar skoðunar að hann fceri of geyst. Hvert erþitt mat? „Jón Baldvin fór til Vilníus í janú- ar 1991, eftir árás sovéskra hersveita á sjónvarpsturninn í borginni sem kostaði fjórtán Litháa lífið. Mitt í þeirri orrahríð náði Vytautas Lands- bergis, leiðtogi Litháa, sambandi við fulltrúa þeirra í Noregi og bað hann um að hafa samband við vestræna ráðamenn, fyrst Jón Baldvin því hjá honum væri helst að vænta góðra viðbragða. Eftir smá umhugsun fór Jón Baldvin út og í víggirtu þinghús- inu í Vilníus lofaði hann, í hita augna- bliksins og án nokkurs samráðs við aðra hér heima, að taka til alvarlegrar fhugunar að koma á stjómmálasam- bandi við Eystrasaltsríkin. Hann hefði líklega ekki lofað þessu hefði hann setið heima og metið stöðuna úr fjarlægð. En yfirlýsingu hans var fagnað geysilega í Vilníus. „Þú komst þegar aðrir þorðu ekki að koma,“ sagði Landsbergis. „Þú talaðir meðan aðrir þögðu.“ En hitt þarf líka að nefna að úti í Litháen væntu menn þess að þetta skref, stofnun stjóm- málasambands, yrði stigið samstund- is. Það varð ekki, því stjórnvöld hér á landi vom ekki reiðubúin til þess og Jón Baldvin gat ekki staðið við þær væntingar sem orð hans vöktu fyrr en í ágúst þetta sama ár þegar íslending- ar viðurkenndu sjálfstæði Eystra- saltsríkjanna. Það má rökstyðja það að Jón Bald- vin hafi farið of geyst, en á móti má segja að stundum verða menn að fara hratt eigi þeir að koma hlutunum í verk.“ llefurðu skýringu á því af hverju Jón Baldvin tók þessa einarðlegu af- stöðu með þjóðum Eystrasalts? „Stuðningur Islendinga við Eystrasaltsríkin hófst fyrir alvöru í mars 1990 þegar Litháar lýstu yftr sjálfstæði. Fyrstu vikur og mánuði þar á eftir var Jón Baldvin varkár og vildi að við fylgdum sömu línu og valdamenn annars staðar á Vestur- löndum. En svo held ég einfaldlega að samviskan haft boðið honum að ganga lengra. Hann fann að þær ástæður sem Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðverjar höfðu fyrir varkámi sinni áttu ekki endilega við um ís- lendinga. Við gátum leyft okkur að láta siðferðissjónarmið ráða afstöðu okkar.“ Þeim var um og ó Hefðum við viðurkennt sjálfstœði þessara ríkja án frumkvœðis Jóns Baldvins? „Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra þar til í maí 1991. Hann og Framsóknarmenn voru alltaf mun varkárari en Jón Baldvin. Þeir vildu að Islendingar fylgdu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.